Morgunblaðið - 10.05.2013, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fréttir afstjórnar-mynd-
unarviðræðunum
eru ósköp yfir-
borðslegar enn
sem komið er.
Mest er rætt um
einstaka fundarstaði í sumar-
bústöðum hér og þar, þá um
kruðirí, pönnukökur og vöffl-
ur. Það er ekkert að þess kon-
ar fréttum. Þær birta þá mynd
að andrúmsloftið á efsta lofti
nýrra leiðtoga sé hvorki þrúg-
að né þreytulegt. Hvort sem
þau merki eru meðvituð eða
óviljandi send þá eru þau dá-
lítil vísbending um skil, nota-
lega nálgun og nýja tíma.
Forystumenn fráfarandi
stjórnarflokka töluðu ótt og
títt um hvað þau ynnu miklu
meira en allir aðrir og væru
svo ógurlega þreytt á öllu
þessu streði fyrir fólkið og
verkefnið sem þeim hefði ver-
ið fengið minnti helst á hinar
ofurmannlegu þrautir Her-
aklesar. Þetta upplit og talið
sem því fylgdi hlaut fyrr en
síðar að leiða til þreytumerkja
hjá þjóðinni sjálfri.
Hin sérkennilega pólitíska
síþreyta sem þjakaði ríkis-
stjórnina var ekki aðeins nið-
urdrepandi sjúkdómur heldur
var hann líka smitandi, öfugt
við þá síþreytu sem læknis-
fræðin hafði fengist við fram
að þessu. En þótt væntanlegir
forystumenn nýrrar ríkis-
stjórnar gangi hressir og glað-
beittir að sínum undirbún-
ingsstörfum þýðir það ekki að
verkefnið sem bíður þeirra sé
einfalt eða smátt í sniðum.
Á daginn hefur komið að all-
ar spár um framvindu efna-
hagslífsins eftir fall bankanna
voru ekki aðeins í efri mörkum
heldur beinlínis meingallaðar.
Eins og Óli Björn Kárason
benti á í grein í Morgun-
blaðinu nýverið spáði Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn því í árs-
lok 2008 að árið 2013 yrði
hagvöxtur á Íslandi 4,5%.
Raunveruleikinn er fjarri því
marki.
Þremur árum síðar spáði
Seðlabanki Íslands því enn að
hagvöxturinn á nefndu ári yrði
3,4%. Sú spá var í mun betra
samhengi við spá AGS frá
2008 en raunveruleikann eins
og hann birtist mönnum nú.
Auðvitað er vont að spár
þýðingarmikilla stofnana eins
og þessara séu svona fjar-
stæðukenndar. En annað er
verra. Ákvarðanir sem stofn-
un eins og SÍ tekur og skipta
miklu fyrir efnahagslegt um-
hverfi einstaklinga og fyr-
irtækja eru reistar
á þessum stórgöll-
uðu spám. Það
getur reynst
mörgum dýr-
keypt.
Hagvöxtur sem
byggist m.a. á því,
að ýtt sé undir með lagasetn-
ingu að einstaklingar grípi
fyrr en skyldi til úttektar á
viðbótarsparnaði lífeyris til að
fleyta sér yfir erfið ár, er ekki
sjálfbær hagvöxtur. Og af-
koma ríkissjóðs, sem nær að
skattleggja úttektina alla með
hæsta skattþrepi sínu, er líka
fölsuð og ekki sjálfbær. Og
einstaklingurinn sem „greip
tækifærið“ og nýtti sér þá
glufu sem ríkið opnaði er einn-
ig miklu verr settur eftir en
áður. Ef úttekt viðbótarsparn-
aðarins hefði orðið með þeim
hætti sem að var stefnt hefði
hann lent í miklu mildara
skattþrepi og því miklu meira
komið í hlut lífeyrisþegans en
nú gerðist.
En ríkisstjórn sem lagðist
gegn fjárfestingu af sérhverju
tagi öll sín fjögur ár stóðst
ekki freistinguna. Hún kom
aftan að lífeyrisþegum um leið
og hún þóttist vera að gera
þeim greiða.
Og hún bjó einnig við þann
kost að geta fjármagnað ríkis-
sjóð við kjör sem eru ekki
heldur sjálfbær. Á meðan
gjaldeyrishöft gilda og ís-
lenski seðlabankinn er hafður
þeirra vegna í lögguleik, sem
hann hlýtur að tapa, eiga þeir
sem verja þurfa fjármuni sína
eða annarra fárra kosta völ. Í
þeim gerviheimi sem gjald-
eyrishöft skapa getur ríkis-
sjóður fengið kjör sem hann
skammtar sér sjálfur að geð-
þótta. Það er sovéskt ástand, í
senn óhollt og hættulegt.
Nýrrar ríkisstjórnar bíður
því ekki síst að ráðast að
heimatilbúnum vanda fráfar-
andi ríkisstjórnar. Braut
hennar gæti virst illfær og
brött. En sú þarf ekki að vera
raunin. Hennar mesta hætta
er hins vegar að hún verði á
þeirri vegferð fangi þeirrar
þröngsýni og þráhyggju sem
umlykur það stjórnkerfi sem
hin ráðvillta ríkisstjórn reiddi
sig á. Fari svo illa skiptir engu
máli hversu galvaskir og vel-
viljaðir menn ganga til þeirra
miklu verkefna sem þeirra
bíða.
Margt bendir til að væntan-
legum leiðtogum landsins og
helstu samverkamönnum
þeirra sé þessi veruleiki full-
ljós. Sé það mat rétt þá er
ástæðulaust að kvíða miklu.
Góðir skipstjórn-
endur geta lent í
erfiðleikum sitji
þeir uppi með
villta lóðsa}
Hætt að senda
þreytumerkin
S
tjórnarmyndunarviðræður standa
nú yfir á milli Sjálfstæðisflokksins
og Framsóknarflokksins eins og
varla hefur farið framhjá mörgum.
Meira hefur þó borið á fréttum af
því hvað formenn flokkanna, þeir Bjarni Bene-
diktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
hafa fengið sér í svanginn á meðan viðræð-
urnar hafa farið fram en nákvæmlega hvað
rætt hefur verið um í viðræðunum sjálfum.
Eitt af því sem óhjákvæmilega þarf að ræða í
stjórnarmyndunarviðræðunum er það hvernig
ráðuneytunum verður skipt á milli flokkanna.
Formennirnir hafa sagt við fjölmiðla að viðræð-
urnar hafi ekki snúist um það enn sem komið
er. Fyrst sé að ræða málefnin og komast að nið-
urstöðu um þau. Ýmsir hafa þó leikið sér að því
að raða upp hugsanlegri ríkisstjórn flokkanna tveggja og
var það jafnvel gert nokkru áður en þingkosningarnar á
dögunum fóru fram.
Eðli málsins samkvæmt er ekkert hægt að fullyrða um
það hverjir kunna að verma ráðherrasæti í nýrri rík-
isstjórn enda hefur væntanlega ekkert verið ákveðið í
þeim efnum þó vafalaust hafi þeir sem þar munu ráða ferð-
inni velt því eitthvað fyrir sér. Mestar vangaveltur hafa hins
vegar verið um það hvor formannanna verði forsætisráð-
herra í mögulegri nýrri ríkisstjórn, Bjarni eða Sigmundur
Davíð.
Flestir virðast reikna með að Sigmundur taki við lykla-
völdum í Stjórnarráðshúsinu þó vitanlega sé ekkert gefið í
þeim efnum. Fréttir hafa til að mynda borizt af
því að leggja eigi tillögur Framsóknarflokksins
varðandi skuldavanda heimilanna til grundvall-
ar stefnu mögulegrar ríkisstjórnar í þeim efn-
um. Verði sú raunin hlýtur Sjálfstæðisflokk-
urinn að gera kröfu um eitthvað bitastætt í
staðinn. Kannski forsætisráðherrastólinn?
Eins hefur verið mikið rætt um það hvaða
ráðuneyti sá flokksformaður taki við sem ekki
verður forsætisráðherra. Sögulega hefur það
verið utanríkisráðuneytið en það hefur líklega
breytzt í það minnsta um fyrirsjáanlega framtíð
eftir bankahrunið. Kannski varanlega. Það sem
mestu skiptir í kjölfar þess er að byggja aftur
upp þjóðfélagið og efnahagslífið þó hags-
munagæzla landsins út á við sé alltaf gríðarlega
mikilvæg.
Fjármálaráðuneytið hlýtur að koma þar einna helzt til
greina. Hvað sem gert verður í málefnum heimilanna
verður það væntanlega einkum það ráðuneyti sem hafa
mun það verkefni með höndum að framkvæma það. Það er
því kannski ekki óeðlilegt að það komi í hlut Framsókn-
arflokksins. Flestum þætti vafalaust eðlilegast að fram-
sóknarmenn héldu fyrst og fremst utan um þau mál. For-
sætisráðuneytið hlyti þá að koma í hlut
Sjálfstæðisflokksins.
En þetta kemur vitanlega allt saman í ljós. Vonandi sem
fyrst. Hvort sem forsætisráðuneytið fellur Bjarna eða Sig-
mundi í skaut verður það vafalaust í góðum höndum.
hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Vafalaust í góðum höndum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
H
eildarendurskoðun á
lögum um fólks- og
farmflutninga er nær
lokið í innanríkisráðu-
neytinu, að sögn Ög-
mundar Jónassonar ráðherra, sem
segir það væntanlega verkefni nýs
ráðherra og þings að klára málið.
Þegar lögum um þessa flutninga
var síðast breytt, í lok árs 2011, kom
það fram í áliti meirihuta umhverfis-
og samgöngunefndar Alþingis að
brýnt væri að hraða þessari heildar-
endurskoðun. Sú vinna hefur staðið
yfir í nokkurn tíma en þar er m.a.
horft til reglugerðar Evrópuþingsins.
Þingnefndin áréttaði mikilvægi þess
að hlutverk almenningssamgangna
yrði skilgreint betur og sett skilyrði
um lágmarksþjónustu og hlutverk
með skilmerkilegum hætti og í sam-
ráði við hagsmunaaðila yrði skilið
milli almenningssamgangna og ferða-
þjónustu. Að sögn Ögmundar hefur
verið tekið á þessum þáttum í heildar-
endurskoðuninni.
Héraðsdómur Austurlands hafn-
aði í vikunni kröfu Sambands sveitar-
félaga á Austurlandi (SSA) um að
staðfesta lögbann sýslumanns við
reglubundnum fólksflutningum rútu-
fyrirtækisins Sterna á milli Hafnar í
Hornafirði og Egilsstaða. Komst hér-
aðsdómari að þeirri niðurstöðu að
Sterna hefði ekki brotið gegn einka-
leyfi SSA sem það fékk á fólksflutn-
ingum samkvæmt samningi við Vega-
gerðina. Í dómnum segir að hugtakið
„almenningssamgöngur“ sé ekki skil-
greint í lögum um fólksflutninga,
nr.73/2001. Var lögunum breytt 2011
til að gefa Vegagerðinni heimild til
samninga við sveitarfélög, byggða-
samlög og landshlutasamtök. Gerðu
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og
fleiri aðilar athugasemdir við þessa
breytingu í sínum umsögnum.
Samningar endurskoðaðir?
Ferðaþjónustan hefur gagnrýnt
þessa samninga harðlega og nú heyr-
ast háværar raddir um að þá beri að
endurskoða í ljósi niðurstöðu Héraðs-
dóms Austurlands.
Samkeppniseftirlitið hefur sem
kunnugt er skoðað samning sveitar-
félaga á Suðurnesjum við SBK um
einkaleyfi á akstri milli Leifsstöðvar
og Reykjavíkur, samkvæmt samningi
við Vegagerðina. Telur eftirlitið
einkaleyfið raska samkeppni á þess-
ari leið og óskaði eftir að útboðið yrði
dregið til baka. Ekki hefur verið orðið
við því og er Samkeppniseftirlitið að
skoða málið nánar.
Einn nefndarmanna í umhverfis-
og samgöngunefnd, Ásmundur Einar
Daðason, sem stóð að fyrrnefndu áliti,
segist ekki hafa kynnt sér dóminn
sérstaklega en ljóst sé að það bíði
næsta þings að skoða þessi mál betur.
Sér vitanlega sé þó reynslan almennt
mjög góð af þeim fólksflutningum
sem komust á vegna samninga sveit-
arfélaganna við Vegagerðina. Sé um
einhvern árekstur við ferðaþjón-
ustuna að ræða, þá þurfi að skoða það.
Óskar Stefánsson, framkvæmda-
stjóri Bíla og fólks, sem sér um sér-
leyfisakstur Sterna víða um land, tel-
ur að vegna dómsins beri að taka upp
og endurskoða samninga Vegagerð-
arinnar og sveitarfélaganna. „Það er
ekki rétt stefna að vera með þetta á
þessum grunni. Við höfum ekkert á
móti því að bæta almennings-
samgöngur en okkur finnst skrítið að
sveitarfélögin séu að ganga hart gegn
okkur sem erum bara að markaðs-
setja okkur erlendis. Síðan koma
sveitarfélögin og greiða niður farmiða
hjá sér um allt að 70%,“ segir Óskar
en Sterna flytur ferðamenn um landið
á svonefndum hringmiðum, þ.e. ferða-
menn hafa þá keypt sér rútumiða
hringinn í kringum landið. Að sögn
Óskars stendur ekki til að
breyta þessu fyrirkomulagi í
sumar.
Fólksflutningar í
heildarendurskoðun
Ljósmynd/Kristján Dan
Rútuferðir Kynnisferðir hafa m.a. rekið Flugrútuna sem gengur á milli
Leifsstöðvar og Reykjavíkur. Löggjöf hefur verið til endurskoðunar.
Ögmundur Jónasson innanrík-
isráðherra segir niðurstöðu Hér-
aðsdóms Austurlands hafa kom-
ið sér verulega á óvart, þar sem í
lögunum séu skýrar skilgrein-
ingar á reglubundnum fólks-
flutningum og hver það er sem
hafi leyfi til að annast þá. „Lög-
unum var breytt í árslok 2011 til
að styrkja réttarstöðu lands-
hlutasamtaka sveitarfélaga til að
fara með einkarétt á almenn-
ingssamgöngum. Hitt er svo aft-
ur rétt að við höfum tekið undir
það, eins og kom fram í meiri-
hlutaálitinu, að mikilvægt er að
hafa þessa þætti betur njörvaða
niður og hafa úrræði til að fylgja
lögunum betur eftir. Það hefur
verið tekið á því í heildarend-
urskoðun á lögunum,“ segir Ög-
mundur en telur ekki efni til
að endurskoða samn-
inga sem sveitarfélögin
hafa gert við Vegagerð-
ina um fólksflutninga.
„Þeir sem þurfa að end-
urskoða afstöðu sína
eru þá dóm-
stólar.“
Undrandi á
héraðsdómi
INNANRÍKISRÁÐHERRA
Ögmundur
Jónasson