Morgunblaðið - 14.06.2013, Síða 23

Morgunblaðið - 14.06.2013, Síða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is Clavinova CVP 605 Snertiskjár, 1327 hljóð, 420 taktar, USB hljóðupptaka ofl. Kynnið ykkur þetta magnaða hljóðfæri í verslun okkar í Reykjavík! Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN Vantar allar stærðir og gerðir eigna á skrá .... Hafðu samband Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Ný viðhorfskönnun bendir til þess að Bandaríkjamenn séu klofnir í af- stöðunni til þess hvort rétt hafi ver- ið að afhjúpa eftirlit Þjóðaröryggis- stofnunar Bandaríkjanna (NSA) með síma- og netnotkun milljóna manna. Yfirmaður stofnunarinnar, Keith Alexander, hefur varið eft- irlitið og fullyrt að það hafi hjálpað bandarískum yfirvöldum að hindra tugi árása hryðjuverkamanna. Alexander kom fyrir leyniþjón- ustunefnd öldungadeildar Banda- ríkjaþings í fyrradag og svaraði spurningum þingmanna sem létu í ljósi efasemdir um að eftirlitið sam- ræmdist lögum um persónuvernd og friðhelgi einkalífsins. Alexander lagði áherslu á að eftirlitið væri lög- legt og lyti aðhaldi dómstóla. Þótt stofnunin hefði lagaheimild til að safna gögnum í miklum mæli um síma- og netnotkun gæti hún ekki njósnað um einstaka notendur án sérstakra fyrirmæla um það frá leynilegum dómstóli. Embættismenn NSA hafa sagt að símar Bandaríkjamanna séu ekki hleraðir og eftirlit með tölvupóstum beinist aðeins að útlendingum sem séu staddir utan Bandaríkjanna. Löglegt eftirlit? Mark Udall, demókrati frá Colo- rado, efaðist um að eftirlitið sam- ræmdist lögum um persónuvernd. „Ég tel að það sé afar erfitt að fá opinskáa umræðu um leynilega áætlun sem byggist á leynilegum fyrirmælum frá leynilegum dómstóli og leynilegri túlkun á lögunum.“ Alexander sagði að uppljóstranir Bandaríkjamannsins Edwards Snowdens um eftirlitið hefðu þegar valdið Bandaríkjunum miklum skaða og stefnt öryggi landsins í hættu. Slíkt eftirlit þyrfti að vera leynilegt til að það gæti borið ár- angur í baráttunni gegn hryðju- verkastarfsemi. „Vegna þess að ef við segjum hryðjuverkamönnum frá öllu eftirlitinu þá tekst þeim ætl- unarverkið og Bandaríkjamenn láta lífið.“ Alexander bætti við að hann vildi frekar sæta gagnrýni fólks, sem teldi hann leyna einhverju, en að vera sakaður um að „stefna þjóðar- öryggi í hættu“. Hann sagði að NSA þyrfti að rannsaka hvernig tiltölu- lega lágt settur starfsmaður verk- taka stofnunarinnar hefði getað afl- að leynilegra upplýsinga um svo viðkvæmt mál og lekið þeim í fjölmiðla. Sakaðir um netárásir Nokkrir bandarískir þingmenn hafa viðurkennt að umfang eftirlits- ins hafi komið þeim í opna skjöldu. „Ég tel að það sé nokkuð til í því að þingið hafi sofnað við stýrið,“ sagði demókratinn Steve Cohen, þing- maður í fulltrúadeildinni. Annar demókrati, Ron Wyden, þingmaður í öldungadeildinni, sakaði James Clapper, yfirmann leyniþjónustu- mála, um að hafa villt um fyrir þing- nefndinni í mars þegar hann neitaði því að NSA hefði safnað upplýs- ingum um milljónir Bandaríkja- manna. Repúblikaninn Justin Amash, sem á sæti í fulltrúadeild- inni, hvatti Clapper til að segja af sér og sakaði hann um að hafa veitt þinginu rangar upplýsingar af ásettu ráði. Ný Gallup-könnun bendir til þess að Bandaríkjamenn séu klofnir í af- stöðunni til þess hvort rétt hafi ver- ið af Snowden að afhjúpa eftirlitið. Um 44% þeirra sem svöruðu sögðu það rétt, 42% rangt og 14% höfðu ekki gert upp hug sinn. Tæpur helmingur repúblikana og óflokks- bundinna kjósenda sagði að rétt hafi verið að afhjúpa eftirlitið en 39% demókrata. Snowden sagði í viðtali við kín- verskt dagblað í gær að hakkarar á vegum NSA hefðu gert 61.000 net- árásir, m.a. á hundruð vefsíðna á meginlandi Kína og í Hong Kong. Kínverskir fjölmiðlar segja að upp- lýsingar um tölvunjósnir NSA geti valdið spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Kína. Klofnir í afstöðunni til lekans  Yfirmaður Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna ver stórfellt eftirlit með síma- og netnotkun  Segir að eftirlitið þurfi að vera leynilegt og hafi hjálpað yfirvöldum að hindra tugi hryðjuverka Uppljóstrari í Hong Kong Edward Snowden Lak upplýsingum um stórfellt eftirlit bandarískra yfirvalda með síma- og netnotkun 29 ára Bandaríkjamaður. Snowden segist hafa ákveðið að afhjúpa njósnastarfsemina vegna þess að hann hafi ekki viljað að bandarísk yfirvöld kæmust upp með að „eyðileggja friðhelgi einkalífsins, netfrelsið og grundvallarréttindi fólks úti um allan heim“ Er fyrrverandi starfsmaður leyniþjónustunnar CIA, var starfsmaður verktaka Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) Haft var eftir Edward Snowden í fyrradag að tölvuhakkarar á vegum Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna hefðu gert tugi þúsunda árása á netinu Breska blaðið Guardian hefur eftir Snowden að hann hafi fórnað vel launuðu starfi, unnustu og ástríku fjölskyldulífi til að afhjúpa njósnastarfsemina Segir að NSA hafi staðið fyrir meira en 61.000 árásum hakkara víða um heim, meðal annars í Kína og Hong Kong „Edward Snowden er hetja sem hefur upplýst almenning um nokkra af alvarlegustu atburðum áratugarins.“ Julian Assange, stofnandi WikiLeaks „Þetta hefur hjálpað okkur að hindra tugi hryðjuverkatilvika.“ Keith Alexander, yfirmaður NSA- um síma- og neteftirlitið „Þetta er ekki uppljóstrari, ég tel að hann hafi gerst sekur um landráð.“ Bill Nelson, öldungadeildar- þingmaður frá Flórída „Ég er hvorki landráðamaður né hetja. Ég er Bandaríkjamaður.“ Snowden, í Hong Kong, 12. júní Talið er að hann sé í felum í Hong Kong. Ætlar að reyna að komast hjá framsali til Bandaríkjanna Fór til Hong Kong 20. maí Viðtal Guardian við Snowden var tekið upp á myndband GUANGDONG Hong Kong GUANGXI JIANGXI FUJIAN 100 km SUÐUR-KÍNAHAF Guangzhou Framsalssamingur við Bandaríkin tók gildi árið 1998 Kínversk stjórnvöld hafa rétt til að hindra framsal til Bandaríkjanna PEKING KÍNA Stytta af Knúti, heimsfrægum hvítabirni sem drapst í dýragarði í Berlín árið 2011, er nú til sýnis á náttúruminjasafni í Leiden í Hollandi. Hvíta- björninn var ekki stoppaður upp, heldur var feldur hans notaður á stytt- una. Björninn verður til sýnis á safninu til 1. september. AFP Knútur til sýnis á safni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.