Morgunblaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 29
Með pabba Eggert Þór Jónsson með Matthildi Sóley. Í Brúðulofti Helga Vala Helgadóttir með lánsbörnin Freyju Sigrúnu Freys- dóttur og Erling Kára Freysson. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013 Aðeins þrjú verð: 690 kr.390 kr.290 kr. KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA BURTWONDERSTONE KL.5:50-8-10:10 BURTWONDERSTONE VIP KL. 5:50 - 8 - 10:10 G.I. JOE:RETALIATION3D KL. 5:40 -8 -10:20 G.I. JOE:RETALIATION2D KL.5:40 SIDEEFFECTS KL.5:40-8-10:20 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.8-10:10 JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.8 DEADMANDOWN KL.10:20 OZ:GREATANDPOWERFUL KL.5:20 KRINGLUNNI OBLIVION KL. 5:20 - 8 - 10:40 BURTWONDERSTONE KL. 5:50 - 8 - 10:10 SIDEEFFECTS KL. 8 -10:20 ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50 OBLIVION KL. 5:30 - 8 - 10:30 BURTWONDERSTONE KL. 5:50 - 8 - 10:20 G.I. JOE:RETALIATION3DKL. 8 -10:30 SIDEEFFECTS KL. 10:20 ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50 JACKTHEGIANTSLAYER2D KL.5:30 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK OBLIVION KL. 10:30 BURTWONDERSTONE KL.10:30 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.8:30 AKUREYRI BURTWONDERSTONE KL.5:50-8-10:10 JACKTHEGIANT-SLAYER KL. 5:50 SIDEEFFECTS KL. 10:10 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL. 8  H.S. - MBL FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! EIN FLOTTASTA SPENNUMYND ÁRSINS THE NEW YORK TIMES LOS ANGELES TIME WALL STREET JOURNAL TIME NÝJASTA MYND STEVEN SODERBERGH T.V. - BÍÓVEFURINN  MÖGNUÐ GRÍNMYND STÓRMYNDIN SEM TEKIN VAR UPP Á ÍSLANDI  T.K., KVIKMYNDIR.IS  VJV, SVARTHÖFÐI STEVE CARELL JIM CARREY Borgarleikhúsið fékk í fyrra-vetur sex ung leikskáld tilað skrifa stutt verk um ís-lenskan samtíma. Þrjú þessara verka voru valin til sviðsetn- ingar og mynda saman sýninguna Núna! Tilfinningarnar eru dálítið blendnar þegar maður sest til að horfa á þrjú stuttverk eftir kornunga höfunda, jafnvel þó að í atvinnuleikhúsi sé. Mun reyna alvarlega á menningarúthaldið? spyr maður sjálfan sig og svarar á móti: Mögulega en á hinn bóginn eru þetta þrjú verk og það hlýtur að minnsta kosti eitt þeirra að vera í sæmilegu lagi. Í stuttu máli reyndust þessar áhyggjur fyrir frumsýningu Núna! al- gerlega ástæðulausar. Öll verkin þrjú eru skemmtileg og áhugaverð, enda hafa hér allir, bæði höfundar og leik- húsfólk skilað afbragðsvinnu. Efni verkanna þriggja er innbyrðis ólíkt og er gert hlé á milli þeirra, meðal annars til að breyta leikmynd. Uppistaðan í leikmyndinni eru krómaðar málm- grindur en ólíkum áhrifum er náð fram með því að raða þeim upp á mis- munandi hátt og bæta við leikmunum eftir atvikum. Leikmyndin er i öllum tilvikum skemmtileg og hún gefur sýningunni ákveðinn heildarblæ. Svona er það þá að vera þögnin í kórnum, eftir Sölku Guðmundsdóttur, er fyrsta verkið. Það gerist í net- heimum, bæði á Facebook og einnig í netmiðlum. Samantektin á Facebook- samskiptunum og viðfangsefni vef- miðla er konunglega fyndin en höf- undur nær líka að gera þessum nýja veruleika góð skil. Verkið sýnir vel yfirborðsleg mont/smjaður-sam- skiptin og klisjurnar. Einnig óhefta skrílmennskuna og hversu langt þessi samskiptaviðbót er oftast frá því að bæta einhverju markverðu og djúp- stæðu við samskipti okkar, hvernig flest það sem er að einhverju leyti öðru vísi en hefðbundið bullið mætir þögn. Verkið sýnir einnig eineltistil- burðina sem finna má í netheimum. Allir leikendur stóðu sig vel í þessu verki og Lára Jóhanna Jónsdóttir skilaði ekki síst skemmtilega hlut- verki hinnar ungu Huldu. Þetta er vel gert verk, mjög fyndið á köflum og fjallar um mikilvægan þátt í okkar samtíma. Þó þóttu mér einræður aðal- persónunnar í lokin helst til langar. Heyra mátti samt að það er vel gerður texti sem sjálfsagt væri gaman að lesa. Ég upplifði Skríddu sem skemmti- legt og hugvitsamlegt absúrdverk sem fjallar meðal annars um takmark- anirnar í samskiptum fólks, hversu ólíkt við munum atburði og hve erfitt það er að losa sig úr viðjum hugarfars- ins og vanans. Höfundinum og að- standendum tekst að spinna verkið skemmtilega áfram og koma áhorf- endum á óvart þannig að það er frísk- legt og skemmtilegt. Þau Unnur Ösp Stefánsdóttir og Valur Freyr Ein- arsson leika mjög vel, sérstaklega þótti mér Valur Freyr ná að búa til ýkta og skemmtilega mynd af streitu- þjökuðum nútímamanni, meðal ann- ars með snilldarlegum spasmaköst- um. Skúrinn á sléttunni er hefð- bundnast af verkunum. Verkið gerist í innréttuðum bílskúr í bæ í nágrenni Las Vegas. Þar ræður ríkjum fulltrúi „white trash“-menningar, kona sem er komin vel yfir miðjan aldur. Hún er upphaflega íslensk og ættuð frá Grindavík. Hjá henni er ung vinkona sem hún er umboðsmaður fyrir en sú unga á draum um að verða söngkona og dansari og koma fram í Las Vegas. Í heimsókn kemur sonur húsfreyj- unnar og er með vin sinn með sér. Sonurinn er að fara í kynskiptiaðgerð. Það er vel af sér vikið að ná að draga upp nokkuð þokkalega mynd af fjórum persónum í svo stuttu verki. Tilhneigingum einhvers hluta manna til að leita niður að botninum eru hér gerð góð skil. Í leikmyndinni eru of- vaxin glösin og áfengisflöskurnar skemmilegt aðferð til að lýsa ofgnótt- inni og ofneyslunni. Húsráðandinn er best gerða og áhugaverðasta persónan, hörð og ill- víg og fullkomlega skeytingarlaus um alla aðra en sjálfa sig. Hanna María er hér alveg í esssinu sínu. Þröstur Leó leikur harðnagla og tekst að miðla því án margra orða, Unnur Ösp er einnig mjög skemmtileg sem hin unga Hróðný. Persóna sonarins sem er að fara í kynskiptiaðgerð þótti mér dauf- ust. Í heildina eru þau þrjú verk sem mynda sýninguna Núna! bæði skemmtileg og áhugaverð. Því tel ég að hver sem er eigi að geta skemmt sér yfir þeim eina kvöldstund og pælt í þeim eftir efnum og ástæðum. Það er einnig ástæða til að hrósa Borgarleik- húsinu fyrir það framtak að stuðla að bættri íslenskri leikritun með því að veita þessum ungu höfundum tæki- færi til að þróa verk sín með fagfólki sem greinilegt er að hefur átt mikinn þátt í að móta og styrkja verkin. Feitt læk á þetta! Áhugaverð „Í heildina eru þau þrjú verk sem mynda sýninguna Núna! bæði skemmtileg og áhugaverð,“ segir meðal annars í gagnrýni um stuttverkin. Borgarleikhúsið Núna! bbbmn Núna! Svona er það þá að vera þögnin í kórnum, eftir Sölku Guðmundsdóttur, Skríddu eftir Kristínu Eiríksdóttur og Skúrinn á sléttunni eftir Tyrfing Tyrf- ingsson. Leikarar: Unnur Ösp Stef- ánsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Valur Freyr Einarsson, Hanna María Karlsdóttir. Leikmynd og búningar: Helga I. Stef- ánsdóttir, lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson, hljóð: Ólafur Örn Thorodd- sen, leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir, tónlist og hljóðmynd: Frank Hall. Leik- stjórn: Kristín Eysteinsdóttir. Frumsýning 12. apríl 2013 á litla sviði Borgarleikhússins. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON LEIKLIST Ljósmynd/Grímur Bjarnason útgáfutónleikar yrðu í kvöld, mánu- dag, en þeir verða ekki fyrr en í maí. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Í frétt um útgáfu nýs hljómdisks dú- ettsins Funa í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, var ranglega sagt að LEIÐRÉTT Útgáfutónleikar Funa síðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.