Morgunblaðið - 10.05.2013, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013
Sumarið er komið í
Álafoss
ÁLAFOSS
Álafossvegur 23, Mosfellsbær
Opið: Mánud. - Föstud. 09:00 - 18:00
Laugard. 09:00 - 16:00
www.alafoss.is
Minni grindin
tekur allt að 10 kg.
Verð kr. 5.100.
Stærri grindin
tekur allt að 20 kg.
Verð kr. 9.440.
Bæði úti
og inni
2 stærðir
ÞURRKGRINDUR
Opið virka daga frá 9-18
og laugardaga frá 10-16
Laugavegi 29 - sími 552 4320
www.brynja.is - brynja@brynja.is
Lykilverslun við Laugaveginn frá 1919
Áratuga þekking og reynsla
Dansarar sýndu listir sínar á menningarviku í Bagdad,
höfuðborg Íraks. Stiginn var þjóðlegur palestínskur
dans í þjóðleikhúsinu. Bagdad var valin af UNESCO
sem höfuðstaður arabískrar menningar fyrir árið 2013.
Fjölbreyttir listviðburðir voru í boði en dansinn var þar
fyrirferðarmestur.
AFP
Dansað á menningarviku í Bagdad
Átta manns eru ákærðir í New York
fyrir að hafa stolið 45 milljón doll-
urum, eða um 5,3 milljörðum ís-
lenskra króna. Ránið fór fram með
þeim hætti að tölvuþrjótar hökkuðu
sig inn í greiðslukortafyrirtæki og
úttektarheimildin á greiðslukortum
var hækkuð, í kjölfarið voru pening-
arnir teknir út úr hraðbönkum.
„Sakborningarnir og samstarfs-
menn þeirra eiga þá sök að hafa tek-
ið þátt í stærsta bankráni 21. ald-
arinnar, sem teygir anga sína í
gegnum internetið og er á alþjóða-
vísu,“ segir lögfræðingurinn Loretta
Lynch sem birti kæruna á hendur
þeim. AFP-fréttastofa greinir frá.
Þjófnaðurinn teygir anga sína til
26 landa. Sjö af áttmenningunum
hafa verið handteknir, sá áttundi, Al-
berto Yusi Lajud-Pena, sem kallaður
hefur verið höfuðpaurinn, er sagður
hafa verið myrtur 27. apríl sl.
Í upphafi hökkuðu þjófarnir sig
inn í tölvukerfi alþjóðlegra fyrir-
tækja og þaðan til Manhattan þar
sem hundruðum milljóna dollara var
stolið úr hraðbönkum á nokkrum
klukkutímum.
Morgunblaðið/ÞÖK
Þjófnaður Tölvuþrjótar brutust inn
í greiðslukortafyrirtæki.
Stærsta bankarán 21.
aldarinnar án vopna
Notuðust við tölvur og netið
Búið er að bera
lík Tamerlans
Tsarnaevs til
grafar á ótil-
greindum stað,
að sögn lögreglu-
yfirvalda í
Massachusetts í
Bandaríkjunum.
Tsarnaev er
grunaður um að
hafa staðið á bak
við sprengjuárásina í Boston í
síðsta mánuði, sem varð þremur að
bana og 260 slösuðust. Í yfirlýsingu
sem lögreglan sendi frá sér segir að
lík Tsarnaevs sé ekki lengur í Wor-
cester og að búið sé að grafa það.
Þetta kom fram á APF-fréttastofu.
Tsarnaev lést þegar skotbardagi
braust út á milli hans og lögreglu-
manna í kjölfar sprengjuárás-
arinnar.
Yfirvöld í Massachusetts áttu í
erfiðleikum með að finna sveitarfé-
lag sem væri reiðbúið að greftra
líkið.
Tsarnaev jarðaður á
ótilgeindum stað
Tamerlan
Tsarnaev
Fjöldi flóttamanna frá Sýrlandi sem
fengið hafa skjól í Jórdaníu gæti
orðið 40% af fólksfjöldanum þar um
mitt árið 2014. Nasser Judeh, utan-
ríkisráðherra Jórdaníu, greindi
John Kerry, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, frá þessu við upphaf
fundar þeirra í Róm í gær. Þetta
kemur fram í frétt AFP-fréttastof-
unnar.
Judeh segir að sýrlenskir flótta-
menn í Jórdaníu séu nú 10% lands-
manna og sé tekið mið af þróuninni
að undanförnu megi áætla að hlut-
fallið fari upp í 20-25% fyrir árslok.
Varar við að selja flugskeyti
Kerry varar Rússa við að selja Sý-
lendingum flugskeyti, slíkt sé ekki
vænlegt til friðarumleitana sem
Bandaríkjamenn hafa verið að
stuðla að. Þetta kom m.a. fram á
fundi sem Kerry átti við Emmu Bon-
ino, utanríkisráðherra Ítala, í Róm.
AFP
Fundur Nasser Judeh, utanríkisráðherra Jórdaníu, og John Kerry, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, hittust í Róm og ræddu um vandann í Sýrlandi.
Ekkert lát á fólks-
flótta frá Sýrlandi
Varar við að selja Sýrlendingum flugskeyti