Morgunblaðið - 15.04.2013, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.04.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013 Matvælaframleiðsla, tollvernd og fæðuöryggi Hver á að framleiða matinn okkar? Fyrirlesari: Christian Anton Smedshaug, doktor í umhverfisfræðum og höfundur bókarinnar „Feeding theWorld in the 21st Century.“ mánudagur 15. apríl kl. 12.00-13.30. 2. hæð Hótel Sögu, í salnum Kötlu Sjá nánari upplýsingar á bondi.is Erindið fer fram á ensku. Allir velkomnir - aðgangur ókeypis. Hádegisfundur Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Tillaga að lausn á skuldavanda fólks sem fjármagnaði íbúðarkaup með hjálp lánsveða fyrir banka- hrun er til umsagnar hjá þeim líf- eyrissjóðum sem eiga aðild að Landssamtökum lífeyrissjóða. Verði mat sjóðanna þess efnis að tillagan sé innan heimilda og sam- þykkt og öll skilyrði gangi eftir mun ríkissjóður bera mestan kostnað af afskriftum, að sögn framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða. Hann segir jafnframt að niðurstaða við tillögunni muni liggja fyrir hjá lífeyrissjóðunum innan tveggja vikna. Háð miklum skilyrðum „Það er hugmynd sem við erum að vinna eftir sem kom út úr sam- skiptum okkar við stjórnvöld. Hún er í ákveðnu ferli hjá lífeyrissjóð- unum um það hvort það sé innan þeirra heimilda sem sjóðirnir telja sig geta samþykkt,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Þórey segir að búið sé að kynna lífeyrissjóðunum tillöguna. „Við höf- um óskað eftir því að þeir meti þetta og samþykki eða hafni eftir atvik- um. Þetta er allt saman háð miklum skilyrðum og það er ekki ljóst hvort þetta getur gengið eftir. Stjórnir líf- eyrissjóðanna þurfa að samþykkja þetta, fjárveiting ríkissjóðs þarf að vera trygg, Samkeppniseftirlitið þarf að samþykkja þetta sem og eft- irlitsstofnun EFTA,“ segir Þórey. Í samskiptum við FME Allir lífeyrissjóðir landsins eru aðilar að Landssamtökum lífeyris- sjóða og segir Þórey að sjóðirnir muni taka afstöðu til tillögunnar innan tveggja vikna. „Hugmyndin er að leysa málefni þeirra sem tóku lánsveð á svipaðan hátt og gert var með 110% leiðina. Þannig að þau lán yrðu jöfnuð til samræmis við þá nið- urfellingu sem aðrir fengu á sínum tíma,“ segir Þórey. Fjármálaeftirlitið fylgist náið með framgangi mála. „Við höfum verið í samskiptum við FME sem hefur eðlilega gert ríka kröfu um það að ef lífeyrissjóðir koma að slíku samkomulagi, þá verði það að rúmast innan þeirra heimilda sem lífeyrissjóðirnir starfa eftir,“ segir Þórey. Hún segir að sjóðirnir hafi mjög þröngar heimildir til afskrifta. „Í tillögunni er gert ráð fyrir því að lífeyrissjóðirnir taki á sig hluta nið- urfellingarinnar en aðgerðin eigi þó að gera sjóðfélaga eins setta. Líf- eyrissjóðunum er ekki heimilt að gefa eftir eigur sjóðsfélaga sinna sem eru eignarréttarvarðar,“ segir Þórey. Að sögn hennar þarf fjárheimild fyrir slíkri aðgerð að fara í gegnum Alþingi. Verði tillagan samþykkt þurfa endanleg útgjöld því að fara í gegnum það þing sem taka mun við á vordögum.  Tillaga um lausn á skuldavanda lánsveðshóps til umsagnar hjá stjórnum lífeyrissjóða  Háð ströng- um skilyrðum  Niðurstöðu að vænta innan tveggja vikna  Ríkissjóður beri kostnaðinn að mestu Tillaga að lausn fyrir lánsveðshóp Morgunblaðið/Ómar Húsnæði Lífeyrissjóðir hafa tillögu stjórnvalda til umsagnar. Á Íslandi lifa flestir þeirra af sem hljóta stóræðaáverka vegna slysa og um helmingur þeirra sem gangast undir bráðar brjóstholsskurð- aðgerðir vegna lífshættulegra brjóstholsáverka. Þetta kom fram á málþingi um stunguáverka á skurðlækna- þingi sem haldið var á laugardag. Þar greindi Bergrós K. Jó- hannesdóttir, deildarlæknir á skurðsviði Land- spítala, frá nið- urstöðum tveggja rannsókna sem hún hefur unnið að. Flestir áverkanna vegna slysa Markmið annarrar rannsókn- arinnar var að skoða árangur með- ferðar við stóræðaáverkum hér á landi. Þar kom fram að slíkir áverk- ar eftir slys eru fátíðir hér á landi og lifðu um 78% sjúklinganna áverkann af, en það telst mjög góður árangur miðað við slys af þessu tagi. Hópurinn sem kannaður var voru allir þeir sjúklingar sem hlutu stóræðaáverka í kjölfar slyss og þurftu á gjörgæslumeðferð að halda á Íslandi frá 1. janúar 2000 til 31. desember 2011. Í heildina voru þetta 23 einstaklingar sem hlutu 35 æða- áverka. Um var að ræða 18 slys, þrjár morðtilraunir og tvo sjálfs- skaða. Meðalaldur sjúklinganna var 44 ár og var stór hópsins karlmenn, eða 83%. Af 18 sjúklingum sem lifðu áverkann af hlutu átta viðvarandi mænu- eða taugaskaða. Meðalblóð- gjöf voru þrjár einingar, eða rúmur einn og hálfur lítri. Aðgerðir vegna lífshættulegra brjóstholsáverka fátíðar Seinni rannsóknin sem Bergrós greindi frá sneri að brjóstholsskurð- aðgerðum og afdrifum sjúklinga sem gengust undir slíkar aðgerðir vegna lífshættulegra brjóstholsáverka á árunum 2005-2010. Slíkar aðgerðir eru fátíðar hér á landi og lifir um helmingur sjúklinga þær af. Að sögn Bergrósar telst það ágætur árangur hjá svo mikið slösuðum sjúklingum. larahalla@mbl.is. Flestir lifa af stóræðaáverka  Góður árangur aðgerða vegna slysa Bergrós K. Jóhannesdóttir Inga Dagmar Karlsdóttir húsfreyja er hundrað ára í dag. Hún gerði sér glaðan dag í gær með vinum og fjöl- skyldu, en boðið var til kaffisamsætis í safnaðarheimili Háteigskirkju. Þrátt fyrir háan aldur er Inga Dagmar við góða heilsu, stálminnug og fylgist vel með helstu þjóðmálum. Hannyrðir og kvenfélagsstörf eru meðal þess sem Inga hefur tekið sér fyrir hendur í gegnum tíðina. Hún býr nú á dvalarheimili aldraðra að Löngu- hlíð 3. Æviágrip Ingu er að finna á Íslendingaopnunni í blaðinu í dag. »22 Fagnar hundrað ára afmæli í dag Morgunblaðið/Golli Umhverfisstofnun og bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafa auglýst til kynn- ingar tillögur að friðlýsingu tveggja fossa innan marka Mosfellsbæjar, Álafoss og Tungufoss, sem og nánasta nágrennis þeirra. Tillögurnar eru að frumkvæði bæjarráðs Mosfellsbæjar. Saman- lögð stærð svæðanna er 2791 hekt- arar. Svæði þau sem friðlýsingarnar ná til eru í eigu Mosfellsbæjar. Til- lögurnar liggja frammi hjá Um- hverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24, og á bæjarskrifstofum Mosfells- bæjar frá 12. apríl til 22. apríl. Þær eru ennfremur aðgengilegar á heimasíðu Mosfellsbæjar. Frestur til að skila inn athugasemdum og/ eða ábendingum rennur út mánu- daginn 22. apríl 2013. Vilja friða fossa í Mosfellsbæ  Álafoss, Tungufoss og nágrenni Morgunblaðið/Árni Sæberg Álafoss Álafosskvosin í Mosfellsbæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.