Morgunblaðið - 10.05.2013, Síða 19

Morgunblaðið - 10.05.2013, Síða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013 Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. 100% made in Italy www.natuzzi.com Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar Á síðasta ársfjórðungi tókst banda- ríska rafbílaframleiðandanum Tesla Motors að skila hagnaði í fyrsta sinn. Tesla birti rekstr- artölur fyrsta ársfjórðungs á mið- vikudag og nam hagnaður fyrstu þriggja mánaða ársins 11,2 millj- ónum dala, jafnvirði um 1,3 millj- arða króna. Jafngildir hagnaðurinn 12 sent- um á hlut en markaðsgreinendur höfðu átt von á tapi upp á 1 sent á hlut. Tekjur á tímabilinu voru sam- tals 562 milljónir dala. Tesla hefur hækkað söluspár fyrir Model S-bílinn á þessu ári úr 20.000 eintökum upp í 21.000. Hlut- ir í Tesla hækkuðu um 21% á mið- vikudag. Á fyrsta ársfjórðungi voru 4.900 Model S-bifreiðar afhentar sem er nokkru hærra en spár fyr- irtækisins sem hljóðuðu upp á að 4.750 eintök yrðu seld. Hlutir í Tesla hafa verið að sækja í sig veðrið þrátt fyrir að margir hafi tekið skortstöðu gegn fyrirtækinu. Nemur hækkun hluta- bréfa í Tesla 67% það sem af er árinu. Greinir MarketWatch frá því að hækkunin á miðvikudag muni vera sársaukafull fyrir þá sem hafa veðjað gegn fyrirtækinu. ai@mbl.is AFP Drossía Model S-bíllinn frá Tesla hefur verið að sanka að sér verðlaunum og gæti skýrt aukinn áhuga neytenda á þessum rennilega rafbíl. Tesla skilar hagn- aði í fyrsta sinn  Hlutir hækkuðu um fimmtung Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.