Morgunblaðið - 14.06.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.06.2013, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 Hún Gógó okkar kæra frænka er látin. Við munum sakna hennar enda var hún elskuð og virt af fjöl- skyldunni. Hún var sameiningar- tákn og sjálfskipuð ættmóðir Fellsfólksins. Þessi fjölmenni ætt- ingjahópur systkinanna frá Felli átti allur skjól hjá Gógó frænku. Hún var sú eina sem vissi allt um alla fjölskylduna, sama hvar fólk var statt í veröldinni. Enda var hún dugleg að rækta ættartengslin og ættingjarnir viljugir að vitja og heimsækja þau hjónin. Gógó var ákaflega skemmtileg og lífsglöð kona. Gleðin geislaði af henni og jákvæðnin var henni svo sannar- lega í blóð borin. Veislukona var hún mikil, höfðingi heim að sækja og ekki var hægt að hugsa sér þakklátari gesti en þau hjónakorn- in Gógó og Villa. Viðkvæðið var ávallt að aldrei hefði hún nú fengið betri veitingar en einmitt þær sem bornar voru á borð hverju sinni. Það er óhætt að segja að þau heið- urshjónin voru ávallt efst á öllum gestalistum í okkar veislum enda tryggðu þau galsa og fjör. Gógó var stríðin og hafði gaman af hvers Gunnhildur Vilhelm- ína Friðriksdóttir ✝ Gunnhildur Vil-helmína Frið- riksdóttir fæddist að Felli í Finnafirði í Norður-Múlasýslu 15. desember 1926. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 8. maí 2013. Útför Gunnhildar fór fram í kyrrþey frá Garðakirkju 16. maí 2013. kyns saklausum hrekkjum. Hrekk- irnir höfðu fylgt henni frá bernsku, en ófáar sögur höf- um við afkomendur Fellssystkinanna heyrt af fjölbreytt- um hrekkjabrögð- um þar á bæ. Mínir krakkar nutu mjög samvista við ömmusystur sína og sóttu í félagsskap hennar. Hún hafði þann einstaka hæfileika að tala við börnin rétt eins og þau væru jafnaldrar hennar. Svo átti hún til að stríða þeim og bulla ein- hverjar sögur sem allir höfðu gaman af. Veiðiferðirnar, útileg- urnar og sumarbústaðarferðirnar í Borgarfjörð sem við fjölskyld- urnar fórum saman í voru ófáar í gegn um tíðina. Þar ríkti alltaf gleði og glaumur, mikill matur, kaffi og pönnukökur. Í veiðiferð- um hafði Gógó sérstakt lag á að lokka til sín fiska með ýmsum töfrabrögðum sem krakkarnir reyndu að leika eftir. Hún var engu lík þar sem hún kom sér vel fyrir með veiðistöngina og hagg- aðist ekki fyrr en hann gaf sig. Engum leiddist biðin því Gógó var ævinlega vel birg af einhverju góðu í munninn og gamanmálum um okkur hin. Ég mun sakna minnar góðu frænku með þökk fyrir allar þær góðu minningar sem ég á. Hún reyndist minni fjöl- skyldu alltaf vel, var okkur stoð og stytta og sérstök uppáhalds- frænka alla tíð. Ólöf S. Sigurðardóttir. ✝ Sigurður Kr.Arnórsson fæddist 15. júlí 1924. Hann lést 29. maí 2013. Foreldrar hans voru Arnór Þor- varðarson, frá Jó- fríðarstöðum, og Sólveig Sigurðar- dóttir frá Ási. Sig- urður átti sjö syst- ur: Sigurlaug, f. 1923, d. 2005, Guðrún, f. 1925, d. 1929, Elín, f. 1926, d. 1973, Ásta, f. 1928, Guðrún, f. 1931, d. 1947, Sigrún, f. 1934 og Sólveig Arn- þrúður, f. 1947. Sigurður giftist Guðbjörgu Friðfinnsdóttur 18. júní 1948 en hún var ættuð frá Hellu í Hafn- arfirði, f. 4. mars 1926, d. 16. janúar 2012. Sigurður var húsasmíðameistari og kirkjugarðs- vörður í Kirkju- garði Hafnar- fjarðar og jafn- framt því stundaði hann búskap að Ási. Saman eign- uðust þau fjögur börn, Friðfinn, f. 1949, Sólveigu, f. 1950, Arnór, f. 1951 og Sigríði, f. 1955. Barna- börnin eru níu og barna- barnabörnin fimmtán. Útför Sigurðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 14. júní 2013, klukkan 15. Elsku afi minn. Ég trúi því ekki að þú sért farinn frá mér svona fljótt en nú ertu kominn til ömmu, sem þú saknaðir svo sárt og ég vona að ykkur líði nú vel saman. Ég sit hér heima hjá okkur og hugsa um allar góðu minningarnar sem við áttum saman. Ég mun alltaf minnast þess þegar við vinkon- urnar vorum búnar í skólasundi, þá stálumst við heim og báðum þig um að skutla okkur upp í skóla og fengum alltaf einn pakka af bláu kexi frá ömmu til að hafa í nesti sem var svo skipt heiðarlega á milli okkar. Þegar ég var lítil fannst mér alltaf rosalega gaman að fá að fara með þér í fjárhúsið þegar þú fórst að gefa kindunum þínum. Líka þegar við vorum í heyskap í Hlíðarþúfum og ég fékk að sitja aftan á kerrunni með öllum hey- böggunum. Einnig eru margar góðar minningar frá sumarbú- staðaferðum okkar á Höfða- brekku og í Bjarkarborgir. Ég er glöð að þú ert núna kominn til ömmu en mér finnst sárt að þú sért farinn. Ég er rosalega þakk- lát fyrir að hafa átt þig fyrir afa og fengið að búa hjá þér í næst- um 19 ár. Þú og amma voruð ekki bara amma mín og afi held- ur voruð þið foreldrar númer tvö fyrir mér en núna sitjið þið sam- an og vakið yfir mér. Ég ætla að setja lagið með sem ég spilaði svo oft fyrir ykkur á píanóið. Takk elsku afi fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég á eftir að sakna þín ótrúlega mik- ið. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Þín Guðbjörg Rúnarsdóttir. Sigurður Kr. Arnórsson ✝ Klara Hjartar-dóttir fæddist í Mörk í Vestmanna- eyjum 29. júní 1924. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Mörk við Suð- urlandsbraut 7. júní 2013. Foreldrar henn- ar voru Hjörtur Magnús Hjartar- son frá Miðey und- ir Eyjafjöllum og Sólveig Krist- jana Hróbjartsdóttir frá Eyrarbakka. Systkini Klöru eru Hjörtur Kristinn, f. 17. des- ember 1922, d. 2012, Marta, f. 30. júní 1926, Óskar, f. 29. ágúst 1927, María, f. 8. desem- ber 1928, d. 1951, Aðalheiður, Antonsson, þau eiga fjögur börn og sjö barnabörn. 4) Hjörtur Kristján, f. 1957, fyrr- verandi maki Kristín Ingólfs- dóttir, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. 5) Ómar, f. 1960, maki Hallfríður Sigurð- ardóttir, þau eiga þrjú börn. Klara og Elías bjuggu fyrstu árin í Hellisholti í Vestmanna- eyjum, en byggðu síðan hús á Hólagötu 37, þar sem þau bjuggu fram að gosi, þá fluttu þau í Kópavog. Síðustu æviárin bjuggu þau á hjúkrunarheim- ilunum Víðinesi og Mörk. Klara var heimavinnandi húsmóðir meðan börnin voru ung, en starfaði í nokkur ár í Fiskiðj- unni í Vestmannaeyjum. Eftir gos fór hún að vinna í Sjó- klæðagerðinni í Reykjavík þar sem hún starfaði til 70 ára ald- urs. Útför Klöru fer fram frá Að- ventkirkjunni við Ingólfsstræti í dag, 14. júní 2013, og hefst at- höfnin klukkan 13. f. 27. apríl 1930, d. 2012, og Hafsteinn, f. 10. júlí 1932. Klara ólst upp í foreldrahúsum í Hellisholti Vest- mannaeyjum. Klara giftist 24. desember 1942 Elíasi Kristjáns- syni, f. 19. febrúar 1919, d. 4. janúar 2011. Þau eign- uðust fimm börn. Þau eru: 1) Ellý, f. 1944, maki Guðmundur Stefánsson, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. 2) Óskar, f. 1947, maki Ingibjörg Guðjóns- dóttir, þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. 3) Guðný Sól- veig, f. 1949, maki Sigtryggur Nú kveð ég hana tengdamóð- ur mína sem ég hef þekkt í bráð- um 45 ár. Við vorum álíka feimn- ar þegar við hittumst í desember 1969 þegar ég kom til Vestmannaeyja með syni hennar Óskari. Við vorum þá trúlofuð og vorum búin að ákveða að stofna heimili þar. Við bjuggum hjá þeim í nokkra mánuði eða þar til við fundum leiguhúsnæði. Ég kunni ekkert að elda mat, gat soðið kartöflur og fisk. Það var því oft hringt í Klöru til að fá upplýsingar um hvernig átti að búa til hitt og þetta. Klara var listakokkur og eld- aði frábæran mat og bakaði góð- ar kökur. Hún bar mikla um- hyggju fyrir fjölskyldu sinni og var alltaf boðin og búin til að hjálpa ef á þurfti að halda. Þegar ég gekk með mitt fyrsta barn þá veiktist ég og þurfti að liggja í rúminu. Þá kom Klara og gerðist einkahjúkrun- arkonan mín og ekki var hægt að hugsa sér betri manneskju í það hlutverk. Svo var það nokkrum mán- uðum seinna að Klara þurfti að fara daglega til læknis til að fá vítamínsprautur, hún kom alltaf til mín í leiðinni og við áttum góðar stundir og gátum spjallað um allt milli himins og jarðar. Þessar heimsóknir voru mér mjög ánægjulegar og fannst mér myndast með okkur góð tengsl. Gosnóttina komu Klara og Elli og sóttu okkur af því við átt- um ekki bíl. Svo fórum við með þeim niður á bryggju og upp á land með Elliðaey. Þaðan fóru þau til Reykjavíkur en við heim til foreldra minna. Þau fluttu ekki aftur til Vest- mannaeyja en bjuggu á nokkr- um stöðum á höfuðborgarsvæð- inu, lengst af við Furugrund í Kópavogi. Klara var mjög umhyggjusöm og mátti aldrei neitt aumt sjá, hún var alltaf boðin og búin að hjálpa þeim sem á þurftu að halda. Hún var mjög þægileg í umgengni og vildi öllum vel. Síð- ustu árin hefur hún dvalið á Hjúkrunarheimilinu Mörk og þar hefur henni liðið vel, starfs- fólkið hefur verið henni mjög gott og fyrir það þökkum við. Sofðu vel Klara mín. Þín tengdadóttir, Ingibjörg. Elsku besta amma mín, hún Klara amma, er látin 88 ára gömul. Já hún hefur kvatt þenn- an heim og er komin til afa. Til afa míns sem elskaði hana meira en lífið sjálft, og ég sé hann fyrir mér taka á móti henni með opn- um örmum, ást og hlýju. Hún amma mín var mér allt í lífinu og miklu meira en orð fá lýst. Hún kenndi mér að elska, sýna kærleika og virðingu gagn- vart öðrum, sama hvað. Ég ólst nánast upp hjá ömmu og afa. Alltaf var ég velkomin í Furu- grundina þar sem hlýjan var, ástin og umhyggjan. Ég man ófáar stundirnar þar sem ég labbaði beint heim til ömmu og afa eftir skóla, til dæmis til að baka eplaböku, pönnukökur og fleira. Komin til ömmu þar sem mér leið alltaf svo vel og var örugg. Það var miklu meira var- ið í að leika við ömmu en vini mína því hún var svo einstök. Minningarnar streyma inn þar sem ég sat iðulega uppi á eldhúsinnréttingu í Furugrund- inni og horfði aðdáunaraugum á hetjuna hana ömmu mína sem kvartaði aldrei og alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur þá lék allt í höndum hennar. Það skipti aldrei neinu máli hvort ég gerði mistök sem voru ófá og sama hvað var. Alltaf brosti hún til mín með fallegu brúnu augum sínum, faðmaði mig, kyssti og sagði „þetta verður allt í lagi Hrafnhildur mín,“ hughreysti mig í hvert skipti og sagðist elska mig. Svona var amma mín. Aldrei nein vandamál, bara verkefni. Hún var alltaf stoð mín og stytta og mun ávallt verða fyrirmynd mín í framtíðinni. Ég á henni svo mikið að þakka. Sorgin og missirinn er samt svo mikill og svo sár en ég veit að hún er komin á betri stað, til afa þar sem ég sé þau fyrir mér haldast í hendur eins og þau voru svo vön að gera, með bros á vör. Amma og afi voru það lán- söm að eiga skilyrðislausa ást hvort til annars og fyrir mér eru það forréttindi að hafa fengið að eiga þau sem ömmu mína og afa. Þegar leið undir lokin hjá ömmu var mér svo dýrmætt að hafa fengið að geta haldið í höndina á þér, elsku amma mín, og sagt þér að ég elskaði þig, viðbrögð þín voru þannig að þú opnaðir augun í örlitla stund, kreistir hönd mína og brostir eins og svo oft áður. Þarna fann ég að amma mín var að segjast elska mig á móti og láta mig vita að allt yrði í lagi. Ég elska þig og sakna þín svo sárt, elsku amma mín, en veit að þér líður betur núna í fanginu hans afa. Þín að eilífu Hrafnhildur. Ég hef þegar grátið ömmu mína og það er langur tími síðan hún hóf hægt hvarf sitt héðan í huganum. Reyndar sá ég hluta hennar kveðja fullkomlega og fyrir fullt og allt þegar afi fór ár- um áður eða andartaki í huga hennar. Það þýðir þó ekki að ég gráti ekki nú þegar hún dregur ei andann meir þó aðeins hafi verið fyrir vana í allan þennan tíma. Þá græt ég nú vegna alls sem hún skilur eftir, minningar, viðveru, kynslóðir, líf og tíma, ég græt nú vegna raunveruleikans því lífið kennir okkur að þó að hugur hverfi þá staldrar andinn við með líkamanum líkt og hann þurfi tímann til að kveðja og við sem eftir erum þurfum að standa undir samverunni sár- þungri og bera sorgina sem lem- ur axlirnar eins og regn og veg- ur á við hæðir og fjöll en hverfur í strauminum í iðu lífs og tíma. Um langan veg var amma samastaður og vinur og hlýja og nú er hún minning sem mitt í myrkrinu skín ávallt og bjart líkt og lukt lýsir dimman jarð- veg og leiðina heim þegar brak- ar í náttdimmunni þegar þú gengur. Leiðin er lögð liðnu lífi logar regnvott líkt og stirndur himinn. Steini settur stígur liðast sem tími gegnum nótt og dögun. Minning sem vætlar milli sprungna milli heima þegar þú stígur og hvín gegnum bein þín. Líkt og napur vindur um eilífð gröfin bíður og þung sorgin svíður. Hvernig sem fer fyrir okkur þá ferðast ég ævina með það sem ég hafði og í upphafi var það amma, mín amma sem gat eilíflega litið framhjá brestum og hlúð að sárri sál eða skinni þegar þú hrasaðir eða hneigst niður. Hún flúði heimkynni sín þeg- ar rigndi eldi og færði borginni faðmlag og afkomendur og líf sem hefðu getað hent einhvern annan en hvernig sem fer stíg- um við hvert skref hér yfir stíg- inn eða yfir steina í lækjar- straumi, þá kemur hún með því ég mun alltaf eiga og geyma samveru okkar og tíma jafn nærri og nokkuð annað og núna man ég göngutúra þar sem hönd hennar leiddi mína aðeins stutt- an spöl niður á videoleigu þar sem hún gaf mér lausan tauminn meðan ég leitaði og fann í hvert skipti fyrr en síðar ástæðu til að taka hönd hennar og ísinn sem hún leyfði mér og ganga aftur tilbaka. Eða löngu bílferðirnar þegar afi keyrði í Gerðuberg og hún leiðbeindi mér gegnum bækurn- ar en leyfði mér að finna það sem ég leitaði að og tók við mér með brosi þegar fengur var fundinn. Og ég man hvernig augu hennar leiftruðu jafnvel fram á síðasta andartak lýst upp af gæsku hennar, fegurð og gleði. Sjáumst síðar, amma mín. Þinn Arnór. Nú er komið að kveðjustund- inni, elsku mamma mín. Margs er að minnast frá langri ævi. Þú varst alltaf mesti dugnaðarforkur og hafðir yndi af að hugsa um heimili og allt sem því fylgir. Alltaf var bakað fyrir hverja helgi og allt tekið rækilega í gegn, þú saumaðir allt á okkur og ég man eftir jóla- kjólunum okkar systranna, við fengum alltaf eins kjóla fyrir jól- in. Við vorum lengi þrjú, við eldri systkinin, og við áttum eitt reið- hjól og einn skíðasleða saman. Þá var nú ekki alltaf samkomu- lag. Auðvitað hefur oft reynt á fortöluhæfileikana þína, mamma mín. Þú varst alltaf heimavinn- andi þegar við vorum lítil, en þó var gripið í ýmislegt svo sem að fara á stakkstæði að breiða salt- fisk. Og fyrstu árin á Hólagöt- unni leigðu hjá okkur vertíð- arsjómenn og svo þegar þú fékkst þína fyrstu rafmagns- þvottavél þá þvoðir þú af 50 sjó- mönnum, svo mikill lúxus þótti þessi þvottavél. Fyrstu árin á Hólagötunni var enginn sími og ef ykkur Mörtu systur þinni langaði að hittast og spjalla saman, en svo vel vildi til að það sást milli húsanna, þá settuð þið hvítt stykki í gluggann sem þýddi að nú skyldi hin koma í kaffi. Og þá hlupum við inn og sögðum: Marta er búin að flagga. Það var alltaf gott samband við fjöl- skyldur ykkar pabba, og alltaf mikið um að vera, börnin mörg og líf í tuskunum. Samband þitt við foreldra þína var einstakt. Amma kom á hverjum morgni eins langt og ég man. Systkini þín voru líka öll á svipuðum slóðum. Svona liðu ár- in í Eyjum. Við urðum fimm systkinin og þegar gosið varð á Heimaey, voru tveir þeir yngstu í heimahúsi, hin voru gift og áttu sín eigin heimili. Þú og pabbi bjugguð á nokkrum stöðum, áð- ur en þið fluttuð að Furugrund 24 í Kópavogi, en þar bjugguð þið lengst af. Síðustu búskapar- árin bjugguð þið að Gullsmára 9, síðan þegar heilsan fór að bila fluttuð þið á hjúkrunarheimilið Víðines og þaðan á hjúkrunar- heimilið Mörk í Reykjavík. Þar fengu þau hjúkrun og umönnun sem starfsfólkið þar veitti þeim af alúð og hjartahlýju. Ég vil þakka þeim hjartanlega fyrir hvað þau voru þeim góð. Elsku mamma mín, ég sakna þín. Takk fyrir allt. Þín Ellý. Klara Hjartardóttir ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR FRIÐRIKSSON, Aflagranda 40, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 17. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir vill fjölskylda Hilmars færa starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir umönnun og hlýhug, þið eruð einstök. Sigrún Alda Hoffritz, Friðjóna Hilmarsdóttir, Guðjón Borgar Hilmarsson, Kristín Lárusdóttir, Smári Hilmarsson, Jóhanna Marteinsdóttir, Sigrún Alda og Jens, Hilmar og Lára, Lárus, Þórunn og Gunnar, Marteinn og Dagrún, Thelma og Garðar, María Linda, Reynir Ingi og Móeiður María.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.