Morgunblaðið - 10.05.2013, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 10.05.2013, Qupperneq 25
með ömmu og afa í hádeginu alla daga, allt sumarið og amma pass- aði upp á að hafa svefnsófann klár- an svo að ég gæti lagt mig eftir matinn. Hún passaði svo upp á að vekja mig og senda mig af stað í vinnuna á réttum tíma. Þvílík for- réttindi. Margar minningar mínar um ömmu síðustu árin eru tengdar ferðalögum. Fjölskyldan saman í New York, á Spáni, í skíðaferð í Frakklandi eða í Ísalind hjá mömmu og pabba. Ég sagði stund- um við ömmu, ég er orðin svo eig- ingjörn á þig, amma min, ég vil bara að þú búir hjá mömmu og pabba svo að ég geti hitt þig oftar. En ég veit að öll hin barnabörnin hugsuðu það sama. Amma sagði svo oft að hún væri nú ekki svo skemmtileg og skildi ekki af hverju við vildum hafa hana með okkur en málið er að við sóttum í félagsskap hennar og vildum hafa hana með okkur alltaf, okkur þótti hún skemmtileg og flott. Fyrir mér er það líka dýrmætt að börnin mín og Magnús fengu að kynnast henni og vera með henni á mörgum skemmtilegum stundum bæði heima og erlendis. Þú varst flott- asta amman og langflottasta langa- mman. Þín verður sárt saknað, elsku Anna amma langa í Ránó, en fallegar og góðar minningar um þig munu lifa í hjörtum okkar. Hildur Ösp, Magnús, Sara Lind, Sunna Ösp og Jón Thor. Í dag kveðjum við Önnu ömmu í hinsta sinn. Anna amma í Ránó, eins og ég kallaði hana á mínum uppvaxtarárum, var alltaf glæsileg kona og mikill gestgjafi. Nú þegar hún er farin koma upp í huga mér margar góðar og fallegar minning- ar. Það er ekki langt síðan við amma sátum saman og rifjuðum upp hvar okkur barnabörnunum fannst skemmtilegast að leika okk- ur í Ránargötunni. Búrið inni í eld- húsi, skóskápurinn niðri, hita- kompan, gamla kolageymslan og bratti stiginn úr eldhúsinu voru vinsælir staðir. Nú þegar ég er sjálf vaxin úr grasi og komin með börn sé ég betur hvað amma var þol- inmóð og umburðarlynd gagnvart uppátækjunum okkar og yfirleitt fengum við barnabörnin að gera það sem við vildum. Ég gisti oft hjá ömmu og afa í Ránó. Ég var árrisul sem barn en þrátt fyrir það fann ég alltaf ilminn af kaffi og ristuðu brauði þegar ég fór á fætur, amma og afi sátu inni eldhúsi örugglega löngu vöknuð. Amma var þá fljót að snara fram hafragraut og ristuðu brauði með osti og marmelaði. Það var alltaf nóg á boðstólum hjá ömmu en hún settist sjaldan með okkur til borðs heldur hljóp um með svuntuna og sá til þess að eng- an skorti neitt. Sömu sögu er að segja um skíðaferðirnar upp í Hlíð- arfjall. Ef amma sá um að útbúa nesti var næsta víst að við hefðum getað verið marga daga í fjallinu því nóg var af heitu kakói og smurðu brauði. Anna amma hugs- aði ætíð vel um alla í fjölskyldunni og var í miklu sambandi við börnin sín, barnabörn og langömmubörn. Hún naut þess að vera í faðmi fjöl- skyldunnar og ekki eru mörg ár síðan hún spilaði fótbolta með barnabörnunum í Nesi, sumarbú- staðnum í Bárðardal. Í sumó áttum við saman góðar stundir og ótal minningar tengjast þeim stað en hann var ömmu mjög kær. Amma hafi gaman af að hitta fólk og var fljót að spyrjast fyrir um ættir þeirra sem urðu á vegi hennar. Hún hafði líka gaman af því að segja sögur, sérstaklega frá gamalli tíð. Hún sagði mér sögur frá uppeldisárum sínum og sögur af því þegar börnin hennar voru ung, sögur sem eru mér mikils virði í dag. Ég á ótal minningar um ömmu sem hlýja mér um hjarta- rætur nú þegar hún hefur kvatt þennan heim. Elsku amma mín, ég kveð þig með djúpri virðingu, mikl- um söknuði og þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Ég veit að Villi afi hefur tekið vel á móti þér. Dagný Linda Kristjánsdóttir. Elsku Anna amma í Ránó eins og við kölluðum þig alltaf. Fráfall þitt bar snöggt að enda trúðum við að þú yrðir 100 ára gömul því þú varst tiltölulega nýhætt að hlaupa á eftir langömmubörnunum. Dýr- mætar minningarnar hafa sprottið fram síðustu daga. Allir bíltúrarnir, lautarferðirnar, gönguskíðaferð- irnar, fjöruferðirnar, trilluferðinar á Eddunni og nestisstoppin með ykkur afa.Villi afi kvaddi þennan heim langt um aldur fram og þið áttuð ekki þann tíma á efri árum sem þið höfðuð lagt drög að. Þú naust samverustunda með fjöl- skyldunni. Okkur fannst þú vera unglamb enda fannst þér skemmti- legast að verja tíma með yngri kyn- slóðinni. Ófá eru skiptin sem þú arkaðir með okkur um stræti New York og varst með okkur á Spáni. Ógleymanlegar eru skíðaferðin til Frakklands og Flórídaferðin þar sem fyrir tilviljun við dvöldum á sama stað og þið afi 20 árum áður og það fannst þér merki um að afi væri með okkur í anda. Ömmu fannst gaman að versla og nutu við gjafmildi hennar. „Það nennir eng- in af vera með mér, ég er ekki svo skemmtileg“ lét amma oft hafa eft- ir sér og hló sínum yndislega hlátri og yppti öxlunum í leiðinni. Eins og dæmin sanna hefði það ekki getað verið fjær sannleikanum. Ef amma vissi af fari suður þá vildi hún alltaf nýta ferðina og senda pakka og nú síðast sendi hún pakka til lítillar nöfnu sinnar á Tælandi sem lýsir henni vel. Amma var alltaf að hugsa um aðra og sagði oft, „það á ekkert að vera hafa svona fyrir mér“ og vildi hún ekki sitja auðum höndum og „opnaði“ oft Straustofu Önnu ömmu í Ránó þegar hún dvaldi á Spáni og í Ísalind og var gantast með að hún ætti að færa út kvíarnar og gera business úr þessu. Amma var alltaf elegant og flott og eitt nýlegt dæmi er þegar hún kom núna um páskana í ferm- ingu Ívars Gísla og fór að sjálf- sögðu í lagningu og sitt fínasta púss. Villa er minnistætt þegar þú varst „date-ið“ hans í stað Önnu Rósu nöfnu þinnar í maraþonferð til Berlínar. Það fór ekki fram hjá neinum hvað þú varst stolt af hon- um og eins hvað hann var stoltur og ánægður að hafa þig með í för arkandi um alla borg til að sjá hóp- inn hlaupa þrátt fyrir að hafa ekki löngu áður lærbrotnað. Brynju er minnistætt þegar þú spurðir oft hvar hún hefði fengið hina og þessa skó, töskur og fleira og sagðir „er nokkuð til svona á mig?“ og oft fór hún með þér í búðir og þú varst létt á fæti eins og unglingsstelpa. Eins mjólkurgrauturinn þinn sem var sá besti í öllum heiminum enda nostraðir þú við hann í fleiri klukkustundir. Þegar þú varst í „laumusólbaði“ eins og við kölluð- um það og stóðst með bakið upp í sólina við sundlaugarbakkann. Jóni eru minnistæð öll skiptin sem hann fór með þér til Mijas á Spáni þar sem þið afi höfðuð komið tveimur áratugum fyrr og greinilegt að staðurinn var í miklu uppáhaldi. Þú varst svo svöl, amma, t.d. þegar Jón hélt upp á 25 ára afmælið varst þú hrókur alls fagnaðar á meðal vinanna og vissir deili á þeim öllum í lok kvölds. Við göntuðumst með það hvort þú vildir ekki finna þér vin, en það kom aldrei til greina hjá þér að vera með öðrum manni en Villa afa og nú hlýjar það okkur um hjartarætur að vita af ykkur saman á ný. Við eigum eftir að sakna þín óendanlega mikið, elsku amma. Við geymum allar fallegu minningarn- ar um þig í hjörtum okkar, minn- ingar um fallega og góða konu, en umfram allt yndislega ömmu. Hvíl í friði elsku besta amma í Ránó. Þín barnabörn, Vilhelm Már, Brynja Hrönn, Jón Víðir og Stefán Ernir. Meira: mbl.is/minningar  Fleiri minningargreinar um Önnu Kristjáns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013 ✝ BjörgvinMagnússon fæddist í Vest- mannaeyjum 28. september 1928. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Ísa- fold í Garðabæ 2. maí 2013. Foreldrar hans voru Guðrún Þor- steinsdóttir og Magnús Jónsson. Uppeldisfaðir hans var Gísli Brynjólfsson. Systkini Björgvins voru Guð- ríður, hún lést á unga aldri, Guðsteinn, Guðjón, Jóna, Ása, Gísli, Guðríður, þau eru öll látin. Eiginkona Björgvins er Sig- ríður Kristín Karlsdóttir, f. 28. apríl 1929 í Vestmannaeyjum. Þau giftu sig 31. desember 1953. Börn þeirra eru 1) Magnús Björgvinsson, f. 1947, eiginkona hans er Kristrún Ingibjarts- dóttir, þau eiga þrjú börn, níu mannaeyjum og byggðu sér svo hús að Hólagötu 38 Vest- mannaeyjum og bjuggu þar til 1973 þegar gosið hófst. Eftir gos fengu þau lánað sumarhús (Grundarbæ) í Mosfellssveit og voru þar í eitt ár þar til þau keyptu hús í Kópavogi, Reyni- grund 55. Frá 2009 eru þau búin að vera í Gullsmára 10 Kópa- vogi. Hann elskaði eyjarnar sín- ar mikið og kenndi okkur börn- um og barnabörnum ógrynni af eyjalögum. Björgvin starfaði við versl- unina Þingvelli (Einar ríki), verslunina Borg í Vest- mannaeyjum, sem hann var gjarnan kenndur við, vann þar hjá Hallbergi Halldórssyni. Eft- ir gos halda þeir samstarfi áfram við verslunina Skerjaver í Skerjafirði. Skildu þá leiðir við Hallberg og fór hann í Mat- vöruverslun í JL-húsinu Hring- braut, var aðstoðarversl- unarstjóri þar. Þaðan lá leiðin 1983 í Svalbarða, harð- fiskverslun, sem hann stofnaði með Halli Stefánssyni og starf- aði þar til 70 ára aldurs. Útför Björgvins fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 10. maí 2013, kl. 15. barnabörn og tvö barnabarnabörn. 2) Kristín Björgvins- dóttir, f. 1954, eig- inmaður Ómar Jón- asson, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. 3) Gísli Björg- vinsson, f. 1961, eiginkona hans er Nanna Hreins- dóttir, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. 4) Ásrún Björgvinsdóttir, f. 1968, eig- inmaður Karl Pálsson. Ásrún á tvö börn með Ólafi Ásbjörnssyni og tvö stjúpbörn sem Karl á. Björgvin ólst upp frá 5 ára aldri í Lindartúni í Vestur- Landeyjum hjá Línu og Bjarna Brynjólfssyni til 16 ára aldurs. Fór þá til Vestmannaeyja og bjó hjá móður sinni og stjúpa Gísla. Árið 1946 lágu leiðir hans og Sigríðar saman og hófu þau bú- skap að Brautarholti í Vest- Elsku besti pabbi. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Já, minning þín mun alltaf lifa. Með tárum og trega við kveðjum þig. Þínar dætur, Kristín og Ásrún. Nú hefur elsku yndislegi og besti afi í öllum heiminum kvatt okkur. Það reynist okkur erfitt og þín verður sárt saknað. Þegar við hugsum um allar góðu stund- irnar sem við áttum með þér brosum við í gegnum tárin. Allt- af var hægt að treysta á hlýjar og notalegar móttökur hjá ykk- ur ömmu. Þú varst alltaf bros- andi og stutt í húmorinn. Við mæðgurnar minnumst þess allar hve gaman var að koma til þín í búðarleik, þar kenndir þú okkur margt enda varstu flottasti kaupmaður landsins. Það var ekkert betra en að koma í ævin- týraveröld þína í garðinum í Reynigrund, þar var alltaf nóg af ást, þolinmæði, harðfiski og Coca Cola. Við erum einstaklega heppnar að hafa átt afa eins og þig, afa sem allir þrá að eiga. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Nú ertu kominn á stað þar sem þér líður vel, við munum hugsa vel um ömmu Sirrý fyrir þig. Hvíl í friði. Þínar afastelpur, Karen, Alexandra og Kristín Birta. Elsku afi Björgvin. Nú ertu fallinn okkur frá og kominn á betri stað með öllum systkinum þínum. Þú varst besti afi sem hægt var að hugsa sér. Þrátt fyrir að vinna alla tíð langan vinnudag gafstu þér alltaf tíma til þess að setjast niður með manni og ræða málin eða syngja saman nokkur lög. Við munum svo vel eftir þér í bláa sloppnum þínum í búðinni þinni Svalbarða að selja fisk og alltaf áttirðu nóg af harðfiski handa okkur þegar við komum í heimsókn, hvort sem það var í búðina eða heim til þín. Þú hafðir mikið álit á því hverju við í fjölskyldunni klædd- umst. Þú varst alltaf svo fínn í tauinu og vildir að við værum það líka. Það var ekkert smá sem þú hneykslaðist á rifnu gallabuxunum sem við klædd- umst en gladdist jafnmikið þeg- ar við klæddum okkur upp og þá sérstaklega í kjóla. Alltaf fórum við og sýndum þér jólakjólana sem við keyptum okkur og þú varst alltaf svo ánægður með þá. Þú varst mikill snyrtipinni og vildir hafa snyrtilegt í kringum þig. Það sást best á fallega garð- inum þínum sem þú eyddir mikl- um tíma í að fegra og gera fínan, bæði á sumrin og svo með mikl- um jólaljósum um jólin, sann- kallað jólaland. Okkur er það mjög minnis- stætt þegar þú fórst með okkur í bíó í fyrsta skipti. Þú hafðir aldr- ei farið í bíó og vildir ekkert sér- staklega koma með. Amma náði að draga þig með okkur og þeg- ar myndin var búin varstu svo ægilega ánægður að þig langaði að fara strax aftur. Bíóferðirnar urðu nokkrar eftir þetta. Elsku besti afi okkar. Núna situr þú í hægindastól einhvers staðar á betri stað og leysir krossgátur eins og þú gerðir svo mikið af. Þú varst einstakur og algjört krútt. Við eigum eftir að sakna þín mikið og skarðið sem þú skilur eftir þig er stórt. Við elskum þig af öllu hjarta og lof- um að hugsa vel um ömmu. Þínar afastelpur, Selma og Íris. Ljúfur maður hefur lokið jarðlífsgöngu sinni og haldið heim á leið. Dagfarsprúður maður, ein- lægur og þjónustulipur eignaðist góðan hóp viðskiptamanna og vina, sem treystu vel Björgvini í Borg og hans þjónustu og svo hefði verið áfram, en jarðeldar gripu í tauma og fólkið flúði upp á land og þar þurfti Björgvin að skapa skjól og nýja framtíð. Allt gekk það eftir og fjölskyldan bjó sér nýjan bústað af elju og natni, sem Björgvin hafði unun af að skreyta og búa garðinn leikföng- um fyrir börn og augnayndi fyrir þá eldri. Við áttum samleið með fjö- skyldu Björgvins allt frá þeim tíma að Nanna dóttir okkar ung að árum yfirgaf foreldrahús er hún felldi hug til Eyjapeyjans Gísla, yngsta sonar Björgvins, og flutti inn til þeirra. Við þessu var lítið að gera því sú stutta hefur járnvilja og fer sínu fram, en betri manneskjum en Björg- vin og Sirrý gat hún ekki mætt og erum við þakklát fyrir að hafa kynnst þeim og elsku þeirra. Fyrsta barnabarn okkar var ekki í vandræðum með nöfn á okkur afana á barnamáli, „afi harðfiskur“ og „afi súrmjólk“ og velktist enginn í vafa um hvor var hvað. Björgvin átti nefnilega Svalbarða með félaga sínum, vinsæla verslun með eftirsóttan vestfirskan úrvalsharðfisk, sem barnið kunni vel að meta. Við nutum ríkulega fyrstu áranna að fylgjast með börnunum fjölga, vaxa og dafna, og allt í einu er fyrsta langafabarnið okkar orðið átta ára og komið að kveðju- stund við langafa. Við biðjum Sirrý og fjölskyldu allri huggunar og Björgvini ósk- um við góðrar heimkomu og þökkum af alhug áratuga sam- fylgd. Valgerður og Hreinn Bergsveinsson. Björgvin Magnússon ✝ Sigríður Alex-andersdóttir fæddist í Reykjavík 17. mars 1919. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 5. maí 2013. Hún var elst átta barna hjónanna Sólveigar Ólafs- dóttur og Alexand- ers Desembers Jónssonar. Systkini hennar voru Jón, Sigurjón, Ingibjörg, Klara, Ólafur, Alexander og Sólveig. Samfeðra þeim voru Júlía Bára, Sigurjóna og Þor- steinn. Sigríður var gift Birni Þor- grímssyni, f. 23. september 1916, d. 20. ágúst 1982. Þau eignuðust sex börn: Margréti Erlu, gift Páli Péturssyni. Saman eiga þau fjögur börn. Sól- veigu Sonju (látin), Þorgrím Björn, Ingibjörgu (látin), Katrínu Klöru, gift Sævari Berg Guð- bergssyni, saman eiga þau fjög- ur börn, og Þóru Birnu, gift Þorleifi Friðrikssyni, eiga sam- an einn son. Útför Sigríðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 10. maí 2013, og hefst athöfnin kl. 11. Það var farið að rökkva þenn- an krapablauta þriðjudag síðla októbermánaðar 1973. Ungur maður tvísté um stund við dyrn- ar á Kleppsvegi 104 áður en hann lagði í að banka þrjú högg. Eftir nokkra stund opnuðust dyrnar og hún stóð þar með grásprengt dökkt hár og klædd eins og hún væri að fara í leik- hús. Síðar komst ungi maðurinn að raun um að þetta voru henn- ar hvunndagsklæði. Á þessari stundu varð honum ljóst að þessi kvenlega tign og hæga fas var genetískt. Þar sem hún birtist í gættinni stundi ungi maðurinn einhverju út úr sér sem hún skildi rétti- lega sem spurningu um hvort yngsta dóttirin væri heima. Það var hún ekki og þó áttu þau stefnumót. Síðar frétti hann að á þessari örskotsstund hefði hún greint hann í smáatriðum, tekið út hæð, hársídd, að hann gekk í of síðum og slitnum frakka og óburstuðum skóm með forstigs gati á hægri tá. Að hætti hús- móður sinnar kynslóðar fékk dóttirin, þegar hún skilaði sér heim, ábendingu um að, ef hún ætlaði sér eitthvað með þennan mann, gerði hún rétt í að fara með hann til rakara, kaupa handa honum snotran jakka og bursta skóna hans, væru þeir ekki á annað borð aflóga. Þarna voru fyrstu kynni okkar Sigríðar sem urðu að farsælli vináttu tengdamæðgina í 40 ár. Hvað þessar ábendingar snertir reyndist of breið kynslóðagjá á milli móður og dóttur svo að hún yrði brúuð og ungi mað- urinn var látinn læra að bursta skóna sína sjálfur. Á þessum 40 árum nutum við þeirrar gæfu að búa saman, þrjár kynslóðir, í 20 ár. Sú mynd af konu sem birtist mér þetta októbersíðdegi fyrir tæpum fjórum áratugum breytt- ist furðu lítið öll þessi ár. Sigríð- ur var ávallt eins og holdgerv- ingur kvenlegs glæsileika, stillt í fasi, lagði aldrei illt til nokkurs manns og aldrei heyrði ég nokk- urn mann hnjóða í hana. Öll sambýlisár okkar varð ég aldrei vitni að því að hún kæmi fram að morgni öðru vísi en uppá bú- in, tilhöfð með farða í kinnum, lit á vörum með eyrnalokka og hálsfesti, enda sagðist hún ekki vera vöknuð fyrr en að loknum slíkum morgunverkum. Á bak við þennan ytri glæsileika, sem sumum gæti þótt full ýktur, bjó manneskja sem var ekkert að þykjast. Svona var hún þótt ævi hennar hefði verið fjarri því að líkjast þægilegri siglingu á lygn- um sjó allsnægta og öryggis undir stjörnubjörtum himni. Ævi þessarar Reykjavíkurdótt- ur, sem lærði að danska væri heimsmál, var öllu heldur lík gönguferð eftir misbreiðum og misgreiðfærum fortóum lífsins. Stundum var gangan greið og umhverfið baðað birtu og róm- antík en hún kynntist líka leið- um sem voru á fótinn, leiðum sem tóku á krafta og kröfðust framsýni og ákveðni sem þessi fínlega kona bjó yfir í ríkum mæli. Nú hefur hún lagt upp í sína hinstu göngu úr þessu jarðlífi. Ef fer sem hún trúði er hún stödd í skrúðgarði við sumarhöll eilífðarinnar, hefur fundið Björn sinn, blessaðan, og börnin tvö sem þau misstu. Hún situr þar við hannyrðir í heimasaumaðri hátísku og talar við þau á ís- lensku en mælir á dönsku við útlendinga sem eiga leið hjá. Þorleifur Friðriksson. Sigríður Alexandersdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.