Morgunblaðið - 10.05.2013, Page 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013
Sprett úr spori Háskólahlaupið fór fram í vikunni og tók fjöldi fólks þátt. Sumir skokkuðu á jöfnum hraða en aðrir gáfu í enda viðurkenningar veittar fyrir besta tímann.
Kristinn
Seattle – Jafnvel á
góðæristímum er ekki
hægt að segja að féð
streymi í stríðum
straumum til þróun-
araðstoðar. Ríkis-
stjórnir og gefendur
verða að taka erfiðar
ákvarðanir þegar kem-
ur að því að nýta með
markvissum hætti tak-
markað fé sitt. Hvern-
ig á að ákveða hvaða
lönd skuli fá hagstæð lán eða ódýr-
ari bóluefni og hvaða lönd geti sjálf
fjármagnað eigin þróunarverkefni?
Svarið fer að hluta til eftir því
hvernig við mælum hagvöxt og um-
bætur í lífi fólks. Samkvæmt hefð
er einn mælikvarðinn verg lands-
framleiðsla, VLF, miðað við höfða-
tölu – samanlagt andvirði fram-
leiðslu á vörum og þjónustu í
landinu á einu ári deilt með íbúa-
fjöldanum. En VLF getur samt
verið ónákvæm leiðsögn í fátæk-
ustu ríkjunum og það er áhyggju-
efni, ekki aðeins fyrir þá sem móta
pólitíska stefnu eða fólk eins og
mig sem les mikið af skýrslum Al-
þjóðabankans, heldur líka fyrir
hvern þann sem vill nota staðtölur
til að rökstyðja að aðstoða beri fá-
tækasta fólkið í heiminum.
Ég hef lengi álitið að VLF van-
meti hagvöxt, jafnvel í ríkum lönd-
um þar sem mælingar eru býsna
háþróaðar, vegna þess að það er
mjög erfitt að að bera saman and-
virði vöru og þjónustu í ákveðnum
körfum á mismunandi tímaskeiðum.
Svo að dæmi af Bandaríkjunum sé
tekið var sett alfræðiorðabóka dýrt
árið 1960 en það var mikils virði á
heimilum með fróð-
leiksfús börn. (Ég tala
af reynslu þar sem ég
varði mörgum stund-
um í að lesa World Bo-
ok Encyclopedia í
mörgum bindum sem
foreldrar mínir keyptu
handa mér og systrum
mínum.) Þökk sé net-
inu hafa börn nú að-
gang að miklu meiri
upplýsingum án þess
að borga þurfi fyrir
þær. Hvernig á að
reikna það inn í mat á VLF?
Vandinn við að reikna út VLF er
sérstaklega mikill í löndum Afríku
sunnan Sahara, ástæðurnar eru
veikburða hagstofur og sögulegar
skekkjur sem brengla grundvall-
armælingar. Morten Jerven, að-
stoðarprófessor við Simon Fraser-
háskólann, varði fjórum árum í að
rannsaka hvernig Afríkuríki söfn-
uðu upplýsingum sínum og vandann
sem þau þyrftu að leysa þegar
þeim er breytt í mat á VLF. Í nýrri
bók sinni, Poor Numbers: How We
Are Misled by African Develop-
ment Statistics and What to Do
about It [Lélegar tölur: Hvernig
afrískar staðtölur um þróun villa
okkur sýn og hvað hægt er að gera
við því], rökstyður hann vel að
margar af mælingum á VLF sem
við héldum að væru traustar séu
langt frá því að vera það.
Jerven bendir á að mörg Afr-
íkuríki eigi erfitt með að mæla
stærð tiltölulega umfangsmikils
nauðþurftabúskapar í löndunum og
atvinnustarfsemi sem hvergi sé
skráð. Hvernig á að reikna inn
framleiðslu bónda sem ræktar og
borðar sína eigin fæðu? Ef nauð-
þurftabúskapur er kerfisbundið
vanmetinn getur sumt af því sem
virðist vera hagvöxtur þegar efna-
hagurinn er að þokast frá nauð-
þurftabúskap einfaldlega verið
starfsemi sem auðveldara er orðið
að mæla með hagtölum.
Það er fleira sem veldur vanda
við tölur um VLF fátækra ríkja.
Mörg Afríkuríki sunnan Sahara
uppfæra t.d. ekki nógu oft gögnin
svo að VLF-tölur þeirra geta misst
af stórum og hrattvaxandi sviðum
eins og farsímaþjónustu. Þegar
Gana uppfærði sínar tölur fyrir
nokkrum árum óx VLF lands-
manna skyndilega um 60%. En
margir áttuðu sig ekki á því að
þetta var bara leiðrétt mæl-
ingavilla, ekki raunveruleg breyting
á lífskjörum Ganverja.
Auk þess eru til ýmsar aðferðir
við að mæla VLF og niðurstöður
þeirra geta verið gerólíkar. Jerven
nefnir þrjár: World Development
Indicators, sem Alþjóðabankinn
gefur út (þær tölur eru langmest
notaðar); Penn World Table, sem
Háskólinn í Pennsylvaníu gefur út
og Maddison Project frá Gron-
ingen-háskólanum en þar er byggt
á vinnu hagfræðingsins Angus
Maddison sem er látinn.
Þessar heimildir byggjast á sömu
grunngögnum en meta þau og nýta
með ólíkum hætti til að taka með í
reikninginn verðbólgu og fleiri
þætti. Niðurstaðan er að þær raða
stundum efnahag ríkja niður á
mjög mismunandi hátt. Líbería er
annað fátækasta, sjöunda fátækasta
eða 22. fátækasta Afríkuríkið sunn-
an Sahara, allt eftir því hvaða
heimild er stuðst við.
Það er ekki aðeins hlutfallsleg
niðurröðun sem er breytileg.
Stundum sýnir ein heimildin að
hagvöxtur í tilteknu landi hafi verið
sjö af hundraði, önnur að fram-
leiðslan hafi minnkað á sama tíma-
bili.
Jerven nefnir þetta ósamræmi til
að rökstyðja að við getum ekki ver-
ið viss um að VLF eins fátæks ríkis
sé hærri en annars og við ættum
ekki að nota eingöngu VLF til að
meta hvaða efnahagsstefna leiði til
hagvaxtar.
Merkir þetta að við vitum í raun-
inni ekkert um það hvað virki (og
hvað virki ekki) í sambandi við þró-
un?
Alls ekki. Rannsakendur hafa
lengi notast við aðferðir eins og
reglubundna könnun á aðstæðum
heimila til að safna þannig gögnum.
Sem dæmi má nefna að reglulega
er gerð lýðfræðileg og heilsufarsleg
könnun til að reikna út dánartíðni
barna og mæðra. Ennfremur nota
hagfræðingar kort yfir ljósanotkun
til að afla gagna sem nýtast við mat
á þróun hagvaxtar. Þótt slíkar að-
ferðir séu ekki gallalausar eru ann-
markarnir ekki þeir sömu og þeir
geta verið við útreikninga á VLF.
Aðrar aðferðir við að mæla al-
menn lífskjör í landi eru einnig
háðar takmörkunum en þær gefa
samt færi á að leita fleiri leiða til að
skilja fátækt. Ein sem nefnist
Human Development Index notar
staðtölur um heilsufar og menntun
auk VLF. Önnur, Multidimensional
Poverty Index, notar tíu viðmið-
anir, þ. á m. næringu, hreinlæt-
isaðstöðu og aðgang að eldsneyti til
matargerðar og vatni. Og með því
að nota kaupmáttarjafnvægi [PPP]
sem mælir verðið á sömu körfu af
vörum og þjónustu í ólíkum lönd-
um, geta hagfræðingar lagfært
VLF til að fá betri innsýn í lífskjör.
Samt sem áður finnst mér það
vera ljóst að við verðum að leggja
meiri áherslu á að nálgast réttar
grunnstaðtölur. Eins og Jerven
rökstyður þurfa hagstofur í Afríku
meiri hjálp svo að þær geti aflað
stöðugt nýrri og traustari gagna.
Ríkisstjórnir gefendaríkja og al-
þjóðastofnanir eins og Al-
þjóðabankinn verða að gera meira
af því að aðstoða yfirvöld í Afr-
íkulöndum við að búa til gleggri
mynd af efnahagnum. Og þeir sem
móta stefnuna í Afríku verða að
leggja sig meira fram um að krefj-
ast betri staðtalna og nota þær til
að taka ákvarðanir sem byggjast á
góðri þekkingu.
Ég er mikill talsmaður þess að
fjárfesta í bættu heilbrigði og þró-
un um allan heim. Því betri tæki
sem við höfum til að mæla framfar-
ir þeim mun betur getum við tryggt
að þessi fjárfesting hafni hjá fólk-
inu sem þarf mest á henni að halda.
Eftir Bill Gates » „Vandinn við að
reikna út VLF er
sérstaklega mikill í
löndum Afríku sunnan
Sahara, ástæðurnar eru
veikburða hagstofur og
sögulegar skekkjur sem
brengla grundvall-
armælingar.“
Bill Gates
Bill Gates er annar af tveim yfir-
mönnum Bill&Melinda Gates-
sjóðsins.
©Project Syndicate, 2013.
www.project-syndicate.org
Vandinn við VLF og fátæku löndin