Morgunblaðið - 10.05.2013, Page 29

Morgunblaðið - 10.05.2013, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013 ✝ Eyjólfur GuðniBjörgvinsson fæddist í Hafn- arfirði 10. október 1933. Hann and- aðist á Landspít- alanum í Fossvogi 1. maí 2013. Foreldrar hans voru Björgvin Helgason, sjómað- ur, f. 10. júlí 1904, d. 20. júlí 1967, og Þorbjörg Eyjólfsdóttir, hús- móðir, f. 18. nóvember 1904, d. 2. 2. febrúar 1964, og Jónína Gunn- arsdóttir, húsmóðir, f. 11. janúar 1907, d. 18. nóvember 1996. Son- ur Elsu og Eyjólfs er Anton Björgvin, f. 12. júlí 1970. Eyjólfur ólst upp í foreldra- húsum í Hafnarfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1955. Eyjólfur lauk prófi í viðskiptafræði frá Há- skóla Íslands árið 1961. Hann hóf starfsferil sinn í Framkvæmda- banka Íslands. Einnig starfaði hann um skeið hjá SÍF. Eyjólfur hóf síðan störf í Efnahagsstofn- uninni árið 1963 sem varð Þjóð- hagsstofnun árið 1974 og starf- aði þar til ársins 2000 er hann lét af störfum vegna aldurs. Eyjólfur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 10. maí 2013, klukkan 15. ágúst 2007. Systur Eyjólfs eru Sólveig, f. 3. september 1929, og Guðfinna, f. 5. júlí 1937. Hinn 31. október 1964 gekk Eyjólfur að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Elsu Rúnu Antonsdóttur, f. 22. apríl 1939. Foreldrar hennar voru Anton Hall- dórsson, húsvörður í Lands- banka Íslands, f. 31. maí 1902, d. Elsku Eyfi minn, ástin mín, nú ertu farinn frá mér og söknuður- inn og sorgin eru mikil. Það var mjög erfitt að horfa á þig svona mikið veikan á spítalanum. Við Anton söknum þín svo mikið. Það er mjög tómlegt hjá okkur. Þú varst alltaf svo góður og um- hyggjusamur. Ekki datt okkur í hug þegar þú fórst á spítalann að þetta myndi fara svona illa, elsku vinur. Þú varst svo gáfaður og stórkostlegur námsmaður, alltaf hæstur af skólasystkinum þínum og fékkst margar bækur í verð- laun. Ég vil þakka þér fyrir öll árin okkar saman, alla ástina og gæðin. Ég bið Guð um að geyma þig og blessa um alla eilífð. Þín Elsa. Veikindastríð föður míns er á enda og skapadægur hans runnið upp. Við þau tímamót kemur ótal margt upp í hugann en mest áber- andi eru sorgin og söknuðurinn sári. En minning hans mun ávallt lifa. Pabbi fæddist og ólst upp í Hafnarfirði. Faðir hans var oft langdvölum á sjónum og pabbi hef- ur sagt að þá hafi hann verið eini karlmaðurinn á heimilinu í fríðum kvennahópi sem samanstóð af móður, móðurömmu og tveimur systrum. Reyndar fékkst hann lít- ið eitt við sjómennsku og mundi alla tíð er hann réðst fjórtán ára gamall sem hálfur háseti á skipinu Júlí. En sjómennskan varð ekki hans ævistarf. Strax í æsku bar á frábærum námsgáfum hans. Hann var annálaður dúx, hvort sem skól- inn var barnaskóli Hafnarfjarðar, Flensborgarskóli, Verslunarskóli Íslands eða Háskóli Íslands. Hann var jafnvígur á flest, hvort sem það var algebra, tungumál eða annað. Eðlilega gekk hann því mennta- veginn. Hann var stúdent frá Versló, en þau sem luku stúdents- prófi saman bundust sterkum tryggðarböndum sem hafa haldist til þessa dags. Síðan lá leiðin í Há- skóla Íslands og lauk hann þaðan prófi í viðskiptafræði og stundaði sitt fag æ síðan. En eitt mesta heillaspor í lífinu var, þegar hann gekk að eiga mömmu mína. Og nokkrum árum síðar leit einbirnið ég dagsins ljós. Við pabbi höfðum afar ólíkt upp- lag og áttum ekki alltaf skap sam- an, en hann var hjartahlýr og það vonda í honum var vandfundið. Hann hafði gaman af að rifja upp gamla tíma og minningarnar frá uppvaxtarárunum í Hafnarfirði voru óþrjótandi mergjaður sagna- brunnur. Undir það síðasta átti hann við vanheilsu að stríða og fór á spítala þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt. Elsku pabbi, með þessum orð- um kveð ég þig og óska þér Guðs blessunar um alla eilífð. Anton Eyjólfsson. Eyjólfur mágur minn lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. maí sl. eftir erfiða sjúkdómslegu. Það mun vera næstum hálf öld síðan við kynntumst þegar hann og systir mín gengu í hjónaband. Undarlegt að hugsa til þess hvað tíminn flýgur hratt. Mér varð fljótt ljóst að Eyjólfur var að mörgu leyti óvenjulegur maður. Hann var með afbrigðum talnaglöggur og minnugur á tölulegar upplýsingar og tjáði lítt fyrir venjulegan moð- haus að etja kappi við hann á því sviði. Ég lærði það af honum hve auðvelt er að misstíga sig í með- ferð talna, ekki síst í orrahríð stjórnmálanna. Einhvern tíma þegar við vorum að horfa á um- ræður í sjónvarpi þar sem menn tókust fast á og beittu fyrir sig talnarunum af mikilli íþrótt var eins og Eyjólfur kipptist við og tautaði fyrir munni sér: „Hvaðan í ósköpunum hafa þeir þessar töl- ur?“ Honum hafði sem sagt þótt keyra um þverbak. Það varð reyndar ævistarf hans að fást við tölur í skýrslum og töfl- um, en að loknum glæsilegum námsferli starfaði hann lengst af hjá Efnahagsstofnun, síðar Þjóð- hagsstofnun. Starfið átti vel við hann og þar vann hann með fólki sem hafði sömu sýn á viðfangsefn- in. Við sem þekktum Eyjólf vel vissum hvað hann lagði mikinn metnað og vinnu í að skila öllum verkum sínum á sem vandaðastan hátt. Einu sinni hittumst við í Lækjargötunni. Það var asi á Eyj- ólfi. Hann þurfti að komast suður í Kópavog en þar vissi hann af manni sem hugsanlega bjó yfir upplýsingum sem hann vildi koma í skýrslu hjá sér. „Áttu þetta ekki á skrifstofunni?“ spurði ég. „Jú, en mig grunar að hann sé með ná- kvæmari tölur,“ svaraði Eyjólfur um leið og hann snaraðist upp í Kópavogsstrætó. Ekki veit ég hvort það var í starfslýsingu hans að hann skyldi þeytast um borg og bý í leit að örlítið nákvæmari tölum en Eyjólfur fékkst ekki um slíkt. Allt varð að vera sem nákvæmast. Að leiðarlokum vil ég þakka samfylgdina við vandaðan og heil- steyptan mann. Okkur fjölskyld- unni var hann ávallt hjálplegur og ráðagóður. Móður minni var hann umhyggjusamur tengdasonur. Fyrir það vil ég þakka. Blessuð sé minning Eyjólfs Guðna Björgvinssonar. Gunnar H. Antonsson. Öllu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma. (Predikarinn 3. kafli 1-2.) Látinn er móðurbróðir okkar Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður af fjölskyldunni. Hann var heiðarlegur og góður maður, bráðgreindur og fróðleiksfús og við hann var gaman að eiga spjall um hvaðeina. Hugurinn leitar aft- ur til bernskuára okkar þegar fjöl- skyldan kom saman við hátíðleg tækifæri. Þá var fastur liður að pabbi, Siggi og Eyfi spiluðu Hornafjarðarmanna af miklum móð og þá var oft hlegið dátt. Eyfi eignaðist góðan lífsföru- naut, hana Elsu, samhent voru þau og samstiga á lífsins göngu. Eign- uðust þau soninn Anton Björgvin sem nú saknar góðs föður. Elsa annaðist eiginmann sinn af ein- stakri umhyggju og kærleika í veikindum hans. Nú er Eyfi laus við þjáningar og gengur á vit ljóss- ins. Þey, þey og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þey, þey og ró. Þögn breiðist yfir allt. Með ljóði Jóhanns Jónssonar kveðjum við Eyfa með virðingu og þökk. Algóður Guð geymi þig, kæri frændi. Björg, Signý og Sif. Í dag kveðjum við Eyjólf Guðna Björgvinsson en hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi að- faranótt 1. maí sl. Við Eyjólfur höf- um þekkst lengi eða allar götur frá því að við vorum að alast upp í Hafnarfirði á sínum tíma. Eyjólfur var tveimur árum yngri en ég og við því ekki samtíða í skóla. Ég og fleiri jafnaldrar mínir munum þó vel eftir Eyjólfi frá því á þessum tíma, sérstaklega vegna þess hvað hann var mikill yfirburðanáms- maður. Síðar átti ég eftir að kynn- ast Eyjólfi enn betur, þegar ég fór að vera með systur hans Guðfinnu Björgvinsdóttur, sem síðar varð eiginkona mín. Við Guðfinna hóf- um búskap á loftinu heima hjá for- eldrum þeirra, þeim Björgvini Helgasyni og Þorbjörgu Eyjólfs- dóttur, á Norðurbraut 1 í Hafnar- firði. Þar bjuggum við á meðan við vorum að byggja okkur hús á Hvaleyrarholtinu í suðurbæ Hafn- arfjarðar. Á þessum árum kynntist ég Eyjólfi mjög vel og við urðum miklir og góðir vinir. Sú vinátta hélst alla tíð. Það var alltaf gaman að fylgjast með Eyjólfi og sjá hvað hann var samviskusamur og vand- virkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ég á líka margar góðar minningar frá þessum tíma því við gerðum mikið saman, t.d. fórum við í veiðitúra og þá spiluðum við saman badminton. Þessar sam- verustundir voru alltaf jafn- skemmtilegar. Eftir að Eyjólfur lauk háskólanámi í viðskiptafræði flutti hann til Reykjavíkur og þá fækkaði jafnframt stundunum saman. Við héldum þó áfram að hittast reglulega, t.d. á hátíðum, í afmælum og á öðrum tímamótum í fjölskyldunni. Það voru alltaf ánægjulegar stundir. Eyjólfur naut mikillar virðingar í störfum sínum sem viðskipta- fræðingur enda hæfileikaríkur með eindæmum ásamt því að vera góður í öllum mannlegum sam- skiptum. Lengst af starfaði hann hjá Efnahagsstofnun, síðar Þjóð- hagsstofnun. Eyjólfur giftist árið 1964 eftirlifandi eiginkonu sinni Elsu Rúnu Antonsdóttur. Þau bjuggu lengi í Fellsmúlanum í Reykjavík en síðar keyptu þau sér fallegt hús í Kringlunni. Þó að Eyj- ólfur hafi verið fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og alla tíð verið mikill Hafnfirðingur held ég að honum hafi alltaf liðið vel í Reykjavík. Hjónaband þeirra Eyjólfs og Elsu var líka mjög farsælt alla tíð enda bæði einstök ljúfmenni. Þau hjónin eignuðust einn son, Anton Björg- vin, sem fæddist árið 1970. Við kveðjum nú Eyjólf Guðna Björgvinsson, einstakan dreng- skaparmann, og þökkum honum samfylgdina, vináttu og tryggð í gegnum tíðina. Við biðjum jafn- framt góðan guð að styrkja eigin- konu og fjölskyldu. Sigurður G. Emilsson og fjölskylda. Í dag er til moldar borinn Eyj- ólfur Björgvinsson viðskiptafræð- ingur. Að námi loknu hóf hann þá þegar störf við hagskýrslugerð, fyrst hjá Framkvæmdabankanum en síðan hjá þeim stofnunum sem á næstu áratugum tóku við verkefn- um Framkvæmdabankans. Þótt stofnanirnar sem Eyjólfur vann hjá yrðu eigi færri en fjórar voru verkefnin nánast þau sömu alla tíð en það var skýrslugerð um fjár- festingu. Um langt skeið sá Eyjólf- ur einnig um gerð yfirlitstaflna um landsframleiðslu og þjóðartekjur til birtingar bæði innanlands og er- lendis. Ég kynntist Eyjólfi fyrst sum- arið 1969 er ég hóf störf hjá Efna- hagsstofnun sem sumarmaður. Eyjólfur kom mér þá fyrir sjónir sem afar prúður og hæglátur „eldri“ maður en ég komst fljótt að raun um að þá var hann ekki nema 35 ára. Sumir menn eldast hratt en eru síðan eins í nokkra áratugi. Eins var með Eyjólf. Við áttum síðan eftir að vinna saman í hart- nær þrjá áratugi eða til aldamóta, síðast hjá Þjóðhagsstofnun. Við Eyjólfur áttum það því sam- eiginlegt að lifa og hrærast í hag- skýrslugerð eða statistik alla okk- ar starfsævi. Blaðamenn og jafnvel hagfræðingar tala um slíka menn sem baunateljara þótt þeir margir hverjir hafi sitt lifibrauð af því að túlka eða rangtúlka þær tölur sem frá okkur koma. Sumir halda því jafnvel fram í léttum dúr að stat- istik eigi það sameiginlegt með bíkíníbaðfötum að hvort tveggja gefi vissar vísbendingar en leyni þó því sem mestu máli skiptir. Hvað sem um samlíkingar af þessu tagi má segja get ég fullyrt að vandfundinn var samviskusam- ari og vandvirkari skýrslugerðar- maður en Eyjólfur. Ekkert var fjær honum en að leyna þeim sann- indum sem að baki tölunum lágu og ávallt leitaðist hann við að svipta hulunni af þeirri vitneskju sem í tölunum bjó. Tölur um fjár- festingu í þjóðarbúskapnum sveifl- ast oftast meira en aðrir þættir landsframleiðslu og þjóðhags- reikninga og því var og er alveg sérstök ástæða til þess að vera á varðbergi við að rýna í fyrirliggj- andi gögn. Þótt þjóðhagsreikning- ar séu bókhald yfir þjóðarbúskap- inn eru þeir frábrugðnir hefðbundnu bókhaldi að því leyti að iðulega skortir heimildir og þá kemur til kasta skýrslugerðar- mannsins að vega og meta gögnin. Reynsla Eyjólfs kom þar að góðu gagni en hann var formfastur og íhaldssamur í bestu merkingu þess orðs og sá ekki ástæðu til þess að breyta fyrri aðferðum, breyting- anna vegna. Hins vegar var hann alls ekki ósveigjanlegur og tók ávallt vel tillögum til breytinga ef þær voru vel rökstuddar. Sam- skipti okkar voru alla tíð eins og best varð á kosið. Því miður tileinkaði Eyjólfur sér ekki tölvutæknina við skýrslu- gerðina heldur notaði alla tíð reiknivélina og grænu dálkamöpp- urnar með gormum. En á móti vó eljusemi hans og vandvirkni. Síð- ustu árin var heilsu Eyjólfs farið að hraka og hann fór þá í hálft starf. Ég sendi Elsu, Antoni Björgvini og fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðjur við fráfall þessa góða og grandvara manns. Gamalíel Sveinsson. Í hálfan annan áratug áttum við Eyjólfur mjög náið samstarf innan stofnanakerfis Viðreisnarstjórnar- innar. Síðan urðu víxl stofnana og okkar milli þeirra til þess að skilja okkur að, þar til ég tók að efast um að hann væri á lífi, uns Elsa hans hringdi á dögunum að greina frá láti hans. Í upphafi þessarar sögu bar mig heim úr þriggja ára dvöl við fram- haldsnám og könnun á þjóðhags- reikningakerfum í útlöndum. Var þá orðin brýn þörf uppbyggingar á því sviði til þess jöfnum höndum að mæta hagstjórnarþörfum og kröf- um hagstofnana erlendis á skipu- legri skýrslugerð. Var þá komið upp Efnahagsstofnun um sama leyti og sérstakur Seðlabanki fékk aukið sjálfstæði og hafin var gerð efnahagsáætlana með tilstyrk norskra hagfræðinga. Magnaðist þá þörf fyrir hæfa starfskrafta á skömmum tíma. Svaraði Eyjólfur þá þessu kalli tímans á frumstigi þeirrar nýmótunar. Við þessi fyrstu kynni varð ljóst, að hann var miklum og sérstæðum kostum búinn. Það orð fór af hon- um, að námsbækur hans væru þrautlesnar og fullunnar til hans nota með áherslustrikunum og „typeringum“, svo að ekkert færi milli mála. Þegar svo á reyndi í starfinu, kom fram svo rík sam- viskusemi hans, að langt er til að jafna. Mátti hann ekki til þess hugsa, að niðurstöðurnar yllu meinlegum misskilningi um þjóð- arhag, og gerðist stórorður og sagðist fremur vilja fara út á Arn- arhól og bíta gras en valda slíku. Þess var heldur ekki krafist, en gagnrýnin afstaða hans kom fram í því, að hann skipti um starf í rúmt ár, en fékkst svo til að koma aftur. Með þróun verkaskiptingar kom í ljós, að geðslagi hans hentaði best að hafa skýrt afmarkað starfssvið og sem mest sjálfstæði innan þess. Fjármunamyndun reyndist slíkt svið með hennar fjöl- breyttu aðild og uppruna, og varð Eyjólfur kunnur af árlegum skýrslum um hana í helstu hag- tímaritum: Úr Þjóðarbúskapnum og Fjármálatíðindum. Blandaðist víst fáum hugur um, að með fulln- aðarfrágangi hans á þeim væri þar um fátt að efast. Ekkert vorum við að fást um ættir manna, sem fengjust til starfa, þvert á það sem stundum er haft í flimtingum. Nú eru hæg heimatökin með Íslendingabók, og kemur þá í ljós, að við Eyjólfur er- um sjömenningar af Bjarna Berg- steinssyni í Skildinganesi og Guð- rúnu Tómasdóttur af Arnarhóli, og þykir mér vænt um. Mál er að enda þessar hugrenningar, og er svo gert með innilegum samúðar- kveðjum okkar hjóna til Elsu og sonarins Antons Björgvins og ann- arra nánustu skyldmenna. Blessuð sé sál hans og minning. Bjarni Bragi Jónsson. Eyjólfur Guðni Björgvinsson VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur stuðning og samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GÍSLA HALLDÓRSSONAR í Króki. Guð geymi ykkur öll. Lilja María Gísladóttir, Páll Óskarsson, Ingvar Hreinn Gíslason, Lynn Ann Gíslason og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR ÞÓRÐUR SÆMUNDSSON rafvirki, Mávahlíð 33, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 8. maí. Jónína Sigurðardóttir, Vigdís Sjöfn Ólafsdóttir, Sigurður H. Ólafsson, Guðfinna Hákonardóttir, Hafdís Ólafsdóttir, Guðmundur Már Ragnarsson, og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRAUSTI MAGNÚSSON, fyrrv. útgerðarmaður og skipstjóri, Árstíg 7, Seyðisfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands, Seyðisfirði, að morgni 8 maí. Útförin verður auglýst síðar. Þórdís Jóna Óskarsdóttir, Ósk Traustadóttir, Jóhann Viðar Jóhannsson, Magnús Traustason, Hrafnhildur Ólafsdóttir, Sigrún Traustadóttir, Guðmundur Gylfason, Hafrún Traustadóttir, Kristján Birgir Skaftason, Vignir Traustason, Aldís María Karlsdóttir, Guðrún María Traustadóttir, Eymundur Björnsson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.