Morgunblaðið - 14.06.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.06.2013, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 Blóðdropi Mikið var um dýrðir á Blóðgjafadegi Blóðbankans í gær og risastóri Blóðdropinn vakti lukku hjá þessum unga manni sem mætti galvaskur þó hann væri of ungur til að gefa blóð. Eggert Kristinn Arnar Guðjónsson: „Gargandi þjóðrembingur. Alveg sama um rök og stað- reyndir. Allt er best og mest sem kemur úr eigin rassi. Skelfilegt að hugsa til þess að þessi mosa- vaxni eintrjáningur hafi verið ráðherra og hafi enn sterk ítök í íslensk- um stjórnmálum.“ Páll Pálsson: „Þessi maður er framsóknarmaður þar af leiðandi fá- ráðlingur sem ekkert mark er á tak- andi.“ Ásgeir Þór Tómasson: „Guðni er risaeðla sem veit ekki að hann er í raun útdauður. Tekur nokkur millj- ón ár til að átta sig á því.“ Hér birtast viðbrögð þriggja manna sem eru allir virkir í umræðu á netinu og láta ekki sitt eftir liggja. Ég veit að svona ummæli meiða mig ekki en þau falla sem drulluk- lessur á þeirra eigin enni, sem þannig skrifa. Mér sýnist að þeirra umræða komi úr rassgarn- arendanum svo kurt- eisislegt orðalag Skarphéðins í Njálu sé notað. Ég birti til gamans nöfn þeirra og komment. Nú kann vel að vera að allir þessir menn séu sómamenn, góðir fjölskyldumenn og vinsælir í sínum hópi. Hinsvegar setja þeir óneitanlega ljótan blett á alla um- ræðu um menn og málefni. Kannski ærist einhver villimaður innra með þeim þegar þeir í einrúmi blogga, þeir eru því miður ekki einir um þennan dónaskap. Umræðan um íslenska smjörið Hvers vegna spannst þessi um- ræða? Hún snerist um bandaríska rannsókn þar sem niðurstaðan var sú að smjörát, mettaðar fitusýrur, geri menn afundna, skapstygga og jafnvel árásargjarna. Nú bar fréttamaður Bylgjunnar, Jakob Bjarnar, þetta undir mig. Ég dró rannsóknina í efa og taldi hana furðulega, í fyrsta lagi leggjast menn ekki í smjörát. Ég minntist á að hófið á öllum sviðum væri mikilvægt. Óhóf er vont bæði í mat og drykk. Ég gat þess þegar barnabörnin okkar Margrétar kæmu í heimsókn gerðist ekkert eftir smurða brauðsneið. En fengju þau ærlegan skammt af gosi og sælgæti yrðu þau ærslafull og erfið, taldi syk- urinn og sælgætið vandamál miklu fremur. Síðan vakti ég athygli á eft- irfarandi atriðum frá öðrum komin en skoðunum sem ég styð og hef á tilfinningunni. Ég þakka öllum þeim heiðarlegu hátt í 600 manns sem læk- uðu á fréttina, og líka þeim sem gerðu góðlátlegt gaman að mínum svörum og þessu öllu saman. Við strokkum okkar smjör úr ferskum rjóma Um þessar mundir eigum við Ís- lendingar forseta meistarakokka heimsins, Gissur Guðmundsson, í þeim söfnuði starfa 10 milljónir meistarakokka. Hér er ár hvert haldin Food and Fun-hátíð í Reykjavík. Þar hafa þessir heims- menn lýst íslenska smjörinu sem einstöku og tekið upp í sig þessi orð: „Besta smjör heimsins.“ Ennfremur dáðst að mýkt smjörsins og hinum gula lit og talið smjörið einstakt í bakstur og sem viðbit sem við Ís- lendingar þekkjum vel. Ég gat þess að við vinnum okkar smjör með öðr- um hætti en bæði Evrópuþjóðir og Bandaríkjamenn. Okkar smjör er strokkað úr ferskum rjóma, þeir strokka sitt smjör úr sýrðum rjóma. Þarna kann galdurinn að liggja. Og svo hitt að íslenska kýrin bítur gras undir sól og regni á sumrin og étur mikið hey yfir veturinn, sem kýr gera ekki í verksmiðjubúskap þeirra stóru. Ég segi bara í lokin: guð fyr- irgefi þessum orðhákum og megi þeirra ástvinir ennfremur kenna þeim betri siði. Svona menn skemma alla rökræðu og skaða sjálfa sig jafnvel þó þeir hafi allar þær háskólagráður sem þeir státa af. Eftir Guðna Ágústsson »Kannski ærist ein- hver villimaður innra með þeim þegar þeir í einrúmi blogga. Guðni Ágústsson Höfundur er fyrrverandi landbún- aðarráðherra. Þessir menn tala með „rassgarnarendanum“ Á árunum í kringum 1980 voru uppi áform um álver á Dysnesi við Eyja- fjörð. Þau áform mættu harðri andstöðu í Eyja- fjarðarbyggð, ekki síst meðal skógræktarbænda í Glæsibæjarhreppi. Sem betur fer varð aldrei af þeim óhugnanlegu áformum, sem uppbygg- ing risaálvers í Eyjafirði fólu í sér. Austfirðingar „hrepptu“ þennan Trójuhest, með sorglegum af- leiðingum. Árið 2005 gaf bókaútgáfan Skrudda út minningarrit Helga Hall- grímssonar um Lagarfljót og vatna- svæði þess. Þessa 414 blaðsíðna bók má vafalítið telja merkustu heimild, sem enn hefur verið skrifuð um Kára- hnjúkavirkjun, og fyrirséðar afleið- ingar hennar. Virkjun Jöklu við Kárahnjúka og fleyting þessa grugguga og bergsverfandi jökul- fljóts yfir í Lagarfljót, mesta vatnsfall Íslands, er vægast sagt stórt og al- varlegt verkefni. Kárahnjúkavirkjun hefði þurft að undirbúa og kanna af- leiðingar hennar í miklu lengri tíma en raunin varð. sem ég las upp á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Klukku- stundu síðar tilkynnti Siv Friðleifs- dóttir, stödd í Umhverfisráðuneytinu við Vonarstræti, um þá ákvörðun sína að fella úr gildi úrskurð skipulags- stjóra frá 1. ágúst 2001, um að ekki skyldi heimila Kárahnjúkavirkjun, vegna verulegra neikvæðra og óaft- urkræfra umhverfisáhrifa hennar, án nægjanlegs efnahagslegs ávinnings. Ég held ekki, heldur veit, að dómur sögunnar um ákvarðanir og hlut- skipti okkar Sivjar Friðleifsdóttur verður afar ólíkur. Þeim dómi kvíði ég ekki, fremur en framtíðinni. Og Austfirðingar munu horfa hnípnir í átt til Eyjafjarðar, þar sem Eyja- fjarðaryndisbyggð mun blómstra um aldir. Með háskóla, kröftugt menn- ingarlíf, íslenskan landbúnað og skógrækt, sjávarútveg, samgöngu- bætur og fegurð almættisins tign- arstóra. Eða eins og afi minn, Stefán Ágúst, heitinn, sagði í Hátíðarljóði sínu á aldarafmæli Akureyrar 1962 í orðastað Helga magra: „Í vorsins hill- ingum sá hann af Sólarfjöllum – sign- aðan Eyjafjörð, líknsaman niðjum öll- um.“ á undan sér grónu landsvæði frá jök- ulröndinni að Töðuhraukunum. Svona náttúrufyrirbæri finnst hvergi í heiminum, nema á Eyjabökkum. En þar hljóp Eyjabakkajökull fram yfir gróið landsvæði árið 1890, eins og gerðist í Kringilsárrana á Brúar- öræfum. Eyjabökkum tókst að forða undan gruggugu uppistöðulóni á stærð við Mývatn, eins og greint var frá í grein minni í Morgunblaðinu 31. maí sl. undir heitinu „Björgun Snæ- fells- og Eyjabakkasvæðisins og framtíðin.“ Örlagadagurinn 20. desember 2001 Það var hinn 20. desember árið 2001, kl. 14, sem ég tilkynnti úrsögn mína úr Sjálfstæðisflokknum, fyrst og fremst vegna Kárahnjúkavirkj- unar. Úrsögnin kom fram í bréfi mínu til formanns Sjálfstæðisflokksins, Kárahnjúkavirkjun var 240 milljarðar króna á núvirði. Orkuverðið vegna sölu á raforku frá virkjuninni til Alcoa er 17,4 mills miðað við 1564 dollara heimsmarkaðsverð fyrir áltonnið, sem er afar lágt orkuverð. Framkvæmdin við fyrri áfanga Kárahnjúkavirkjunar átti sér stað á kolröngum tíma á ár- unum 2003-2007. Þessi risafram- kvæmd átti verulegan þátt í þeirri þenslu, sem árið 2008 leiddi til efna- hagshruns á Íslandi. Viðvörunum um grafalvarleg og óafturkræf umhverf- isáhrif Kárahnjúkavirkjunar var kast- að fyrir róða. Afleiðingar eru þegar komnar skýrt fram í hinni stórkost- legu en þó enn ófullgerðu mynd Óm- ars Ragnarssonar, sem upphaflega hét „In memoriam“. Nú ber myndin heitið: „In memoriam, in memoriam“! „In memoriam“ Mynd Ómars sýnir að hryllingurinn við Kárahnjúka er þegar orðinn meiri en sumir væntu á aðeins 6 árum. Háls- lón fyllist að öllum líkindum á innan við einni öld og skilur eftir sig eyði- mörk á Vesturöræfum og Kringilsár- rana, þar sem Töðuhraukarnir, gróinn jökulruðningur frá kuldaskeiðinu um 1890, vitnar um eitt mesta kuldakast á Íslandi frá því á ísöld. Þá skreið Brú- arjökull fram um tíu kílómetra og velti Áformin um Fljótsdalsvirkjun Árið 1981 var allt að 330 MW Fljótsdals- virkjun heimiluð á Al- þingi, ásamt fleiri virkjunum, en þá varð Blönduvirkjun fyrir valinu. Fljótsdals- virkjun var end- urhönnuð og ákveðin í breyttu formi 1991. Byrjað var á fram- kvæmdum við 210 MW virkjun sama ár, en þeim var slegið á frest vegna markaðs- aðstæðna. Virkjunin var tekin aftur á dagskrá 1997 og ákveðin 1999. Síðan segir í bók Helga: „Aldamótaárið 2000 varð hún hluti af ennþá stærri virkjun Jökulsár á Dal (750 MW), sem kennd er við Kárahnjúka, í tengslum við aðra risaálbræðslu.“ Eyfirðingar heppnir, Austfirðingar óheppnir Mannlíf blómstrar í Eyjafirði sem aldrei fyrr, á meðan fólki fækkar á Austurlandi, eftir að álver reis við Reyðarfjörð og Kárahnjúkavirkjun varð að veruleika. Stofnkostnaður ís- lenskra skattborgara við að reisa Eftir Ólaf F. Magnússon » Viðvörunum um grafalvarleg og óafturkræf umhverfis- áhrif Kárahnjúkavirkj- unar var kastað fyrir róða. Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og fv. borgarstjóri. Gæfa Eyjafjarðar en ógæfa Austurlands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.