Morgunblaðið - 18.04.2013, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.04.2013, Qupperneq 12
gengt væri að þegar upp kæmi röng tenging væri orsökin sú að menn hafi sjálfir verið að breyta heima fyrir og tengt beint út úr húsinu og í næstu lögn á sinni lóð án þess að átta sig á því að um ranga lögn væri að ræða, en einnig gerist það nokkuð oft að rangt sé tengt í upphafi. Það væri skylda byggingarfulltrúa að fylgjast með að réttar tengingar færu fram þegar ný hús væru reist. Kostnaður- inn virðist í flestum tilvikum lenda á bæjarfélögunum. „Við viljum gera þetta í sátt við íbúana og umhverfið. Við viljum hafa þetta í lagi,“ segir Erla en það er heil- brigðiseftirlit svæðisins sem annast mælingar í lækjum og með strand- lengjunni. Samskonar átak er nú í gangi í Kópavogi og Morgunblaðið birti í gær mynd úr Elliðavatni þar sem fundist hafði röng tenging með þeim afleiðingum að skólp fór út í vatnið. „Tímafrekt og pirrandi“ „Þetta er verulegt vandamál. Við erum að eyða tugum milljóna í þetta. Þetta er ekkert gamanmál hjá okk- ur,“ segir Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs í Kópa- vogi, og að óheimilt sé að gera breyt- ingar án þess að sækja um leyfi. „Það dugar stundum ekki að fara í eitt klósett í húsinu. Stundum þurf- um við að fara í öll klósett. Við vitum ekki hvar feillinn er. Það er ekki bara stúturinn úti í götu – það geta verið rangtengingar í húsinu sjálfu. Þetta er mjög tímafrekt og pirrandi fyrir alla,“ segir Steingrímur. „Við erum ekki í neinu sérstöku átaki. Þetta er eitthvað sem við lög- um þegar það kemur upp en erum ekki sérstaklega að leita uppi rangtengingar,“ segir Dagur Jóns- son, veitustjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. Samkvæmt mælingum sem heil- brigðiseftirlitið framkvæmdi í maí, ágúst og nóvember í fyrra voru kólí- gerlar í Ástjörn í Hafnarfirði töluvert yfir viðmiðunarmörkum sem eru 14 kólí- eða saurgerlar í hverjum 100 ml. Í Ástjörn voru þeir 110/100ml í maí og ágúst en 220/100 ml í nóvember 2012. Ekki fengust svör við því hvort leitað hafi verið lausna á því, en næsta mæling verður framkvæmd í maí samkvæmt upplýsingum frá heil- brigðiseftirliti. Kólímengun viðvarandi vandamál  Algengt að tengt sé inn á ranga lögn við breytingar í húsum  Átak í gangi í Garðabæ og Kópavogi  Kostnaður lendir oftast á sveitarfélögum  Byggingarfulltrúi hefur eftirlit með tengingum í upphafi Morgunblaðið/Ómar Ár og lækir Átak er í gangi í Garðabæ og Kópavogi gegn röngum tengingum skólplagna í yfirborðsvatnslagnir. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 „En svo er eitt vandamál sem hefur aldrei verið rætt. Þú ert með húsbíl með klósetti. Þú átt í rauninni að fara inn á ákveðinn stað við Klettagarða og losa en það er ekkert sem bannar þér að fara í næsta niðurfall,“ sagði viðmælandi blaðsins í gær um vandamál með skolpmengun í yfirborðsvatni í ám og vötnum á höfuðborgarsvæðinu. Víða um land eru til þess bærir staðir til að losa slíkt, en viðmælandinn vildi meina að of oft kæmi fyrir að menn settu í niðurföllin. Menn losa í niðurföllin SKÓLP ÚR HÚSBÍLUM Kosning um nýjan formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verð- ur endurtekin dagana 19. – 29. apríl næstkomandi. Kjörgögn vegna kosningarinnar verða póst- lögð í dag og verður hún bæði raf- ræn og skrifleg. Kosið var um embættið fyrr á þessu ári en nið- urstaða þeirra kosninga var dæmd ógild. Sömu einstaklingar bjóða sig fram til formanns en það eru þau Elín Hanna Jónsdóttir, Herdís Gunnarsdóttir, Margrét Guðjóns- dóttir, Ólafur G. Skúlason, Ragn- heiður Gunnarsdóttir og Vigdís Hallgrímsdóttir. Kynning á fram- bjóðendum hefur farið fram og er kynningarefnið aðgengilegt á vef félagsins. Ágalli fyrri kosninga sneri að skriflegu atkvæðunum en ekki var hægt að útiloka að við talningu at- kvæða í formannskjörinu hefðu verið talin með atkvæði sem greidd voru með skriflegum hætti eftir lok kjörfundar. Talið var að þetta gæti hafa haft áhrif á nið- urstöðuna enda munaði aðeins einu atkvæði á þeim tveimur frambjóð- endum sem flest atkvæði fengu. Kosningin verður bæði rafræn og skrifleg en Ásta Möller, for- maður nýrrar kjörstjórnar, segir að um 90% þeirra sem kusu í síð- ustu kosningu hafi nýtt sér raf- ræna möguleikann. „Fyrirkomu- lagið verður óbreytt en við tökum tillit til þeirra ágalla sem voru á síðustu kosningu,“ segir Ásta. Kjörskrá er sú sama og við fyrri kosningu og þurfa kjörseðlar að berast fyrir kl. 17 mánudaginn 29. apríl nk. larahalla@mbl.is Kosning um for- mann endurtekin  Sömu frambjóðendur og í fyrri kosningu Morgunblaðið/Golli Gengið að kjörborðinu Dagana 19. – 29. apríl nk. verður kosning um for- mann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga endurtekin. Faxafeni 5, Reykjavík | Sími 588 8477 Skeiði 1, Ísafirði | Sími 456 4566 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 betrabak@betrabak.isLeggur grunn að góðum degiwww.betrabak.is ÞÍN STUND – ÞINN STAÐUR PRIME Hægindastóll fullt verð 299.990 Skemill fullt verð 79.990 Til í mörgum útfærslum F Y R IR ÞÍ NA R BESTU STU N D IR 10% KYNNINGAR AFSLÁTTUR SVIÐSLJÓS Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Það hefur verið alveg sérstök að- gerð í gangi síðan í haust með tækni- legum aðgerðum. Fyrst þessar gömlu aðgerðir en nú er veriðað mynda lagnirnar. Þá er ekki verið að mynda skólplagnirnar heldur dren- lagnirnar sem eiga að taka við yfir- borðsvatninu af götunum og þak- rennum húsa. Það hafa fundist rangar tengingar,“ segir Erla Bil Bjarnardóttir, umhverfisstjóri Garðabæjar, um skólpmengun í lækj- um og vötnum sem kemur til vegna rangra tenginga þar sem skólplagnir eru tengdar við rör sem ætluð eru yfirborðsvatni. Í Garðabæ er slíku vatni veitt beint út í læki. „Þetta er eilífðarmál“ „Við höldum að við séum orðin á fríum sjó. En maður er aldrei örugg- ur og fyrir utan það að það getur ein- hver á morgun tengt vitlaust hjá sér af því að hann er að breyta hjá sér í bílskúrnum og kjallaranum á sinni lóð. Þetta er eilífðarmál en það þarf að fylgja þessu eftir og fylgjast með,“ segir hún. Erla segir þessi tilvik ekki algeng- ari í nýjum hverfum en rótgrónum. Morgunblaðið hafði samband við full- trúa flestra sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu og leitaði svara við því hvernig staðið væri að málum og hvort tilvik sem þessi væru tíð. Öllum bar saman um að mjög al-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.