Morgunblaðið - 13.03.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013
✝ María Wilhelm-ína Heilmann
Eyvindsdóttir, Maja,
fæddist á Dílum,
Kópavogi, 5. sept-
ember 1954. Hún
lést á Sahlgrenska
sjúkrahúsinu í
Gautaborg, Svíþjóð,
20. febrúar 2013.
Foreldrar Maju
voru Eyvindur
Árnason, vélstjóri
og iðnrekandi, f. 17. febrúar 1926,
d. 15. maí 2012, og Margrét Gests-
dóttir, húsmóðir, f. 15. júní 1929,
d. 19. ágúst 2011. Systkini Maju
eru Árni, f. 16. febrúar 1949, Páll,
f. 4. júlí 1951, Kristjana Jóhanna,
f. 8. ágúst 1953, og Hannes, f. 30.
júlí 1957.
Maja giftist Trevor Francis Le
Tarouilly 15. júní 1973. Þau skildu
árið 2000. Barn þeirra er Lisa
Marie, fædd 17. september 1980.
2003 fluttust þær mæðgur til Zü-
rich í Sviss þar sem Maja sneri aft-
ur til starfa fyrir Citibank. Þær
fluttust síðan aftur til Íslands árið
2005 eftir að faðir Maju greindist
með Alzheimersjúkdóminn og hóf
hún þá störf hjá Sparisjóðabank-
anum. Árið 2010 flutti hún til Jer-
sey til að verja tíma með dóttur
sinni og tengdasyni og starfaði þá
við verðbréfaviðskipti hjá Klein-
wort Benson. Maja flutti svo alfarið
heim til Íslands í maí 2012.
Maja var alla tíð orkumikil og
sjálfstæð kona sem var annt um
fjölskyldu sína sem hún annaðist af
mikilli elju og alúð. Einkadóttir
hennar, Lisa, stóð hjarta hennar
næst og þær mæðgur vörðu mikl-
um tíma saman og síðar einnig með
Adem, eiginmanni Lisu, og víst er
að hennar verður sárt saknað.
Útför Maju fer fram í dag, 13.
mars 2013, frá Kópavogskirkju kl.
13.
Hennar eiginmaður
er Adem Mahmic, f.
8. apríl 1973.
Maja ólst upp í
Kópavoginum á er-
ilsömu og lifandi
heimili. Hún gekk í
Barnaskóla Kópa-
vogs og lauk þaðan
gagnfræðaprófi. Í
kjölfar þess var hún
einn vetur í Hús-
mæðraskóla Reykja-
víkur. Átján ára fór hún sum-
arlangt til starfa á Jersey þar sem
hún kynntist tilvonandi eig-
inmanni sínum sem leiddi til þess
að hún settist þar að. Á Jersey bjó
hún í 27 ár og starfaði þar lengst
af við bankastarfsemi, einkum í
Citibank, og sérstaklega við er-
lend viðskipti.
Árið 2000 fluttu Maja og Lisa
aftur til Íslands og hóf Maja þá
störf við Búnaðarbankann. Árið
Nú þegar ég syrgi fallegu móð-
ur mína sem yfirgaf þennan heim
20. febrúar 2013 fyllist ég djúpu
þakklæti fyrir þau 32 ár sem ég
átti bestu mömmu í heimi. Frá
þeirri stundu sem ég fæddist helg-
aði hún sig mér – algjörlega og án
skilyrða. Hún var, í sannleika
sagt, hlýjasta, hugrakkasta og ást-
ríkasta manneskja sem ég hef
þekkt og ég mun ávallt vera stolt
af því að vera dóttir hennar.
Mamma var manneskja sem
lagði á sig krók til að aðstoða þá
sem þurftu á hjálp að halda. Hún
kenndi mér að vingjarnlegheit
kosta ekkert, að geta brosað þeg-
ar heimurinn virðist á móti manni
og að hollusta og tryggð við þá
sem maður elskar er það sem öllu
máli skiptir. Allt sitt líf vann hún
hörðum höndum og sá alltaf til
þess að ég væri hamingjusöm og
örugg. Hún sá um foreldra sína
þegar þau þörfnuðust hennar
mest. Hún létti lund mína þegar
ég var niðurdregin og hvatti mig
til að dreyma. Hún var mér inn-
blástur, en ekki aðeins mér heldur
líka mínum nánustu vinum, sem
kunnu svo að meta þá glaðværu og
dásamlegu konu sem hún alltaf
var.
Mínar bestu æskuminningar
eru allar þær stundir sem við átt-
um saman, við bakstur, á ferðalög-
um, við spil eða einfaldlega kúr-
andi saman uppi í sófa. Fyrst núna
skil ég, sem fullorðin manneskja,
hversu þreytt hún hlýtur oft að
hafa verið. Hún lét mér samt aldr-
ei líða þannig að það væri henni
byrði að eyða tíma með mér. Hún
elskaði mig af öllu hjarta og ég hef
aldrei efast um það eitt augnablik.
Síðustu ár eyddum við miklum
tíma saman og þegar ég hitti til-
vonandi eiginmann minn tók hún
honum opnum örmum inn í fjöl-
skylduna okkar. Þau áttu sérstakt
samband sín á milli og hún leit á
hann sem sinn eigin son. Við fór-
um saman mörg yndisleg fjöl-
skylduferðalögin og hún var með
okkur, með tár í augum, þegar
eiginmaður minn bað mín í Tyrk-
landi. Hann passaði upp á að hún
væri alltaf viðstödd á mikilvægum
stundum, vitandi hversu nánar við
vorum, og fyrir það mun ég vera
ævinlega þakklát.
Þegar mamma var greind með
krabbamein bognaði hún ekki
heldur horfðist beint í augu við
það – með reisn og gríðarlegum
styrk. Eins erfiðir og þessir síð-
astliðnu mánuðir hafa verið og
þrátt fyrir þá raun að sjá einhvern
sem ég elska svona mikið ganga í
gegnum svona miklar þjáningar,
þá mun ég ávallt verða sterkari
manneskja fyrir að hafa orðið vitni
að þeim styrk sem hún sýndi allt
til enda. Hún vakti furðu lækna og
hjúkrunarfólks í Svíþjóð og ég er
svo stolt af því hversu hetjulega
hún barðist til þess að geta verið
áfram með mér.
Fólk segir mér að þetta muni
líða hjá og að tíminn muni lækna
sár mín en ég veit að ekki mun sá
dagur líða að ég muni ekki hugsa
um hennar fallega bros. Mín eina
huggun er sú að ímynda mér að
einhvers staðar á himnum sé borð
þar sem hún, amma, afi og Erna
frænka sitji, með kaffi og pönnu-
kökur, að spjalli. Ég veit að þau
munu hugsa vel um hana.
Á komandi árum, þegar ég lít
upp í næturhimininn, þá mun ég
vita að bjartasta stjarnan ert þú
að brosa niður til mín. Þú varst
vindurinn undir vængjum mínum
og ég mun alltaf elska þig.
Þín
Lisa Marie.
Það er hörmulegt til þess að
hugsa að Mæja sé horfin okkur,
svona langt um aldur fram.
Mæja var fyrrverandi mágkona
mín og urðum við góðar vinkonur
á unga aldri. Hún kom yfir til mín
nærri daglega að sjá litla frænda
sinn, sem henni þótti svo undur
vænt um, og passaði oft.
Ég minnist sérstaklega fegurð-
ar Mæju, ytri sem innri, og glað-
værðar hennar. Ég get enn heyrt í
huganum dillandi hláturinn og í
minningu minni hvíldi alltaf bros á
andliti hennar.
Mér er minnisstætt hvað við
brölluðum margt saman á þessum
árum og einhvern tíman keyptum
við efni og saumuðum buxnadragt
á mig sem var mikið í tísku á þess-
um tíma. Eitthvað hafði skolast til
í sníðamennskunni og urðu bux-
urnar alltof stórar og átti ég í
vandræðum með að halda þeim
uppi. Þá var saumavélin dregin
fram á ný og þanin til hins ýtrasta.
Ég man enn eftir hversu skakkir
saumarnir voru. Við vorum samt
hæstánægðar með verkið og gekk
ég mikið í þessari uppáhaldsflík.
Um jólin bökuðum við svo köku-
hús og hvernig sem það brotnaði
bættum við það bara með flórsyk-
urslími. Í lokin var húsið orðið ein
stór flórsykursklessa. En við
borðuðum það með bestu lyst og
hlógum að öllu saman.
Leiðir okkar skildi aldrei alveg
þótt hún flytti kornung til Jersey
og ég til Afríku og síðan Ameríku.
Það er ekki langt síðan ég fann
bunka af bréfum, sem Mæja hafði
skrifað mér, þar sem hún talar um
hversu hamingjusöm hún sé með
Lísu dóttur sína, sem var henni
allt. Þegar ég svo varð veik fyrir
nokkrum árum, og gekk í gegnum
erfiða skurðaðgerð, hringdi Mæja
í mig með það sama og var eins og
leiðir okkar hefði aldrei skilið. Lít-
ið vissum við þá um þá erfiðleika
sem hennar biðu.
En þótt Mæja sé horfin okkur
um tíma hverfur hún aldrei úr
minningu okkar því við munum
alltaf muna yndisleik hennar,
hlýju og gleði.
Elsku Mæja mín, þú ert nú á
góðum stað en þín er sárt saknað.
Ég bið góðan Guð að vera með
fjölskyldu þinni og Lísu, þinni
kæru dóttur, á þessum erfiðu tím-
um.
Hrafnhildur Rós Smáradóttir.
Kær frænka hefur nú kvatt
þennan heim. Alltof snemma og
harkalega, að manni finnst. Veik-
indi Maju bar brátt að og voru al-
varleg og erfið. Maja barðist leng-
ur en venjulegt telst við vágest
sinn og ég er viss um að það hafi
einkum verið vegna Lisu. Sam-
band þeirra mæðgna var einstakt
og Maja hafði alla tíð helgað sig
velferð dóttur sinnar. Þær tvær
hafa alltaf verið órjúfanleg heild í
mínum huga og það er ljóst að
margir hafa nú misst mikið og sér-
staklega Lisa.
Einn daginn kom ég í heimsókn
á spítalann til Maju og hitti þannig
á að henni leið virkilega illa. Lisa
sat við hliðina á henni á rúminu,
fannst skiljanlega erfitt að sjá
ástand mömmu sinnar og tárin
hrundu niður kinnar hennar. Maja
gat vart talað en sagði við mig
þegar ég heilsaði þeim báðum:
„Hugsaðu bara um hana,“ og leit
snöggt til Lisu. Hún vildi enga
meðaumkun eða athygli heldur
vera viss um að einhver hefði auga
með Lisu og styddi hana í gegnum
þetta erfiða skeið. Þetta augnablik
fannst mér mjög lýsandi fyrir hug
Maju til Lisu. Ég mun gera mitt
besta í að efna það sem ég lofaði
frænku minni og ég veit að fjöl-
margir aðrir, fjölskylda og vinir,
hafa hag Lisu sérstaklega fyrir
brjósti um ókomna tíð.
Elsku Lisa mín og Adem, ég
veit að nú virðist tilveran aum og
tóm. Sorgin heilsar að morgni og
gleymist rétt aðeins í svefni þar til
hún heilsar á ný. Mér er sagt að
með sorginni greiði maður fyrir
kærleikann sem var og það er því
skiljanlegt, Lisa mín, að hjarta
þitt sé nú brotið. Mamma þín elsk-
aði þig svo greinilega heitar en
allt. Henni var einnig svo annt um
foreldra sína, fjölskyldu og sam-
ferðafólk og ég tek hana mér til
eftirbreytni í þeim efnum. Ég bið
Guð að umvefja ykkur, Lisa mín
og Adem, og bera ykkur í gegnum
þennan dimma dal.
Elsku pabbi minn og systkini,
þið hafið misst mikið á skömmum
tíma. Það er sárt að kveðja en
einkum þá sem fara of snemma.
Ég bið góðan Guð að hugga ykkur
og styrkja okkur öll sem sjáum á
eftir Maju með söknuði. Blessuð
sé minning Maju frænku minnar.
Björg Ragnheiður Pálsdóttir.
Elskuleg frænka okkar, María
Wilhelmína Heilmann Eyvinds-
dóttir, er látin langt um aldur
fram. Við erum minnt á hverful-
leika lífsins og enn er höggvið
skarð í frænkuhópinn. Góðar
minningar frá æskuárunum leita
á hugann frá því þegar við frænd-
systkinin hittumst reglulega af
ýmsu tilefni; hjá ömmu og afa á
Grenimel, í sumarferðum eða í
gagnkvæmum heimsóknum.
Mæja frænka var hlý og einlæg
og hafði fallegt bros. Þótt sam-
skipti hafi orðið minni þegar kom
fram á fullorðinsár fylgdumst við
með henni úr fjarlægð. Hún flutti
til Jersey þar sem hún bjó í all-
mörg ár, giftist og eignaðist eina
dóttur, Lísu. Mæja flutti til Ís-
lands fyrir nokkrum árum til að
vera í nálægð við aldraða foreldra
sína og fjölskyldu. Þá endurnýj-
uðum við kynnin og hittumst
reglulega frænkurnar.
Síðastliðið haust greindist hún
með þann sjúkdóm sem lagði
hana að velli. Við frænkurnar hitt-
umst skömmu síðar og var Mæja
sjálfri sér lík, bjartsýn og dugleg.
Afar efið veikindi fylgdu í kjölfar-
ið og hún var send til Svíþjóðar
þar sem hún gekkst undir erfiða
meðferð. Hún lést þar en Lísa
dóttir hennar var hjá henni allan
tímann, vakin og sofin yfir líðan
hennar. Samband þeirra var ekki
eingöngu samband mæðgna –
heldur gagnkvæmt vinasamband
sem einkenndist af mikilli vænt-
umþykju. Því er missir þinn mik-
ill, elsku Lísa. Við biðjum að góð-
ar minningar megi ylja um
ókomna tíð og góður Guð gefi þér
og fjölskyldunni styrk í þessari
miklu sorg.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Fyrir hönd frændsystkina í
föðurætt,
Helga Gottfreðsdóttir.
Stundum er stutt stórra högga
á milli. Undanfarin misseri höfum
við fylgt svo mörgum ættingjum til
grafar. Sumum gömlum og sum-
um ungum, alltof mörgum þó.
Missir er alltaf erfiður, jafnvel þeg-
ar við vitum að viðkomandi hefur
átt langa ævi og lifað lífi sínu til
fulls, notið ævinnar og vilji sjálfur
fara á fund ástvina. Stundum er
missirinn þó óbærilegur vegna hins
gagnstæða. Hinn látni þráði að lifa
og barðist fyrir lífi sínu. Þannig var
með hana Maju frænku. Hún sýndi
ótrúlegan baráttuvilja og barðist til
hinsta dags. Vegir Guðs eru órann-
sakanlegir og stundum er líka sagt
að enginn veit sína ævi fyrr en öll
er. Maja var komin heim á ný og
ætlaði að fá sér vinnu og búa í íbúð-
inni sem hún var búin að kaupa.
Áður en hún komst inn í heilbrigð-
iskerfið greindist hún með sjald-
gæft krabbamein. Mér er það al-
gjörlega óskiljanlegt að við skulum
leggja það á fjölskyldur sem standa
í erfiðum veikindum að þurfa að
hafa áhyggjur af kostnaði og setja
líf þeirra á annan endann líka út af
því. Maja fór í margar læknismeð-
ferðir hér heima en fór að lokum í
lifrarskipti í Svíþjóð í von um bata
við meini sínu. Hún barðist eins og
sannur víkingur við ýmsa fylgi-
kvilla en varð að lokum að lúta í
lægra haldi. Ég er þakklát fyrir að
hafa fengið tækifæri til að heim-
sækja hana á gjörgæslu hér heima
áður en hún fór utan og strjúka yfir
sængina hennar. Það var erfið
stund en svo dýrmæt. Ég hefði vilj-
að gera það miklu fyrr en gerði
mér ekki grein fyrir því hversu al-
varleg staðan var því hún var svo
sterk, bar höfuðið svo hátt. Allan
tímann stóð dóttir hennar við hlið
hennar og hugsaði á svo fallegan
hátt um mömmu sína. Hún vék
ekki frá sjúkrabeði hennar og bað
vini og ættingja um að biðja fyrir
henni, óháð trúarbrögðum, bara
biðja frá hjartanu, sem og allir
gerðu sem heyrðu bón hennar.
Þegar ástvinir okkar deyja þýðir
það ekki að þeir verði gleymdir
þeim sem eftir lifa. Þeir lifa alltaf í
hjörtum okkar og minni. Maja mun
lifa í hjarta og minni mínu sem
frænka sem átti heima í spennandi
útlandi þegar ég var lítil og ég
fylgdist spennt með þegar Magga
frænka, móðir hennar, og Eyvi,
pabbi hennar, fóru í heimsókn til
Jersey og komu til baka með gjafir.
Einu sinni var það platti sem á stóð
„Matta and Björgvin“. Sams konar
platta eiga eflaust fleiri ættingjar
með nöfnum sínum og maka. Ég
hlustaði oft á lýsingar frá þessum
ferðum og af fjölskyldu Maju og
var svo ánægð með að þær mæðg-
ur skyldu vera að koma aftur heim.
Elsku Lisa, Adem, Hannes,
Palli, Árni, Stjana og fjölskyldur,
ég sendi ykkur mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Ég trúi því að
Magga og Eyvi hafi tekið henni
opnum örmum og faðmað hana vel
og lengi. Lisa mín, þú ert lifandi
eftirmynd mömmu þinnar, falleg
að innan sem utan. Þið mæðgur
voruð nánar og samband ykkar
lýsti af kærleik. Þótt maður hefði
ekki séð ykkur oft í langan tíma þá
lýsti af persónuleika ykkar hlýju og
lífsgleði. Varðveittu það í minningu
mömmu þinnar.
Guðlaug Björgvinsdóttir.
María Wilhelmína Heilmann
Eyvindsdóttir
Hún Matta var einstakur gleði-
gjafi. Mamma og Matta voru sam-
an í Húsmæðraskólanum á Varma-
landi um miðja síðustu öld.
Skólasysturnar voru með sauma-
klúbb. Í barnsminningunni hittust
þær oft og það var gaman. Matta
hefur því í raun fylgt mér öll mín
ár. Þegar mamma fékk heilablóð-
fall og dó langt um aldur fram árið
1978 voru Matta og Ingimar okkur
Matthea Katrín
Guðmundsdóttir
✝ Matthea KatrínGuðmunds-
dóttir fæddist á
Straumi á Skógar-
strönd 14. ágúst
1928. Hún lést á
heimili sínu 2. mars
2013.
Útför Mattheu
var gerð frá Lang-
holtskirkju 11.
mars 2013.
fjölskyldunni ómet-
anleg.
Á þessum tíma-
mótum þegar Matta
hefur kvatt þessa
jarðvist vil ég minn-
ast hennar með gleði
í hjarta. Hennar lífs-
viðhorf, þar sem líf-
inu var fagnað, ekki
tekið of alvarlega,
heldur var alltaf stutt
í hvellandi hlátur og
gamansögur. Matta var alltaf með
heitt á könnunni og með því. Það
var gott að setjast niður í hlýjuna
hjá Möttu og Ingimari. Þau fengu
sinn skammt af sorginni, en lífið
var það dýrmæta, að leggja alltaf
þeim lið sem á þurftu að halda.
Við þessi tímamót þakka ég fyr-
ir mig og fjölskyldu mína. Það er
enginn vafi á því að það er
skemmtilegra núna hjá ykkur
„hinum megin“, þar ríkir hlátur og
gleði. Það sem Matta skilur eftir og
lifir með öllum þeim sem henni
kynntust eru jákvæðu hliðar lífs-
ins. Ég mun reyna að tileinka mér
lífsspeki þína kæra Matta; að taka
lífinu ekki of alvarlega, horfa til
þess sem jákvætt er, styðja þá sem
ég get og umfram allt að grínast.
Hafðu þökk fyrir allt og allt. Bless-
uð sé minning þín, hún lifir.
Sendi mínar innilegustu samúð-
arkveðjur til Ingimars, Guðrúnar,
Jóhönnu og fjölskyldna. Kærleikur
og gleði Möttu fylgi ykkur um
ókomin ár.
Þorvaldur Ingi Jónsson.
Matta kom eins og himnasend-
ing til nemenda Leiklistarskóla
Íslands haustið 1986 þegar skól-
inn flutti í húsnæði Landssmiðj-
unnar við Sölvhólsgötu. Við vorum
í skólanum frá morgni til kvölds
og Matta var matráðskona, eldaði
handa okkur heimilismat í hádeg-
inu og skildi svo eftir alls konar
smurbrauð sem við gengum í það
sem eftir lifði dags. Það besta voru
skonsurnar hennar. Þetta var lítill
skóli, nokkrir kennarar og þrír
átta manna bekkir og allir soguð-
ust að Möttu. Hún var svo
skemmtileg og áhugasöm bæði
hvað varðaði námið og ekki síður
hvernig við krakkarnir hefðum
það prívat, hvaðan við værum,
hverra manna við værum o.s.frv.
Matta rak gistiheimili með manni
sínum Ingimar á Bugðulæknum.
Þar var í svo miklu að snúast að
hún þurfti að hætta hjá okkur í
Leiklistarskólanum.
Eftir að við stofnuðum fjöl-
skyldu urðu Matta og Ingimar
eins og hluti af stórfjölskyldunni
og komu í brúðkaup, fermingar og
afmæli. Við komum oft á Bugð-
ulækinn og þar var alltaf sama
fjörið. Og mikið voru ferðamenn-
irnir heppnir að vera í morgunmat
með þeim líflegu hjónum sem
höfðu brennandi áhuga á fólki og
óþrjótandi orku í að leiðbeina og
hjálpa.
Við gátum stundum boðið þeim
í leikhús. Best var að bjóða þeim á
síðustu æfingar fyrir frumsýningu
því það var ómetanlegt fyrir okk-
ur leikarana að heyra í þeim
frammi í sal. Þau hlógu svo hátt og
innilega og smituðu út frá sér og
allur salurinn fylgdi í kjölfarið.
Síðast kom Matta í kvennaboð
hingað á heimilið og lék á als oddi.
Matta talaði við allar skvísurnar,
hafði áhuga á öllum og allar hrif-
ust af henni. Og auðvitað kom hún
með tvo bakka af skonsum og flat-
brauði.
Elsku Ingimar, hugurinn er hjá
þér, dætrum ykkar og fjölskyld-
um. Minningin lifir um eina stór-
brotnustu konu sem við höfum
kynnst.
Edda Arnljótsdóttir og
Ingvar E. Sigurðsson.
„Einstakur“ er orð sem notað er þegar
lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm-
lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir
ástúð með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af
rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu
annarra.
„Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og
dýrmætir og hverra skarð verður aldrei
fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez)
Með þessum fallegu ljóðlínum
sem eiga vel við langar okkur
systur til að kveðja Möttu okkar.
Þegar við kynntumst Jóhönnu
dóttur hennar fyrir allmörgum
árum fylgdi fjölskylda hennar
með í kaupbæti og það var ekki
amalegur kaupbætir. Takk fyrir
alla þína gæsku og væntum-
þykju okkur til handa í gegnum
tíðina, elsku Matta, við munum
svo sannarlega sakna þín. Matta
og Ingimar voru eitt, samrýnd-
ari hjón eru vandfundin og ynd-
islegt að vera vitni að ást þeirra
og virðingu hvors til annars.
Elsku Ingimar, missir þinn er
mikill en þú hefur líka átt mikið,
við sendum þér okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Elsku Jó-
hanna og Gunna, að missa
mömmu sína er alltaf sárt, en
minningarnar lifa. Við sendum
ykkur og fjölskyldum ykkar
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur, sem og sonum Palla
heitins. Elsku Matta okkar,
hafðu þökk fyrir allt og allt og
hvíl í friði.
Guðrún og Helga
Bjarnadætur.