Morgunblaðið - 15.04.2013, Page 22

Morgunblaðið - 15.04.2013, Page 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013 Þessir vordagar eru annasamir en skemmtilegir. Að undanförnuhefur verið í mörg horn að líta hjá mér t.d. vegna Prestastefnusem hefst á morgun. Svo er það afmælið. Í gær, sunnudag, kom hingað fjöldi gesta sem fagnaði með okkur þessum tímamótum. Þarna voru gamlar minningar rifjaðar upp og það má segja að þarna hafi fjórir áratugir verið teknir fyrir á jafn mörgum klukkutímum,“ segir sr. Árni Svanur Daníelsson sem er fertugur í dag. Árni Svanur er Reykvíkingur að uppruna, annar tveggja sona þeirra Guðrúnar Þorbjargar Svansdóttur og Daníels Árnasonar sem bæði eru látin. „Ég gekk í Vogaskóla og ólst upp hér í Vogahverfinu og hér bý í dag. Og börnin mín fara í gamla skólann minn – og því var það með nokkru stolti sem ég hitti gamla skólastjórann minn á dög- unum og sagði honum að hjónin hefðum skilað af okkur alls þremur dætrum í þessa góðu menntastofnun,“ segir Árni sem er kvæntur sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur og eiga þau alls sex börn. Frá árinu 2001 hefur Árni Svanur starfað á Biskupsstofu – og hefur þar upplýsinga- og fjölmiðlamál með höndum. „Kirkjan hefur verið starfsvettvangur minn alla tíð,“ segir sr. Árni sem með Kristínu Þór- unni vinnur að ýmsum verkefnum. Má þar nefna útgáfu Kirkjuritsins en nýtt hefti þess er væntanlegt úr prentsmiðjunni strax eftir helgi. sbs@mbl.is Árni Svanur Daníelsson er 40 ára í dag Prestur Kirkjan hefur verið starfsvettvangur minn alla tíð,“ segir sr. Árni Svanur Daníelsson sem sinnir fjölmiðlamálum Biskupsstofu. Fjörutíu ár á fjór- um klukkutímum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Grindavík Björgvin Máni fæddist 13. júlí. Hann vó 4.065 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Inga Björg Símonardóttir og Ekasit Thasaphong. Nýir borgarar Egilsstaðir Hallgrímur Vopni fæddist 3. júlí kl. 16.52. Hann vó 4.720 g og var 58 cm langur. Foreldrar hans eru Jón- ína Brynjólfsdóttir og Davíð Arnar Sigurðsson. I nga fæddist á Landamótum í Köldukinn og ólst þar upp til tíu ára aldurs er hún flutti að Veisu í Fnjóskadal þar sem hún sinnti öllum al- mennum sveitastörfum þess tíma á búi foreldra sinna. Inga stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugarvatni 1934-35. Hún starfaði við búið í Gunnarsholti á Rangárvöllum sumarið 1935 og var ráðskona við búið á Hólum í Hjalta- dal 1936-37. Inga fluttist til Reykjavíkur 1943 og hefur átt þar heima síðan. Auk húsmóðurstarfa gegndi hún ýmsum störfum utan heimilis. Hún var mikil hannyrðakona, prjónaði mikið af treflum, húfum og vettlingum og öðrum ullarflíkum sem seldar voru í Rammagerðinni við miklar vinsæld- ir. Þá saumaði hún föt, kjóla og skyrtur á fjölskylduna. Inga tók þátt í starfi Kvenfélags Inga Dagmar Karlsdóttir húsfreyja – 100 ára Með börnunum Inga Dagmar, ásamt börnum sínum, Þuríði Ingunni, Karli Kristjáni, Einari og Helgu Karítas. Gengur gjarnan kring- um Klambratúnið Úti í náttúrunni Með Þuríði Ingunni og Benedikt Þorvaldssyni. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is GÆÐI — ÞEKKING — ÞJÓNUSTA EFNALAUG ÞVOTTAHÚS DÚKALEIGA Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.