Morgunblaðið - 14.06.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013
Þessa dagana er allt vaðandi í hval fyrir norðan
land, meðal annars í Eyjafirði og Skjálfandaflóa,
ferðamönnum og eigendum hvalaskoðunarfyrir-
tækja til mikillar ánægju. Myndina hér að ofan
tók Sigurður Ægisson af hnúfubak að koma upp
með gúlfylli af sjóblandaðri átu, en myndin var
tekin úr Ömmu Siggu, einum báta Gentle Giants
á Húsavík, í fyrradag. Einnig voru á þessum
slóðum hrefnur, hnýðingar og hnísur. Nú þegar
ferðamenn streyma til landsins með sumrinu, er
ekki amalegt að geta boðið þeim að sjá marga og
fjölbreytta konunga hafsins.
Allt vaðandi í hval fyrir norðan
Ljósmynd/Sigurður Ægisson
Hnúfubakur með gúlfylli af sjóblandaðri átu
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra
mælti fyrir frumvarpi til laga um lagabreytingu
um flýtimeðferð mála um gengistryggð eða vísi-
tölutryggð lán á þinginu á þriðjudag. „Það er
mikilvægt að það sé alveg skýrt bæði gagnvart
almenningi og dómstólum að þessi mál fái flýti-
meðferð. Lagabreytingin myndi veita dómurum
heimild til að raða málum þannig að það sé hægt
að flýta þeim eins mikið og kostur er í gegnum
kerfið,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir.
„Þessum málum verður að fara að ljúka og við
teljum það mögulegt með þessu að það gangi
eins hratt fyrir sig og mögulegt er.“
Hanna Birna segir aðgerðina fyrst og fremst
gerða fyrir almenning, sem hefur þurft að lifa í
ákveðinni biðstöðu í of mörg ár. „Við þurfum að
eyða þessari óvissu og tryggja það sem við get-
um gert til þess.“
Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, er ekki
andvígur frumvarpinu í heild. „Ég tel það mjög
misvísandi að stilla þessu upp sem mikilvægri
bráðaaðgerð núna með hliðsjón af því að dóms-
kerfið er núna í réttarhléi fram á haust og þetta
hefur engin áhrif núna. Þá er einnig óljóst hvort
þetta bitnar á öðrum málum ef forgangsraða á
þessum málum umfram öðrum,“ segir
Ögmundur.
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinn-
ar, segir þingflokkinn frekar jákvæðan gagn-
vart frumvarpinu. „Ég tel þó að það þurfi engin
frekari dómsmál í gengislánamálunum. Það
liggur alveg skýrt fyrir hvernig fara skuli með
málin og hafa nokkrir bankar þegar farið í
endurútreikninga. Við fögnum öllum frumvörp-
um sem hjálpa til í skuldamálunum en við erum
auðvitað að bíða eftir frumvörpum um stóru
þættina í þessu, t.d. um niðurfærslu verð-
tryggðra lána og afnám verðtryggingar,“ segir
Helgi Hjörvar.
„Við vildum að þessi heimild lægi klár og skýr
fyrir þegar dómstólarnir koma aftur saman, það
er ástæða þess að við setjum þetta fram á sum-
arþingi en bíðum ekki með það fram á haust,“
segir Hanna Birna. „Þegar þetta frumvarp var
unnið í innanríkisráðuneytinu var auðvitað leit-
að eftir ráðgjöf og áliti frá dómstólum, mat
manna var að þetta myndi ekki koma niður á
dómskerfinu eða afgreiðslu annarra mála. Ég
býst við að um málið skapist víðtæk sátt enda
hafa allir lýst yfir eindregnum vilja til að koma
til móts við skuldsett heimili hvað þetta varðar.“
Skýrt að málin fái flýtimeðferð
Mál um gengistryggð lán fái flýtimeðferð ,,Misvísandi að stilla þessu upp sem mikilvægri bráða-
aðgerð núna,“ segir Ögmundur Innanríkisráðherra segir almenning ekki geta lifað lengur í óvissu
Ögmundur
Jónasson
Helgi
Hjörvar
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
„Í Hafnarfirði er mjög stórt svæði í
Kapelluhrauni, við Straumsvík, sem
er skógi vaxið. Það er gríðarstór
hluti af heildarflatarmáli Hafnar-
fjarðar, og því er sveitarfélagið
svona ofarlega,“ segir Björn
Traustason, sérfræðingur hjá Rann-
sóknarstöð Skógræktar á Mógilsá.
Fjórðungur af flatarmáli Hafnar-
fjarðarbæjar, sem er að mestu utan
þéttbýlis, er þakinn skóglendi. Þar
er fyrst og fremst um að ræða gisið,
víðáttumikið lágt birkikjarr, sem þó
er nóg til þess að flokkast sem skóg-
lendi samkvæmt alþjóðlegum
mælikvörðum.
„Þá er einnig mikil og góð rækt
hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar
við Hvaleyrarvatn og á svæðinu þar
í kring, fyrir ofan Setbergshverfið.“
Hafnarfjörður er efst á lista þegar
skoðað er hversu stór hluti af heild-
arflatarmáli sveitarfélaga er þakinn
skógi.
Þetta kemur fram í grein Björns
sem birtist í 1. tölublaði Skógrækt-
arritsins 2013, sem er tímarit Skóg-
ræktarfélags Íslands.
Mikil skógrækt á
höfuðborgarsvæðinu
Á listanum kemur fram að þrjú af
fjórum efstu sætunum á listanum
eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu:
Hafnarfjörður, Reykjavík og Garða-
bær. „Ástæða þess að þessi sveit-
arfélög eru svona ofarlega er í
fyrsta lagi sú að þessi sveitarfélög
hafa stundað mikla skógrækt á höf-
uðborgarsvæðinu. Í öðru lagi er
landsvæði þeirra lítið miðað við
mörg önnur sveitarfélög, til dæmis
Dalasýslu eða Skagafjörð, sem eru
risastór. Þess vegna er til dæmis
Kópavogur ekki á listanum, en það
er landmikið sveitarfélag sem á land
alveg upp á Hellisheiði.“ segir
Björn.
Einnig gott starf
á landsbyggðinni
Í greininni kemur einnig fram að
Fljótsdalshérað er efst á lista varð-
andi flatarmál ræktaðs skóglendis.
Skógrækt í sveitarfélaginu nær yfir
7.300 hektara svæði, eða 15,4% af
heildarflatarmáli sveitarfélagsins.
Þegar litið er til heildarflatarmáls
skóglendis er Skógræktarfélag
Rangæinga stærsta skógræktar-
félag á Íslandi, en þau telja um 60
talsins. Flatarmál skóglendis félags-
ins er um 1.800 hektarar, sem er
15,7% af heildarskógræktarsvæði
Íslands.
Fjórðungur Hafnarfjarðar er skógur
„Löng hefð og öflug grasrót
gera góðan skóg,“ segir sérfræðingur
Náttúrulegt birkilendi í Hafnarfirði
Ræktað skóglendi í Hafnarfirði
Mörk Hafnarfjarðarkaupstaðar
Hafnarfjörður
Loftmyndir ehf.
Ríkisútvarpið
mun taka upp
jarðarför Her-
manns Gunn-
arssonar,
Hemma Gunn,
og gera henni
skil í sérstakri
útsendingu að
loknum fréttum
á útfarardeg-
inum. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá
börnum hans sem þau sendu frá
sér í gær.
Í henni segir ennfremur að
ferlið í kringum andlát Hermanns
sé nokkuð flókið en hann lést
þegar hann var í fríi á Taílandi.
Hins vegar er áætlað að útförin
verði gerð í lok júní frá Hall-
grímskirkju og mun Pálmi Matt-
híasson jarðsyngja. Reynt verður
að setja upp skjái og hljóðkerfi
fyrir utan kirkjuna þar sem sá
fjöldi sem fyrirséð er að rúmist
ekki innandyra getur fylgst með
jarðarförinni. Fyrir utan útsend-
inguna frá jarðarförinni mun
RÚV senda út sérstakan minning-
arþátt um Hemma Gunn sama
dag.
Fjölskyldan þakkar auk þess í
tilkynningunni auðsýndan hlýhug
og stuðning sem hún hefur fundið
fyrir síðustu daga í kjölfar and-
láts Hermanns.
Sýna frá jarðarför
Hemma Gunn í lok
þessa mánaðar
Hermann
Gunnarsson
Svipað frumvarp flutti Sig-
urður Kári Kristjánsson árið
2010, í kjölfar þess að geng-
istrygging íslenskra lána var
úrskurðuð ólögmæt. Í frum-
varpi því var kveðið á um
breytingu á lögum um meðferð
einkamála svo mál er varða
gengistryggingu lána fengju
flýtimeðferð. Frumvarpið fór
aðeins í fyrstu umferð á
þinginu og í nefnd, en var aldr-
ei sett á dagskrá að nýju.
Aldrei sett
á dagskrá
LÍKA LAGT FYRIR 2010