Morgunblaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013
✝ Héðinn Hösk-uldsson fæddist
á Mýri í Bárðardal
11. júní 1925. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 3. apríl 2013.
Foreldrar hans
voru hjónin Hösk-
uldur Tryggvason,
bóndi, f. 10. maí
1902, d. 2. desember
1986, og Guðrún
Pálína Jónsdóttir, húsfreyja, f.
11. júlí 1904, d. 7. október 1985.
Systkini Héðins eru Sigrún Aðal-
björg, kennari, f. 1928, Karl Em-
il, f. 1936, d. 1937, Tryggvi,
bóndi, f. 1938, og Jón, bifvéla-
virki, f. 1938. Fyrstu árin bjuggu
foreldrar Héðins á Mýri en
byggðu nýbýlið Bólstað í landi
Mýrar og þar ólst Héðinn upp frá
sex ára aldri.
Árið 1951 kvæntist Héðinn
þeirra eru Skarphéðinn, Kári og
Ingólfur. 4) Sigrún Ágústa, kenn-
ari, f. 1960, maki Jóhann Thor-
arensen, garðyrkjufræðingur.
Dætur þeirra eru Freydís Þóra,
Elín og Margrét. 5) Höskuldur,
húsasmíðameistari, f. 1967.
Barnabarnabörnin eru 14.
Í uppvextinum vann Héðinn
ýmis bústörf. Hann stundaði nám
við Héraðsskólann á Laugum í
Reykjadal í tvo vetur og lagði þar
stund á smíðar. Hann starfaði
sem póstur í Bárðardal á sínum
yngri árum. Héðinn og Ingileif
hófu búskap á Bólstað í Bárð-
ardal í félagi við foreldra Héðins
en tóku alfarið við búskapnum að
þeim látnum. Þau bjuggu á Ból-
stað þar til heilsan fór að gefa sig
og hafa átt sitt annað heimili í
Furulundi 13d á Akureyri síðustu
árin. Auk búskaparins sat Héðinn
lengi í hreppsnefnd Bárðdæla-
hrepps og gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir sveitarfélagið.
Einnig var hann deildarstjóri
Bárðdæladeildar Kaupfélags Ey-
firðinga um langt árabil.
Útför Héðins fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 15. apríl
2013, og hefst athöfnin kl. 13.30.
eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Ingi-
leifu Steinunni
Ólafsdóttur frá Mos-
völlum í Önund-
arfirði, f. 8. ágúst
1931. Börn þeirra
eru 1) Ólafur,
bankastarfsmaður,
f. 1952, maki Guð-
rún Halla Gunn-
arsdóttir, landfræð-
ingur, f. 1952. Börn
Ólafs og Guðbjargar Hólmfríðar
Kristinsdóttur, f. 1953, d. 1997,
eru Atli Freyr, Hörður Flóki og
Snædís Ylfa. 2) Guðrún Pálína,
bókasafns- og upplýsingafræð-
ingur, f. 1954, maki Tómas Jó-
hannesson, jarðeðlisfræðingur, f.
1957. Börn þeirra eru Guðrún
Inga, Egill og Sigrún. 3) Ragn-
heiður, matvælafræðingur, f.
1956, maki Halldór Halldórsson,
stærðfræðingur, f. 1948. Synir
Þær eru óteljandi minningarn-
ar sem við frænkurnar eigum um
elsku afa, eða afa gamla skafa eins
og hann kallaði sig gjarnan. Afi
hafði þann einstaka hæfileika að
geta gert öll verk skemmtileg,
hvort sem það var að skafa grind-
ur, dytta að girðingum, raka dreif-
ar eða leita að týndum lömbum.
Hann var alltaf úrræðagóður og
gat fundið góðar lausnir á stórum
sem smáum vandamálum. Afi
kenndi okkur margt og mun sá
fróðleikur nýtast okkur ævina á
enda. Hann gaf okkur verksvit,
kenndi okkur samvinnu og að
ávallt skyldi vanda til verks,
kenndi okkur á tæki og tól og gaf
okkur sífellt góð ráð. Mörg þeirra
báru með sér húmorinn sem ávallt
fylgdi afa, til dæmis að þótt matur
sé bestur fyrir þýði það ekki endi-
lega að hann sé slæmur eftir, að ef
maður ætli sér stóra hluti í lífinu
verði maður að vita að sikileyska
mafían heiti Cosa Nostra og að
maður eigi aldrei að fara af bæ án
þess að hafa með sér tvenna vett-
linga.
Einkennisfarartæki afa var
mosagróin Land Rover-bifreið.
Þær voru ófáar ferðirnar sem við
frænkurnar sátum syngjandi aft-
ur í Land Rovernum með afa við
stýrið. Hann var fljótur að grípa
upp popptónlist okkar frænkna og
raulaði ósjaldan með.
Það er ekki hægt að segja ann-
að en að afi okkar hafi verið ein-
staklega góður maður, í okkar
huga sá allra besti. Hann kom vel
fram við alla, hvort sem það voru
menn eða dýr, og tók öllum opnum
örmum. Þó svo það sé sorglegt að
kveðja afa munu eftir sitja góðar
og fallegar minningar og verðum
við ævinlega þakklátar fyrir allar
þær góðu stundir sem við áttum
með honum.
Elín, Margrét,
Sigrún og Ylfa.
Það var okkur bræðrum alltaf
tilhlökkunarefni að komast í sveit-
ina til afa og ömmu á Bólstað á
vorin. Í þessari paradís fengum
við að dvelja nokkrar vikur hvert
sumar með yndislegu fólki sem
þótti vænt um okkur og lét okkur
líða svo vel. Í eldhúsinu á Bólstað
var tekið á móti öllum gestum eins
og höfðingja bæri að garði. Maður
var manns gaman og afi spurði
hvern mann frétta af brennandi
áhuga og gat rætt öll málefni af
þekkingu, enda víðlesinn og fróð-
ur. Ævinlega voru þó spauglegri
hliðar málsins dregnar upp og að
lokum kom ekki nokkur maður
upp orði fyrir hlátri, allra síst afi.
Nú þegar Héðinn afi hefur
kvatt þennan heim höldum við enn
meira upp á sterkustu minning-
arnar um afa í sveitinni. Sitjandi
bakvið stýrið á gamla Land Ro-
vernum og hversu mikil upphefð
manni þótti í því að sitja við hlið
hans og hlusta á hann skipuleggja
störfin af nákvæmni og útsjónar-
semi. Eða afi inni í stofu að prjóna
leista, því ekki gat hann setið auð-
um höndum. Og endasætið við eld-
húsborðið. Í huganum festist
myndin af afa, með gleraugu og
skrifblokk, færa inn fjölda borinna
lamba, hver skepna nafngreind
meðan verk dagsins voru rifjuð
upp. Það eitt að hann hafi þekkt
hverja skepnu með nafni sýnir
hans gamla, manneskjulega við-
horf til búrekstrarins. Hverri lif-
andi veru var sinnt eins og hún átti
best skilið. Afi kenndi okkur að
vinna en ekki síður að koma fram
við bæði menn og dýr af virðingu.
Við bræður litum takmarka-
laust upp til afa. Í honum sáum við
það sem við vildum verða, dugleg-
ir, útsjónarsamir og snjallir. Við
vildum líka vera fróðir, hnyttnir
og skemmtilegir en jafnframt
hógværir. Allt þetta hafði afi og þó
að við eigum langt í land hefur
manngæska hans og viska mótað
okkur og gert að betri mönnum.
Elsku amma, mamma, Óli,
Palla, Ditta og Hötti, við vottum
okkar dýpstu samúð.
Skarphéðinn, Kári og
Ingólfur.
Það er með miklum söknuði
sem við kveðjum elskulegan afa
okkar.
Við systkinin voru bæði í sveit
hjá afa og ömmu nánast öll sumur
barnæsku okkar og ólumst þar
upp að talsverðu leyti. Einnig fór-
um við flest jól norður í Bárðar-
dalinn og eigum þaðan yndislegar
minningar. Á jólunum sást hvað
greinlegast hvað afi og amma voru
vinamörg. Þeim bárust óteljandi
jólakort, þar á meðal frá útlend-
ingum sem þau höfðu skotið
skjólshúsi yfir í gegnum tíðina.
Ófáir ferðalangar, sem voru veð-
urtepptir á leið sinni yfir Sprengi-
sand, fengu að gista á Bólstað.
Góðmennska afa og ömmu hafði
það mikil áhrif á fólk að sumir
sendu þeim jólakort og gjafir til
Íslands, jafnvel áratugum saman.
Það er margs að minnast þegar
við hugsum um afa. Hann kenndi
okkur gríðarlega margt sem við
munum búa að alla ævi. Á meðan
vinirnir í Reykjavík reyttu arfa á
umferðareyjum á sumrin hjálpuð-
um við systkinin til við hin ýmsu
sveitastörf, s.s. sauðburð og hey-
skap, og teljum við það hafa búið
okkur vel undir lífið. Þótt oft hafi
verið mikið að gera var alltaf
skemmtilegt í sveitinni. Þar komu
saman margir ættliðir og áttu
margar ógleymanlegar stundir
saman.
Afi las mikið og var mjög fróður
maður. Það var alltaf gaman að
hlusta á hann segja sögur, fara
með vísur og rifja upp gamla tíma.
Einnig var gaman að fylgjast með
afa á kvöldin fyrir framan sjón-
varpið með prjóna í hönd. Hann
lét eins og allar persónur á sjón-
varpsskjánum væru góðvinir hans
og heilsaði þeim með virktum,
hvort sem um var að ræða þuluna,
veðurfræðing kvöldsins eða hinn
geðþekka mafíósa Tony Soprano.
Afi prjónaði helst ullarsokka og
vettlinga og var duglegur að gefa
barnabörnum og barnabarna-
börnum. Á mörgum heimilum eru
ullarsokkar frá afa notaðir upp á
hvern einasta dag.
Þegar afi var farinn að eldast
og hnén byrjuð að gefa sig lét
hann það samt ekki stöðva sig við
bústörfin. Land Roverinn kom þá
að góðum notum og voru honum
þá allir vegir færir. Ef einhver
minning lýsir afa hvað best þá er
það hann við stýrið á Land Ro-
vernum með sixpensarann á koll-
inum og gamanmál á vörum. Það
var nefnilega þannig með hann afa
að þótt líkaminn hafi verið farinn
að gefa sig hin síðari ár var and-
lega hliðin alltaf sú sama.
Þó að enginn geti fyllt það
skarð sem afi skilur eftir sig þá
eru afkomendur hans orðnir
margir og munu halda minningu
hans á lofti. Ef einhver getur
gengið sáttur frá borði, stoltur af
ævi sinni, þá er það afi.
Hvíldu í friði elsku afi.
Guðrún Inga og Egill.
Langafi var alltaf svo góður og
hlýr. Þegar hann bjó á Bólstað átt-
um við kindur hjá honum og fór-
um með honum í fjárhúsin í hvert
skipti sem við komum í heimsókn í
sveitina. Þá passaði langafi líka
alltaf að Land Roverinn færi í
gang því okkur þótti gaman að
keyra með honum um túnin í
sveitinni. Þá sagði hann okkur
alltaf eitthvað merkilegt og
skemmtilegt. Þannig lærðum við
margt um lífið í sveitinni. Þegar
langafi var ekki að eitthvað úti að
brasa sat hann oft í stofunni og
prjónaði sokka eða vettlinga. Eftir
að hann og langamma fluttu í
Furulundinn hélt hann áfram að
prjóna og setti alltaf jafn mikla
hlýju í sokkana sem hann gaf okk-
ur.
Elsku langafi. Takk fyrir allar
hlýju og góðu minningarnar sem
þú hefur gefið okkur.
Haraldur og Matthías.
Í dag kveðjum við frænda sem
verið hefur hluti af tilveru okkar
alla tíð. Hann er í okkar huga sá er
gaf okkur lífshvöt með sinni rétt-
sýni og gleði að leiðarljósi, ásamt
umhyggjusemi fyrir okkar vel-
ferð. Fyrir okkar samleið viljum
við nú þakka.
Héðinn föðurbróðir okkar á
Bólstað kölluðum við aldrei annað
en frænda, við ávörpuðum hann
ekki með öðru nafni. Við minn-
umst hans fyrir alla þá mannkosti
sem hann var gæddur en skapar-
inn hefur verið einkar örlátur í
sinni afgreiðslu þegar til útdeil-
ingar kom til frænda. Hann var
miklum gáfum gæddur, hafði ein-
stök tök á íslensku máli og beitti
því með snilldar hætti. Oft með
myndlíkingum og málsháttum
sem fyrir okkur reyndust gjarnan
gátur sem við þurftum að glíma
við til að skilja. Þá kunni hann
ógrynni af kviðlingum og vísum,
bæði af þekktum kvæðum en enn
meir af ýmsum lausavísum og
munnmælasögum. Hann var
sagnamaður mikill og gat sagt
okkur endalaust sögur af liðnum
atburðum víðsvegar frá. Oft báð-
um við hann að segja okkur aftur
þau kvæði og sögur að mörgum
árum liðnum sem hann brást ætíð
vel við og gerði að virtist án um-
hugsunar og án þess að þurfa að
rifja nokkurn hlut upp. Minni
hans var einstakt. Með hnitmið-
uðum orðum og tilsvörum gat
hann gætt ýmsa hversdagslega
hluti lífi, verk sem þurfti að sinna
og að okkar mati oft leiðigjörn
setti hann í aðra vídd. „Strjúktu
herskálann“ sagði hann eitt sinn
við einn okkar. Frændi hafði þá
verið að aðstoða okkur við að gefa
hey á garða og hafði heyið verið
tekið úr bragganum. Ekki var
augljóst um hvað var beðið en eftir
nokkrar orðaskýringar þá skildist
málið, hann vildi láta sópa gólf
braggans, braggar komu með her-
námsliðinu og það var grunnur til-
vísunarinnar. Auðvitað var það
miklu meira spennandi og krefj-
andi verk að strjúka herskálann
frekar en að sópa braggann.
Á uppvaxtarárunum í okkar
litla samfélagi á Mýri og Bólstað
sem var á árum áður oft einangrað
í vetrarböndum, gilti að maður var
manns gaman. Ekki var sjónvarp
og útvarp náði lítið eyrum okkar
bræðra. Engu að síður upplifðum
við aðstæður okkar ekki leiðinleg-
ar og okkur afskipta, enda var nóg
að heyra aðeins í frænda til að
feykja í burt depurð ef slíkt sótti á.
Hann hafði alltaf tíma til að segja
eitthvað við okkur, var alltaf glað-
ur og hrifumst við með. Við tókum
krók á leið okkar þegar færi gafst
til að verða á vegi frænda.Við höf-
um í gegn um tíðina margar ferðir
farið saman, rekið fé á fjall að vori,
leitað að hausti og komið heim. Að
þessu sinni eru hjá okkur ferða-
lok.
Inga og öllum ykkar afkomend-
um vottum við okkar samúð.
Farðu vel, frændi.
Bræðurnir frá Mýri,
Höskuldur, Sveinbjörn,
Guðmundur Karl og
Haukur Tryggvasynir.
Fallinn er frá minn ástkæri
frændi Héðinn Höskuldsson. Ég
bjó á Bólstað hjá afa og ömmu á
æskuárunum og einnig nokkur
sumur eftir að ég hætti að hafa
þar vetursetu. Á Bólstað bjó einn-
ig Héðinn frændi ásamt sinni fjöl-
skyldu. Héðinn var mér ávallt ein-
staklega góður og stóð hjarta
mínu næst. Það rifjast upp ýmsar
góðar minningar og myndir þegar
ég hugsa til hans. Hann var flink-
ur smiður og smíðaði handa mér
rúm og borð fyrir dúkkurnar mín-
ar. Hann smíðaði líka stofuborðið
og stólana á Bólstað og eldhúsinn-
réttinguna svo nokkuð sé nefnt.
Næst kemur upp í hugann
gamli góði Willys-jeppinn hans
sem síðar var leystur af hólmi
mörgum árum seinna af Land Ro-
vernum, man ég glöggt eftir þeirri
gleðistundu og hvað mér fannst
hann stór og flottur. Ég man hvað
það var ótrúlega spennandi í þau
fáu skipti sem við fengum að fara
með á silungsveiðar á Íshólsvatni,
en Héðinn var svo snöggur að
kippa spriklandi silungunum úr
netunum og svo glitraði svo fal-
lega á þá í bátnum.
Ég var tvö ár í barnaskólanum
í Bárðardal og einu sinni var
ófært vegna snjóa svo að Land
Roverinn komst ekki frá bænum.
Héðinn varð að fara með okkur
Ragnheiði frænku mína, Löggu, á
hestum þangað. Maður fékk nán-
ast aldrei að fara á hestbak svo
þetta varð ógleymanlegt ævintýri.
Héðinn var deildarstjóri Bárð-
dæladeildar KEA og í lok fund-
arhaldanna, sem voru hvert ár,
fékk hann leikhúsmiða og fengum
við Lagga tvisvar að fara með
honum, því að við vorum þá á
sundnámskeiði á Akureyri. Þetta
var mikið happ fyrir okkur sem
ekki höfðum oft möguleika á leik-
húsferðum.
Héðinn frændi var sem og aðr-
ir á Bólstað sérstaklega gestris-
inn og tók sér alla jafna frí frá
störfum til að sinna gestum sem
að garði bar. Ég man eftir enda-
lausum lýsingum á miserfiðum
ferðalögum yfir Sprengisand og
oftar en ekki þurftum við krakk-
arnir að ganga úr rúmum fyrir
hrakta ferðamenn sem skjóta
þurfti skjólshúsi yfir.
Ekki má gleyma að minnast á
hve Héðinn var söng- og ljóðelsk-
ur. Hann söng heilu aríurnar úr
óperum Wagners á dráttarvélinni
við sláttinn og las ekki bara ljóð á
íslensku heldur átti hann öll verk
Gustafs Frödings á sænsku sem
einhverjir ferðamenn þaðan
sendu honum eftir að hafa fengið
góðar móttökur á Bólstað. Hann
hafði einlægan áhuga á ljóðaþýð-
ingum og bar stundum þýðing-
arnar saman við frumtextann.
Hann var ekki talandi á erlend
mál en notaði það sem hann kunni
og var sérlega næmur á að skilja
hvað útlendu ferðamennirnir voru
að tala um og naskur að koma til
móts við þarfir þeirra.
Áður en Mjóadalsáin var brúuð
þurfti hann oft að draga þaðan
fasta bíla og varð þá að ganga úr
hvaða verki sem var eða frá mat-
arborðinu svo fólkið sæti ekki of
lengi fast í ánni. Hann var því til
þjónustu reiðubúinn allan sólar-
hringinn yfir sumartímann. Sum-
ir launuðu greiðann með jóla-
kveðju, súkkulaði eða einhverju
slíku. Hann var ófeiminn, elsku-
legur og félagslyndur. Seinna
fóru þau Inga að ferðast mikið til
útlanda og hann varð duglegur að
taka myndir og hafði gaman af því
að segja frá ævintýrum framandi
landa.
Guðrún Pálína
Guðmundsdóttir.
Það var eitt af mínum gæfu-
sporum að vera sendur í sveit
þegar ég var níu ára gamall, á
Mýri í Bárðardal til Karls og
Bjargar, sem tóku mér opnum
örmum. Á næsta bæ bjó einnig
sómafólk, Höskuldur, Pálína,
Héðinn og Inga ásamt sínum
börnum. Héðinn sýndi það strax
að hann var fyrirmyndarbóndi og
duglegur í öllu því sem hann tók
sér fyrir hendur. Vinátta okkar
varð til þess að ég fór 31 haust í
röð í 1. framgöngur með mörgum
góðum mönnum úr dalnum, og
einnig í 2. framgöngur og Mjóa-
dalsgöngur. Á hverju ári fór ég í
sauðburð með dætur mínar og tók
iðulega næturvaktir ásamt öðrum
verkum. Með okkur Héðni tókst
mikil og góð vinátta, sem hefur
haldist til síðasta dags en í þeim
hjónum eignaðist ég mína bestu
vini, enda voru þau gestrisin og
heimili þeirra öllum opið. Héðinn
var skemmtilegur, gegnheill, ljúf-
ur og heiðarlegur, sem birtist í
samskiptum hans við menn og
dýr. Síðar fluttu Héðinn og Inga í
Furulund 13 á Akureyri. Ég hjól-
aði oft til þeirra á kvöldin og fékk
þá tesopa og með því og við tókum
létt spjall.
Að lokum við ég þakka mínum
gamla vini fyrir góð kynni í gegn-
um árin og sérstaka vináttu og
tryggð, alla tíð.
Ég sendi Ingu og fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur.
Frímann Frímannsson.
Héðinn
Höskuldsson
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HJÁLMAR TORFASON
gullsmiður,
lést á Landspítalanum við Hringbraut 9.
apríl síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá
Fossvogskirkju mánudaginn 22. apríl
klukkan 13.
Kolfinna Hjálmarsdóttir,
Pétur Tr. Hjálmarsson, Hlín Hermannsdóttir,
Hjálmar Hjálmarsson, Gitte Tofteskov,
Torfi R. Hjálmarsson, Sigurlaug M. Jónasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR (SYSTA)
Barðastöðum 7,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
þann 12. apríl sl. Útför auglýst síðar.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Minningarsjóð 11-E, sími 543 1159, eða
Karitas.
Grímur Brandsson,
Nína Margrét Grímsdóttir, Styrkár Hendriksson,
Páll Grímsson, Melissa Ann Menendez,
Birgir Grímsson, Björg Helgadóttir,
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
BJÖRG KOFOED-HANSEN,
Sléttuvegi 19,
áður Dyngjuvegi 2, Rvík,
lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi
laugardaginn 13. apríl sl.
Astrid Kofoed-Hansen, Einar Þorbjörnsson,
Hólmfríður Kofoed-Hansen, Þorsteinn Ingólfsson,
Constantine Lyberopoulos,
Sophie Kofoed-Hansen, Þorsteinn Tómasson,
Björg Kofoed-Hansen, Þórður Jónsson,
Agnar Kofoed-Hansen, Baldína Ólafsdóttir,
barnabörn og aðrir afkomendur.