Morgunblaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 12
gengt væri að þegar upp kæmi röng tenging væri orsökin sú að menn hafi sjálfir verið að breyta heima fyrir og tengt beint út úr húsinu og í næstu lögn á sinni lóð án þess að átta sig á því að um ranga lögn væri að ræða, en einnig gerist það nokkuð oft að rangt sé tengt í upphafi. Það væri skylda byggingarfulltrúa að fylgjast með að réttar tengingar færu fram þegar ný hús væru reist. Kostnaður- inn virðist í flestum tilvikum lenda á bæjarfélögunum. „Við viljum gera þetta í sátt við íbúana og umhverfið. Við viljum hafa þetta í lagi,“ segir Erla en það er heil- brigðiseftirlit svæðisins sem annast mælingar í lækjum og með strand- lengjunni. Samskonar átak er nú í gangi í Kópavogi og Morgunblaðið birti í gær mynd úr Elliðavatni þar sem fundist hafði röng tenging með þeim afleiðingum að skólp fór út í vatnið. „Tímafrekt og pirrandi“ „Þetta er verulegt vandamál. Við erum að eyða tugum milljóna í þetta. Þetta er ekkert gamanmál hjá okk- ur,“ segir Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs í Kópa- vogi, og að óheimilt sé að gera breyt- ingar án þess að sækja um leyfi. „Það dugar stundum ekki að fara í eitt klósett í húsinu. Stundum þurf- um við að fara í öll klósett. Við vitum ekki hvar feillinn er. Það er ekki bara stúturinn úti í götu – það geta verið rangtengingar í húsinu sjálfu. Þetta er mjög tímafrekt og pirrandi fyrir alla,“ segir Steingrímur. „Við erum ekki í neinu sérstöku átaki. Þetta er eitthvað sem við lög- um þegar það kemur upp en erum ekki sérstaklega að leita uppi rangtengingar,“ segir Dagur Jóns- son, veitustjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. Samkvæmt mælingum sem heil- brigðiseftirlitið framkvæmdi í maí, ágúst og nóvember í fyrra voru kólí- gerlar í Ástjörn í Hafnarfirði töluvert yfir viðmiðunarmörkum sem eru 14 kólí- eða saurgerlar í hverjum 100 ml. Í Ástjörn voru þeir 110/100ml í maí og ágúst en 220/100 ml í nóvember 2012. Ekki fengust svör við því hvort leitað hafi verið lausna á því, en næsta mæling verður framkvæmd í maí samkvæmt upplýsingum frá heil- brigðiseftirliti. Kólímengun viðvarandi vandamál  Algengt að tengt sé inn á ranga lögn við breytingar í húsum  Átak í gangi í Garðabæ og Kópavogi  Kostnaður lendir oftast á sveitarfélögum  Byggingarfulltrúi hefur eftirlit með tengingum í upphafi Morgunblaðið/Ómar Ár og lækir Átak er í gangi í Garðabæ og Kópavogi gegn röngum tengingum skólplagna í yfirborðsvatnslagnir. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 „En svo er eitt vandamál sem hefur aldrei verið rætt. Þú ert með húsbíl með klósetti. Þú átt í rauninni að fara inn á ákveðinn stað við Klettagarða og losa en það er ekkert sem bannar þér að fara í næsta niðurfall,“ sagði viðmælandi blaðsins í gær um vandamál með skolpmengun í yfirborðsvatni í ám og vötnum á höfuðborgarsvæðinu. Víða um land eru til þess bærir staðir til að losa slíkt, en viðmælandinn vildi meina að of oft kæmi fyrir að menn settu í niðurföllin. Menn losa í niðurföllin SKÓLP ÚR HÚSBÍLUM Kosning um nýjan formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verð- ur endurtekin dagana 19. – 29. apríl næstkomandi. Kjörgögn vegna kosningarinnar verða póst- lögð í dag og verður hún bæði raf- ræn og skrifleg. Kosið var um embættið fyrr á þessu ári en nið- urstaða þeirra kosninga var dæmd ógild. Sömu einstaklingar bjóða sig fram til formanns en það eru þau Elín Hanna Jónsdóttir, Herdís Gunnarsdóttir, Margrét Guðjóns- dóttir, Ólafur G. Skúlason, Ragn- heiður Gunnarsdóttir og Vigdís Hallgrímsdóttir. Kynning á fram- bjóðendum hefur farið fram og er kynningarefnið aðgengilegt á vef félagsins. Ágalli fyrri kosninga sneri að skriflegu atkvæðunum en ekki var hægt að útiloka að við talningu at- kvæða í formannskjörinu hefðu verið talin með atkvæði sem greidd voru með skriflegum hætti eftir lok kjörfundar. Talið var að þetta gæti hafa haft áhrif á nið- urstöðuna enda munaði aðeins einu atkvæði á þeim tveimur frambjóð- endum sem flest atkvæði fengu. Kosningin verður bæði rafræn og skrifleg en Ásta Möller, for- maður nýrrar kjörstjórnar, segir að um 90% þeirra sem kusu í síð- ustu kosningu hafi nýtt sér raf- ræna möguleikann. „Fyrirkomu- lagið verður óbreytt en við tökum tillit til þeirra ágalla sem voru á síðustu kosningu,“ segir Ásta. Kjörskrá er sú sama og við fyrri kosningu og þurfa kjörseðlar að berast fyrir kl. 17 mánudaginn 29. apríl nk. larahalla@mbl.is Kosning um for- mann endurtekin  Sömu frambjóðendur og í fyrri kosningu Morgunblaðið/Golli Gengið að kjörborðinu Dagana 19. – 29. apríl nk. verður kosning um for- mann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga endurtekin. Faxafeni 5, Reykjavík | Sími 588 8477 Skeiði 1, Ísafirði | Sími 456 4566 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 betrabak@betrabak.isLeggur grunn að góðum degiwww.betrabak.is ÞÍN STUND – ÞINN STAÐUR PRIME Hægindastóll fullt verð 299.990 Skemill fullt verð 79.990 Til í mörgum útfærslum F Y R IR ÞÍ NA R BESTU STU N D IR 10% KYNNINGAR AFSLÁTTUR SVIÐSLJÓS Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Það hefur verið alveg sérstök að- gerð í gangi síðan í haust með tækni- legum aðgerðum. Fyrst þessar gömlu aðgerðir en nú er veriðað mynda lagnirnar. Þá er ekki verið að mynda skólplagnirnar heldur dren- lagnirnar sem eiga að taka við yfir- borðsvatninu af götunum og þak- rennum húsa. Það hafa fundist rangar tengingar,“ segir Erla Bil Bjarnardóttir, umhverfisstjóri Garðabæjar, um skólpmengun í lækj- um og vötnum sem kemur til vegna rangra tenginga þar sem skólplagnir eru tengdar við rör sem ætluð eru yfirborðsvatni. Í Garðabæ er slíku vatni veitt beint út í læki. „Þetta er eilífðarmál“ „Við höldum að við séum orðin á fríum sjó. En maður er aldrei örugg- ur og fyrir utan það að það getur ein- hver á morgun tengt vitlaust hjá sér af því að hann er að breyta hjá sér í bílskúrnum og kjallaranum á sinni lóð. Þetta er eilífðarmál en það þarf að fylgja þessu eftir og fylgjast með,“ segir hún. Erla segir þessi tilvik ekki algeng- ari í nýjum hverfum en rótgrónum. Morgunblaðið hafði samband við full- trúa flestra sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu og leitaði svara við því hvernig staðið væri að málum og hvort tilvik sem þessi væru tíð. Öllum bar saman um að mjög al-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.