Morgunblaðið - 10.05.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.05.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013 Star Trek – Into Darkness Enn segir af Spock, Kirk og fé- lögum í Star Trek-syrpunni. Að þessu sinni er framið skelfilegt sprengjutilræði í Lundúnum með tilheyrandi mannskaða. Tilræð- ismaðurinn reynist vera John Harr- ison, fyrrverandi liðsmaður Stjörnuflotans, sem telur sig eiga harma að hefna. Kirk, Spock og áhöfnin á Enterprise þurfa að tak- ast á við þennan illvirkja og ljóst að hann hefur ekki lokið sér af. Fleiri árásir eru fyrirhugaðar og þarf áhöfnin að taka höndum saman og koma í veg fyrir þær. Leikstjóri er J.J. Abrams og með helstu hlutverk fara Benedict Cum- berbatch, Chris Pine, Zachary Quinto og Zoe Saldana. Metacritic: 74/100 Rotten Tomatoes: 82% The Numbers Station Emerson, starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, fær það verkefni að vernda unga konu, Kat- herine, gegn mönnum sem vilja hana feiga. Katherine þessi starfar við sk. talnastöð (e. numbers sta- tion) CIA sem hefur með höndum að taka við og senda dulkóðuð skilaboð. Áhlaup er gert á stöðina og Emerson og Katherine þurfa að takast á við ókunnan óvin. Kvik- myndatökumaður myndarinnar er Íslendingurinn Óttar Guðnason og leikstjóri Daninn Kasper Barfoed. Myndin er sú fyrsta sem hann gerir á ensku. Í aðalhlutverkum eru John Cusack, Malin Akerman, Liam Cunn- ingham, Hannah Murray og Lucy Griffiths. Metacritic: 39/100 Rotten Tomatoes: 29% Bíófrumsýningar Kirk, Spock og CIA Sá vondi Breski leikarinn Benedict Cumberbatch leikur vonda karlinn, John Harrison, í Star Trek – Into Darkness. Það hlýtur að vera skelfileglífsreynsla fyrir ungmenniað verða vitni að morðumog þurfa síðan að villa á sér heimildir og lifa á flótta undan glæpamönnum sem svífast einskis. Eiga engan að og geta engum treyst nema sér sjálfum fyrr en hjálpin berst meira en áratug síðar. Þetta er í stuttu máli söguþráð- urinn í rómantísku spennusögunni Vitninu. Elísabeth Fitch hefur alla tíð búið við kúgun en það er ekki fyrr en hún kynn- ist lögreglustjór- anum Brooks að hamingjuhjólið fer að snúast, þótt það fari hægt af stað. Þetta er vel skrifuð saga og persónulýsing- arnar gera frá- sögnina sérlega lifandi. Þessi eilífa barátta góðs og ills leikur í hönd- unum á Noru Roberts og það er auð- velt að taka afstöðu á móti hrott- unum og þeim sem halda að þeir ráði öllu og geti stjórnað öllu. Töluverð spenna er í frásögninni á köflum og ekki er laust við að El- ísabet Fitch minni í mörgu á Lisbeth Salander í þríleik Stiegs Larssons. Hún getur allt, kann að nota gáf- urnar og er snillingur í að verja sig. Brooks er heldur engin veimiltíta og saman standast fáir tvímenning- unum snúning. Vitnið er ágætis tilbreyting frá þessum hörðu krimmum og sænsku vandamálasögunum. Þótt enginn komist með tærnar þar sem Jack Reacher er með hælana er líka rými fyrir mjúka fólkið og það getur verið hart í horn að taka þegar á þarf að halda. Vitnið sýnir það svo ekki verður um villst. Ást í skugga glæpa Vitnið bbbbn Eftir Noru Roberts. Snjólaug Braga- dóttir þýddi. Kilja. 460 bls. Vaka- Helgafell 2013. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Spenna Vitnið er vel skrifuð saga eftir Noru Roberts, að mati rýnis. Tónleikar til heiðurs bandarísku rokkhljómsveitinni Guns N’ Roses verða haldnir í kvöld á Gamla Gauknum og annað kvöld á Græna hattinum og hefjast hvorir tveggja kl. 23. Slíkir heiðurstónleikar voru haldnir 1. febrúar sl. og voru und- irtektir það góðar að ákveðið var að endurtaka leikinn. Hljómsveit- ina sem bregður sér í hlutverk Guns N’ Roses skipa Stefán Jak- obsson, Thigao Trinsi, Franz Gunn- arsson, Þórhallur Stefánsson, Jón Svanur Sveinsson og Valdimar Kristjónsson. Guns N’ Roses heiðruð í tvígang Frægð Guns N’ Roses var vígð inn í Rock & Roll Hall Of Fame í fyrra. Leikarinn Gary Oldman og leik- konan Marion Cotillard leika í nýj- asta myndbandi Davids Bowie, við titillag nýjustu plötu hans The Next Day. Bowie bregður sér í hlutverk eins konar Kristsgervings í mynd- bandinu, Oldman leikur prest og Cotillard fallinn engil, að því er virðist. Spilltur kardináli kemur einnig við sögu sem og nunna sem liggur á bæn. Bowie og Oldman hafa unnið saman áður, fyrst árið 1995 en þá sungu þeir saman dúett á plötu gítarleikarans Reeves Ga- brel, The Sacred Squall Of Now og ári síðar í kvikmynd um listmál- arann Jean-Michel Basquiat. Í henni lék Bowie Andy Warhol og Oldman kollega Basquiats. Oldman og Cotillard í myndbandi Bowie AFP Samstarf Leikarinn Gary Oldman hefur unnið áður með David Bowie. KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA STARTREKINTODARKNESS3D KL. 5:10 - 8 - 10:45 STARTREKINTODARKNESS2D KL.4:30-7:20-10:10 STARTREKINTODARKNESS VIP KL. 5:10 - 8 - 10:45 PLACE BEYOND THE PINES KL. 5:10 - 8 - 10:50 IRON MAN 33D KL. 5:10 - 8 - 10:40 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 5:30 - 8 - 10:30 KRINGLUNNI STARTREKINTODARKNESS3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:10 BURT WONDERSTONE KL. 8 ÓFEIGUR GENGUR AFTUR KL. 5:50 STARTREKINTODARKNESS3D KL. 5:10 - 8 - 10:50 STARTREKINTODARKNESS2D KL.4:40-7:30-10:20 IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 IRON MAN 3 2D KL. 7:30 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:10 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 5 NÚMERUÐ SÆTIKEFLAVÍK STARTREKINTODARKNESS3D KL. 8 - 10:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:40 IRON MAN 3 2D KL. 5:20 - 8 THE CROODS ÍSLTAL KL. 5:50 AKUREYRI STAR TREK INTO DARKNESS 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:40 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ROBERT DOWNEY JR. GWYNETH PALTROW BEN KINGSLEY GUY PEARCE FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR  EMPIRE  FRÉTTABLAÐIÐ  HOLLYWOOD REPORTER  H.S. - MBL GRJÓTHÖRÐ SPENNUMYND Í ANDA DIE HARD  NEW YORK OBSERVER  THE PLAYLIST J.J. ABRAMS ER MÆTTUR MEÐ BESTU HASARMYND ÞESSA ÁRS!  EMPIRE  FILM  T.V. - BÍÓVEFURINN  THE GUARDIAN “STÓRFENGLEG” “EXHILARATING” “ALDEILIS RÚSSÍBANI, ÞESSI MYND. SJÁÐU HANA!” “FRÁBÆR” fi p y j g p Carpaccio með valhnetu-vinaigrette og klettasalati Grafið lam Villibráðar-paté með paprik Bruchetta með tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparrótars Bruchetta með hráskinku, balsam og grill uðu Miðjarðarhafsgrænm - salat fersku k r y d d j u r t u m í brauðbo með Miðjarða Risa-rækj með peppadew Silu með japönsku majón si sinnepsrjóma- osti á bruchet Hörpuskeljar, 3 smá Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og fersku Vanillufylltar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarb Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R sahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti m Veitingar fyrir öll tækifæri, stór og smá, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Markmið okkar er alltaf það sama, glæsilegar veitingar og ómótstæðilegt bragð. Persónuleg og góð þjónusta. Sími 511 8090 • www.yndisauki.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.