Morgunblaðið - 13.03.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.03.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013 Alls 99,8% kosningabærra íbúa Falklandseyja reyndust fylgjandi því að eyjarnar tilheyrðu áfram Bretlandi í atkvæðagreiðslu sem fram fór á mánudag. Aðeins þrír af 1.517 greiddu atkvæði gegn því að eyjarnar yrðu áfram undir Bretum en alls voru 1.672 á kjörskrá og kosningaþátttaka 92%. David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, sagðist í gær fagna niðurstöðunni og hvatti stjórnvöld í Argentínu til að virða hana en sendiherra Argentínu í Lundúnum sagði atkvæðagreiðsl- una ekki hafa neitt lagalegt gildi. „Við virðum lífsmáta þeirra og einkenni. Við virðum að þeir vilja vera breskir áfram en svæðið sem þeir búa á er ekki breskt,“ sagði Alicia Castro en stjórnvöld í Buenos Aires lýstu því yfir fyrir kosningar að þær myndu ekki hafa áhrif á til- kall Argentínu til eyjanna. AFP Breskir Íbúar í Stanley á kosningadag. 99,8% vilja tilheyra Bretlandi áfram FALKLANDSEYJAR Breska lögreglan meðhöndlaði ekki á réttan hátt ábendingar sem henni bárust um meinta barnamisnotkun þáttastjórnandans og fjölmiðlafígúr- unnar Jimmys Saviles og vannýtti tækifæri sem henni gáfust til að koma höndum yfir hann. Þetta er niðurstaða sérstakrar rannsóknar- nefndar um starfshætti löggæsl- unnar sem birt var í gær. Savile er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda fórnarlamba á tímabili sem spannar Lögregla fór ekki rétt með ásakanir á hendur Savile  Gat falið sig á bak við frægðar- ljómann AFP Glæpir Ásakanir á hendur Savile ná allt aftur til ársins 1964. yfir fimm áratugi en í skýrslu nefnd- arinnar segir m.a. að fimm tilfelli misnotkunar hafi borist á borð lög- reglunnar á meðan Savile var enn á lífi en að rangt hafi verið staðið að málum í öll skiptin. Drusilla Sharpling, sem fór fyrir rannsókninni, sagði augljóst að lög- reglan hefði gert mistök en að auki hefði fórnarlömbunum þótt erfitt að stíga fram. Hún sagði frægð Saviles hafa átt þátt í því að hann komst upp með glæpsamlegt framferði sitt. „Það er ljóst að vegna frægðar Saviles leitaði fólk að viðbótarsönn- unum og bar sig sérstaklega var- færnislega að vegna valdsins sem hann hafði.“ Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Svartur reykur barst frá strompi í Sixtínsku kapellunnar í Vatíkaninu um kl. 18:40 í gær, en það þýðir að ekki náðist samstaða í atkvæða- greiðslu um nýjan páfa. Kardínál- arnir 115, sem kjósa páfa, koma saman aftur í dag og kjósa þá aft- ur. Páfakjörsfundur hófst um kl. 16.30 í gær bakvið luktar dyr kap- ellunnar. Kardinálarnir 115 báðu fyrir samstöðu innan kirkjunnar í messu í Péturskirkjunni áður en þeir gengu til fundarins og klöpp- uðu ákaft þegar Angelo Sodano, forseti kardinálasamkomunnar, færði hinum „ástsæla og háæru- verðuga“ Benedikt XVI. þakkir í predikun sinni. Bíða með eftirvæntingu Kardinálarnir verða lokaðir inni þar til nýr páfi hefur verið kjörinn en til þess þarf tvo þriðju hluta at- kvæða. Frá og með deginum í dag verða kjörseðlarnir brenndir að loknum tveimur atkvæðagreiðslum, einu sinni að morgni og öðru sinni að kvöldi, og gefur hvítur reykur til kynna að nýr páfi hafi verið kjörinn en svartur hið andstæða. Þúsundir kaþólikka höfðu safnast saman á Péturstorginu í rigning- unni í gær þegar páfakjörsfund- urinn var í þann mund að hefjast. „Án páfa finnst mér ég umkomlaus, eins og munaðarleysingi. Ég bið um styrk til handa kardinálunum svo þeir megi velja réttan mann til að leiða kirkjuna,“ sagði franski presturinn Guillaume Le Floch í samtali við AFP. Roger Seogo, prestur frá Búrk- ína Fasó, gaf lítið fyrir vangaveltur um það hvort næsti páfi yrði hugs- anlega frá Afríku eða Asíu og sagði það ekki skipta máli. „Við þurfum einhvern sem er þess megnugur að sjá kirkjunni fyrir því sem hún þarf á að halda í dag, einhvern sem mun aðstoða við að opna hana heiminum og hlýða á fólk, virkilega hlusta á áhyggjur hinna rétttrúuðu,“ sagði hann. „Þetta eru hættulegir tímar,“ sagði Nicholas Gruner, 70 ára prestur frá Kanada. „Það ríkir meiri sundrung innan kirkjunnar en nokkru sinni áður og við bíðum ákvörðunarinnar um hver verður valinn með beyg og kvíða.“ Svartur reykur frá páfakjöri  Páfakjörsfundur hófst í gær  Þökkuðu Benedikt XVI. páfa með lófataki  Þúsundir söfnuðust saman  Biðja um páfa til að leiða á erfiðum tímum AFP Velja nýjan páfa Kardinálarnir sverja þagnareið áður en páfakjörsfundur- inn hefst og þá kallar siðameistarinn „Extra omnes“ sem þýðir „Allir út“. Lengsti páfakjörsfundur á síð- ustu hundrað árum stóð yfir í fimm daga en þegar Benedikt XVI. var kjörinn tók það kardin- álana aðeins tvo daga að kom- ast að niðurstöðu. Af þeim eru þrír nefndir lík- legastir til þess að hljóta kosn- inguna: Angelo Scola frá Ítalíu, Odilo Scherer frá Brasilíu og Marc Ouellet frá Kanada. Hjá veðbönkum þykir Scola sigurstranglegastur, þá Peter Turkson frá Gana og síðan Scherer. Veðjað á niðurstöðuna PÁFAKJÖR Yfir 15.000 manns komu saman í Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gær og gengu saman í þögn til að minnast þess að tíu ár væru liðin frá því að forsætisráðherrann Zoran Djindjic var ráðinn af dögum. Djindjic var fyrsti lýðræðislega kjörni forsætisráð- herra Serbíu eftir að kommúnisminn leið undir lok þar í landi en hann var skotinn til bana fyrir utan opinbera byggingu 12. mars 2003. AFP 15.000 gengu saman í þögn Iðnaðarryksugur NT 25/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is NT 55/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. Þegar gerðar eru hámarkskröfur Sjálfvirk hreinsun á síu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.