Morgunblaðið - 14.06.2013, Page 38

Morgunblaðið - 14.06.2013, Page 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 Ultimate Greens: Spirulina pakkað af næringaefnum sem gefa mikla orku. Barley Grass kemur á réttu pH gildi og gerir líkamann basískan. Chlorella hreinsar líkamann af auka– og eiturefnum, þungmálmum og geislunum. Bætir líkamslykt. Gott við streitu. www.celsus.is lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar Fáðu heilsuna ogorkuna upp! Kraftmesta ofurfæði jarðar Fæst í Apótekum, heilsubúðum, Hagkaup og Krónunni. Ármann Agnarsson hönnuður hlaut viðurkenningu hinna virtu Art Directors Club of Europe Aw- ards fyrir hönnun sína á bókinni House Project. Art Directors Club of Europe, eru samtök félaga evr- ópskra hönnuða og auglýsinga- gerðarfólks. Verðlaun samtakanna hafa verið veitt árlega frá 1990 en keppnin er sú stærsta og virtasta á sviði grafískrar hönnunar og aug- lýsingagerðar í álfunni. House Project gerir skil verkum myndlistarmannsins Hreins Frið- finnssonar, Hús eða House Pro- ject: First House, Second House, Third House sem sýnd voru í Hafnarborg vorið 2012. Bókin er gefin út af Hafnarborg í samstarfi við Crymogeu bókaútgáfu og prentuð hjá Prentmeti og segir Ár- mann verðlaunin endurspegla gott samstarf allra þeirra aðila sem koma að listræna ferlinu. „Auðvit- að er gaman að vinna til svona verðlauna en þau endurspegla að mínu mati frekar ferlið í heild sinni og gott samstarf þeirra aðila sem koma að því,“ segir Ármann sem einnig hefur unnið til verðlauna hér á landi fyrir sama verk. Ár- mann vonar að verðlaunin verði til þess að vekja athygli á íslenskri hönnun og því góða starfi sem unn- ið er hér á landi. Sigríður Rún Kristinsdóttir hlaut einnig Art Directors Club of Europe Awards í flokki nem- endaverðlauna eða Awards fyrir Anatomy of Letters en verk Sig- ríðar var útskriftarverkefni hennar úr Listaháskólanum vorið 2012. Verk hennar þótti skara fram úr enda var mat dómnefndar Art Di- rectors Club of Europe einróma. House Project Ármann Agnarsson vann til verðlauna fyrir hönnun sína. Íslenskir hönn- uðir verðlaunaðir  Hönnun fyrir House Project vann Verðlaunaverk Sigríður Rún vann í flokki nemendaverðlauna. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Viðey er góður staður fyrir tónleika- hald, enda ekkert launungarmál að eyjan framkallar sköpunarkraft þeirra sem þangað leggja leið sína. Eyjan er hluti af Reykjavíkurborg og aðeins í nokkurra mínútna siglingu frá landi, en virkar samt á einhvern hátt svolítið framandi,“ segir Védís Hervör Árnadóttir, formaður félags sem nefnist KÍTÓN og stendur fyrir Konur í tónlist, en í sumar heldur fé- lagið úti tónleikaröðinni Tónhvörf KÍ- TÓNs í Viðey. Tónleikaröðin, sem KÍTÓN stend- ur fyrir í samstarfi við Reykjavík- urborg og Viðeyjarstofu, hefst sunnu- daginn 16. júní og lýkur sunnudaginn 25. ágúst en á þeim tíma verður boðið upp á samtals tíu tónleika með á fjórða tug flytjenda. „Upphaflega stóð til að hafa tónleikana alltaf á sömu vikudögunum, en félagskonur eru svo uppteknar við tónleikahald bæði hér- og erlendis að við urðum að hafa tónleikadagana fljótandi. Tón- leikagestir geta þó gengið að því að við verðum með tónleika a.m.k. aðra hverja viku,“ segir Védís Hervör, en tæmandi dagskrá sumarsins má nálg- ast á vefnum videy.com. Almennt miðaverð er 2.700 kr. og innifalið í því verði er siglingin milli lands og eyjar, en aðgangur er ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára. Miðasala er á midi.is, en upplýsingar um ferjutíma á eld- ing.is. Hátt í 200 félagar Aðspurð um nafn tónleika- raðarinnar segir Védís Hervör það vísa í það „hugfrjóa ástand þegar ólíkar stefnur hverfa saman í eina,“ segir Védís Hervör og tekur fram að tónleikaröðinni sé ætlað að vera upp- hitun fyrir stórtónleika KÍTÓNs sem fram fara í Hörpu í október. Að sögn Védísar Hervarar hafa nú þegar hátt í 200 konur skráð sig í KÍ- TÓN frá stofnun félagsins fyrr á þessu ári. „Félagið er hið fyrsta sinn- ar tegundar á Íslandi, þar sem allar tónlistarkonur eru velkomnar óháð tónlistarstefnu, menntun, reynslu, bakgrunni eða þjóðerni,“ segir Védís Hervör og tekur fram að félagið sé fyrir jafnt flytjendur sem og lagahöf- unda. „Félaginu er ætlað að efla sam- félag tónlistarkvenna, auka samstarf þeirra í tónlistarflutningi og skapa vettvang fyrir kvenkyns lagahöf- unda,“ segir Védís Hervör og bendir á að í dag renni aðeins 9% STEF- gjalda til kvenna, en að gaman væri auka hlutfallið á næstu misserum. Kvennapartí haldið 19. júní Sem fyrr segir hefst tónleikaröðin nk. sunnudag kl. 16 með tónleikum dúósins Kolku sem píanóleikarinn Arnhildur Valgarðsdóttir og söng- konan Heiða Árnadóttir skipa. „Þær munu leika spennandi og flotta efnis- skrá, en þær frumflytja m.a. nýtt verk eftir Ásbjörgu Jónsdóttur við ljóð Matthíasar Johannessen, Veröld þín. Einnig munu þær flytja ljóð með spuna, þar sem leikið verður undir á kristallsglös, verk eftir John Cage, lög eftir Samuel Barber og barna- lagaflokk eftir skoska tónskáldið Theu Musgrave.“ Næstu tónleikar í röðinni verða síðan kvennadaginn 19. júní kl. 19.30. „Þá mun stjórn KÍTÓNs troða upp og bjóða upp á sannkallað kvenna- partí,“ segir Védís Hervör, en auk hennar koma fram söngkonurnar Greta Salóme Stefánsdóttir, Hafdís Huld Þrastardóttir, Lára Rúnars- dóttir, Ragnheiður Gröndal, Ísabella Leifsdóttir og flautuleikarinn Hall- fríður Ólafsdóttir, en Andrea Jóns- dóttir skífuþeytir hitar upp. „Þetta verður skemmtilegt prógram þar sem við tökum lög eftir hver aðra. Þarna verða eldri og þekktari lög í bland við nýjar tónsmíðar,“ segir Védís Hervör. Af öðrum tónlistarkonum sem fram munu koma í sumar má nefna söngkonurnar Margréti Eir, Krist- jönu Arngrímsdóttur, tónlistarhópinn Aurora Borealis, Öddu Ingólfsdóttur, Lilju Björk Runólfsdóttur, sem ný- verið útskrifaðist úr tónsmíðadeild LHÍ, og Önnu Maríu Björnsdóttur sem syngur með spunaflokknum IKI sem hlaut dönsku tónlistarverðlaunin 2011. „Okkur fannst mikilvægt að tefla saman reyndari tónlistarkonum í bland við yngri sem eru kannski að stíga sín fyrstu skref í bransanum.“ Tónlistarkonur bjóða upp á tónleika í Viðey Morgunblaðið/Ómar Konur í stjórn Kíton Ísabella Leifsdóttir, Védís Hervör og Hafdís Huld.  Upphitun fyrir stórtónleika KÍTÓNs í Hörpu Tvær nýjar myndir verða í bíó- húsum landsins um helgina en það eru myndirnar Pain and Gain með þeim Mark Wahlberg, Rebel Wilson og Dwayne Johnson (The Rock) og The Internship með Owen Wilson, Will Farrell og Vince Vaughn. Pain and Gain Mark Wahlberg leikur fyrrverandi tugthúslim sem snýr sér að líkams- ræktinni í von um að upplifa amer- íska drauminn. Eitthvað gengur þó hægt hjá honum að nálgast draumalífið og snýr hann sér þá að óhefðbundnum aðferðum þ.e. að ræna valdamiklum og spilltum við- skiptavin á líkamsræktarstöðinni sem hann vinnur á. Til verksins fær hann tvo félaga sína sem einnig eru í líkamsræktarbransanum. Þeir fé- lagar stíga þó ekki í vitið og vindur verkið upp á sig. Rottentomatoes 55% IMDB 69% The Internship Þegar tveir sölumenn af gamla skólanum missa vinnuna vegna net- væðingar ákveða þeir að sækja um vinnu hjá netrisanum Google þrátt fyrir að vita lítið sem ekkert um tölvur. Til að fá vinnuna þurfa þeir að sækja námskeið og keppa þar við aðra um starf hjá fyrirtækinu. Því eru góð ráð dýr hjá þeim fé- lögum sem eru ákveðnir að standa sig vel á nýjum vettvangi. Rottentomatoes 69% IMDB 62% Bíófrumsýningar Tvær góðar grínmyndir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.