Morgunblaðið - 10.05.2013, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013
✝ Anna Kristjáns-dóttir fæddist á
Flateyri við Önund-
arfjörð 12. sept-
ember 1925. Hún
lést 29. apríl 2013.
Foreldrar hennar
voru Kristján Jónas
Kristjánsson stýri-
maður, f. 8. apríl
1900 á Flateyri, d. 6.
júlí 1979, og kona
hans Margrét Sig-
urlína Bjarnadóttir húsmóðir, f.
26. október 1902 í Kötluholti í
Fróðárhreppi, d. 10. apríl 1993.
Systkini Önnu eru Sigurður Ás-
geir skipstjóri, f. 15. ágúst 1928, d.
23. september 2012, Inga Mar-
grét, f. 7. desember 1934, Guð-
mundur Kristján skipstjóri, f. 4.
ágúst 1944, og uppeldissystirin
Sigríður Jónsdóttir, f. 2. október
1928, d. 16. nóvember 2012.
Anna giftist 23. september
1950 Vilhelm Þorsteinssyni, skip-
stjóra og framkvæmdastjóra, f. 4.
september 1928 í Hléskógum í
Grýtubakkahreppi, d. 22. desem-
ber 1993. Foreldrar hans voru
hjónin Þorsteinn Vilhjálmsson,
fiskmatsmaður, f. 9. nóvember
1894 í Nesi í Grýtubakkahreppi,
d. 23. júlí 1959, og Margrét Bald-
16.4. 1956, maki Wolfgang Bür-
kert, f. 1954, börn þeirra eru: Max-
imilian, f. 1984, kærasta Sara Ellen
Picard. Anna Kristín, f. 1987, kær-
asti Christian Weisbecher. Konst-
antin, f. 1995. 4) Sigurlaug, f.
29.10. 1960, maki Guðjón Jónsson,
f. 1957, börn þeirra eru: Vilhelm, f.
1978, maki Helga Finnsdóttir, þau
eiga eina dóttur. Kristján, Þór og
Jón Friðrik fæddir 6. janúar 1998.
5) Valgerður Anna, f. 25.7. 1964,
maki Ormarr Örlygsson, f. 1962,
börn þeirra eru: Erla, f. 1983, maki
Andri Hjörvar Albertsson, þau
eiga tvö börn. Almarr, f. 1988,
maki Ásgerður Stefanía Bald-
ursdóttir. Vala, f. 1996, og Arna, f.
1998.
Anna ólst upp í foreldrahúsum,
gekk í skóla á Flateyri og vann þar
við sveitastörf og fiskvinnslu, var
liðtæk í íþróttum og stundaði m.a.
handbolta og fimleika. Hún fór í
Héraðsskólann á Laugarvatni og
lauk gagnfræðaprófi, eftir það
nam hún við Húsmæðraskólann á
Laugalandi í Eyjafirði í tvo vetur.
Anna starfaði á símstöðinni á Ak-
ureyri þar til hún gifti sig og stofn-
aði heimili. Anna og Villi byggðu
sér heimili í Ránargötu 23 á Ak-
ureyri, ásamt tengdaforeldrum
Önnu. Anna sinnti húsmóður-
hlutverki sínu af mikilli natni og
þurfti sem sjómannskona oft að
sinna flestum verkum á stóru
heimili.
Útför Önnu fer fram frá Akur-
eyrarkirkju í dag, 10. maí 2013, kl.
13.30.
vinsdóttir, ljósmóðir,
f. 25. október 1891 á
Stóru-Hámund-
arstöðum á Árskógs-
strönd, d. 6. október
1963. Börn Önnu og
Vilhelms eru: 1) Þor-
steinn, f. 3.5. 1952,
maki Þóra Hildur
Jónsdóttir, f. 1950,
börn þeirra eru:
Laufey Björk, f.
1969, maki Vignir
Rafn Gíslason, þau eiga sex börn.
Vilhelm Már, f. 1971, maki Anna
Rósa Heiðarsdóttir, þau eiga fjög-
ur börn. Hildur Ösp, f. 1975, maki
Magnús Jónsson, þau eiga þrjú
börn. Brynja Hrönn, f. 1977, maki
Sveinn Biering Jónsson, þau eiga
einn son. Jón Víðir, f. 1983, maki
Salóme Tara Guðjónsdóttir, þau
eiga eina dóttur. Stefán Ernir, f.
1995, kærasta Alexía Rut Guð-
laugsdóttir. 2) Kristján, f. 13.8.
1954, maki Kolbrún Ingólfsdóttir,
f. 1954, börn þeirra eru: Halldór
Örn, f. 1974, maki Sigurbjörg
Jónsdóttir, þau eiga þrjár dætur.
Anna, f. 1979. Dagný Linda, f.
1980, maki Valur Ásmundsson
þau eiga tvö börn. Katrín, f. 1991,
kærasti Aron Ottósson. Kristján
Bjarni, f. 1993. 3) Margrét Jóna, f.
Kveðjuorð til móður minnar,
Önnu Kristjánsdóttur.
Hún komst oftast þangað sem
hún ætlaði, með hægðinni, dugnaði
og þrautseigju. Mamma ætlaði
aldrei að verða gömul og varð það
heldur ekki í þeim skilningi því hún
bjó ein í sinni íbúð og hugsaði um
sig sjálf. Gráu hárin voru aðeins ör-
fá komin í vanga, samt var hún var
fædd árið 1925.
Minni hennar var ótrúlega gott
alla tíð og hún hafði einstaka hæfi-
leika til að muna nöfn á fólki. Það
var sama hverjir áttu í hlut og
hvaðan þeir voru. Þetta var engin
venjuleg kona. Á einstaklega já-
kvæðan hátt voru allir sem hún
kynntist einstakir og allir voru þeir
„frá einhverjum stað“. Þar byrjaði
rannsóknin og strax fundust
tengsl. Aldrei nokkrum hallmælt,
aldrei talað niður til nokkurs, þvert
á móti, allir forvitnilegir, allir virtir.
Um uppruna, ætt og starf var það
sem mömmu varðaði. Það var
henni eðlislægt að finna uppruna
fólks í gegnum útlit, nafn eða með
nokkrum spurningum, þá voru
tengslin komin. Seinna var eftir-
fylgni hennar við börn og tengda-
börn, ömmu- og langömmubörnin,
vinahóp barnanna og þeirra börn
aðdáunarverð og allir afmælisdag-
ar voru á tæru.
Hvernig kunni þessi kona
uppeldisformúluna? Hvílík forrétt-
indi að fá hennar uppeldi. Allt frá
bernsku gekk uppeldið út á traust.
Skoðanir og ákvarðanir einstak-
lingsins voru virtar en góður agi
kenndur. Undirritaður var eitt sinn
sendur á leikskóla, sennilega fjög-
urra eða fimm ára gamall, að Pálm-
holti. Guttanum þótti sér ekki
henta þessi leikskóli meira en einn
dag og það var virt. Kannski þótti
mömmunni sárara að senda gutt-
ann frá sér en guttanum að fara?
Af hverju fengum við bræðurnir að
fara út á fjörð á trillunni, ég 11 ára
og Steini 13? Jú, traustið var til
staðar.
Þessi hægláta, glaða kona var sí-
vinnandi. Á börnin sín fimm setti
hún aldrei óstraujaða bleyju, þau
hin sömu börn fóru aldrei á skíða-
æfingu nema með gott nesti og
súkkulaðistykki. Það var nauðsyn-
legt að við færum vel nestuð því vel
gat verið að einhver væri nestislaus
og þá var gott að geta gefið. Þegar
vinahópurinn í götunni hafði ekki
tíma til að koma inn í kaffi þá bar
mamma mjólkina og brauðið niður
og gaf hópnum þar. Ekki mátti fara
tími til spillis frá leikjunum en hún
átti alltaf nægan tíma fyrir aðra.
Mamma hlýtur að hafa haft
gaman af tónlist því annars gæti
þetta varla hafa getað gerst: Ég
lasinn og inni í rúmi. Mamma setti
Beatles á fóninn, nógu hátt til að
vel heyrðist inn í herbergi, gott fyr-
ir mig. Þessi strákur hennar gat
heldur ekki reiknað stærðfræði-
dæmi nema hafa hátt spilaða tón-
list, þá var í lagi að spila Kinks,
Rollings Stones eða Beatles í botni.
Mamman var sátt svo lengi sem
strákurinn lærði…
Þegar mamma fagnaði áttatíu
ára afmæli sínu, skipulagði hún
ferðir allra til og frá. En þegar við
spurðum: „En mamma, hvernig
ætlar þú að fara?“ var svarið: „Ja,
svo er nú það…“ Lýsandi fyrir
mömmu að hugsa fyrst um aðra,
svo um sjálfa sig. Þannig fór hún í
gegnum lífið.
Ég kveð móður mína með þakk-
læti fyrir langa og góða samferð og
þá umhyggju sem hún bar fyrir
fjölskyldunni og öllum vinunum.
Kristján Vilhelmsson.
Elskuleg tengdamóðir mín lést á
sjúkrahúsinu á Akureyri mánudag-
inn 29. apríl sl. Hún kvaddi hægt og
hljótt, eins og allt hennar líf var í
raun og veru. Hún hafði alltaf verið
hraust fram á síðustu vikur, fannst
hún hafa verið heppin, átti góðan
mann sem hún missti allt of
snemma, eða fyrir tuttugu árum.
Átti stóran hóp afkomenda sem
hún lét sér afar annt um.
Anna amma langa í Ránó
hringdi í alla á afmælum og sendi
glaðning á jólum, en það var líf
hennar og yndi og ekki að tala um
að hætta því.
Önnu þótti gaman að ferðast og
fór hún í margar ferðir með okkur
til Spánar og New York, þar sem
hún stikaði Manhattan upp og nið-
ur, síðast orðin áttræð. Einnig var
hún í Berlín með Vilhelm syni mín-
um til að sjá hann og nokkra vini
hans hlaupa maraþon. Þar hlupum
við hönd í hönd fram og aftur um
götur til að sjá þá oftar en einu
sinni í brautinni. Hún blés ekki úr
nös þá 82 ára gömul og búin að lær-
brotna ári áður. Við sögðum eftir
þetta að við hefðum að minnsta
kosti hlaupið hálft maraþon til að
sjá hópinn fara framhjá.
Anna fæddist á Flateyri og ólst
þar upp. Hún hugsaði alltaf hlýlega
til æskustöðvanna og sagði okkur
margar sögur af fólkinu þar og
staðháttum. Hún spurði gjarnan
fólk sem hún hitti: „Ertu nokkuð að
vestan?“ og ef svo reyndist vera
var nokkuð víst að hún þekkti til
ættingjanna.
Anna var vandvirk við það sem
hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði
gaman af handavinnu og eiga börn
og barnabörn ýmis stykki frá
henni, hekluð og saumuð, þau síð-
ustu gerð undir stækkunargleri, en
sjón hennar var ekki góð síðustu
árin.
Besti steikti fiskurinn var hjá
henni og fiskbollurnar voru þær
bestu í heimi og svo mætti lengi
telja.
Til þín elsku Anna, við vorum
alltaf góðar vinkonur og börnunum
mínum varstu góð amma og
langamma.
Við munum sakna þín í Ísalind.
Við munum sakna þín á Spáni.
Við munum sakna þín í New
York, þegar þú ert ekki með í för.
En svo kannski verður þú bara
með okkur og sólar þig við sund-
laugina og gengur Manhattan upp
og niður.
Guð varðveiti þig kæra tengda-
móðir, samúðarkveðjur til stórfjöl-
skyldunnar.
Þín
Þóra Hildur.
Það var fyrir nærri 36 árum sem
ég hitti Önnu fyrst, en þá var ég að
ljúka námi mínu í MA og hafði um
nokkurra vikna skeið verið í til-
hugalífinu við Silló dóttur hennar.
Þetta var fallegt júníkvöld og Anna
vildi sjá þennan pilt sem dóttir
hennar var að mynda samband við.
Móttökur Önnu í Ránargötunni
voru bæði notalegar og látlausar.
Hún kom fram við mig af mikilli
hlýju og sýndi mikinn vinarhug,
sem ég fann alla tíð síðan. Hjá
henni var eitt af barnabörnunum
hennar og Anna lagði á borð í borð-
stofunni og bauð upp á ís, sem hún
hafði mikið dálæti á.
Anna var fjölskyldukona. Hún
hugsaði fyrst og fremst um að öll-
um öðrum liði vel en setti sjálfa sig
aldrei í fyrsta sætið. Þannig var
hún ávallt vakandi yfir því hvernig
öðrum í fjölskyldunni liði. Hún
gætti þess líka að engum væri mis-
munað og allir fengju jafnt og
fengju að njóta þess sem hún hafði
að bjóða. Hún hélt stöðugu sam-
bandi við alla og þannig stuðlaði
hún að sterkum og ríkum tengslum
fjölskyldunnar sem enn eru til
staðar.
Anna átti viðburðaríka ævi. Þeir
sem út af henni koma geta verið
stoltir og þakklátir fyrir hennar
framlag. Hún eignaðist fimm börn
sem hún ól upp og kenndi lífsregl-
urnar, hún var ávallt til staðar ef á
þurfti að halda, og oftar en ekki var
heimilið við Ránargötuna fullt af
fólki og börnum. Anna var sívinn-
andi, hún var komin fyrst á fætur á
morgnana og fór síðust til náða.
Hún naut þess þegar börnin henn-
ar komu saman og fjölskyldurnar
hittust og henni var mjög umhugað
að halda stórfjölskyldunni saman.
Anna naut þess að vera í
Bárðardalnum, þar stóð tíminn í
stað, þar var hægt að njóta um-
hverfis og náttúru án nokkurs
áreitis. Þar gat Anna farið upp í
hlíðina ofan við bústaðinn og reytt
illgresið frá plöntunum og trjánum
sem hún hafði gróðursett. Þar gat
Anna glaðst með barnabörnunum
sem veiddu urriða í Kálfborgará.
Þar gat Anna notið góðrar máltíðar
með fjölskyldunni sinni. Þar gat
Anna hvílst og notið náttúrufeg-
urðarinnar. Þar leið Önnu vel.
Anna var stórmerkileg og ein-
stök kona. Hún hafði sterkar skoð-
anir á málefnum líðandi stundar og
stóð föst á skoðunum sínum. Hún
hafði mikinn áhuga á fólki, á sam-
tíða Íslendingum, þeim sem hún
hafði hitt á lífsleiðinni, þeim sem
skáru sig úr af einhverri ástæðu.
Hún hafði sérstaka gáfu þegar kom
að ættfræði. Það var nánast sama
hvaða fólk bar á góma, hún gat rak-
ið ættir þess og tengsl, en auk þess
vissi hún ýmis deili á því og gat
jafnvel rakið lífshlaup þess.
Með þessum fáu orðum vil ég
minnast tengdamóður minnar,
ömmu barnanna okkar, merkis-
konunnar sem við öll söknum svo
sárt. Við munum öll bera í minn-
ingu okkar þær stundir sem við átt-
um með Önnu, þegar hún kom í
heimsókn til okkar, þegar við sótt-
um hana heim, þegar við áttum
samverustundir í sveitinni. Ég vil
þakka Önnu fyrir allt sem hún hef-
ur gefið okkur af sjálfri sér. Guð
blessi minningu hennar.
Guðjón.
Anna tengdamóðir mín er látin.
Hún var orðin fullorðin kona en
samt reiknaði maður ekki með því
að hennar tími væri kominn, eins
og einhver sagði „ég hélt að Anna
yrði alltaf til“. Anna og Villi tóku
vel á móti mér þegar við Kristján
fórum að vera saman, þá á 17. ald-
ursári og þó hún segði mér það
seinna að henni hafi ekkert litist á
þetta þá lét hún mig aldrei finna
það. Þau hjón voru boðin og búin að
rétta okkur hjálparhönd þegar við
fórum að búa og alltaf til í að passa
eitthvert barnið og fyrir það vil ég
þakka í dag. Við Anna áttum mikil
samskipti, sérstaklega núna seinni
árin eftir að börnin hennar öll
nema Kristján voru flutt frá Ak-
ureyri. Það var gaman að vera með
Önnu, hlusta á frásagnir hennar af
mönnum og málefnum. Tíminn
sem hún var í skóla á Laugarvatni
var henni minnisstæður svo og
skólavistin á Laugalandi. Anna var
hæglát kona, átti fallegt heimili og
marga vini innanlands og utan sem
hún hélt tryggð við og skrifaðist á
eða hringdi í til að viðhalda vinátt-
unni. Hún var og frændrækin og
vissi allt um frændfólk sitt og Villa,
unga jafnt sem aldna. Það átti ekki
við Önnu að þurfa að leita til lækna
og nú í veikindum hennar fannst
henni læknarnir gefa sér alltof
mikinn tíma, þeir ættu frekar að
sinna fólki sem þyrfti á þeim að
halda. Ég vil þakka öllum sem að-
stoðuðu okkur Önnu þessa síðustu
mánuði, alls staðar fengum við
glaðlegt og þægilegt viðmót og
fundum vel að allir vildu hjálpa
okkur að leysa mál sem upp komu
og það er aðstandendum nauðsyn-
legt þegar eitthvað bjátar á. Að lok-
um vil ég þakka Önnu samfylgdina
þessi 42 ár, hvíli hún í friði.
Kolbrún Ingólfsdóttir.
Með örfáum orðum langar mig
að minnast tengdamóður minnar,
Önnu Kristjánsdóttur, sem borin
verður til hinstu hvílu í dag. Mér
reiknast til að það séu að verða 32
ár síðan okkar kynni hófust. Ég lít
svo á að formlegu kynnin hafi orðið
morgun einn þegar ókunnir skór
fundust í vaskahúsinu í Ránargötu
23. Yngsta dóttirin var þá orðin
eina barnið sem eftir var á heim-
ilinu og böndin berast fljótt að gesti
í herbergi hennar. Var blásið til
fundar í eldhúsinu og vildi Anna
ræða hvað skyldi gera. Villi, síðar
tengdafaðir minn, leysti úr þessu af
rósemi og taldi best að byrja á því
að bjóða unga manninum góðan
daginn. Við það róaðist allt, þó að
ekki fylgi með hversu burðugar
undirtektir unga mannsins voru.
Hafragrauturinn sem fylgdi boðinu
var aftur á móti ekki þeginn þenn-
an morguninn. Frá þeim degi má
segja að drengstaulinn hafi verið
tekinn inn í fjölskylduna.
Anna var örugglega í margra
huga konan á bak við manninn í
brúnni. Auðvitað var hún það en
hún var meira en bara Anna hans
Villa. Hann átti að sjálfsögðu
stuðning hennar allan og ekki síst í
veikindum hans þar sem hún stóð
vaktina óþreytandi. En óþreytandi
er kannski orðið sem kemur fyrst
upp í hugann, ásamt ósérhlífni,
þegar kemur að því að lýsa henni.
Hún var alltaf að, hún sá um rekst-
ur heimilisins, uppeldið, seinna
passaði hún barnabörnin og ef ann-
að lagðist ekki til, þá saumaði hún
utan um allt útilegudótið. Önnu leið
best með sitt fólk í kringum sig og
raunar allt sem því fylgdi. Sambúð
hennar og Villa var í upphafi með
tengdaforeldrum hennar og svo
hafa börn hennar með sínum fjöl-
skyldum átt innhlaup þar þegar
þau hafa þurft og viljað. Svo helguð
var hún sínum að hún taldi það ekki
eftir sér að skreppa til Reykjavíkur
og létta undir með pössun á barna-
barnabörnum svo dæmi séu tekin.
Einhver hefði kannski haldið að á
einhverjum tímapunkti vildi hún
njóta daga með meiri ró eða t.d.
einveru með Villa í sumarbústað
þeirra en það heyrðist aldrei. Alltaf
voru allir velkomnir þangað og ekki
síst barnabörnin sem nutu sín frá-
bærlega í sveitinni.
Þannig hefur Anna alla tíð gefið
mikið og ekki síst af sjálfri sér.
Þegar maður gefur svona mikið er
eðlilegt að smám saman verði ekki
af meiru að taka. Hún var ekki al-
veg óþreytandi eftir allt saman.
Það var aftur á móti hennar mesta
ánægja að gefa og vitandi það get-
ur maður ekki annað en þegið með
þökkum. Það eru forréttindi að
hafa fengið að vera með Önnu og
vita að börnin manns og barnabörn
hafi fengið sinn skerf af því upp-
leggi sem í Önnu var svo ekki sé
minnst á að hafa fengið að njóta
ómældra stunda með henni.
Elsku Anna, hafðu þakkir fyrir
allt og allt.
Ormarr Örlygsson.
Amma mín yndisleg er látin eftir
stutt veikindi. Minningarnar eru
margar og allar fallegar. Man jólin
í Ránó, allir fínir og prúðir, ísinn og
möndlugrauturinn sem hvergi var
betri. Amma með svuntuna, settist
til borðs síðust, sá til þess að allir
fengju sitt.
Amma drottning, að klæða sig
upp fyrir ball. Síðkjóll, pinnahælar,
óaðfinnanlega flott.
Man ferðalögin í Mývatnssveit
og berjaferðirnar á Illugastaði með
ömmu og afa.
Ég að vinna tvö sumur hjá ÚA,
fór í hádeginu í Ránó að borða, oft-
ar en ekki fiskur, gufan á, ekkert
skvaldur og amma með svuntuna.
Fékk mér hádegisblund og amma
sá til þess að unglingurinn kæmi
ekki seint í vinnu eftir matinn.
Amma heimsborgari. Ferðirnar
til Spánar þar sem henni leið vel í
hitanum, eða í New York þar sem
hún labbaði Manhattan þvera og
endilanga.
Við amma í búðum, að skoða fal-
lega hluti eða flott föt. Hún var fag-
urkeri, enda bar heimili hennar
þess merki, bæði í Ránó og í Víði-
lundinum.
Amma pössunarpía. Börnin mín
nutu góðs af því og kom hún stund-
um til okkar að passa þegar við
hjónin brugðum okkur af bæ, síð-
ast áttræð að aldri.
Ég þroskaðist, færðist nær
ömmu í aldri, hún var aldrei gömul.
Hún hafði fullan skilning á því
hvernig er að ala upp fimm börn og
álagið sem því fylgir. Skildi mig
betur en flestir aðrir. Áttum mörg
góð símtöl sem ég þakka fyrir. Hún
vildi fá fréttir af öllum, fylgdist vel
með sínu fólki.
Amma dugnaðarforkur. Náði
sér á strik eftir tvær mjaðmaað-
gerðir, heilsuhraust nær til enda.
Amma í fermingarveislu sonar
míns í mars á þessu ári, mér fannst
hún vera orðin þreytt. Hún lifði fal-
legu lífi, skildi eftir fallegar minn-
ingar. Ég græt en þakka fyrir allt
sem við áttum saman. Elska þig
amma mín, og bið að heilsa afa.
Þín
Laufey (Lauja).
Elsku amma, það er svo sárt að
þurfa að kveðja þig og erfitt að
sætta sig við að fá ekki að hitta þig
aftur. Þú varst svo ljúf og yndisleg
og helgaðir líf þitt fjölskyldunni. Þú
fylgdist með okkur öllum, vildir
vita hvernig allir hefðu það og um-
fram allt vildir þú reyna að hjálpa
okkur öllum. Okkur er mjög minn-
isstætt þegar þú komst í heimsókn
til okkar þegar við bjuggum í Sviss
og straujaðir fjall af þvotti, eldaðir
mjólkurgraut fyrir okkur og bak-
aðir pönnukökur og kanilsnúða. Þú
hreinlega varðst að hafa eitthvað
fyrir stafni til þess að létta undir
með fjölskyldunni.
Hjá okkur eldri systkinunum
eru minningarnar um sumóferðirn-
ar með ykkur afa ofarlega í huga.
Nes er paradís fjölskyldunnar þar
sem ófá lambalærin hafa verið
grilluð og pönnukökum sporð-
rennt. Við fengum oft að skreppa
með ykkur austur, kíktum þá í
sund á Stórutjörnum, gripum í spil
og fórum í göngutúra. Eins eru
nestistímarnir í Hlíðarfjalli eftir-
minnilegir. Þú sást um samlokurn-
ar og afi um kakóið fyrir alla fjöl-
skylduna. Möndlugrauturinn í
Ránó, síðar í Einilundinum og Víði-
lundinum, var líka ómissandi við-
burður í hádeginu á aðfangadag.
Alltaf duttu aðeins fleiri möndlur
en gengur og gerist í pottinn og þar
af leiðandi fengu öll börnin möndlu-
gjöf. Það var nú líka eitt af því sem
þú vildir helst alltaf gera, að gefa
okkur gjafir.
Þú varst líka svo dugleg að segja
okkur frá gamla tímanum á Flat-
eyri og Laugarvatni. Til dæmis frá
þeirri kvöl að þú varst skikkuð til
að skrifa með hægri hendi, skauta-
ferðum á Laugarvatninu og þegar
þú gættir kúnna fyrir þorpsbúa.
Elsku amma Anna, takk fyrir
allt.
Erla, Almarr, Vala og Arna.
Það er með miklum söknuði sem
ég kveð hana ömmu mína, Önnu
ömmu í Ránó eins og við börnin
kölluðum hana alltaf þó svo að liðin
séu næstum því 20 ár síðan hún
flutti þaðan. Langömmubörnin
sem aldrei komu í Ránargötuna
kölluðu hana Önnu ömmu löngu í
Ránó. Ég held að henni hafi þótt
vænt um það. Ég á svo margar
góðar minningar um stundirnar
sem ég átti í Ránó hjá ömmu og
afa. Leikirnir í litlu geymslunni inn
af hitakompunni, stóra skápnum
undir stiganum úr eldhúsinu,
gamla anddyrinu sem búið var að
breyta í fatageymslu og í búrinu.
Klárlega flottasta búr landsins eða
það þótti mér í það minnsta. Það
þótti ekki alltaf vinsælt þegar við
settum allt á annan endann í þess-
um leikjum okkar, enda vorum við,
ég og Brynja systir, frægir drasl-
arar. Dúkkuleikirnir í stiganum
þótti okkur systrum mjög
skemmtilegir en þar var hægt að
búa til heimili á mörgum hæðum og
lögðum við oft allan stigann undir
okkur. Amma lánaði okkur oft
streds-dúkkur sem Magga, Silló og
Vallý áttu sem litlar stelpur og
sagði okkur að fara í streds-leik.
Okkur þótti það alltaf svolítið fynd-
ið af því við kölluðum það að fara í
barbieleik. Ég man svo vel eftir og
ég get jafnvel fundið lyktina af leð-
urbuddunni sem amma lét okkur
hafa þegar við skruppum fyrir
hana í kjörbúðina í Ránargötunni.
Okkur fannst gaman að fá svona
ábyrgðarfullt hlutverk eins og okk-
ur þóttu búðarferðir vera. Mér er
mjög minnisstætt sumarið sem ég
vann á frystihúsinu og borðaði fisk
Anna
Kristjánsdóttir