Morgunblaðið - 10.05.2013, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013
Fæst einnig í veFverslun stoðar
31ár
1982-2013
Trönuhrauni 8 | 220Hafnarfirði | Sími 565 2885
Opið kl. 8 - 17 virka daga | stod@stod.is | www.stod.is
Þar sem
sérFræðingar
aðstoðaÞig
viðvalá
hlíFum
Við styðjum þig
STOÐ
P
O
R
T
hö
nn
un
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Ariel Castro kom fyrir dómara í
Cleveland í Ohio í gær, en hann hef-
ur verið ákærður fyrir mannrán og
nauðgun. Hann er sakaður um að
hafa svipt fjórar manneskjur frelsi
og nauðgað margsinnis þremur kon-
um.
Konurnar þrjár, Amanda Berry,
Gina DeJesus og Michelle Knight,
voru í haldi Castros í um 10 ár. Jos-
lyn, 6 ára dóttir Berry, var einnig
lokuð inni í húsinu. Lögreglan í
Cleveland segir að konurnar hafi
verið bundnar með böndum og keðj-
um meðan þær voru í húsinu.
Bræður hans tveir, Onil og Pedro
Castro, eru ekki taldir tengjast mál-
inu. Þeir verða þó kærðir fyrir
minniháttar brot, m.a. fyrir vörslu
fíkniefna.
Castro var niðurlútur í réttarsaln-
um og leit ekki upp þegar ákæran
var lesin. Lögreglan segir að hann sé
samvinnuþýður. Hann er vaktaður
sérstaklega þar sem miklar líkur eru
taldar á að hann fremji sjálfsmorð.
Konurnar yfirgáfu aldrei húseign-
ina eftir að þeim var rænt. Þær hafi
tvisvar fengið að fara í stuttan tíma
út í garðinn við húsið, en þær voru
þá dulbúnar.
Nágrannar hafa komið fram í fjöl-
miðlum og fullyrt að þeir hafi sett sig
í samband við lögreglu og tilkynnt
grunsamlegt athæfi Castros.
Fram kom á blaðamannafundi að
lögreglan ætlaði að fara yfir skrán-
ingu allra kvartana sem hafa borist í
gegnum tíðina sem tengjast Castro
og húsi hans við Seymour-götu nr.
2207 í Cleveland Ohio.
„Ég er kynferðis-
afbrotamaður“
„Ég er kynferðisafbrotamaður.
Ég þarf hjálp.“ Þetta er sagt standa í
bréfi sem fannst í fórum Ariels Cast-
ros, að því er AFP-fréttastofa grein-
ir frá og hefur eftir fréttamanninum
Scott Taylor á sjónvarpsstöðinni
WOIO í Cleveland Ohio.
„Þær eru hér gegn vilja sínum en
gerðu þau mistök að stíga upp í bíl
hjá ókunnugum,“ er ennfremur sagt
að standi í bréfum hans og „ég veit
ekki af hverju ég hélt áfram að leita
að annarri þegar ég hafði þegar tvær
í haldi“.
Fréttamaðurinn Scott Taylor seg-
ir einnig að sjálfsmorðsbréf hafi
fundist, þar sem maðurinn lýsir því
yfir að hann vilji að allir peningar
sínir muni renna til fórnarlamba
sinna eftir lát sitt.
Lögreglumaðurinn Ed Tomba,
sem fer með aðalrannsókn málsins,
neitaði því ekki að sjálfsmorðsbréf
hefði fundist, þegar hann var spurð-
ur. Hann sagðist þó ekki geta tjáð
sig frekar að svo stöddu.
Í rannsókn málsins var hald lagt á
um 200 muni í fórum Ariels Castros,
þar á meðal umrædd bréf.
Castro leiddur fyrir dómara
Ariel Castro ákærður fyrir mannrán og nauðgun „Ég er kynferðisafbrotamaður. Ég þarf hjálp“ er
sagt standa í bréfi í hans fórum Bræður hans ekki ákærðir Samstarfsfús við lögreglu
AFP
Ákærður Bræðurnir Onil Castro til vinstri og Ariel Castro til hægri þegar þeir voru leiddir fyrir dómara.
Michelle Knight, sem Castro hélt
fanginni í rúman áratug, sagði í við-
tali við lögreglu að hún hefði orðið að
minnsta kosti fimm sinnum ólétt á
tímabilinu og misst fóstur, sam-
kvæmt fréttastofu CNN.
Þegar Castro hefði komist að því
að hún væri barnshafandi hefði hann
svelt hana í tvær vikur og barið hana
ítrekað í kviðinn þar til hún missti
fóstur.
Voru hlekkjaðar í kjallaranum
Knight var kölluð til þegar Berry
ól dóttur sína Joslyn, sem nú er sex
ára. Þá var Knight neydd til að taka
á móti barninu sem kom í heiminn í
baðkari. Þegar barnið kom í heiminn
greip um sig ofsahræðsla hjá Castro
því um stund hætti barnið að anda. Á
þessum tímapunkti hefði Castro hót-
að Knight lífláti ef barnið myndi ekki
lifa af.
Allar þrjár stúlkurnar voru
hlekkjaðar í kjallaranum en þegar á
leið prísundina leyfði hann þeim að
dvelja á annarri hæð hússins. Þær
voru þó mun oftar hver í sínu lagi og
samneyti þeirra var takmarkað.
Þegar Castro hélt þeim föngnum
gekk hann reglulega úr skugga um
að þær hreyfðu sig ekki nema með
hans samþykki. Hann þóttist fara
sjálfur út en sneri jafnharðan við aft-
ur. Þegar hann sá minnstu ummerki
um að þær hefðu hreyft sig refsaði
hann þeim harkalega.
Of hræddar til að flýja
Knight og DeJesus hlupu ekki út
úr húsinu eftir að Berry hafði náð að
komast út í frelsið, þrátt fyrir að þær
hefðu getað það. Lögreglumaður
sagði að þær hefðu verið of lamaðar
af hræðslu til að geta gert slíkt.
Ekki hafa birst myndir af Knight
eftir að stúlkurnar voru frelsaðar en
hún er enn á spítala.
Knight tók á móti barninu
Michelle Knight missti a.m.k. fimm sinnum fóstur
Castro olli fósturláti með barsmíðum í kvið og svelti
Michelle Knight Svona leit hún út þegar
hún hvarf árið 2002, þá 17 ára.
Leitað Þessar myndir birtust af Berry
(t.v.) og DeJesus þegar lýst var eftir þeim.
Grimilda Figueroa, fyrrverandi eigin-
kona Ariels Castros, flutti frá honum
árið 1996 eftir áralangt ofbeldi sem
hún og börn þeirra, sonur og tvær
dætur, sættu af hans hans hálfu.
Árið 2005 fullyrti hún fyrir fjöl-
skyldudómstól að Castro hefði oft
haldið dætrum þeirra tveimur föngn-
um og komið í veg fyrir að hún sæi
þær í einhvern tíma. Einnig sagði hún
Castro m.a. tvisvar hafa nefbrotið sig,
brákað og brotið í sér rifbein, brotið
tönn, veitt sér áverka á öxl og höfði.
Hún fór fram á að dómarinn héldi
honum frá henni þar sem hann hótaði
henni lífláti, samkvæmt AFP- frétta-
stofunni. Grimilda Figueroa lést í
fyrra. Anthony, sonur þeirra, hefur
komið fram í fjölmiðlum og sagt frá
ofbeldinu og hann segir ennfremur að
aldrei hafi verið talað um það.
Beitti konu og
börn sín ofbeldi
Castro sagður hafa haldið dætrum
sínum föngnum Flúðu ofbeldið
AFP
Húsið Kona Castros og börnin þrjú
flúðu ofbeldið árið 1996.