Morgunblaðið - 15.04.2013, Síða 10

Morgunblaðið - 15.04.2013, Síða 10
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta er tuttugasta og fjórðasumarið mitt hér í Siglu-nesi,“ segir Óttarr Hrafn-kelsson, deildarstjóri Sigluness og Nauthólsvíkur, en hann var á fullu í vorverkunum í síðustu viku, að dytta að bátum og gera klárt fyrir sumarstarfið. „Hér kann ég vel við mig. Starfið í Siglunesi er mikið reynslunám og vissulega er þetta drulluerfið vinna, það er erfitt að vera með hundrað börn á floti og veturinn dugar varla til að halda öllu við. En ég vil hvergi annars staðar vera,“ segir Óttarr og bætir við að sumaropnun Ylstrandarinnar verði um miðjan maí, en starfsemi sigl- ingaklúbbsins hefjist ekki fyrr en tí- unda júní. „Starfsemi hans helst í hendur við sumarfrí grunnskóla- barna. Hingað koma krakkar á sigl- inga- og róðrarnámskeið á aldrinum sex til sextán ára og þau læra grunn- atriði róðurs á árabátum, kanóum og opnum kajökum.“ Hér snýst allt um áskoranir „Vinnan hérna snýst um áskor- anir, fyrir mig og fyrir þá sem hing- að koma. Þetta eru persónulegar áskoranir, að fara út á sjó og takast á við eitthvað þar, hvolfa kannski bát og lenda í sjónum, en klára verk- efnið. Í því felst sigurinn. Á degi tvö á siglinganámskeiði krakkanna fá þau að hoppa út í sjóinn, bæði til að læra að treysta björgunarvestinu en líka til að læra að takast á við kulda- sjokkið. Engin er neyddur til að hoppa út í en oftast eru það þau sem ekki vildu hoppa í fyrstu sem vilja vera lengst í sjónum í lok námskeiðs, sigur þeirra er mikill.“ Keppir í siglingum úti í heimi Siglingaklúbburinn á hundrað báta; kajaka, árabáta, seglbáta, vél- báta, seglskútur og fleira. Trébát- urinn Jónas feiti er flaggskipið í flokkunum en hann var smíðaður sérstaklega fyrir Siglingaklúbbinn fyrir næstum þrjátíu árum. „Hann fékk nafngiftina af því að hann er frekar breiður miðað við lengd. Hans hlutverk er að sigla með börn og fyrir vikið hafa þúsundir reyk- vískra barna farið í sína fyrstu sjó- ferð á Jónasi feita.“ Óttarr er mikill áhugamaður um báta og siglingar og hefur tekið þátt í siglingakeppnum úti í heimi. „Ég hef verið að sigla á litlum seglbátum frá því ég var tíu ára. Ég er mikið fyrir útiveru og hjólreiðar eru minn lífsstíll. Ég byrj- aði að hjóla til og frá vinnu haustið 1995 og hef gert það allar götur síð- an. Þá var engin hjólamenning eða hjólastígar hér í borginni. Ég bjó þá í Vesturbænum og vann í hinum enda bæjarins, í Grafarvoginum. Þetta voru tíu kílómetrar hvora leið og fólk áleit mig geggjaðan að ferðast þetta á hjóli allan ársins hring í öllum veðrum. Núna bý ég í Kópavoginum og ég er ekki nema tíu mínútur á leið- inni, en ég lengi oft túrinn og fer upp í Elliðaárdal, til að fá meiri hreyf- ingu og útiveru. Að hjóla er að njóta útiveru.“ Í sjósundi í vondu veðri Óttarr segist vera útiverufrík. „Ég hef verið að sigla á þessum vogi í 36 ár, ég hef siglt um allan heim, Krummarnir elta mig stundum heim Hann er útiverufrík að eigin sögn og kann því vel að takast á við áskoranir. Ótt- arr Hrafnkelsson hefur siglt á litlum seglbátum frá því hann var tíu ára og siglir enn. Hann er á réttum stað í vinnunni, í Siglingaklúbbnum í Siglunesi og við Yl- ströndina í Nauthólsvík, þar sem allt er að fara í gang fyrir sumarið. Morgunblaðið/Rósa Braga Kátur Óttarr setur stýri á róðrabát er áður var notaður á sjómannadaginn. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013 Avaaz eru samtök almennings sem vilja láta til sín taka í samfélaginu og nota sameiningarmátt sinn til að koma góðu áleiðis. Á vefsíðu samtakanna www.avaaz.org er hægt að kynna sér þau baráttumál sem efst eru á baugi hverju sinni. En þau eru á ýmsum sviðum mann- réttinda, dýraverndunar og mat- vælaeftirlits. Hér er hægt að skrá á undir- skriftalista, lesa helstu fréttir tengdar þeim málefnum sem barist er fyrir og einnig láta fé af hendi rakna. En allt fé sem safnast renn- ur til verkefna á vegum Avaaz- samtakanna. Látum heiminn sem við búum í skipta okkur máli og verum gagn- rýnin á það sem betur mætti fara í honum. Það þarf ekki að vera flóknara en svo að taka þátt í gegnum tölvuna heima í stofu. Þess má geta að orðið avaaz þýðir rödd á nokkrum tungumálum og á því heitið vel við samtökin. Vefsíð- an hefur þegar vakið athygli víða um heim m.a. meðal ráðamanna í stærstu löndum heimsins. Vefsíðan www.avaaz.org/en AFP Dýravernd Fílar eru dýr í útrýmingarhættu en þessir virðast hafa það ágætt. Sameiningarmáttur fólksins Að undanförnu hefur verið mikil um- ræða um matvælaöryggi og fölsun matvælaupplýsinga, þar sem neyt- endur hafa í vissum tilfellum verið hreinlega sviknir við kaup á neyslu- vörum. Á morgun, þriðjudaginn 16. apríl, stendur Vörustjórnunarfélag Ís- lands fyrir ráðstefnu um rekjanleika og matvælaöryggi í samvinnu við GS1 Ísland, Matís og Háskóla Íslands. Þar verður leitað svara við því hvernig hægt er að bæta matvæla- öryggi og verður fjallað um leiðir og lausnir til að tryggja rekjanleika mat- væla. Munu þrír erlendir sérfræð- ingar auk fjölda innlendra aðila sem starfa að þessum málum halda er- indi. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík og hefst klukkan 8.30 en hægt er að nálgast dagskrá og skrá sig á heimasíðunni www.logistics.is. Endilega … … kynnið ykkur matvælaöryggi Matvæli Oft er valið vandasamt. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Margt skemmtilegt er í boði fyrir yngstu kynslóð- ina í höfuðborginni en meðal þess eru sérstakir fjölskyldumorgnar í að- alsafni Borgar- bókasafnsins í Tryggva- götu. Það er Borgarbókasafn Reykjavíkur, í samstarfi við Menningarmiðstöðina í Gerðubergi og Leik- skólasvið, sem býður fjöl- skyldum með börn á aldr- inum 0-6 ára að koma og eiga saman góða sam- verustund á bókasafninu. Boðið er upp á óformlega dagskrá um ýmis málefni. Leikföng og bækur fyrir börnin eru á staðnum og boðið verð- ur upp á kaffisopa. Um er að ræða til- raunaverkefni en nánari dagskrá verður mótuð í samstarfi við þátttak- endur með þarfir þeirra og óskir að leiðarljósi. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Fjölskyldumorgnar eru alla fimmtudaga kl. 10.30-11.30. Fjölskyldumorgnar í Borgarbókasafni Samvera Foreldrar og börn koma saman. Samverustund fjölskyldunnar alla fimmtudagsmorgna Meirapróf Næsta námskeið hefst 17. apríl 2013 Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.