Morgunblaðið - 10.05.2013, Page 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013
✝ Súsanna Krist-jánsdóttir
fæddist í Hafn-
arfirði 14. júlí
1924. Hún lést á
vistheimilinu
Hrafnistu Hafn-
arfirði 30. apríl
2013.
Hún var elst af
fjórum dætrum
þeirra hjóna Krist-
jáns Ingvars Krist-
jánssonar, f. 1898, d. 1971, hús-
gagnabólstrara og Sumarlínu
Dagbjartar Jónsdóttur, f. 1899,
d. 1986, skálds og húsmóður.
Systur Súsönnu eru Emilía, f.
1929, Íris Dröfn, f. 1932, og
Perla, f. 1933.
Súsanna lauk fóstrunámi úr
Fóstruskóla Íslands, gekk að
eiga Guðmund Ermenreksson
úr Reykjavík árið 1946 og átti
með honum eina
dóttur. Þau skildu
og hún giftist
Magnúsi Bjarna-
syni frá Hafn-
arfirði árið 1950 og
átti með honum
þrjú börn. Þau
skildu 1984. Börn
Súsönnu eru Dröfn
Guðmundsdóttir, f.
1946, Dagbjört
Erla Magnúsdóttir,
f. 1950, Magnús Magnússon, f.
1954, og Stefán Örn Magn-
ússon, f. 1958. Barnabörnin eru
níu og barnabarnabörnin ellefu.
Súsanna var fóstra, síðar
kallað leikskólakennari, og
starfaði sem fóstra og stundum
forstöðukona.
Súsanna verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju í dag, 10.
maí 2013, kl. 13.
Mig langar í nokkrum orð-
um að minnast tengdamóður
minnar hennar Sönnu, eins og
fjölskyldan var vön að kalla
hana.
Okkar leiðir lágu fyrst sam-
an þegar ég var stelpukorn í
sveitinni og hitti hana þegar
hún var að koma með son sinn
til sumarvinnu á næsta bæ. Þá
var ég sjö ára. Síðan þróaðist
lífið þannig að strákurinn varð
maðurinn minn. Fljótlega tókst
með okkur Sönnu vinskapur.
Sanna var menntuð fóstra og
þar var hún á réttri hillu. Í
barnaafmælum fannst henni
meira gaman að vera þar sem
börnin voru að leika sér og
hlusta á þau frekar en full-
orðna fólkið. Barnabörnin
hennar nutu góðs af þessum
áhuga hennar og var ósjaldan
verið með uppbyggilegan leik
og föndur. Alltaf var hún boðin
og búin að passa fyrir okkur og
eftir að við Maggi fluttum út á
land voru þau ófá skiptin sem
hún kom til okkar og passaði
meðan við foreldrarnir fórum
utan. Eiga börnin okkar dýr-
mætar minningar frá þessum
tímum. Einnig kom hún oftast
og var hjá okkur um jólin.
Hún var mjög tónelsk og
spilaði á píanó sér til mikillar
ánægju. Hún hlustaði mikið á
tónlist, bæði af plötum og í út-
varpi. Hún hafði mjög gaman
af allri ræktun. Hún átti mat-
jurtagarð og ræktaði ótal teg-
undir matjurta en einnig rósir
og önnur blóm og var t.d. með-
limur í Dalíuklúbbnum. Alltaf
þurfti allt að vera lífrænt sem
hún ræktaði og arfaeitur átti
ekki upp á pallborðið, enda
dvaldi hún löngum stundum í
garðinum á sumrin við arfat-
ínslu. Hollustan þurfti að vera
í fyrirrúmi og að þessu leyti
var hún á undan sinni samtíð.
Hún var mjög pólitísk, með
ákveðnar stjórnmálaskoðanir
og mikill sósíalisti. Henni þótti
gaman að ræða pólitík og einn-
ig hlusta á menn ræða saman
um pólitík í fjölmiðlum. Hlust-
aði mikið á Útvarp Sögu sem
undir það síðasta var orðin
nánast eina afþreyingin.
Síðustu mánuðina dvaldi hún
á Hrafnistu í Hafnarfirði þar
sem fór vel um hana.
Að leiðarlokum vil ég þakka
fyrir kynnin við hana af virð-
ingu og með söknuði.
Ég kveð þig hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð.
Lifðu sæll á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Kristrún Guðbergsdóttir.
Við systkinin áttum heima
úti á landi þegar við vorum
börn. Það var alltaf ákaflega
skemmtilegur tími þegar
mamma og pabbi fóru til út-
landa því þá kom hún amma að
passa okkur. Hún var ekki
amma sem gaf manni kökur og
lét allt eftir manni, ónei. Hún
fylgdist vel með að við værum
búin að læra áður en við fær-
um að leika okkur, að við
byggjum um rúmið okkar og
borðuðum hollan mat. En hún
var alltaf fljót að taka upp gít-
arinn eða setjast við píanóið og
kenna okkur ný lög eða spyrja
okkur spjörunum úr um lífið
og tilveruna. Snemma reyndi
hún svo að narra okkur í póli-
tískar rökræður.
Ófáar eru minningarnar um
föndurstundir með henni
ömmu. Jólin voru undirlögð af
litríkum pappír, glimmeri,
glansmyndum, skapalónum,
frauðplasti og puttum með lími
á. Sérstaklega er eftirminnileg
ilmvatnslyktin sem kom upp
stigann á Kotárgerðinu þegar
amma var komin í rauða dopp-
ótta kjólinn á aðfangadag. Þá
stukkum við niður stigann og
fengum Daim-plötu hjá henni
eða blátt extra-tyggjó.
Skemmtilegast var að heyra
sögur frá gömlu dögunum; frá
sundkennslunni í sjónum í Eyj-
um, lakkrísbúðinni hans Krist-
jáns langafa, böllunum á Borg-
inni og Sumarlínu langömmu
og bókasamkomunum hennar.
Einnig sögur af Dröfn, Erlu,
Stefáni og pabba þegar þau
voru börn. Oftar en ekki end-
uðu þessar endurminningar á
að amma sagði dreymin á svip:
„Ó, ég átti svo yndislega
bernsku.“
Magnús Bergur, Jónína
Guðný og Súsanna Hrund.
Súsanna
Kristjánsdóttir
✝ Heiða RósaSigurð-
ardóttir fæddist á
Sjúkrahúsinu á
Akureyri 10. febr-
úar 1959. Hún
lést á Sjúkrahús-
inu á Akureyri
29. apríl 2013.
Foreldrar
hennar voru Sig-
urlaug Ingunn
Sveinsdóttir, f. á
Blönduósi 18. jan.
1919, d. á Akureyri 21. des-
ember 2009 og Sigurður
Kristinn Kristjánsson, f. á
Uppsölum í Svarfaðardal 2.
mars 1913, d. á Akureyri 21.
maí 2004. Systkini Heiðu
Rósu eru: 1) Jóna, f. í Ási í
Glerárþorpi 15. maí 1947,
giftist Guðbirni Albert
Tryggvasyni, f. 5. nóv. 1947,
d. 4. apríl 1976, börn þeirra
eru Ólöf Ragnheiður, f. 18.
1950, börn þeirra eru stúlka,
f. 13. maí 1973, d. 13. maí
1973, Grímur Sævar, f. 15.
maí 1974, Fjóla, f. 2. maí
1975, og Sigurður Örn, f. 12.
feb. 1983. 4) Sigrún Klara, f.
í Hrauni í Glerárþorpi 4.
sept. 1952. Dóttir hennar er
Guðrún Ágústa Gústafsdóttir,
f. 7. jan. 1970. Eiginmaður
Sigrúnar Klöru er Ólafur
Helgi Helgason, f. 16. nóv.
1949, börn þeirra eru Sig-
urður Helgi, f. 10. des. 1971,
og Stella Sigríður, f. 30. nóv.
1973. 5) Kolbrún, f. í Hrauni í
Glerárþorpi 27. nóv. 1955,
gift Sveini Friðrikssyni, f. 3.
apríl 1953. Börn þeirra eru
Sigurlaug Ingunn, f. 16. sept.
1973, Valgerður Elsa, f. 23.
júlí 1978, og Harpa, f. 19. júlí
1982. Einnig átti Heiða Rósa
tvo hálfbræður. Sammæðra
var Sævar Reynir Ingimars-
son, f. í Ási í Glerárþorpi 6.
júní 1942, d. 1. feb. 1973,
kvæntur Guðmundínu Inga-
dóttur, f. 15. jan. 1943, börn
þeirra eru Ingimar Skúli, f.
13. sept. 1962, og Sigurlaug
Kristín, f. 11. nóv. 1963. Sam-
feðra var Stefán Sigurðsson,
f. á Dalvík 17. feb. 1942,
kvæntur Guðrúnu Helgu
Ágústsdóttur, f. 18. sept.
1944, börn þeirra eru Aldís
Harpa, f. 8. okt. 1967, Ásgeir
Örvar, f. 19. jan. 1976 og
Oddný, f. 2. ágúst 1980.
Fram eftir aldri var Heiða
Rósa heima í Hrauni þar sem
foreldrarnir stunduðu hefð-
bundinn búskap, hún ólst því
upp með húsdýrum og hafði
gaman af, einnig var hún
snemma barnelsk og vildi
gjarnan hlúa að ungviðinu.
Heiða Rósa fór til dvalar á
Vistheimilið Sólborg, fyrst
um skamma hríð en ílengdist
þar síðan. Eftir að starfsemin
á Sólborg lagðist af dvaldi
Heiða á sambýlum fyrir fatl-
aða, meðal annarra í Dverga-
gili og síðast í Kjalarsíðu 1. Á
þessum árum fór sjón Heiðu
Rósu að hraka mjög og varð
hún síðast alveg blind. Alltaf
þótti henni samt jafn gaman
að heimsækja foreldrana
meðan þau lifðu og síðan
systkinin eftir það.
Útför Heiðu Rósu verður
frá Glerárkirkju í dag, 10.
maí 2013, kl. 10.30.
apríl 1967, og
Kristján Albert, f.
9. maí 1970. Sam-
býlismaður Jónu
er Benedikt Val-
týsson, f. 20. júní
1946, dóttir
þeirra er Karen
Edda, f. 17. des.
1982. 2) Helga
Sæunn, f. í Ási í
Glerárþorpi 31.
maí 1948, d. 4.
ágúst 2011. Dóttir
hennar er Sigríður Ingunn
Helgadóttir, f. 7. feb. 1967.
Eiginmaður Helgu Sæunnar
er Sigvaldi Einarsson, f. 27.
júní 1944. Börn þeirra eru
Matthías Einar, f. 7. des.
1970, Þröstur Gunnar, f. 12.
júní 1972, og Sævar Reynir, f.
20. jan. 1974. 3) Kristján
Sveinn, f. í Ási í Glerárþorpi
27. júlí 1949, kvæntur Ing-
unni Pálsdóttur, f. 24. ágúst
Þá er flottasta Rósin farin í
langt ferðalag og verður sárt
saknað.
Elsku frænka, fallegri sál er
vandfundin og efast ég ekki um
að þú hafir fengið konunglegar
móttökur hjá þeim sem á und-
an hafa farið.
Við, sem eftir erum, yljum
okkur við góðar minningar um
dásamlega konu, konu sem þó
varð aldrei fullorðin, eins og við
myndum vilja skilja það orð. Þú
hafðir ýmislegt annað að gefa
okkur samferðafólki þínu, elsku
Rósin. Þú vissir alveg hvað þú
vildir og hvað þú vildir ekki og
lést það óhikað í ljós. Stundum
gat ákveðni þín tekið á fyrir
það fólk sem annaðist þig í
gegnum tíðina, á Sólborg, og
þeim sambýlum sem þú hefur
dvalið á. Þau skipti sem þú
þurftir að dvelja á FSA fór
ekkert á milli mála að þú kærð-
ir þig sko ekkert um eitthvað
slöngu- og tækjadrasl, þetta
fólk annaðist þig því á þínum
forsendum eins og hægt var,
sýndi þér ómælda þolinmæði og
ber ég mikið þakklæti í brjósti
fyrir það. Lærdómurinn sem ég
og eflaust fleiri getum dregið af
þér, elsku frænka, er að vera
trú okkur sjálfum, við getum
öll verið svo ljúf þó að við
stöndum á okkar, alveg eins og
þú, Heiða mín, ég er þér mikið
þakklát fyrir að þú skyldir hafa
verið þú, þrátt fyrir að lífið hafi
nú ekki gefið þér mörg tromp,
svona miðað við það sem flestir
myndu telja. Sjónin þín hvarf
fyrir mörgum árum en samt
varstu ótrúlega glögg að
þekkja fólk, jafnvel fólk sem þú
hittir ekki oft og ekki leiddist
þér ef einhver var til í að gant-
ast í þér. Heilsunni þinni smám
saman hrakaði en alltaf gastu
glaðst yfir litlu.
Obladí oblada, man svo vel
eftir þessu lagi hljóma í Hrauni
ásamt gömlu góðu Lummunum
og annarri álíka músík, já, þú
elskaðir að hlusta á músík og
rugga þér með. Kaffi, ó hvað þú
elskaðir að fá kaffi og helst
einn til. Þegar þú hafðir auka-
bollann í gegn þá hljómaði nú
skellihláturinn þinn og brosið á
andlitinu þínu lýsti upp her-
bergið og þú nuddaðir saman
lófunum þínum í gríð og erg.
Það er mér minnisstætt að í
hvert sinn sem við mamma
komum til þín þá spurðir þú
alltaf strax um appelsínið og
prinspólóið, það var fastur liður
að þú fengir það og það sem þú
naust þess að maula á súkku-
laðinu og skola því niður með
appelsíninu, inn á milli nerirðu
svo saman höndunum þínum og
skelltir upp úr af ánægju, því-
líkar minningar um hreina og
tæra gleði að ylja sér við eru
vandfundnar.
Farðu í friði kæra frænka og
Guð blessi þig um alla eilífð.
Sigríður I.
Helgadóttir.
Heiða Rósa
Sigurðardóttir
alltaf að þér liði vel, sama hvað á
gekk. Á fullorðinsárum hef ég
dást meira að þér hversu dugleg
þú varst í lífsbaráttunni, sem við
nútímafólkið höfum lítinn skilning
á.
Það hvarflaði ekki að mér fyrir
um mánuði að kallið þitt væri að
koma. Það var mikill friður yfir
þér þegar kallið kom og gerðu all-
ir allt til að þér liði sem best á þín-
um síðustu dögum.
Ég og fjölskylda mín viljum
þakka starfsfólki krabbameins-
deildar Landspítalans fyrir ein-
staka umönnun.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem)
Vertu blessuð, elsku amma
mín, og hvíl þú í friði. Þú munt
alltaf eiga stað í hjarta mínu og
barna minna og minning þín mun
lifa að eilífu. Þín verður sárt sakn-
að.
Kveðja,
Vigdís og fjölskylda.
Ég kynntist Vigdísi fyrst fyrir
átta árum í jólaboði sem hún hélt á
heimili sínu fyrir alla fjölskylduna.
Ég kom þarna inn um dyrnar á
bak við Valdísi mína og fjölskyldu
hennar rjóður í kinnum af feimni.
Vigdís var í dyrunum og tók á
móti okkur. Nýjum fjölskyldu-
meðlimi var ekkert heilsað með
handabandi heldur tók hún þétt-
ingsfast utan um mig og bauð mig
hjartanlega velkominn.
Hún fór svo með mig inn í stofu
þar sem allir höfðingjarnir sátu á
spjalli og passaði hún að nýi strák-
urinn yrði ekki útundan, hún vissi
að ég væri mikill fótboltaáhuga-
maður og var stofan undirlögð af
slíkum samræðum svo hún vissi
að ég myndi falla vel í hópinn.
Ég sá strax að þarna var frá-
bær fjölskylda samankomin til að
hittast og gera sér glaðan dag.
Vigdís var mikil fjölskyldukona
og barðist alltaf með kjafti og
klóm fyrir því að þessi jólaboð
væru haldin ár eftir ár. Síðustu ár-
in stækkaði fjölskyldan meira og
meira en þá var hlutunum bara
reddað.
Stólar voru sóttir til nágranna
Vigdísar og þjappað enn meira á
Ásbrautinni. Öll fjölskyldan hjálp-
aðist að svo þessi boð yrðu árleg
og allir lögðust á eitt. Vigdís var
arkitektinn að þessari stóru glæsi-
legu fjölskyldu. Ég á erfitt með að
hugsa til þess að Vigdís verði ekki
brosandi á Ásbrautinni næsta
jóladag en ef ég þekki þessa frá-
bæru fjölskyldu rétt þá verður
þessi dagur áfram haldinn í minn-
ingu hennar um ókomin ár.
Eitt orð kemur sérstaklega í
huga mér þegar ég minnist Vig-
dísar; baráttukona. Hún varð
ekkja ung og þá voru þau hjónin
búin að eignast átta börn og mörg
hver enn barnung. Í þá daga tíðk-
aðist að konur væru heimavinn-
andi með börnin á meðan menn
færðu björg í bú útivinnandi.
Eftir baráttu eiginmanns henn-
ar við krabbamein ákvað Vigdís
að taka bílpróf og fór út á vinnu-
markaðinn. Það kom ekki til
greina að leggjast niður heldur
barðist hún ótrauð áfram fyrir
börnin sín og barnabörn sem voru
nokkur fædd á þessum tíma.
Ég hélt að Vigdís væri þessi al-
varlega persóna af gamla skólan-
um en það reyndist mjög svo
rangt hjá mér. Ég fékk þann
mikla heiður að kynnast á henni
annarri hlið sumarið 2011, þá varð
hún samferða okkur Valdísi úr
sumarbústað. Þar sem Valdís
ákvað að sofa aftur í alla leiðina
heim fórum við Vigdís að ræða hin
ýmsu málefni. Það sem kom mér á
óvart var að konan var með léttan
húmor og tók sig sannarlega ekki
of alvarlega.
Valdís var steinsofandi en man
eftir hlátrinum í okkur alla leiðina
þar sem gamla lék á als oddi.
Ég mun ávallt hugsa til Vigdís-
ar á jóladag hér eftir og mun ég
tengja þann dag mikið við hana,
konuna sem kom allri fjölskyld-
unni saman á Ásbrautinni til að
sjá allt það sem var henni kærast.
Elsku Bogga mín, dætur Vig-
dísar, synir og fjölskylda.
Megi guð vaka yfir ykkur og
gefa ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum. Vigdís er nú í faðmi engl-
anna.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Ríkharð
Óskar Guðnason.
annálum þegar hún þá árs
gömul bjargaðist úr Bátsenda-
flóðinu 1798, þegar Breiðin
(byggðin neðst á Akranesi) fór
í kaf. Ari faðir hennar hengdi
þá vöggu hennar upp í rjáfur
meðan flóðið gekk yfir og stóð
sá hluti bæjarins uppi þar sem
vaggan var þegar flóðið sjatn-
aði og þótti þetta mikið undur.
Í Tjarnarhúsum var Helga í
tvö ár, síðan á Vestri Bakka í
önnur tvö, en fluttist 1937 að
Fáfnisvegi 7, sem nú heitir
Deildartún 7 hér á Akranesi, í
nýtt hús sem foreldrar okkar
byggðu þar. Þar ólst hún upp
og átti heima, þar til hún gift-
ist eftirlifandi eiginmanni sín-
um Guðjóni Finnbogasyni 3.
október 1954.
Helga og Guðjón byggðu
hús á Laugarbraut 15 og
bjuggu þar frá 1955 til 1985 en
þá byggðu þau hús að Espi-
grund 8, þar sem hún bjó til
dauðadags.
Líf Helgu var hið hefð-
bundna líf ungra kvenna á
þessum tíma. Hún lauk barna-
skóla og síðan gagnfræðaskóla
en fór síðan í Húsmæðraskól-
ann að Varmalandi og lauk
þaðan prófi 1952. Helga starf-
aði sem ung stúlka við barna-
gæslu, fór með móður okkar
til Siglufjarðar í síld og vann á
sumrin sem skrifstofustúlka
hjá Fiskiveri og við afgreiðslu
í Alþýðubrauðgerðinni um
tíma, en megnið af starfsævi
sinni vann hún hjá Pósti og
síma, þar sem hún starfaði
samfleytt í yfir 40 ár.
Helga var unnandi margra
íþrótta og stundaði m.a. hand-
knattleik sem ung stúlka. Þeg-
ar hún kynntist manni sínum
Guðjóni, sem ásamt tvíbura-
bróður hennar Donna (Hall-
dóri Jóni Sigurbjörnssyni), var
einn af knattspyrnuhetjum
með gullaldarliðinu svonefnda
á Skaganum, þá varð knatt-
spyrnan aðaláhugamálið á
heimili þeirra. Knattspyrnan
átti síðan hug fjölskyldunnar
alla tíð og var ótæmandi upp-
spretta skemmtunar með
börnum og barnabörnum.
Helga var mikil húsmóðir og
bar heimili hennar smekkvísi
og snyrtimennsku gott vitni.
Helga var greind, ósérhlífin,
glaðlynd og trygg. Að koma á
heimili þeirra Guðjóns var
alltaf ánægjulegt og áttum við
Lára með þeim margar
ánægjustundir bæði hér heima
og þegar við fórum erlendis og
aldrei man ég eftir að okkur
hafi sinnast á þeirri löngu leið
sem nú er að baki.
Við vottum Guðjóni, Mar-
gréti, Sigurði, Snorra og fjöl-
skyldum þeirra okkar dýpstu
samúð, við missi eiginkonu,
móður og ömmu og biðjum al-
mættið að veita þeim styrk og
þrek á þessum erfiðu tímum.
Hafsteinn Sigurbjörns-
son og fjölskylda.
Fleiri minningargreinar
um Sigríði Helgu Sigur-
björnsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn