Morgunblaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013 Vor og sumar 2013 Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 551 6646 Laura Ashley á Íslandi • Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15 er ódýrara! 15% AFSLÁTT UR Gildir fyrir allar pakkningastærðir og styrkleika af Nicotinell Fruit Á föstudag hafði gullverð ekki verið lægra í 21 mánuð. Nemur lækkunin 20% frá því gull náði hámarki í 1.888,70 dölum í ágúst 2011 og er því gullmarkaðurinn tæknilega orðinn „beygður markaður“ (e. bear market). Lækkaði málmurinn um u.þ.b. 4% eða 63,50 dali á únsuna á Comex markaðinum á föstudag. Endaði gull- únsan í 1.501,40 dölum við lokun. Þá lækkaði silfur um 5% á föstudag. Í grein MarketWatch er reynt að koma auga á orsök lækkunarinnar og er þar haft eftir gullmarkaðsgrein- anda að Goldman Sachs beri mesta sökina fyrir að hafa hvatt til skort- sölu á málminum þegar gullmarkað- urinn var þegar nokkuð viðkvæmur. Veikingin er líka rakin til orðróms um að seðlabanki Kýpur muni selja hluta af gullforða sínum. Kaupa eða selja? Bloomberg gerir því skil í sér- stakri grein að milljarðamæringur- inn John Paulson hafi tapað gríðar- legum fjárhæðum með því að veðja á gullið. Reiknast fréttastofunni til að Paulson hafi tapað meira en 300 milljónum dala á lækkun gullsins á föstudag en fjárfestingarsjóðir hans eiga um 9,5 milljarða dala í gulli og gulltengdum bréfum. Fulltrúi Paul- son & Co sagði í skriflegri yfirlýs- ingu að fjárfestingarfyrirtækið stæði enn við langtímastefnu sína í gull- málum. Gullgúrúinn litríki, Peter Schiff, var líka brattur í pistli sínum á laug- ardag. Sagði lækkun gulls undanfar- ið ekki byggða á réttum forsendum, hagkerfi heimsins stæðu enn á brauðfótum og framsýnir fjárfestar ættu að nota tækifærið nú til að kaupa meira af gulli. ai@mbl.is AFP Tækifæri? Skiptar skoðanir eru um hvort gullið mun halda áfram að lækka. Gullið fellur enn  Hefur lækkað í verði um 20% frá hámarki í ágúst 2011  Orðrómur um gullsölu Kýpur og skortsölutillögur Gold- man Sachs eru helst talin skýra mikla lækkun á föstudag Fyrir viku síðan sagði Morgun- blaðið frá mikilli hækkun rafræna gjaldmiðilsins Bitcoin. Gjaldmiðill- inn hafði þá á einum mánuði þre- faldast í verði gagnvart Banda- ríkjadal í hækkun sem talin var drifin áfram af mögulegum afleið- ingum efnahagsvandans á Kýpur, sterku kastljósi fjölmiðla á gjald- miðilinn og hrinu spákaup- mennsku. Bitcon náði hámarki í 260 dölum í byrjun síðustu viku en hrundi þá hratt niður í 130 dali á aðeins sex klukkustundum. Í frétt BBC um málið kemur fram að lækkunina megi rekja til tæknilegra örðugleika á vefsíðunni MTGox sem er einn helsti sölu- staður Bitcoin-gjaldmiðilsins. Átti MTGox í erfiðleikum með að anna þeim miklu viðskiptum sem áttu sér stað með gjaldmiðilinn sem aftur hægði á færslum milli við- skiptavina. Örðugleikarnir virðast hafa valdið titringi á markaðinum og hleypt af stað söluhrinu sem svo jók enn frekar á tæknivandann svo að MTGox fraus á endanum. Þá hefur BBC eftir tæknifrétta- vefnum Ars Technica að hrunið megi mögulega rekja til uppátækis ónafngreinds Bitcoin-eiganda sem gaf af handahófi 13 notendum samfélagsmiðilsins Reddit jafn- virði samtals 13.000 dala í Bitcoin. Á sunnudag var gengi Bitcoin í kringum 100 dalir sem er svipað verð og var í byrjun mánaðarins. Komið til að vera? Margir höfðu varað við að bóla væri að myndast á Bitcon mark- aðinum og fjöldi pistlahöfunda lýst efasemdum um ágæti Bitcoin. Michael Sivy greinarhöfundur Time skrifar hins vegar að þó ból- an sé sprungin sé Bitcoin enn áhugaverður gjaldmiðill fyrir margra hluta sakir og samanburð- urinn við gjaldmiðla ýmissa þjóð- ríkja sé Bitcoin hagstæður. ai@mbl.is Bitcoin hrynur eftir skammvinna bólu  Bólan sprakk loks í byrjun vikunnar  Tækniörðugleikar hjá vinsælum Bitcoin-markaði komu af stað sölubylgju Tölvur Skörp hækkun og lækkun Bitcoin vekur spurningar. AFP Aðalfundur Orkuveitu Reykjavík- ur fór fram á föstudag og var þar lögð fram ársskýrsla fyrir liðið rekstrarár. Í tilkynningu frá OR segir að afkoma og árangur á árinu 2012 hafi verið töluvert betri en gert var ráð fyrir í aðgerðaáætlun um viðsnúning í rekstri félagsins. Að- gerðaáætlunin, „Planið“, sem var samþykkt árið 2011 og nær til ársins 2016, gerir ráð fyrir að greiðslubyrði fyrirækisins verði þyngst á þessu ári. Árið 2012 var framlegð rekstr- arins 25 milljarðar króna og rekstrarhagnaður (EBIT) 15 milljarðar. Rekstrargjöld fyr- irtækisins eru nú þau sömu og þau voru árið 2005. Starfs- mönnum hefur fækkað um 181 frá árinu 2008 sem var mikið framkvæmdaár. Milli ára lækka nettó-skuldir félagsins úr 228 milljörðum niður í 224 milljarða en langtímaskuldir lækka úr 214 milljörðum í 202 milljarða, og munar þar mest um gengismun vegna styrkingar krónunnar. ai@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Speglun Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. Reksturinn á liðnu ári var betri en vonir stóðu til og hafði styrking krónunnar þar mikið að segja. Afkoma OR betri en ráð var fyrir gert  Ársskýrsla 2012 birt á aðalfundi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.