Morgunblaðið - 10.05.2013, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013
✝ HjördísGeorgsdóttir
fæddist 26. desem-
ber 1928 á Lauga-
vegi 53, Reykjavík.
Hún lést 30. apríl
2013 á Hjúkr-
unarheimilinu Ísa-
fold í Garðabæ.
Foreldrar henn-
ar voru Georg
Thordal Finnsson,
fæddur í Borg-
arnesi, kaupmaður í Vörubúð-
inni Reykjavík, f. 2. nóvember
1884, d. 7. janúar 1936, og
Guðný Fanný Benónýs, f. á Ísa-
firði, kaupkona í Sæng-
urfatagerðinni, Reykjavík, f. 19.
desember 1896, d. 23. október
1975.
Systkini: Fjóla Thordal
Georgsdóttir, f. 1916, d. 1937,
Óli Ragnar Georgsson, f. 1919, d.
1979, Dóra Georgsdóttir f. 1935.
Hjördís giftist 17. september
1949 Viggó M. Sigurðssyni. Þau
skildu. Börn þeirra: Kolbrún
M.B. Viggósdóttir, f. 11.2. 1950,
maður hennar er Jón S. Magn-
ússon. Börn þeirra eru Brynhild-
ur, Hjörtur Pálmi, Hrafnhildur
frá fyrra sambandi eru Adda,
Hulda og Kristey. Barnabörnin
eru tvö.
Fyrir átti Gunnar dótturina
Maríu Jónu, börn hennar eru
Lilja Björk og Ívar. Eiginmaður
Maríu er Jóhann Bergmann.
Hjördís ólst upp í Reykjavík
og gekk í Landakotsskóla. Hjör-
dísi var margt til lista lagt. Ung
að árum heimsótti hún ættingja í
Danmörku og nýtti tækifærið til
að fá leiðsögn í listmálun. Málaði
hún jafnt með olíu- og vatns-
litum á pappír, striga og silki.
Stóra áhugamálið var þó alla tíð
stangveiði, sem faðir hennar
kenndi henni ungri. Var hún
með eindæmum fiskin og átti sér
„sína staði“ í Elliðavatni, Ölfusá,
Brúará o.fl.
Öll sumur frá 1935 og fram til
2008 dvaldi hún í sumarbústað
fjölskyldunnar, Elliðabrekku, í
landi Heiðmerkur.
Ásamt heimilisstörfum ann-
aðist hún saumaskap fyrir fyr-
irtæki og einstaklinga.
Þegar börnin voru orðin
stálpuð fór hún að starfa utan
heimilisins, lengst af sem mat-
ráðskona á kennarastofu Lauga-
lækjarskóla. Þá gekk hún einnig
til liðs við Kvenfélag Laugarnes-
kirkju og var formaður þess um
árabil.
Útför Hjördísar fer fram frá
Laugarneskirkju í dag, 10. maí
2013, og hefst athöfnin kl. 15.
og Daníel Fannar.
Dóttir Jóns frá
fyrra sambandi er
Lilja Björk. Barna-
börnin eru þrettán.
Benóný B. Viggós-
son, f. 10.5. 1951,
kona hans er Alda
Björnsdóttir. Sonur
Benónýs er Jón
Þór. Alda á tvo syni
frá fyrra sambandi,
Valdimar og Guð-
mund. Barnabörnin eru fimm.
Seinni eiginmaður Hjördísar var
Gunnar Guðjónsson, f. 21.2.
1925, d. 19.1. 2008. Giftust þau
26.12. 1958. Heimili þeirra frá
1960 var á Laugalæk í Reykja-
vík. Dætur þeirra eru: Erla, f.
15.10. 1956, maður hennar er
Vilhelm M. Frederiksen. Börn
þeirra eru Gunnar og María
Rún, en fyrir átti Erla Móniku
Dís og á hún eitt barn. Guðný, f.
13.5. 1959, maður hennar er
Björn Jónsson. Synir þeirra eru
Jón Gunnar og Helgi Rúnar.
Guðríður Helga, f. 8.4. 1965,
maður hennar er Bjarni Há-
konarson. Sonur þeirra er
Bjarni Haukur. Dætur Bjarna
Móðir, kona, meyja.
Það allt og meira til var hún
mamma. Einu sinni ungfrú
skvísa. Jafnvel fröken Reykjavík.
Töffari. Tók bílprófið á vörubíl.
Ferðaðist mikið, erlendis og inn-
anlands. Talaði ófeimin önnur
tungumál. Listakona sem málaði
olíumálverk og vatnslitamyndir.
Spilaði á harmóniku og gítar.
Jazzaðdáandi, dansaði og söng,
flautaði og rokkaði. Kunni að
jóðla og gat staðið á haus. Gladd-
ist og grínaðist en stundum leið.
Saknaði. Felldi tár og hló. Bakaði
kökur á nóttinni. Veiddi fisk allt
sumarið. Saumaði kjóla á met-
tíma. Heklaði dúkkuföt. Passaði
tásur og putta í vetrarkulda. Gaf
okkur heitt poppkorn í bréfpoka
út í snjóinn. Vildi stundum eyða
peningum í einhverja skemmti-
lega vitleysu. Passaði börn og
barnabörn. Kenndi leiki og spil-
aði fótbolta. Kom í kaffi og drullu-
kökur í drullubúinu reglulega í
gegnum árin.
Kenndi okkur góða íslensku og
náttúrufræði frá barnæsku.
Ræktaði jarðarber og gulrætur
og setti niður kartöflur. Var með
tómataræktun í borðstofunni.
Elskaði býflugur og blóm. Elsk-
aði Ísland. Felldi tár yfir þjóð-
söngnum. Var með mikla ást á
sólarlaginu, það var alltaf ein-
stakt á hverju kvöldi. Andvarpaði
yfir fegurð náttúrunnar. Fuglar
himins glöddu hana alltaf jafn
mikið og var lóan í uppáhaldi. Mó-
inn með lyngi, blómum og berjum
og ekki síst fegurð steinanna
gladdi augað. Allt þetta kenndi
hún okkur að meta.
Mest af öllu elskaði hún þó El-
liðabrekku, sumarbústaðinn við
Elliðavatn sem pabbi hennar
byggði. Hvergi í heiminum leið
henni betur en þarna. Elliða-
brekka var hennar draumaland.
Þar hitti hún fyrir fortíðina og
ástvini í hvert sinn og minningar
við hvern stein og hverja þúfu. Að
fara niður að vatni að veiða var
hennar uppáhald. Það lærði hún í
æsku af föður sínum og vissi um
alla bestu staðina og kunni vel á
vatnið. Þar gat hún verið ein og
sátt með sjálfri sér, þögul og
íhugul á steini við vatnsbakkann.
Steininum sínum, ein í kvöldsól
og kyrrð.
Gleðin yfir lífi mömmu yfir-
gnæfir söknuðinn við fráfall
hennar. Hún skilur eftir sig stór-
an hóp afkomenda sem allir
minnast þess besta og feta í henn-
ar spor.
Und húmblæju
hljóðrar nætur
vill hugurinn hvarfla
svo víða,
um það sem ég
áður átti,
er allt var í lífinu
blíða.
Þú bernska með blauta sokka
og brennheita móðurást,
þær stundir
koma aldrei aftur
um það, er ekkert
að fást.
Sú minning
um móðurhönd
með mjúka
stroku á kinn,
er dýrmætust
allra ásta,
um eilífð
um eilífð,
ég finn.
(Þóra Björk Benediktsdóttir)
Takk fyrir allt elsku mamma.
Erla, Guðný og Guðríður,
tengdasynir og barnabörn.
Elsku mamma. Nú er komið að
kveðjustund. Margs er að minn-
ast.
Margt áttum við, Kolbrún og
þú, sameiginlegt. Gengum báðar í
Landakotsskóla, vorum báðar
sendar í sveit á Stóra-Fjarðar-
horn í Strandasýslu, hjá Maríu og
Jóni.
Allar stundirnar „uppi í bú-
stað“, við Elliðavatn, þangað sem
flutt var um leið og voraði og
dvalið fram á haust. Öll hafa
barnabörnin dvalið þar með
ömmu og eiga margar góðar
minningar. Allir veiðitúrarnir, þú
fiskin með eindæmum og margur
veiðimaðurinn, með allar fínustu
græjurnar, leit öfundaraugum á
þessa litlu konu sem „fékk hann“
hvað eftir annað, en þeir urðu
ekki varir. Eftir að Gunnar kom
til sögunnar ferðalög vítt og
breitt um landið og síðar til út-
landa. Afmælisveislurnar þínar á
annan jóladag, opið hús, ekkert
vitað hverjir kæmu, aðeins að það
yrðu margir. Þú fékkst aldrei frí
þennan dag. Þú varst snilldar-
saumakona, saumaðir jafnt brúð-
arkjóla, diskódress sem Barbí-
föt. Alltaf var heitt á könnunni og
ristað brauð, pönnsur eða vöfflur
á Laugalæk og ömmubörnin
sóttu í að dvelja hjá ömmu og afa.
Eftir fráfall Gunnars fór heilsu
þinni hrakandi og þú hvarfst okk-
ur skjótt inn í heim óminnisins.
Síðustu árin skapaðist sú hefð, að
við systkinin fimm skiptum með
okkur vikudögum að vitja þín og
skiptumst á um helgar. Ég, Kol-
brún, „átti“ fimmtudaga og sl.
fimmtudag laust niður í huga
mér: Ja, hvað geri ég nú á
fimmtudögum? Oft fylgdi smá-
fólk í þessar heimsóknir og eitt
sinn er rætt var við Þórdísi, son-
ardóttur Benónýs, um langömmu
svaraði sú stutta: „Nei, ekki
langamma, litla amma.“ Þú varst
rík móðir, amma, langamma, sem
söngst og lékst við ungviðið með-
an heilsan leyfði.
Takk fyrir allt og hvíl í friði.
Kolbrún og Benóný.
Mig langar í nokkrum orðum
að kveðja elskulega tengdamóður
mína Hjördísi Georgsdóttur, sem
lést aðfaranótt 30. apríl sl. Þótt
ljóst hafi verið í hvað stefndi er
erfitt að kveðja góðan félaga og
frábæra manneskju eftir 37 ára
kynni. Ég minnist Hjördísar með
gleði en um leið söknuði. Gleðin
yfir öllum frábæru og skemmti-
legu samverustundunum með
henni og söknuðurinn að hafa
hana ekki hjá okkur lengur, en ég
er þakklátur fyrir þann tíma sem
hún var með okkur. Hún gaf
drengjunum mínum og ömmu-
strákunum sínum, Jóni Gunnari
og Helga Rúnari, margar og
ómetanlegar stundir sem þeir
minnast með hlýju, þegar hún
passaði þá og kenndi þeim lífsins
kúnstir. Það var nú reyndar ekki
kallað að hún passaði þá heldur
fóru þeir í heimsókn til ömmu
hvort heldur það var á Laugalæk-
inn eða upp í sumarbústaðinn við
Elliðavatn. Þar kenndi amma
Hjördís drengjunum að veiða,
farið var í göngutúra og svo end-
að í heitu kakói og ristuðu brauði.
Hún var til í að sparka bolta á
milli allan daginn, fara að skoða
skemmda bíla og allt sem
strákum finnst skemmtilegt. Við
Hjördís áttum sameiginlegt
áhugamál sem var stangaveiði.
Hún elskaði að veiða eins og ég,
hún naut útiverunnar og drakk í
sig íslenska náttúru. Hún elskaði
íslenskt vor og allt sem því fylgdi.
Hún sagði gjarnan við mig þegar
veiðtímabilið var að byrja
„hringdu ef þú ætlar að skreppa,
það er allt tilbúið“ og svo þegar
ég mætti á Laugalækinn beið hún
með allt tilbúið á hlaðinu. „Ég sé
um kaffið og meðlætið og þú
keyrir“ sagði Hjördís og brosti
þegar við lögðum af stað til veiða.
Við áttum margar frábærar
stundirnar saman við veiðarnar
og eins fórum við margar ferðir
með ömmustrákana í veiði og þá
var afi Gunnar enn hjá okkur.
Hún gaf mér og drengjunum
mínum meira af sér en orð fá lýst
og fyrir það er ég óendanlega
þakklátur.
Blessuð sé minning þín, elsku
Hjördís, hún mun lifa.
Þinn tengdasonur
Björn.
Þegar ég hugsa um ömmu
ferðast ég á vissa staði sem eru
mér mjög kærir. Ég er stödd í El-
liðabrekku, sumarbústaðnum
hennar ömmu við Elliðavatn. Við
fjölskyldan sameinuðumst þar til
þess að hafa það gott saman.
Drullukofinn hjá ömmu var mitt
persónulega uppáhald, þar eldaði
ég alls kyns kökur úr mold og
skreytti síðan vandlega með
blómum og því sem ég fann, síðan
þurfti amma auðvitað að koma í
heimsókn og smakka. Þykir okk-
ur barnabörnunum svo vænt um
þennan stað og hlýnar okkur öll-
um um hjartarætur þegar við rifj-
um upp minningar þaðan. Vöffl-
ur, ristað brauð og heitt kakó, að
rúlla sér niður brekkuna, spila
fótbolta, grínast og hlæja.
Ég er einnig stödd á Lauga-
læk, þar sem hún og afi bjuggu.
Þaðan eigum við barnabörnin
mjög sterkar minningar sem ná
langt aftur. Amma var ávallt eitt-
hvað að spjalla, þó ég heyrði oft
og tíðum ekki hvað hún sagði var
alltaf röddin hennar einhvers
staðar í bakgrunni. Það var svo
margt spennandi á Laugalæk,
þar á meðal föndurherbergið
hennar ömmu. Og ekki má
gleyma litla brúna skápnum fyrir
neðan klukkuna, því þar lágu litl-
ar rauðar dósir sem innihéldu oft-
ast súkkulaðirúsínur. Amma var
dugleg að opna þann skáp og gefa
okkur gotterí.
Amma var frábær listakona og
málaði myndir af náttúrunni sem
hún elskaði svo mikið og hefur
hún vissulega smitað börnin og
barnabörnin af þeirri ást. Voru
ferðirnar í berjamó ávallt vinsæl-
ar og vel var af nesti, allir gátu
borðað á sig gat og samt var af-
gangur. Amma elskaði að veiða,
ég var aldrei flink í því sporti en
fannst svo gaman að fara í ferð
með fjölskyldunni og sprikla eitt-
hvað í kring á meðan aðrir
veiddu.
Fyrirmynd, þolinmóð, listræn,
hjálpsöm, lunkin, skemmtikraft-
ur, hjartahlý, traust, sjálfstæð.
Nokkur orð af svo mörgum sem
lýsa þessari yndislegu konu sem
var og er stór partur af okkur öll-
um.
Svo sterka og flotta konu er ég
stolt að eiga sem ömmu og tek ég
þig til fyrirmyndar á svo mörgum
sviðum.
Elska þig, þín
María Rún.
Ég var svo heppin að fá að
eyða miklum tíma með ömmu og
afa og ég á margar kærar minn-
ingar um þau. Ég leit svo á að
heima hjá þeim á Laugalæknum
ætti ég mitt annað heimili. Þar
stóð tíminn í stað og maður var
svo hjartanlega velkominn, þar
var alltaf boðið upp á ristað
brauð, fréttir á slaginu og spjall
um daginn og veginn. Þegar ég
var barn þá var mikið leikið,
dansað, saumað, spilað, málað,
bakað, hlustað á tónlist, listinn er
endalaus. Þegar ég varð eldri þá
var spjallað við eldhúsbekkinn,
spilað, krossgátur leystar og ef
maður var eitthvað lúinn þá var
manni boðið að leggja sig uppi á
dívan eða hjónarúmi.
Amma og afi voru miklir fugla-
vinir og voru afgangar geymdir
fyrir þá sumar sem vetur. Þeim
þótti það afskaplega gaman þeg-
ar lítill þröstur sem hafði vanið
komur sínar til þeirra gerðist sí-
fellt frakkari og var farinn að
þora inn á þröskuld einstaka
sinnum, að endingu var traustið
orðið svo mikið að hann kom alla
leið inn, flaug upp á stólbak og
tísti á þau. Nú vildi hann fá sinn
bita. Og auðvitað læddust þau um
til að finna fuglinum matarbita án
þess að styggja hann. Hjá þeim
voru allir velkomnir.
Allir sem þekktu ömmu vita
hve listfeng hún var og einstak-
lega lagin í höndunum. Hún gat
teiknað, málað, saumað föt,
saumað út, föndrað og aftur yrði
listinn endalaus. Mér hefur alltaf
þótt mikið til þessara hæfileika
hennar koma og sérstaklega
myndlistarhæfileika hennar og
hún hafði mikil og mótandi áhrif á
mig þegar ég var unglingur. Hún
hafði gott auga, sérstaklega fyrir
náttúrunni, formi hluta og birtu.
Ég minnist þess að oft þegar við
vorum „uppfrá“ í sumarbústað
kallaði hún á okkur, benti út um
gluggann og sagði kannski „sjáið
hvernig skugginn á steininum
minnir á lítið barn“ eða „komið og
sjáið litinn á himninum“. En hún
amma var einmitt mikið náttúru-
barn og kunni svo innilega að
meta blæbrigði hennar.
Það var aldrei erfitt að fá hana
ömmu með sér í ferðalag eða leið-
angur, enda var hún oftast með
tilbúnar sumarbústaðar- og veiði-
töskur inni í kompu ef kallið
kæmi og hún þyrfti að hlaupa af
stað. Hún gat líka verið svo ótrú-
lega fyndin.
Ég man stundum þegar við
fórum „uppeftir“, þá gat það ver-
ið hennar fyrsta verk að standa á
haus uppi í brekku. Reyndar átti
hún þarna sitt heimili sem barn
og ég er ekki frá því að hún hafi
haldið í barnið innra með sér við
það að eiga það áfram. Og við
barnabörnin fengum að njóta
þess. Þú gafst okkur svo margt
með hugmyndaauðgi þinni og
óþreytandi krafti. Úthaldið var
ekki síðra hjá þér en litlu barni
sem vildi láta skemmta sér og
leika við sig.
Elskan mín. Elsku besta
amma Hjördís. Lánsöm var ég að
eiga þig að, þú varst mér góð og
traust vinkona og yndisleg amma.
Ljúf er minningin um þig og ljúf-
ar voru samverustundirnar.
Minning mín um þig er sólar-
geisli. Bros til mín með bústaðinn
og brekkuna í baksýn.
Mónika Dís.
Hjördís
Georgsdóttir
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HULDA SÓLBORG EGGERTSDÓTTIR,
Bogatúni 13,
Hellu,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Selfossi mánudaginn 29. apríl, verður
jarðsungin frá Oddakirkju á Rangárvöllum laugardaginn 11. maí
kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands.
Eggert Valur Guðmundsson, Eygló Har,
Sigurður Bjarni Guðmundsson, Jaroon Nuamnui,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GÚSTAF PÁLMI ÁSMUNDSSON
húsgagnabólstrari,
Drekavöllum 22,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu mánudaginn 6. maí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. maí
kl. 15.00.
Henný S. Guðmundsdóttir,
Guðmundur H. Gústafsson, Þorbjörg Steins,
Ásmundur Gústafsson, Stefanía Sigfúsdóttir,
Gústaf J. Gústafsson,
Sigurður Gústafsson,
Emil Gústafsson, Elfa B. Hreinsdóttir,
Henný S. Gústafsdóttir,
Árni Þ. Gústafsson, Sonja Bent,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTJANA ELÍSABET
SIGURÐARDÓTTIR,
Hlíðarholti,
Staðarsveit,
síðast til heimilis að dvalarheimilinu
Jaðri Ólafsvík,
sem lést mánudaginn 29. apríl, verður jarðsungin frá
Búðakirkju laugardaginn 11. maí kl. 14.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Búðakirkju.
Bjarni Vigfússon, Sigrún Hafdís Guðmundsdóttir,
Margrét Vigfúsdóttir, Jón Eggertsson,
Sigurður Vigfússon, Sigríður Gísladóttir,
Vigfús Vigfússon, Lovísa Birna Björnsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUÐJÓN BENEDIKTSSON
frá Hömrum,
lést á dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal
þriðjudaginn 30. apríl.
Útför hans fer fram frá Stóra-Vatnshornskirkju
laugardaginn 11. maí kl. 14.00.
Eiginkona, börn, tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn.