Morgunblaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013 Þú blómstrar meðALTA nýja vatnshelda heyrnartækinu... Alta eru ný heyrnartæki í hæsta gæðaflokki frá Oticon. Hljóðvinnslan í Alta er sú þróaðasta fram til þessa og skilar þér meiri skýrleika og framúrskarandi hljómgæðum. Alta heyrnartækin eru vatnsheld! G l æ s i b æ | Á l f h e i m um 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | www . h e y r n a r t æ k n i . i s Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Byggingarfulltrúi hefur samþykkt umsókn frá Höfðatorgi ehf. um byggingu nýs hótels á Höfðatorgi við Borgartún. Fyrirhugað er að hótelið verði rúmir 17 þúsund fermetrar að stærð, á 16 hæðum með 342 herbergjum. Unnið er að fjármögnun verkefnisins að sögn Gunnars Vals Gíslasonar, framkvæmdastjóra Höfðatorgs ehf. Niðurstaða um fjármögn- unarþátt verkefnisins á að liggja fyrir um miðjan maí. Bygging hótelsins hefur verið í burðarliðnum um nokkra hríð en árið 2010 voru fyrirhugaðar framkvæmdir settar í salt. Verktakafyrirtækið Eykt hefur séð um fram- kvæmdir á Höfðatorgsreitnum og að sögn Gunnars er áætlað að byggingartíminn sé um tvö ár. Ásamt byggingu hótelsins er stefnt að því að stækka bílakjallara undir Höfðatorgi. 3-4 stjörnu ferðamannahótel Samkvæmt Birni Stefáni Hallssyni, byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar, er um að ræða hefðbundið 3-4 stjörnu ferðamanna- hótel með þjónustu í anddyri og á efstu hæð íbúðar-, atvinnu- og skrifstofuhúsnæði. Sam- kvæmt Gunnari Val liggja ekki fyrir fleiri framkvæmdir á svæðinu að svo stöddu. Á vef Eyktar segir að skipulag Höfðatorgs gangi út á að þar verði miðborgarstemning alla daga, með kaffihúsum, veitingastöðum, verslunum, þjónustufyrirtækjum, listsýningum og öðru því sem einkennir mannlíf í hjarta miðborgarinnar. fyrirtækja en í hinni er skrifstofu- og fyr- irtækjarekstur. Miðborgarstemning við Höfðatorg Þær fjórar byggingar sem eiga eftir að rísa eru samkvæmt skipulagi sambland af hótelsins. Að hans sögn er ekki gert ráð fyrir aðstöðu til ráðstefnuhalds. Samkvæmt skipulagi munu sjö bygg- ingar rísa á Höfðatorgsreitnum. Þegar er bú- ið að byggja tvær þeirra. Önnur hýsir starf- semi Reykjavíkurborgar og nokkurra Hyggjast byggja 16 hæða hótel  Byggingarfulltrúi hefur samþykkt leyfi fyrir byggingu 342 herbergja hótels  Bílakjallari jafn- framt stækkaður  Áætlað að bygging hótelsins taki tvö ár  Þriðja bygging af sjö á Höfðatorgi Morgunblaðið/Golli Hótellóð Hótelið á að rísa á Höfðatorgsreitnum og mun snúa að Skúlatúni. 16 hæða hótel » Byggingarfulltrúi í Reykjavík hefur veitt leyfi fyrir byggingu 16 hæða hótels á Höfðatorgi í Borgartúni. » Hótelið verður tvö ár í byggingu. » Einnig stendur til að stækka bíla- kjallara. » Að sögn framkvæmdastjóra á enn eftir að tryggja fjármögnun verkefn- isins en niðurstaða um hana mun fást fyrir miðjan maí. Brunavarnir Suðurnesja áttu 100 ára afmæli síðastliðinn laugardag en af því tilefni var Slökkviliðs- minjasafn opnað í húsnæði Byggða- safns Reykjanesbæjar í gamla Rammahúsinu. Fjöldi fólks heim- sótti safnið á laugardaginn en þar var haldið sérstakt afmælishóf í til- efni dagsins þar sem þessum tíma- mótum var fagnað. Á sýningunni má meðal annars sjá fyrsta slökkviliðsbílinn í Kefla- vík en hann mun vera glæsilega uppgerður og líta út eins og nýr. Jafnframt eru á sýningunni starfi Brunavarna Suðurnesja gerð góð skil í sérstakri tímalínu þar sem sjá má fréttaumfjöllun um störf slökkviliðsins í gegnum tíðina í blöðum, og þá einkum Víkur- fréttum. Lengi hafa verið uppi áform um að setja upp minjasafn um slökkvi- liðið í Reykjavík en m.a. var áhugi á því að setja slíkt safn upp við Tjarnargötu í miðbæ Reykjavíkur. Þá eru á Árbæjarsafninu ýmsir munir frá slökkviliðinu í Reykjavík og er þar jafnframt fjallað um brunann sem átti sér stað í mið- borg Reykjavíkur árið 1915 þegar Hótel Reykjavík brann. skulih@mbl.is Nýtt slökkviliðsminjasafn opnað í Reykjanesbæ Ljósmynd/Hilmar Bragi Slökkviliðsbílar Á safninu má sjá eldrauða og fallega slökkviliðsbíla. Allar gerðir Bílarnir eru ólíkir að gerð og lögun en eru þó allir rauðir.  Safnið opnað á 100 ára afmæli Brunavarna Suðurnesja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.