Morgunblaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013 ✝ Árni Vil-hjálmur Jóns- son fæddist að Skógum í Mjóafirði 13. maí 1913. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 8. apríl 2013. Foreldrar hans voru þau Jón Árna- son, f. 20. ágúst 1863, d. 7. nóv- ember 1944, og Guðrún Einarsdóttir, f. 5. nóv- ember 1878, d. 16. maí 1948. Systkini Árna voru Eðvald, Ár- mannía, Anna og Einar, öll látin. Árni kvæntist Steinunni Hall- grímsdóttur frá Skálanesi í Seyð- isfirði, f. 9. mars 1915 d. 16. októ- ber 1994, 18. janúar 1945. Börn þeirra eru: Jenný Gunnhildur, f. 6.8. 1945, hennar maki er Jim Dale Godby, þeirra dætur eru Michelle og Kristín. Jón Steinar, f. 14.8. 1947, sambýliskona hans er Gunnhildur Olga Jónsdóttir, börn Jóns og Hafdísar Theódórs- stöðum og Háeyri. Árið 1939 eignaðist Árni sinn fyrsta bát, Valþór NS 340. Hann rak útgerð á Seyðisfirði til ársins 1960 en þá fluttist fjölskyldan til Reykjavík- ur. Eftir það vann hann lengi við verslunarstörf, fyrst í Bústaða- búðinni í Hólmgarði en síðan rak hann eigin verslun á Dalbraut 3, Kjörbúð Laugarness. Árni stofn- aði síðan fatahreinsunina Hraða sem enn er starfandi á sama stað við Kaplaskjólsveg. Á þessum ár- um tók hann sér frí frá fyrir- tækjarekstri á haustin og tók þátt í haustsíldarævintýrinu á Austfjörðum og rak síldarplanið Hrönn í samvinnu við félaga sína á Seyðisfirði. Árið 1978 fluttu þau Steinunn með yngstu dóttur sinni og tengdasyni að Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ þar sem þau bjuggu félagsbúi. Þau hjón fluttu síðan aftur til Reykjavíkur og Árni lauk starfsferli sínum sem vakt- maður í Örfirsey, ásamt því að vera áfram virkur þátttakandi í landbúnaðarstörfunum í Nýjabæ allt fram til ársins 1996. Útför Árna fer fram frá Foss- vogskirkju í Reykjavík í dag, 15. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 15. dóttur eru: Stein- unn Linda og Árni Vilhjálmur. Börn Jóns og Áslaugar Höskuldsdóttur eru: Ösp, Agnar og Ás- geir. Halla María f. 17.3. 1953, hennar maki er Tryggvi L. Skjaldarson, þeirra dætur eru Heiða Björk, Vigdís og Arna Steinunn. Barnabarna- og barnabarna- barnabörn eru 17 talsins. Árni ólst upp í Mjóafirði til 17 ára aldurs, þá flutti hann ásamt foreldrum sínum og systkinum til Seyðisfjarðar. Framan af ævi stundaði Árni sjómennsku. Á uppvaxtarárum sínum í Mjóafirði fór hann ungur til veiða á árabát- um. Hann hóf eiginlega sjó- mennsku hjá eldri bróður sínum Eðvaldi á Gauta gamla, þá átján ára. Hann var háseti og vélamað- ur á ýmsum bátum, m.a. hjá frændum sínum frá Hánefs- Faðir minn Árni Jónsson er fallinn frá og átti aðeins einn mánuð ófarinn í heila öld. Hann var fæddur í fjallasal austfirskr- ar náttúru, fjöllin bar við himin, gróðurlendi undir fótum og seið- andi sjávarniður allt um kring. Enda var hann blanda af þessu öllu, sjómaður fyrst og síðast og salt var blóðið í æðum hans og áhuginn á fiskveiðum brennandi. Hann var líka klettur sem brimsjóir allir sem steðjuðu að okkur í fjölskyldunni brotnuðu á. Gróandinn í sál hans hændi börn, barnabörn og alla fjöl- skyldumeðlimi til hans. Hann var glaður á góðri stund, sagði vel frá og miðlaði fróðleik á skemmtilegan hátt. Ótíðindum tók hann af slíku jafnaðargeði að maður hélt stundum að hann hefði ekki heyrt. Aldamóta- mönnum var kennt að bera harm í hljóði. Ég hef alla ævi sótt til hans ráð og kjark í sviptivindum lífsins. Hann hafði lag á að græða sár og gera heilt það sem var brotið. Ég hef lengi vitað að fáir ná hundrað ára aldri og við mætti búast að sveita- og sjómaðurinn færi að róa í annarri vist. Samt hafði ég hálfpartinn búist við að hann ynni þá skák við tímann sem all- ir tapa. Söknuðurinn er sár, en þakklætið stærra fyrir að hafa átt þennan öðling að alla tíð. Hann verður góður liðsmaður á nýjum stað og ekki munn standa upp á hann frekar en í jarðvist- inni. Guð blessi Árna Jónsson, sem nú siglir sínu skipi til móts við sólarupprás eilífs lífs. Takk, pabbi, fyrir allt. Jón Steinar Árnason. „Myrkrið er eftirminnilegast,“ sagði Árni um æskuárin í Mjóa- firði fyrir austan. „Ef ekki var tunglbjart sá maður ekki á sér hendurnar. Eina ljósið í húsinu var frá einum olíulampa sem var hafður í eldhúsinu.“ Árni var af kynslóð sem hefur upplifað ein- hverjar mestu breytingar á ein- um mannsaldri sem hægt er að hugsa sér. Stórt stökk frá myrkrinu í Mjóafirði yfir á tölvuöld með snjallsíma, net- tengingu og allt sem því fylgir enda sagði hann stundum þegar hann horfði undrandi á skjáinn þegar rætt var saman á Skype í tölvunni: „Ja, hugsa sér.“ Eitt sinni er við horfðum á risaþotur skrifa strik á himininn á leið frá Evrópu til Ameríku segir hann: „Ef maður hefði sagt heima í Mjóafirði forðum að fólk ætti eftir að ferðast margt saman í flugvél á nokkrum klukkutímum milli heimsálfa hefði maður verið talinn rugl- aður.“ Hann sótti sjóinn og sigldi með ströndinni við erfiðar að- stæður að vetrarlagi með einn áttavita. Hann las í skýin, skynj- aði umhverfið og menn áttu lífið undir, þá voru ekki veðurfregnir sem hægt var að treysta á. Mér er minnisstætt þegar við, dag einn, vorum að ganga út í kart- öflugeymslu og hann sagði við mig: „Yrði ekki hissa þó hann færi að hellirigna eftir svona klukkutíma.“ Svo þegar rigning- in buldi á kartöflugeymslunni leit ég á klukkuna, liðnar voru 55 mínútur. Á stríðsárunum tók hann að sér að dreifa vörum um Aust- firði samhliða veiðunum. „Það var bara á fallaskiptum sem maður þurfti að passa sig á tundurduflunum sem voru út um allan sjó,“ sagði hann, „því straumurinn setti duflin á kaf þess á milli.“ Hljómaði hjá hon- um eins og lítið mál. Þetta var Árni. Árni sem gat smíðað, mál- að, gert við. Allt lék í höndunum á honum og var vel gert. Síðastliðin 16 ár höfum við borðað kvöldmat saman. Alveg fram á seinasta dag gekk hann óstuddur upp stigann. Halla María hefur lagt mikla áherslu á að við borðuðum meira salat, en þegar við Árni vorum einir heima var gjarnan grillað kjöt og kartöflur með, jafnvel fransk- ar, en ekkert salat. Höfðum sal- atfrítt kvöld. Það kunni hann að meta. Fastur liður hjá okkur strákunum var að fara í bíltúr eða réttara sagt bryggjurúnt . Oftar en ekki var komið við á Bæjarins bestu þar sem við pulsuðum okkur upp. Tvær með öllu og kók á mann. Hann kunni að meta Bæjarins bestu. Gæða- tími sem við áttum saman. Ég var lánsamur að fá Árna og Stennu sem tengdaforeldra í kaupbæti þegar ég kynntist Höllu Maríu konu minni. Stenna, besta tengdamamma í heimi, og Árni vinur minn, stoð og stytta, sem skilur eftir sig tómarúm sem tekur tíma að fylla. Tryggvi L. Skjaldarson. Í dag er afi minn jarðaður og þrátt fyrir að hann hafi verið orðinn háaldraður á ég eftir að finna fyrir tómarúminu sem fjarvera hans mun valda. Það hefur verið sjálfsagður hluti af lífi mínu að hitta afa daglega, borða með honum og spjalla við hann. Frá ’97 hef ég haft það hlutverk að hlaupa niður stigann og láta afa á neðri hæðinni vita af kvöldmat. Þegar ég var enn í grunnskóla átti afi til með að baka vöfflur og annað góðgæti handa mér og vinkonum mínum. Ég bakaði líka stundum skúffu- köku, þá þurfti ég að hlaupa nið- ur til afa til að fá lánaða ofn- skúffu. Viti menn, hálftíma seinna rölti afi upp, akkúrat þegar kakan var tilbúin. Svo sát- um við saman uppi í eldhúsi að gúffa í okkur skúffuköku. Oftast áður en mamma og pabbi komu heim úr vinnunni. Ég gleymi aldrei ferðinni sumarið eftir að ég fermdist þegar við fórum til Mjóafjarðar á æskuslóðir afa. Þar stóð ég, fjórtán ára, og horfði á stein- vegg sem gnæfði yfir mig. Vegg sem annað fermingarbarn hafði hlaðið á fermingarárinu sínu, hann Árni Vilhjálmur. Það að hafa búið með afa mín- um svona lengi og fengið að njóta margra góðra stunda með honum er mér dýrmætt. Kyn- slóðabilið á milli okkar var mikið en þrátt fyrir það hef ég lært mikið af honum. Takk fyrir samveruna, heims- ins mesti nagli. Arna Steinunn. Ég hafði vonast til að koma heim í 100 ára afmælið hans afa í næsta mánuði. En hlutirnir fara ekki alltaf eins og maður óskar sér. Afi átti langt og gott líf og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hann svona lengi hjá okkur. Ég á svo margar góð- ar minningar. Frá því að vera lítil stelpa í Nýjabæ að skoppa í kringum hann við vinnu, plata hann í að spila við mig, halda í stóru hlýju höndina hans og fá að koma með á traktornum. Hann hafði alltaf þolinmæði í að hlusta og spjalla. Afi var morgunhani eins og ég og það voru ófáir morgnar sem við borðuðum morgunmat sam- an. Afi var handlaginn mjög og vandvirkur í því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var ákaf- lega vinnusamur og eins lengi og heilsan leyfði var hann alltaf að finna sér verkefni og var í essinu sínu ef hann gat hjálpað til eða dyttað að einhverju. Mér er minnisstætt þegar ég keypti mína fyrstu íbúð sem þarfnaðist smá vinnu fyrir innflutning, þá var afi nálægt níræðu. Hann var óstöðvandi og betri vinnumann ekki hægt að fá. Hann nostraði við allt. Ég var farin að hafa áhyggjur af því að hann ofgerði sér, minnti hann á að hann væri nú orðinn gamall og þyrfti að hvíla sig. Þá horfði hann bara á mig og hló og lofaði mér svo að hann myndi fara vel með sig. Við afi áttum margar góðar stundir saman veturinn eftir að amma dó og sátum oft á spjalli. Mér þykir voða vænt um þann tíma þar sem afi sagði mér sög- ur frá lífshlaupi þeirra ömmu sem var viðburðaríkt og fullt af yndislegu fólki. Það var alltaf gestagangur og mikið líf og fjör hjá þeim. Með aldrinum varð afi dug- legri við að segja sögur af því sem á daga hans hafði drifið. Hann var af þeirri kynslóð sem hefur upplifað ótrúlega miklar breytingar og mér þótti óend- anlega gaman að spjalla við hann um gamla tíma og passaði alltaf upp á að eiga eitt gott kaffispjall við hann þegar ég kom í heimsókn. Ég á eftir að sakna hans. Heiða Björk. Hann afi minn er farinn. Mik- ið á ég eftir að sakna þess að halda í hlýju höndina hans og kyssa hann á kollinn. Hann hafði sérstakt handtak sem var þess eðlis að mann langaði ekki að sleppa. Þetta handtak sagði svo margt. Maður skynjaði hlýjuna og var aldrei í vafa um hvað honum þótti vænt um mann. Afi fæddist fyrir rétt tæpum 100 árum. Hann hafði upplifað ótrúlegar breytingar á sinni ævi. Það var ósjaldan sem við sátum saman og hann rifjaði upp gamla tíma. Minningarnar náðu langt aftur. Frostaveturinn mikli 1918, harkið í sveitinni þegar hann var strákur, stríðsárin, sjómennskan og samskipti hans við allan þann fjölda fólks sem hafði orðið á vegi hans. Þessar sögur og hans sýn á lífið hefur verið mér inn- blástur. Síðustu árin bjó hann hjá Maju sinni. Þar leið honum vel. Það er alltaf svo notalegt að koma í Fífuhvamminn. Oft tók afi á móti okkur í sólbaði fyrir framan húsið með bláu derhúf- una sína. Hann leit alltaf svo vel út, sléttur og með roða í kinn- um. Það var erfitt að trúa því að hann væri að verða 100 ára. Öðru eins hraustmenni hef ég ekki kynnst. Í haust áttum við eina af okk- ar notalegu samverustundum þar sem hann rifjaði upp skemmtilegar sögur. Hann var svo sáttur við sitt hlutskipti í líf- inu og sagði að hann gæti ekki kvartað. Ég sagði þá að hann hefði líka verið svo vel giftur. Hann svaraði um hæl: „Já! Það var ég sko!“ Kom beint frá hjartanu. Já afi, þú varst vel giftur, en það var hún amma Stenna svo sannarlega líka. Elskum þig og söknum þín. Vigdís og fjölskylda. Mig langar að minnast góðs manns, Árna, sem við kveðjum í dag. Hugurinn leitar austur á Seyðisfjörð, á Elverhøj, þar sem foreldrar mínir bjuggu í sama húsi og Stenna móðursystir mín og Árni. Ég var því mikið hjá þeim sem lítil stúlka. Þegar ég komst á unglingsaldur fór ég til náms í Reykjavík. Árni og Stenna voru þá flutt suður og bjó ég hjá þeim, bæði meðan á námi mínu stóð og eftir að því lauk, eða þar til ég gifti mig. Þau tóku mér alltaf eins og ég væri dóttir þeirra. Það var mér ómetanlegt. Ég var alla tíð mjög náin þeim hjónum og er Mæja dóttir þeirra mér eins og systir. Árni átti langa og farsæla ævi en aðeins eru nokkrar vikur í að hann hefði haldið upp á 100 ára afmæli sitt. Hann var alla tíð heilsuhraustur, með afbrigðum vinnusamur og laghentur, en síðustu árin var heilsan og minn- ið farið að gefa sig. Ég vil þakka Árna fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og kærleikann sem hann ávallt sýndi mér. Ég og börnin mín vottum allri fjöl- skyldunni samúð okkar. Ég óska Árna góðrar ferðar á nýjan stað og veit að Stenna tekur vel á móti honum. Minningin um þennan góða mann mun lifa áfram. Bjarndís Harðardóttir. Árni Vilhjálmur Jónsson Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður Guðfinna Guðnadóttir ✝ GuðfinnaGuðnadóttir fæddist í Efstadal í Laugardalshreppi 29. maí 1920. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund 20. mars 2013. Útför Guðfinnu var gerð frá Bú- staðakirkju 4. apríl 2013. heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Elsku amma, þakka þér fyrir þann tíma og allar þær yndis- legu stundir sem við höfum átt saman. Blessuð sé minning þín. Halldóra Ósk og Anna Margrét. ✝ Kær bróðir minn, GUÐFINNUR ERLENDSSON, Austurbrún 6, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 2. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Hlíf Erlendsdóttir. Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN B. SIGURÐARDÓTTIR, er látin. Sigurbjörg Sigurðardóttir, Sveinn Björnsson, Benedikt Sigurðsson, Agnes Eggertsdóttir, Sigurður Á. Sigurðsson, Ingibjörg Dalberg. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR, Reynihólum 9, Dalvík, lést á heimili sínu 9. apríl. Útför hennar fer fram frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 19. apríl kl. 13:30. Ottó Jakobsson, Ester Ottósdóttir, Valur Júlíusson, Svanur Ottósson, Sigrún Júlíusdóttir, Ottó Biering Ottósson, Hugrún Hermannsdóttir, barnabörn og langömmubarn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SÆUNN JÓNSDÓTTIR, Hringbraut 2A, lést fimmtudaginn 11. apríl og verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 18. apríl kl. 13:00. Jóhann Skarphéðinsson, Jón Karl Daníelsson, Dian Marlina, Eva Daníelsdóttir, Pétur Björnsson, Sigurlaug Jóhannsdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.