Morgunblaðið - 10.05.2013, Side 30

Morgunblaðið - 10.05.2013, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013 ✝ Vigdís Daníels-dóttir fæddist í Reykjavík 15. febr- úar 1935. Hún lést á krabbameinslækn- ingadeild Landspít- alans 4. maí 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin Daní- el Ellert Pétursson, f. 1900, d. 1977 og Guðlaug Jónína Jó- hannesdóttir, f. 1910, d. 1969. Systkini Vigdísar eru: 1) Einar, f. 1927, d. 2001. 2) Málfríður Agnes, f. 1936, d. 2006. 3) Pétur Jóhannes, f. 1938, d. 1979. 4) Jónína Helga, f. 1940, d. 2012. 5) Friðgerður Bára, f. 1942, d. 2006. 6) Örn Sævar, f. 1942. 7) Gunnlaugur Guðmundur, f. 1945, d. 1998. 8) Unnur, f. 1947. 9) Kol- brún, f. 1948. Vigdís giftist 15.5. 1954 Birni 3) Daníel, f. 5.10. 1958, m. Hrafn- hildur Svendsen; börn: a) Bryn- dís María, f. 1993, m. Friðrik Snær Karvelsson. b) Ari Páll, f. 1994. c) Björn, f. 1986 (sonur Daníels og Bergþóru Gísladótt- ur), m. Guðrún Hrefna Kolbeins- dóttir. 4) Sveinborg Steinunn, f. 25.9. 1959, m. Unnar Geir Holm- an; börn: a) Linda Björk, f. 1980, m. Daníel Freyr Gunnarsson. b) Valdís, f. 1987, m. Ríkharð Óskar Guðnason. c) Olga, f. 1990. 5) Klara Björg, f. 1.2. 1962, m. Bjarni Bentsson; börn: a) Helga Dagný, f. 1992. b) María Kristín, f. 1994. c) Sandra Dögg, f. 1996. 6) Jóhanna Þórunn, f. 24.12. 1965, m. Magnús Helgi Sigurðs- son; barn Sigurður Magnússon, f. 1985, m. Elísabet Þóra Jóhann- esdóttir. 7) Bárður, f. 29.4. 1967, m. Kristín Vilhjálmsdóttir; börn: a) María Henley, f. 1999. b) Vil- hjálmur Þór, f. 2005. Börn Bárð- ar með Nínu Óskarsdóttur: c) Rakel Ósk, f. 1991. d) Margrét Kristín, f. 1982 (uppeldisdóttir), m. Róbert Guðmundsson. 8) Bryndís, f. 23.8. 1974, m. Kristinn Bragi Kristinsson; börn: a) Katr- ín Brynja, f. 1994, m. Óðinn Magnússon. b) Marinó Björn, f. 1997. c) Íris Eva, f. 2002. d) Brynjar, f. 2007. Barna- barnabörnin eru 16. Vigdís fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í stórum systk- inahópi. Ung að árum hóf hún störf í málningarverksmiðjunni Hörpu og vann einnig sem að- stoðarkona á ljósmyndastofu. Vigdís og Björn hófu búskap í Skeiðarvogi í Reykjavík en flutt- ust síðan í Kópavoginn. Árið 1962 keyptu þau íbúð í nýrri blokk í byggingu að Ásbraut 19 í Kópavogi þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Þau eignuðust átta börn á árunum 1954-1974 en Björn féll frá árið 1982. Samhliða húsmóðurstörfum vann Vigdís sem smurbrauðsdama hjá Nesti á árunum 1978-1988 og hjá smur- brauðsþjónustunni Gleymérei 1988-1991. Síðast starfaði hún í eldhúsi Sjálfsbjargar 1992-2002 er hún lét af störfum vegna ald- urs. Útför Vigdísar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 10. maí 2013, kl. 13. St. Olsen mál- arameistara, f. 1928, d. 1982. For- eldrar hans voru hjónin Stefán Jó- hann Olsen, f. 1894, d. 1968 og Guðlaug Þórunn Björns- dóttir, f. 1898, d. 1982. Börn Vigdísar og Björns eru: 1) Guðlaug, f. 31.8. 1954, m. Árni Hilm- ar Jónsson; börn: a) Guðrún Erla, f. 1972, m. Albert Brynjar El- ísson. b) Inga Dís, f. 1973, m. Hólmgeir Þorsteinsson. c) Jón Björn, f. 1982, m. Sigrún Heiða Sveinsdóttir. 2) Jónína, f. 23.9. 1956, m. Guðmundur Krist- jánsson; börn: a) Vigdís, f. 1975, m. Hilmar Rúnar Hilmarsson. b) Kristbjörn, f. 1979, m. Nanna Bryngeirsdóttir. c) Elvar, f. 1986. Við andlát móður minnar rifj- ast upp margar góðar minningar. Viddý eins og hún var kölluð var mjög ástrík kona. Heimilið hennar á Ásbraut var öllum opið en þar bjó hún í um 50 ár. Á æskuheimil- inu var oft mikið um að vera og mikill gestagangur enda erum við systkinin átta að tölu. Bæði á jóla- dag og gamlársdag var alltaf margt um manninn hjá mömmu. Síðastliðinn jóladag vorum við þar um 60 manns, börnin hennar, barnabörn og langömmubörn ásamt mökum. Þá var mikð fjör enda elskaði mamma að hafa fólk- ið sitt í kringum sig. Þegar pabbi dó var mamma aðeins 47 ára göm- ul og þá sá hún ein um heimilið með miklum sóma. Þegar ég hugsa um hvernig kona mamma var kemur auðvitað fyrst upp í hugann að hún var frábær móðir en mamma var líka skemmtileg manneskja með sterka réttlætis- kennd. Hún hafði mikla kímnigáfu og það sýndi sig vel stuttu áður en hún kvaddi þennan heim, þá vor- um við systkinin snöktandi hjá henni á spítalanum. Þá sagði hún: „Hva? Eruð þið bara öll kvefuð?“ Og svo glotti hún. Ég kveð elsku móður mína, Vigdísi Daníelsdóttur, með þakk- læti og eftirsjá, hún mun lifa í minningum mínum alla tíð. Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson) Daníel Olsen. Kveðja. Við treystum á hinn mikla mátt sem mildar allra kjör. Í skjóli hans þú athvarf átt er endar lífsins för. Og það er margt sem þakka ber við þessa kveðjustund. Fjör og kraftur fylgdi þér, þín fríska, glaða lund. Mæt og góð þín minning er og mildar djúpa und. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá, og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. Þín minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (G.Ö.) Takk fyrir allt elsku tengda- mamma. Guðmundur. Elsku amma. Með trega í hjarta og tárvotar kinnar skrifa ég kveðjuorð til þín. Hlýja og væntumþykja gagnvart öðrum er veganesti sem þú færðir okkur í fjölskyldunni. Þú varst svo falleg að utan sem innan, hjartahlý og góð. Þú varst svo stolt af stóra hópnum þínum, börnum, tengdabörnum, barna- börnum og langömmubörnum. Ég á eftir að sakna þín svo mikið en á svo fallegar minningar um þig sem eru mér svo dýrmætar. Fjöl- skyldan þín var stór og það var alltaf fjölmennt í kringum þig. Þessa síðustu daga þegar þú lást á spítalanum var herbergið alltaf fullt af ástvinum þínum því allir vildu vera hjá þér, þú varst okkur öllum svo ótrúlega dýrmæt elsku amma. Þegar þú kvaddir okkur varstu svo friðsæl og falleg og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þér síðustu dagana og klukkustundirnar. Ég veit að það hefur verið vel tekið á móti þér á þeim stað þar sem þú ert núna. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Takk fyrir allt elsku amma mín, hvíldu í friði. Þín Guðrún Erla. Elsku langamma. Við munum sakna þín svo mikið. Það verður skrýtið að geta ekki lengur komið og heimsótt þig í litlu íbúðina þína þegar við komum næst suður. Takk fyrir okkur elsku langamma. Nú blánar yfir berjamó og börnin smá í mosató og lautum leika sér. Þau koma, koma kát og létt, á kvikum fótum taka sprett að tína, tína ber. En heima situr amma ein, að arni hvílir lúin bein, og leikur bros á brá, er koma þau með körfur inn og kyssa ömmu á vangann sinn og hlæja berjablá. (Guðm. Guðmundsson) Ástarkveðjur Kristíana, Bárður og Konráð. Elsku langamma. Þú varst allt- af svo góð og það var alltaf svo gott að hitta þig. Okkur leið alltaf svo vel hjá þér. Takk fyrir allt elsku langamma. Við söknum þín mikið. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín langömmubörn, Brynjar Dagur, Elvar Árni og Elísa Rún. Kær tengdamóðir mín hefur nú kvatt þetta líf. Þrátt fyrir að heilsuleysi hafi hrjáð hana hin síð- ari ár var hún alltaf svo sterk og æðrulaus þannig að þegar hún veiktist núna í mars datt manni ekki annað í hug en að hún myndi fara í gegnum þetta af sama kraft- inum og dugnaðinum og vinna sig- ur. Því miður kom annað á daginn og á mjög skömmum tíma hvarf hún frá okkur. Vigdís eignaðist átta börn með Birni manni sínum sem féll frá í blóma lífsins. Þá var ekki um ann- að að ræða en að fara að vinna úti fulla vinnu – og byrja á því að taka bílpróf svo hún kæmist til vinnu. Vigdís var ákaflega stolt af stóru fjölskyldunni sinni og leið aldrei betur en þegar hún hafði fólkið sitt í kringum sig. Þá naut hún sín. Minnisstæðar eru mann- margar fjölskylduveislur heima hjá Vigdísi í litlu íbúðinni á Ás- braut sem virtist taka endalaust við – enda hafa bæst nýir með- limir við fjölskylduna á hverju ári, barnabörnin orðin stór og komin með kærasta og kærustur og allt- af að fæðast ný barnabörn og barnabarnabörn. Og Vigdís fylgd- ist vel með öllum í fjölskyldunni, mundi eftir öllum afmælisdögum og tók þátt í lífi og starfi allra. Hún Vigdís var í mínum huga alveg einstök kona og góð fyrir- mynd. Hún var með afbrigðum dugleg og liggja eftir hana mörg handverkin. Manni fannst alltaf eins og hún hefði bara ekkert fyrir hlutunum. Hún vann hratt og ákveðið og þetta var bara ekkert mál. Heilu veislurnar spruttu fram hjá henni að manni virtist án fyrirhafnar og heilu flíkurnar birt- ust á börnin, fallegar og vandaðar. Ég þakka henni Vigdísi sam- fylgdina. Minning um yndislega konu mun lifa í hjörtum okkar allra. Kristín Vilhjálmsdóttir. Elsku besta amma mín. Ég á svo margar yndislegar minningar um þig sem ég mun varðveita og þær veita mér mikla hlýju. Ég eyddi miklum tíma á Ás- brautinni sem barn með þér og Bryndísi frænku. Og voru þeir ófáir bíltúrarnir sem ég fór með þér í búðir og ýmsar útréttingar. Þú ert ein jákvæðasta mann- eskja sem ég hef kynnst á lífsleið- inni og aldrei kvartaðir þú, sagðir Vigdís Daníelsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku systir, Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir) Þín systir, Kolbrún. ✝ Helga Sig-urbjörnsdóttir fæddist á Akranesi 3. október 1933. Hún andaðist á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Höfða 2. maí 2013. Foreldrar Helgu voru Sigurbjörn Jónsson, f. í Tjarn- arhúsum á Akra- nesi 26. ágúst 1907, d. 2. febrúar 1987 og Margrét Berentsdóttir, f. í Reykjavík 27. desember 1902, d. 2. febrúar 1956. Þau eignuðust fimm börn; Hafsteinn, f. 5. október 1931, tvíburarnir Sigríður Helga og Halldór Jón, f. 3. október 1933, Halldór lést 29. apríl 1983, Ólafía, f. 26. september 1938 og Margrét Birna, f. 13. sept- ember 1942. Hálfbróðir sam- Guðjón Orri, f. 31. mars 1998, Unnur Þyri, f. 30. september 1999 og Jóhann Örn, f. 9. júní 2006. Fyrir átti Sigurður einn son Birki, f. 18. september 1985. 3) Snorri, f. 19. janúar 1961, maki: Brynja Leosdóttir, f. 26. janúar 1962. Sonur þeirra er Bjarki Leo, f. 20. nóvember 1999. Fyrir átti Snorri eina dóttur Sigríði Hrund, f. 10. jan- úar 1982. Helga ólst upp á Akranesi. Líf hennar var hið hefðbundna líf ungra kvenna á þessum tíma. Hún lauk barnaskóla og síðan gagnfræðaskóla en fór síðan í Húsmæðraskólann á Varmalandi og lauk þaðan prófi 1952. Megnið af starfsævi sinni vann hún hjá Pósti og síma þar sem hún starfaði í yf- ir 40 ár. Helga var mikill íþróttaunnandi og æfði og keppti í handbolta við góðan orðstír. Í gegnum íþróttirnar kynntist hún eftirlifandi eig- inmanni sínum Guðjóni Finn- bogasyni. Útför Helgu fer fram frá Akraneskirkju í dag, 10. maí 2013, og hefst athöfnin kl. 14. mæðra var Rafn Kr. Kristjánsson, f. 28. júní 1927, d. 19. ágúst 2012. Seinni kona Sig- urbjörns er Guð- laug Helgadóttir, f. 19. mars 1933 og börn þeirra eru Helgi, f. 19. maí 1957, Grétar, f. 9. mars 1959 og Guð- finna, f. 28. júní 1969. Helga giftist Guðjóni Finn- bogasyni 3. október 1954. Börn þeirra eru; 1) Margrét, f. 29. ágúst 1955, maki; Björn Þver- dal Kristjánsson, f. 24. mars 1959. Dætur þeirra eru Helga, f. 13. mars 1986 og Hólmfríður, f. 24. febrúar 1988. 2) Sig- urður, f. 30. janúar 1959, maki; Ása Jóhannsdóttir, f. 16. nóv- ember 1965. Börn þeirra eru Á hverjum morgni frá því að þú kvaddir hefur sólin skinið svo fallega, ég er viss um að þetta er þín leið til að láta okkur vita að nú líði þér vel. Allar þær minningar sem ég á um þig eru mér svo dýr- mætar. Þú varst alltaf svo þolinmóð og viljug, gerðir allt fyrir alla en vildir aldrei neitt í staðinn. Þú reiddist aldrei, heldur leiðbeindir okkur ömmubörn- unum þínum þegar þess þurfti á yfirvegaðan og blíðan máta. Þú varst friðarsinni og það var þér svo mikilvægt að öll dýrin í skóginum væru alltaf vinir. Eins hjartahlýja og góða manneskju er hvergi hægt að finna, það er ég viss um. Að fá að alast upp með slíka fyrirmynd sem þú varst er ein- stakt og fyrir það er ég afar þakklát. Þú sannarlega gerðir hvern sem kom þér nærri að betri manneskju. Það er svo erfitt að kveðja þig en ég veit þó að þú ert umvafin englum, enda varst þú sannur engill í mannsmynd. Margs er að minnast, margs er að sakna. Margs er að minnast, margs er að þakka. Ég elska þig og sakna elsku amma, hvíl í friði. Þín Hólmfríður. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk elsku amma mín fyrir allt. Þinn Bjarki Leó. Elsku besta amma okkar. Við söknum þín mikið. En minningin um yndislega ömmu er okkur dýrmæt. Þú fylltist gleði og tilhlökk- un þegar þú fréttir af komu okkar í heiminn, hvers og eins okkar, og þegar Unnur kom í september þá varstu búin að breyta tímasetningu árlegrar ferðar ykkar afa til Spánar. Þú vildir vera nálæg og lést eng- an segja þér annað. Enda varstu fyrsti ættinginn til að sjá bæði Unni og Guðjón. Heilsunni hefur heldur hrakað síðustu ár, og því mið- ur á Jói ekki eins margar ynd- islegar minningar og við eldri. Unnur geymir kjólana sem þú saumaðir á hana og minnist þess með bros á vör að þegar þú saumaðir á hana, þá fékk dúkkan líka eins kjól frá ömmu. Svona varst þú, alltaf að passa uppá að allir fengju sitt og enginn yrði útundan. Já, minningin um góða, ástríka ömmu sem stóð með okkur er dýrmæt, og mun stuðningur þinn og væntumþykja fylgja okkur út ævina. Ekki er hægt að hugsa um ömmu án þess að jólin komi upp í hugann. Jólin voru svo stór í þínum huga, þá fékkstu allt fólkið þitt til ykkar afa og þó við munum halda áfram að koma saman á þeim tíma þá verða jólin á Espigrundinni aldrei eins. Okkur vantar mik- ilvæga manneskju í hópinn, þig. En eins og afi er margbú- inn að segja síðustu daga, þá er þetta gangur lífsins og við ætlum að vera dugleg, dugleg að hjálpa afa, Möggu, Snorra og pabba. Við trúum að þú vakir yfir okkur öllum og vit- um að þú tekur vel á móti þínu fólki þegar sá tími kemur. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísum Vatnsenda-Rósu) Guðjón Orri, Unnur Þyrí og Jóhann Örn. Helga systir mín var fædd í Tjarnarhúsum á Akranesi 3. október 1933. Þá bjuggu for- eldrar okkar þar hjá afa okkar og ömmu þeim Jóni Jónssyni og Halldóru Guðlaugsdóttur. Það er gaman að geta þess að Helga var mikill Skagamað- ur, fimmti ættliður í föðurætt frá Dýrfinnu Aradóttur, sem fæddir voru á Akranesi og bjuggu þar alla sína tíð. Þess- arar ættmóður okkar, Dýr- finnu Aradóttur, er getið í Sigríður Helga Sigurbjörnsdóttir HINSTA KVEÐJA Gott er ein með guði að vaka, gráta hljótt og minnast þín, þegar annar ylur dvín, – seiða liðið líf til baka, og láta huggast, systir mín! Við skulum leiðast eilífð alla, – aldrei sigur lífsins dvín. Ég sé þig, elsku systir mín. Gott er þreyttu höfði að halla að hjarta guðs – og minnast þín. (Jóhannes úr Kötlum) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín systir, Ólafía (Lóa).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.