Morgunblaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013 fi p y j g p C p i ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam Villibráðar-paté prikmeð pa Bruchetta tarsmeð tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparró Bruchetta með hráskinku, balsam nmog grill uðu Miðjarðarhafsgræ - salat skufer ðbo arðameð Miðj kjRisa-ræ með peppadew iluS ajónmeð japönsku m het Hörpuskeljar má, 3 s Frönsk súkkulaðikaka skum/rjóma og fer Vanillufylltar vatnsdeigsbollur arbSúkkulaðiskeljar með jarð Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R sahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti m Veitingar fyrir öll tækifæri, stór og smá, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Markmið okkar er alltaf það sama, glæsilegar veitingar og ómótstæðilegt bragð. Persónuleg og góð þjónusta. Sími 511 8090 • www.yndisauki.is Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 57 48 4 Benidorm Costa del Sol frá aðeins kr. 109.900 með hálfu fæði og drykk með mat frá aðeins kr. 95.500 4. júní í 7 eða 14 nætur 9. maí í 20 nætur 20 nátta ferð – ótrúleg kjör! Heimsferðir bjóða frábært tilboð í 7 nátta ferð til Benidorm þann 4 júní. Í boði er Hotel Melia **** með hálfu fæði. Hotel Melia **** Kr. 109.900 með hálfu fæði. Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í herbergi með hálfu fæði og drykk með mat í viku. Aukagjald fyrir allt innifalið 19.600 krónur. Sérstakur 15.000 króna afsláttur. Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á Aguamarina íbúðarhótelinu þann 9. maí í 20 nætur. Önnur gisting í boði á ótrúlegum kjörum. Ath. mjög takmarkaður fjöldi íbúða í boði – verð getur hækkað án fyrirvara. Aguamarina *** Kr. 99.500 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð 20 nætur. Verð á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m. 1 svefnherbergi kr. 113.900. Félög sjálfstæðismanna í Reykjavík vestur, boða í dag til fundar vegna komandi Alþingiskosninga í kosn- ingamiðstöðinni í Naustinu við Vesturgötu klukkan 17. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kemur í heim- sókn í Naustið og verður við- staddur fundinn, samkvæmt frétta- tilkynningu frá félaginu. Fundarstjóri verður Sólveig Pét- ursdóttir, fyrrverandi ráðherra. Boðið verður upp á veitingar og eru allir velkomnir. Bjarni Benediktsson á fundi í Naustinu Morgunblaðið/Ómar Fundur í Naustinu Bjarni Benediktsson heimsækir kosningamiðstöðina. Sveit Álfhólsskóla vann sigur á spennandi Íslandsmóti barna- skólasveita í skák sem fram fór í Rimaskóla um helgina. Skólinn varði Íslandsmeistaratitil sinn en sveitin vann einnig mótið árið 2012. Skáksveit Rimaskóla varð í öðru sæti og skáksveit Hraun- vallaskóla úr Hafnarfirði tók þriðja sætið. Sveitir Álfhólsskóla og Rima- skóla höfðu allmikla yfirburði. Álfhólsskóli mun því taka þátt í Norðurlandamóti barna- skólasveita sem fram fer í Finn- landi í september 2013. Á síðasta Norðurlandamóti, sem haldið var í Svíþjóð, lenti Álfhólsskóli í öðru sæti en sveitin er ákveðin í að gera enn betur núna í haust. Skáksveit Álfhólsskóla skipuðu Dawid Kolka, Felix Steinþórsson, Guðmundur Agnar Bragason og Oddur Þór Unnsteinsson. Skák- kennari og liðsstjóri er Lenka Ptácníková. Álfhólsskóli sigraði í skákinni Skáklið Sigursveit Álfshólsskóla á Íslandsmóti barnaskólasveita. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Samkvæmt nýrri viðhorfskönnun sem Capacent Gallup vann fyrir Landvernd eru 43,6% landsmanna andvíg virkjanaframkvæmdum í Bjarnarflagi við Mývatn en 30,5% eru hlynnt þeim. 25,9% tóku ekki af- stöðu með eða á móti. Stuðningur við framkvæmdirnar er meiri meðal karla en kvenna en 42% þeirra sögð- ust vera frekar, mjög eða alfarið hlynntir virkjanaframkvæmdunum en 51% kvenna segist vera frekar, mjög eða alfarið andvígt fram- kvæmdunum. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á aðalfundi Landverndar, sem haldinn var um helgina. 51,3% vilja ekki fleiri álver Í sömu könnun var spurt um af- stöðu fólks til þess að fleiri álver yrðu reist hér á landi til viðbótar við þau sem þegar eru starfandi. 51,3% reyndust andvíg fleiri álverum en 30,9% hlynnt. Töluverður munur er einnig á afstöðu kynjanna til þess- arar spurningar. 39% karla eru hlynnt byggingu fleiri álvera en 44% eru á móti. Aðeins 22% kvenna eru hins vegar hlynnt því að fleiri álver verði reist en 59% eru andvíg því. 1.450 manns voru í úrtaki könn- unarinnar, 588 svöruðu ekki og var svarhlutfallið 59,4%. Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Landverndar segir að Umhverfisstofnun hafi sett Mývatn á rauðan lista yfir svæði sem eru talin í verulegri hættu á að tapa verndargildi sínu. Vísað er til yf- irlitsskýrslu Umhverfisstofnunar þar sem segi m.a. um ógnir sem steðja að Mývatni: ,,Áform eru um að virkja í Bjarnarflagi og óvissa ríkir um áhrif virkjanafram- kvæmda á vistkerfi Mývatns.“ Sérstaða á heimsvísu Því hvetur aðalfundur Landverndar verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar og Alþingi til að endurskoða flokkun Bjarnar- flags í rammaáætlun, þannig að svæðið færist að minnsta kosti í biðflokk á meðan möguleg áhrif Bjarnarflagsvirkjunar á lífríki Mý- vatns eru rannsökuð. Alþingi er einnig hvatt til að lögleiða að nýju vernd Mývatns- og Laxársvæðisins sem var afnumin með lögum nr. 97/ 2004. „Einstakt lífríki Mývatns skapar því sérstöðu á heimsvísu og í verndaráætlun fyrir Mývatn og Laxá segir að það sé skylda núlif- andi kynslóðar að varðveita sér- stöðu svæðisins og þar með að tryggja komandi kynslóðum sama aðgengi og svipaða upplifun og við getum notið nú í dag,“ segir í álykt- un aðalfundar Landverndar. Morgunblaðið/Rax Borhola í Bjarnarflagi Áformaðar virkjunarframkvæmdir eru umdeildar. 43,6% segjast á móti virkjun í Bjarnarflagi  Landvernd vill að svæðið fari í biðflokk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.