Morgunblaðið - 15.04.2013, Síða 32

Morgunblaðið - 15.04.2013, Síða 32
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 105. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Lætur af störfum formanns 2. Stelpurnar við stjórnvölinn 3. Cowell féll fyrir öryrkjagríni 4. Leitin ekki borið árangur »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Listamennirnir Libia Castro og Ólafur Ólafsson halda nú yfirlitssýn- ingu í TENT í Rotterdam og hún stendur til 5. maí. Þetta er stærsta og yfirgripsmesta sýning á verkum þeirra til þessa. Þau voru fulltrúar Ís- lands á síðasta Feyneyjatvíæringi. Stærsta yfirlitssýning Libiu og Ólafs  Einar Már Jóns- son sagnfræð- ingur brýtur upp- runa og eðli frjálshyggjunnar til mergjar í Hann- esarholti, menn- ingarhúsi við Grundarstíg 10, í kvöld klukkan 20. Hilmar Örn Agnarsson tónlist- armaður leikur á píanó í bland við upplestur Einars og spjall um um- fjöllunarefnið. Einar Már fjallar um frjálshyggjuna  Mary Ellen Mark, heimskunnur bandarískur ljósmyndari, kennir á al- þjóðlegu námskeiði sem verður hald- ið í Myndlistarskólanum í Reykjavík í ágúst. Eins og síð- ustu sumur kennir gamall nemandi hennar, Einar Falur Ingólfsson, með henni og eigin- maður hennar, Martin Bell, kennir heimild- armyndagerð. Mary Ellen kennir á námskeiði í sumar Á þriðjudag Austlæg átt 5-13 m/s, en hægari austantil á landinu. Dálítil rigning eða slydda suðvestanlands og él fyrir norðan, annars úrkomulítið. Hiti 0 til 6 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Minnkandi norðanátt, yfirleitt 5-10 m/s síð- degis. Rigning eða slydda austanlands og snjókoma eða él fyrir norðan, annars úrkomulítið. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast syðst á landinu. VEÐUR „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og akkúrat það sem ég ætlaði mér að gera,“ sagði Tinna Helga- dóttir sem varð tvöfaldur Íslandsmeistari í badmin- ton í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í gær. Tinna bar sigur úr být- um í einliðaleik og fagnaði svo Íslandsmeistaratitlinum í tvenndarleik með bróður sínum. Magnúsi Inga Helga- syni. »6 Alveg ótrúlega skemmtilegt Alfreð Finnbogason er algjörlega óstöðvandi en landsliðsmaðurinn skoraði 2 mörk í sigri með Heer- enveen í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Alfreð hefur þá skorað 23 mörk og þar með hefur hann jafnframt jafnað markamet Pét- urs Péturssonar. »1 Alfreð jafnaði marka- met Péturs Péturssonar Stjarnan jafnaði metin í 1:1 í einvíginu við Íslands- og bikarmeistara Vals í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik í gær en Stjarnan vann góðan sigur í Mýrinni. Fram stendur hins vegar vel að vígi gegn ÍBV en Fram hefur unnið tvær fyrstu rimmur liðanna. Fram burstaði Eyjakonur á útivelli með 10 marka mun. »2 Stjarnan jafnaði metin gegn meisturunum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is „Ég mun búa að þessu á meðan ég lifi,“ segir gleðigjafinn og fjölmiðla- maðurinn Hermann Gunnarsson, eða Hemmi Gunn. Listakonan og vinkona hans, Þorgerður Björg Þórðardóttir, afhenti honum við- urkenninguna Hemmann – gleði- gjafa við setningu hátíðarinnar List án landamæra á laugardag. Athöfnin fór fram í Miðjunni, starfsstöð fyrir þroskahamlaða á Húsavík. Hemmi veitir henni innblástur Þorgerður, sem í daglegu tali er kölluð Gerða, hefur mikið dálæti á Hemma Gunn. Að sögn Önnu Maríu, systur Gerðu, hefur hann fylgt henni í gegnum tíðina. „Hann veitir henni innblástur og gleði,“ segir Anna. „Hann er henni stoð og stytta í lífinu.“ Gerða á margar myndir af átrúnaðargoði sínu og hefur hún teiknað hluta þeirra. Hún hefur, líkt og margir Íslendingar, átt fjölda gleðistunda fyrir framan sjónvarpið þegar Hemmi er á skjánum. Markmið Listar án landamæra er að fatlaðir og ófatlaðir geti unnið saman við listsköpun á ýmsum svið- um. Í tilefni af hátíðinni teiknaði Gerða fjölmargar myndir og varð ein þeirra fyrir valinu við gerð viður- kenningarinnar. Myndin var skönnuð inn og skorin út með leysi- geisla í viðarkubb. Verkið var síðan málað af þátttakendum í Miðjunni. Gerða afhenti Hemma gripinn ásamt blómvendi við setningarathöfnina. Verðmætasta viðurkenningin „Ég tel þetta vera hina stærstu og verðmætustu viðurkenningu sem ég hef fengið á lífsleiðinni,“ segir Hemmi, glaður í bragði. „Þegar maður upplifir svona vináttu þá get- ur maður bara klökknað.“ Hann flutti ræðu um gleðina og sagðist hafa notið dagsins með gestum há- tíðarinnar. Hemmi var sérstaklega ánægður með framlag Gerðu. „Þessi stúlka hefur bundist mér miklum tryggðarböndum, segir Hemmi. „Hún er ótrúlega skemmtileg og einlæg.“ Hemmi Gunn hefur fengið margar viðurkenningar í gegnum tíðina en segir þessa standa upp úr. „Það er ekkert sem skilur jafnmikið eftir sig og þetta,“ segir Hemmi um viður- kenninguna. „Ég varð svo hrærður því ég veit að þetta kom úr svo tæru og hreinu hjarta.“ Verkið Hemminn – gleðigjafi er órói úr tré og er það meðal annars til sýnis í Handverki og hönnun í Að- alstræti 10 í Reykjavík en þar geta áhugasamir keypt gleðigjafa. „Stærsta viðurkenningin“  Gleðigjafinn Hemminn afhent- ur á Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Vinir við afhendingu Listakonan Gerða og Hemmi Gunn við setningu hátíðarinnar List án landamæra. Við setn- inguna tók Hemmi á móti verkinu Hemminn – gleðigjafi sem er samstarfsverkefni þátttakenda í starfi Miðjunnar. Ljósmynd/Anna María Þórðardóttir Verk til sýnis Verk Gerðu á einkasýningu í Safnahúsinu sem opnuð var í gær. Sýningin er hluti af List án landamæra og stendur til 20. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.