Morgunblaðið - 14.06.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.06.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Stundum er eina ráðið að halda að sér höndum og bíða færis. En hvað sem upp kann að koma, þá skaltu muna að þú hefur gert það upp við sjálfan þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú slærð rækilega í gegn ef þú hefur spjallið í lágmarki og kemur þér að því sem skiptir máli. Ekki hafa áhyggjur og ekki að flýta þér um of. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Geta þín til þess að kafa undir yf- irborðið og komast að sannleikanum er ein- stök. Hún gæti knúið þig til þess að taka áhættu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að leita þér aðstoðar ef þú ætlar ekki að drukkna í vinnu. Hættu svo öll- um dagdraumum og komdu þér niður á jörð- ina. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ef þú heldur rétt á spilunum mun þér ganga allt í haginn jafnt á vinnustað sem heima fyrir. Láttu ekki gamlar tuggur slá þig út af laginu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sá andstæðingur sem þú eitt sinn hafðir í fullu tré við kemur nú aftur endurnýj- aður til leiks. Reyndu að blanda þér ekki í deilurnar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þetta er lukkudagurinn þinn og þú ættir að gefa stjórnina frá þér. Nú er ákjósanlegur tími til að til að ryðja gömlum ágreiningi úr vegi. Drífðu þig af stað og láttu ljós þitt skína. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert upp á þitt besta og getur nánast samið um hvað sem er því þú færð fólk svo auðveldlega á þitt band. Hættu óvissunni í ástarmálum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur áhyggjur af velferð fjöl- skyldu þinnar og annarra sem standa þér næst. Hugsaðu fyrst um eigin þarfir, annars hefurðu ekkert að gefa öðrum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gættu þess að bera virðingu fyrir menningu og trú annarra, sérstaklega ef þú ert á þeirra heimavelli. Fjármál þín eru í rétt- um farvegi, svo hættu bara að hafa áhyggjur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu það ekki setja þig úr jafn- vægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Gerðu þitt besta í stöðunni og láttu það fréttast að þú sért tilbúinn í hvað sem er. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fiskurinn sinnir verkefnum sínum af slíkum stíl að þeir sem eru í kringum hann suða af ánægju. Hugsanlega finnur þú hjá þér hvöt til þess að koma vini til hjálpar. Gráskeggur yrkir skáhendarbraghendur á leið í frí með konunni sem pakkar niður í töskur á meðan: Eiginkonan öllu niður er að pakka. Meðan ég með þankann þekka þarf að fá mér bjór að drekka. Svíf ég burt í sumarfrí til sólarlanda. Ykkur bestu óskir sendi, ánægður með glas í hendi. Skúli Pálsson sendir honum vega- nesti í vísnaformi: Láttu sólu líkamann á lengi skína, limi þína lita brúna og líka – þó nú væri! – frúna. Þá Steinunn P. Hafstað: Eiginkonu yrkir svo með ofur snilli: „Bara yfir hana helli hrósi fram í rauða elli.“ Og Skúli bætir við: Í Suðurlöndum situr hann og sýpur veigar, eftir sopann yrkir þegar ótal vísur stórkostlegar. Höskuldur Búi Jónsson slær á létta strengi: Lýsisborinn, liggur hann í löðri sínu. Eyðir hann þar evrukrónu aumt er flagn á nefsins trjónu. Loks Magnús Geir Guðmundsson: Þarna maður þekkir kauða þorstaríkan, bjórinn þambar býsna glaður, bráðum verður fullur maður. Hreinn Guðvarðarson skrifar skemmtilega frásögn á Boðnarmjöð: „Á níunda áratug síðustu aldar var Hákon Aðalsteinsson húsvörður hjá Menntask. á Egilsstöðum. Stundum vildi dragast hjá honum ýmislegt lítilræði. Eitt sinn gerðu skúringakonur (síðar nefndar ræsti- tæknar) aðsúg að Konna og heimt- uðu að hann lagfærði skrúbba þeirra og sópa. Þá orti Hákon. Dásemd marga Drottinn skóp dyggðinni til varnar en gleymdi þó að setja sóp á sumar kerlingarnar. Þær fengu undirritaðan til að svara. Mikið er nú kvenna heppinn hópur. Hjartans þakkir, áhaldanna smiður, en Hákon væri sæmilegur sópur svona ef að hausinn sneri niður. Hákon var síðari hluta ævinnar með alskegg.“ Ingólfur Ómar Ármannsson lumar á sumarstöku: Veröld ljómar, drungi dvín, daga rómum langa. Söngvar óma, sólin skín, sumarblómin anga. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Gráskeggi og Hákoni Í klípu „ÉG ELSKA HNETUR. NEMA UMFRAM PAKKNINGARNAR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA ER ANNAÐ HVORT VATNSDÆLAN EÐA ÚTVARPIÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar örlögin kalla. SÚPA SÚPA SÚPA SÚPA SÚPA SÚPA SÚPA SÚPA SÚPA SÚPA SÚPA SLÚBB! ERU ÞIÐ MEÐ SERVÍETTUR? SJÁÐU FALLEGU VORBLÓMIN, GRETTIR. ÞAU HVÍSLA TIL OKKAR GLEÐI- HUGSUNUM. VOR ERU TRUFLANDI.Kveðjuleikur Ólafs Stefánssonarmeð íslenska landsliðinu í hand- bolta verður á sunnudag, þegar Ís- land mætir Rúmeníu í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöll. Frábært framtak að gefa stuðnings- mönnum landsliðsins kost á að kveðja goðsögnina á heimavelli og veita um leið einum fremsta hand- boltamanni heims um árabil tækifæri til að þakka fyrir sig. x x x Einn galli er þó á gjöf Njarðar.Landsleikurinn hefst klukkan 19.45, en á sama tíma verða þrír leik- ir í gangi í 7. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Þar á meðal viður- eign stórveldanna KR og ÍA á KR- velli. Þremur leikjum verður nýlokið, meðal annars viðureign annarra stórvelda, Vals og ÍBV, að Hlíðar- enda. x x x Hætt er við að margir, sem vildukveðja Óla með því að mæta á síðasta landsleik hans, verði að láta sér nægja að senda honum hug- skeyti. Í fyrsta lagi reynist flestum ógerningur að vera á tveimur stöðum á sama tíma og miðað við árstíma og mikilvægi fótboltaleikjanna hallast Víkverji að því að áhugamenn um handbolta og fótbolta taki almennt fótboltann frekar fram yfir þurfi þeir að velja á milli á sunnudag. Þeir sem það geta fara örugglega bæði á fót- boltaleik og svo á landsleikinn, en síðan verða einhverjir í sporum Vík- verja með valkvíða og fara hvergi. x x x Þrátt fyrir þessi mistök með tíma-setninguna er Víkverji sann- færður um að uppselt verður á lands- leikinn. Í fyrsta lagi vegna þess að þetta er leikur í stórmóti og lands- liðið á það skilið að fá fullt hús á alla heimaleiki. Það er ekki sjálfgefið að vera með í úrslitakeppni stórmóta ár eftir ár en „strákarnir okkar“ hafa sýnt og sannað að þar eiga þeir oftar en ekki heima. Þeir ætla að tryggja sér sigur í riðlinum og það er næg ástæða til þess að fylla Höllina. Í þriðja lagi er þetta síðasta tækifærið til þess að sjá Ólaf Stefánsson í leik með landsliðinu. Það eitt og sér næg- ir til að fá fullt hús. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina. Þú breiðir ljóma þinn yfir himininn. (Sálmarnir 8:2)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.