Morgunblaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013 www.gengurvel.is PRO•STAMINUS ÖFLUGT NÁTTÚRULEGT EFNI FYRIR KARLMENN Pissar þú oft á nóttunni? Er bunan orðin kraftlítil? PRO•STAMINUS er spennandi nýjung sem er fyrst og fremst ætluð karlmönnum semhafa einkenni góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli sem getur valdið vandræðum við þvaglát. PRO•STAMINUS fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða P R E N T U N .IS Japanska prinsessan Aiko brosti breitt til vin- konu sinnar þegar hún spilaði á árlegum tón- leikum sinfóníuhljómsveitar skólans Gakushuin í Tókýó. Aiko, sem er tólf ára er eina dóttir foreldra sinna, krónprinsins Naruhito og krónprinsess- unnar Masako. Faðir hennar spilaði einnig með hljómsveitinni og lék á fiðlu. Þetta var í fyrsta skipti sem þau tvö spiluðu saman opinberlega. Faðir hennar Naruhito mun líklega sitja sem keisari í Japan eftir daga föður síns þar sem hann er réttmætur ríkisarfi, elstur bræðra. AFP Japönsk prinsessa lék af fingrum fram Mikil hrina árása gekk yfir Mogadishu, höf- uðborg Sómalíu, í gær. Talið er að að minnsta kosti 34 hafi lát- ist. Vopnaðir menn réðust inn í dómshúsið, hófu skothríð og sprengdu upp vesti og á sama tíma sprakk bíl- sprengja. Samtökin Shebab, sem tengjast Al-Queda, hafa lýst ódæð- inu á hendur sér. SÓMALÍA 34 létu lífið í mikilli árásahrinu Íbúar Venesúela gengu til kosninga í gær og kusu sér nýjan forseta; eft- irmann Hugo Chavez, sem lést 5. mars síðastliðinn. Valið stendur á milli tveggja frambjóðenda, Nicolas Maduro, starfandi forseta, og Henrique Capriles, sem tapaði fyrir Chavez í kosningunum í október í fyrra. Formlegri kosningabaráttu lauk á fimmtudaginn en þrátt fyrir það hefur Maduro komið reglulega fram í sjónvarpi og hvatt lands- menn til að taka þátt í kosning- unum. Maduro kom fram í sjón- varpsávarpi um helgina og heiðraði minningu Chavez. Með þessum gjörðum sínum virti hann að vett- ugi kvartanir stjórnarandstæðinga um að hann misnotaði fjölmiðla í eigin þágu. Maduro hefur heitið því að halda áfram á sömu braut og Chavez markaði en hyggst draga enn frek- ar úr fátækt í landinu. Maduro þyk- ir sigurstranglegri af skoðana- könnunum að dæma. VENESÚELA Íbúar Venesúela kjósa nýjan forseta AFP Kosningar Langar raðir mynduðust. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Terry, sagði í gær að bandarísk stjórnvöld væru skuldbundin að fullu til þess að verja Japan, ef til kjarn- orkuárása Norður-Kóreu kæmi. Ráð- herrann tilkynnti þetta á fundi sem hann átti í Tókýó í gær með Fumio Kishida utanríkisráðherra Japans. Þá sögðust þeir báðir ekki sætta sig við að Norður-Kóreumenn byggju yfir kjarnavopnum til frambúðar en von- uðust þó til að hægt yrði að afvopna Norður-Kóreu með friðsamlegum hætti. Þjóðirnar legðu allt kapp á að æski- legast væri að fara samningaleiðina við Norður-Kóreumenn. Kerry varaði þá við frekari einangrun ef þeir héldu hótunum sínum til streitu. Búist er við því að Norður-Kóreu- menn muni skjóta eldflaug á loft á næstunni. KCNA, ríkisútvarp Norð- ur-Kóreu, lýsti því yfir á föstudaginn að ef Japanir reyndu að skjóta niður eldflaugina myndi það þýða stríð. Á Japan myndi kjarnorkubál loga glatt, sagði m.a. í fréttaskýringu ríkisút- varpsins. Tokíó er síðasti viðkomustaður John Kerry í reisu hans um Asíu, sem miðar að því að lægja ófriðaröldurnar. Í heimsókn Kerry til Peking í Kína lagði hann áherslu á að tími væri kominn til að stjórnvöld í Kína gripu inn í ef þau vildu varðveita stöðug- leika á svæðinu. thorunn@mbl.is Bandaríkin munu verja Japan AFP Fundur John Kerry og Fumio Kis- hida utanríkisráðherrar í Tokýó.  Sætta sig ekki við kjarnorkueign Norður-Kóreu  Vilja samningaleið Tvö ný tilvik fuglaflensu, H7N9, hafa greinst í héraðinu Henan í Kína. Hvorki vinir né fjölskylda, sem voru í nánu samneyti við þá sem sýktust, hafa veikst. Tilvikin greind- ust daginn eftir að að sjö ára stúlka hafði sýkst af fuglaflensu í Peking. Yfirvöld segja að ellefu hafi þegar látist af flensunni, alls hafa um 60 einstaklingar greinst með flensuna. Sjö af þeim sem hafa látist eru á sjö- tugsaldri. Fyrsta tilvikið greindist í febrúar í Suður-Kína, en nú hefur það greinst á þremur öðrum stöðum í landinu. Enginn hefur greinst með fugla- flensu utan landsins, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO sem jafnframt fullyrðir að flensan berist ekki milli manna heldur frá fiðurfénaði. Kínversk stjórnvöld hafa hert reglur um viðskipti með fiðurfénað og bannað er að versla með lifandi fugla. Auka skal upplýsingaflæði Stofnunin hefur ennfremur hvatt stjórnvöld Kína til að auka upplýs- ingaflæði og gegnsæi í fréttaflutn- ingi um útbreiðslu fuglaflensunnar. Til að koma í veg fyrir að sama ástand skapist nú og þegar svokall- aður Sars-vírus breiddist út um all- an heim árið 2003, þá smituðust 8.096 manns og 744 létu lífið. AFP Fuglaflensa Fólk ber grímur í Kína til að forðast að smitast af fuglaflensu. Tvö ný tilvik fuglaflensu  Berst ekki milli manna  11 látnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.