Morgunblaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 5. A P R Í L 2 0 1 3  Stofnað 1913  86. tölublað  101. árgangur  UM VAND- RÆÐAMANN DAUÐANS FÉKK DÝR- MÆTT SILFURBELTI FJÖR HJÁ BÖRNUNUM Á JÓNASI FEITA ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 4 ÓTTARR HRAFNKELSSON 10KVIKMYNDIN FALSKUR FUGL 26 Byggingarfulltrúi hefur samþykkt umsókn Höfðatorgs ehf. um bygg- ingu 16 hæða hótels á Höfðatorgs- reitnum í Borgartúni. Gert er ráð fyrir því að á hótelinu verði 342 herbergi. Að sögn framkvæmda- stjóra Höfðatorgs ehf. er fjár- mögnun ekki tryggð en unnið er að henni. Samhliða byggingu hót- elsins verður bílakjallari undir Höfðatorgi stækkaður. Hótelið á að verða 17 þúsund fermetrar að flatarmáli. Byggingarfulltrúi segir að gert sé ráð fyrir þjónustu á fyrstu og efstu hæð hótelsins og að um sé að ræða hefðbundið þriggja til fjögurra stjörnu ferðamanna- hótel. »12 Morgunblaðið/Golli Höfðatorg Byggja á 16 hæða hótel. 16 hæða hótel á Höfðatorgi  Áforma byggingu 342 herbergja hótels sem verði 17 þús. fermetrar Málshöfðun ASÍ gegn ríkinu vegna skattlagningar lífeyrisréttinda launafólks er tilbúin og verður stefna þingfest á allra næstu dög- um, samkvæmt upplýsingum Magnúsar M. Norðdahl, deild- arstjóra lögfræðideildar ASÍ. „Al- þýðusamband Íslands höfðar málið á grundvelli sérstakra ákvæða í einkamálalögunum til að gæta hagsmuna allra félagsmanna sinna, sem jafnframt eru sjóðsfélagar í líf- eyrissjóðunum á almennum vinnu- markaði,“ segir hann. Miðstjórn ASÍ, sem ákvað að láta reyna á lögmæti eignarskatts- ins og krefjast þess að hann verði greiddur til baka, hefur haldið því fram að álagning skattsins brjóti gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Tekjur af skattinum í fyrra voru um 1.649 milljónir. Ríkið bauð þau málalok fyrir áramót að síðari greiðsla sjóðanna sem átti að innheimta á þessu ári yrði felld brott. »16 Morgunblaðið/Styrmir Kári Fyrir dóm Miðstjórn ASÍ höfðar mál fyrir hönd allra félagsmanna sinna. Mál ASÍ gegn ríkinu þingfest  Telja eignarskattinn brot á jafnræðisreglu Hér á landi lifa flestir þeirra af sem hljóta stóræðaáverka vegna slysa. Um 78% þeirra sem gengust undir meðferð vegna slíkra áverka á árunum 2000 til 2011 lifðu af og telst það vera góð- ur árangur. Áverkar sem þessir eru fátíðir hér á landi en í heildina voru það 23 einstaklingar sem hlutu 35 æðaáverka. Þetta kom fram í erindi Bergrósar K. Jóhannesdóttur, deildarlæknis á skurðsviði Land- spítala, á málþingi um stungu- áverka, á skurðlæknaþingi um helgina. »2 Flestir lifa af stóræða- áverka Strákar á Ísafirði stóðu í ströngu í gær við lönd- un á frosnum fiski af frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270. Staldrað var stutt við í svokölluðu brælustoppi. Vetur er á Vestfjörðum og snjór liggur yfir öllu eins og víða fyrir norðan og vestan, áfram er spáð snjókomu, og éljum í dag. Því ættu ökumenn að fara gætilega í vetr- arveðrinu. Hitinn fer víða yfir frostmark í dag en næturfrost verður á öllu landinu. Löndun af frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni á Ísafirði Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Stóðu í ströngu að landa frosnum fisk í frosthörkunni Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Hugmyndin er að leysa málefni þeirra sem tóku lánsveð á svipaðan hátt og gert var með 110% leiðina. Þannig að þau lán yrðu jöfnuð til sam- ræmis við þá niðurfellingu sem aðrir fengu á sínum tíma,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Þeir lífeyrissjóðir sem eiga aðild að Landssamtökum lífeyrissjóða eru með til umsagnar tillögu frá stjórn- völdum um lausn á skuldavanda láns- veðshóps. Samþykki lífeyrissjóðirnir þessa útfærslu mun kostnaðurinn að mestu lenda á ríkissjóði en lífeyris- sjóðir hafa þröngar heimildir til af- skrifta. Þórey segir Fjármálaeftirlitið fylgjast náið með málinu enda eru eigur lífeyrissjóðsfélaga varðar af eignarrétti. Að sögn Þóreyjar hefur tillagan verið kynnt lífeyrissjóðunum og mun afstaða þeirra gagnvart henni liggja fyrir innan tveggja vikna. Fái tillagan samþykki þarf nýtt Alþingi að samþykkja þau fjárútlát sem þarf til skuldaniðurfellinga. Samkvæmt svari viðskiptaráðherra við fyrir- spurn Eyglóar Harðardóttur frá því í maí í fyrra var heildarupphæð, um- fram 110% veðsetningarhlutfall hjá lánsveðshópi um 11,3 milljarðar kr. og heildarfjárhæð lánsveða um 7,9 milljarðar kr. Eignir tæplega 2000 manns úr hópnum eru veðsettar um- fram 110%. MTillaga að lausn… »2 Niðurfelling til umsagnar  Tillaga um afskriftir vegna fasteignalána lánsveðshóps borin undir lífeyris- sjóðina  Niðurstöðu að vænta innan tveggja vikna  Svipað og í 110% leið  Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna færist í dag yfir í Laugardalshöll þar sem hægt verður að kjósa alla daga frá kl. 10 til 22. Í gær höfðu 2.460 manns kosið utankjörfundar á öllu landinu og í þeim sendiráðum sem færa utankjörfundaratkvæða- greiðsluna í tölvu. Í Reykjavík hafa 786 manns kosið frá því að utan- kjörfundaratkvæðagreiðslan hófst 2. mars. Sambærileg tala fyrir síð- ustu alþingiskosningar er 689 manns. »6 Tæp 2.500 hafa þegar kosið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.