Morgunblaðið - 10.05.2013, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.05.2013, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013 Skúli Á. Sigurðsson er 28 ára í dag Maður verður nokkurs konar fangi verkefnisins og allt snýstum það í hausnum á manni,“ segir Skúli Á. Sigurðsson ummeistararitgerð sína í lögfræði við lagadeild Háskóla Ís- lands, sem hann varði í janúar síðastliðnum. Skúli er 28 ára í dag en segir þeirri spurningu enn ósvarað hvort hann sé afmælisbarn að upplagi. „Þegar maður á afmæli í maí og hefur verið í skóla alla sína hunds- og kattartíð, þá hefur maður náttúrlega alltaf verið í prófum á þessum tíma. Þannig að ég myndi segja að undanfarin ár hafi ég eytt afmælisdeginum hálfbugaður í joggingbuxum og hettupeysu inni í myrkri kompu að lesa misskemmtilegar bækur og þambandi kaffi.“ Nú taka hins vegar við nýir tímar í lífi afmælisbarnsins; hann er frjáls, eins og hann orðar það, og á verkefnalistanum er meðal annars að finna einhverja dellu til að detta í, áhugamál til að taka við af lagabókalestrinum. Meistararitgerð Skúla fjallar um meginreglu íslensks réttar um refsileysi sannra ærumeiðandi ummæla en hugmyndin að efninu kviknaði þegar hann starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu með náminu. „Maður var stundum að skrifa um að hitt og þetta væri ekki samkvæmt lögum og þá fór maður að hugsa: hver er mín ábyrgð? Ef ég segi að þessi eða hinn hafi framið afbrot, getur það flokkast sem ærumeiðing? Og ef það er satt, getur sannleikurinn verið ærumeiðandi? Þær stóðu mér nærri, þessar pælingar,“ segir hann. holmfridur@mbl.is Lögfræðingur Skúli hefur varið flestum afmælum við próflestur. Næsta verk að finna dellu til að detta í Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Hjörtur Ingi fæddist 18. ágúst kl. 16.26. Hann vó 3.240 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Hrefna Óðinsdóttir og Hrafn Ingvarsson. Nýr borgari G uðbjörn Reynir fæddist í Vestmannaeyjum 10.5. 1933. Hann var í Barna- skólanum í Vestmanna- eyjum, lauk landsprófi frá Hlíðardalsskóla, kennaraprófi frá KÍ 1957, BA-prófi í uppeldis- og sál- arfræði frá HÍ 1983 og prófi í barna- og unglingaráðgjöf frá Kennarahá- skólanum í Kaupmannahöfn 1996. Reynir lærði söng hjá Guðmundi Jónssyni og Sigurði Demetz og við Söngskólann í Reykjavík og lauk þaðan 6. stigs prófi í einsöng. Helsti kennari hans þar var Nanna Egils Björnsson. Reynir kenndi við Hlíðardalsskóla 1957-58, var skólastjóri Barnaskóla aðventista í Reykjavík 1958-62, lög- reglumaður í sumarstarfi í Reykjavík 1959-62, skólastjóri Barnaskóla að- ventista í Vestmannaeyjum 1962-66, skólastjóri Barnaskólans í Vest- mannaeyjum 1966-79, kennari við Snælandsskóla í Kópavogi frá 1979, yfirkennari þar 1980 og skólastjóri 1984-2000 er hann lét af störfum. Þá hefur hann starfað fyrir Skólaskrif- stofu Kópavogs við greiningar og ráðgjöf vegna lesblindra barna frá 2000. Reynir söng með Karlakór Reykjavíkur á fyrri Reykjavík- urárum sínum og aftur frá 1979, hef- ur oft sungið einsöng á vegum kórs- ins og syngur enn með honum, sat í stjórn Karlakórs Reykjavíkur og er heiðursfélagi hans. Hann var einn af stofnendum Samkórs Vestmanna- eyja, formaður kórsins og stóð fyrir söngkvartett hans og hefur sungið með kirkjukórum aðventista, Frí- kirkjunnar í Reykjavík og Bústaða- kirkju. Reynir kom mikið að safnaðar- og Guðbjörn Reynir Guðsteinsson, fyrrv. skólastjóri - 80 ára Í blómahafi Reynir og eiginkona hans, Helga Guðmundsdóttir, á túlípanaekru í Seattle í Bandaríkjunum í fyrra. Maður söngs og mennta Langfeðgar Reynir ásamt sonarsonunum sínum Erni Reyni og Hirti Má, en þeir eru allir miklir söngmenn og syngja allir með Karlakór Reykjavíkur. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.