Morgunblaðið - 14.06.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013
Elsku frændi. Ég
er orðlaus yfir andláti þínu sem
kom eins og þruma úr heiðskíru
lofti. Aldrei bjóst ég við því að
þurfa að kveðja þig svona
snemma. Ég mun minnast þín
fyrir hrekkina þína, fyrir brand-
arana og fyrir allar þær
skemmtilegu sögur sem bæði þú
og Berglind hafið sagt mér.
Fyrst og fremst mun ég þó
minnast þín sem hins frábæra
frænda sem tók svo vel á móti
mér í hvert sinn sem ég kom í
heimsókn. Ég orti nokkrar línur
þér til heiðurs, þín verður sárt
saknað.
Forhert eru forlögin,
ferleg og grimm,
er hrakið hafa fallega
fjölskyldu af fimm.
Þrjú eftir þrauka
af þrótti og dyggð,
þrátt fyrir brimsjó
af þrotlausri hryggð.
Munu þó minningar
margan kæta mann,
því margbrotinn, mjúkur
og merkilegur var hann.
Ragnar var vaskur
og í vinnunni beittur.
Verulega vænn
og öllum vinveittur.
Ragnar Heiðar
Guðsteinsson
✝ Ragnar HeiðarGuðsteinsson
fæddist í Reykjavík
5. október 1954.
Hann var bráð-
kvaddur á heimili
sínu 27. maí 2013.
Útför Ragnars
fór fram frá
Bústaðakirkju 6.
júní 2013.
Hann var glaður og
góður
og fannst gaman að
grína.
Gjarnan svo glettinn
með grímuna sína.
Hann var hugulsamur
og svo hjartahlýr,
hinn mesti herramaður
er í hjarta okkar býr.
Hans börn munu blífa
með framtíð svo bjarta.
Birgi, Óskari og Berglindi
ég bera mun í hjarta.
Ég kveð nú þann karl
með tárvota kinn.
Hvíldu í friði,
kæri frændi minn.
Þín „uppáhaldsfrænka“,
Margrét Hanna.
Fallinn er frá fyrir aldur fram
kær og góður vinur, Ragnar
Guðsteinsson húsgagnasmíða-
meistari eða Raggi eins og hann
var oftast kallaður. Raggi var
hjálpsamur, góður og greiðvik-
inn maður.
Vil ég minnast hans með er-
indi úr ljóðinu Minning:
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér
skrítið stundum hvernig lífið er
eftir sitja margar minningar
þakklæti og trú.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Hvíl í friði, elsku Raggi, og
takk fyrir allt. Minning þín mun
lifa.
Sendi börnum þínum, systk-
inum og allri fjölskyldu mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Þín vinkona,
Hanna Stefánsdóttir.
✝ Hilmar Frið-riksson fædd-
ist í Þykkvabæ 13.
september 1929.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni í Reykjavík
17. maí 2013.
Foreldrar hans
voru Jónína Val-
gerður Sigurðar-
dóttir, húsfreyja í
Miðkoti í Þykkva-
bæ, og maður hennar Friðrik
Friðriksson, kaupmaður í
Þykkvabæ. Jónína var frá
Akranesi en Friðrik frá Mið-
koti. Hilmar var yngstur af
sex börnum í Miðkoti. Jónína
átti tvö börn af fyrra hjóna-
bandi, Sigurbjart Guðjónsson
og Elínborgu Guðjónsdóttur.
Þau Jónína og Friðrik áttu
Guðjónu og Hilmar. Tvær upp-
eldissystur ólust með þeim
upp í Miðkoti, Ásta Sveins-
Marteinn Ingi býr með Dag-
rúnu og unnusti Thelmu er
Garðar.
Hilmar gekk í Verzlunar-
skóla Íslands og útskrifaðist
þaðan með verslunarpóf og
starfaði við verslun föður síns
í Þykkvabæ, verslun Friðriks
Friðrikssonar, uns fjölskyldan
flutti til Reykjavíkur árið
1965. Hann starfaði sem
slökkviliðsmaður hjá slökkvi-
liði Keflavíkurflugvallar en
stundaði lengst af verslunar-
störf og var með eigin verslun
sem hann rak með eiginkonu
sinni. Eftir að Hilmar hætti
verslunarstörfum fékk hann
leyfi til að aka leigubíl og
stundaði þann akstur meðan
heilsan leyfði.
Hilmar var í Frímúrararegl-
unni og fylgdist vel með öllum
íþróttum og þá sérstaklega
með KR, enda bjó hann alla
tíð í Vesturbænum eftir að
hann flutti til Reykjavíkur ef
undan eru skilin síðustu tvö
árin, en þá bjó hann á hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni.
Útför Hilmars fór fram í
Neskirkju í kyrrþey 3. júní
2013.
dóttir og Ragn-
hildur Óskars-
dóttir.
Hilmar kvæntist
hinn 18. júlí 1953
Sigrúnu Öldu
Hoffritz, f. 18.6.
1930. Börn þeirra
eru þrjú: Friðjóna,
Guðjón Borgar og
Smári. Friðjóna á
eina dóttur, Sig-
rúnu Öldu Magn-
úsdóttir. Maður Sigrúnar Öldu
er Jens Ásgeir, börn þeirra
eru María Linda og Reynir
Ingi. Guðjón Borgar er giftur
Kristínu Lárusdóttur. Börn
þeirra eru Hilmar, Lárus og
Þórunn. Unnusta Hilmars er
Lára Jóhanna, þau eiga dótt-
urina Móeiði Maríu. Unnusti
Þórunnar er Gunnar. Smári er
giftur Jóhönnu Halldóru Mar-
teinsdóttur, börn þeirra eru
Marteinn Ingi og Thelma.
Elskulegur tengdapabbi hef-
ur kvatt okkur, þreyttur en
sáttur.
Ég hitti Hilmar tengdapabba
fyrst í apríl 1982 þegar Smári
kynnti mig fyrir foreldrum sín-
um í Granaskjólinu. Það var af-
ar ánægjuleg kynning því
tengdaforeldrar mínir og ég
höfðum kynnst nokkrum árum
áður þegar þau voru í einni af
ferðum sínum til Kanaríeyja en
þar var ég með foreldrum mín-
um ung að aldri. Það þurfti því
lítið að kynna mig fyrir tilvon-
andi tengdaforeldrum mínum
þegar við Smári byrjuðum sam-
an. Þau vissu „hverra manna“
ég væri.
Hilmar var skemmtilegur
maður, mikill húmoristi og átti
auðvelt með að sjá skemmti-
legar hliðar hvers máls. Stund-
irnar í kringum jólin í Leik-
fangahúsinu eru ógleymanlegar.
Þá stóð hann vaktina í jólaösinni
ásamt Öldu og fjölskyldu sinni
og öðru starfsfólki þá daga sem
afgreiðslutími leyfði fyrir jólin.
Hilmar var ekki lengi að kenna
mér tökin í afgreiðslunni og við
Smári vorum mætt í Leikfanga-
húsið um leið og síðustu jóla-
prófunum lauk. Þorláksmess-
urnar í Leikfangahúsinu líða
mér seint úr minni. Það var ein-
hver ólýsanleg stemning sem
myndaðist. Mikil ös og mikið af
fólki á Skólavörðustígnum. Ætt-
ingjar og vinir komu í heimsókn
með bakkelsi og kruðerí fyrir
starfsfólkið og þáðu kaffi. Hilm-
ar stóð þarna í stafni og seldi
fjarstýrða bíla, Barbie-dúkkur,
plastmódel, Action-man-kalla,
hrekkjadót og allt milli himins
og jarðar. Þótt ösin væri mikil
pössuðu Hilmar og Alda upp á
að allir færu í mat og kaffi
reglulega og næðu smáhvíld í
miklum önnum. Eftir langa
daga eins og Þorláksmessu var
farið í Granaskjólið og afrakstur
dagsins talinn á borðstofuborð-
inu langt fram á nótt. Þetta var
skemmtilegur tími og Hilmar
var í essinu sínu.
Hilmar var mikill fjölskyldu-
maður og var ánægðastur þegar
allir voru saman, börn, tengda-
börn, barnabörn og barnabarna-
börn. Þá leið honum best, með
hópinn sinn hjá sér. Helst hefði
hann viljað fá alla fjölskylduna í
mat vikulega til að borða
hrossakjöt enda þekki ég engan
sem hefur eins mikið dálæti á
hrossakjöti og hann hafði. Soðið
hrossakjöt, hrossabjúgu, hrossa-
steikur að ógleymdum skræð-
unum er matur sem mun æv-
inlega minna mig á
tengdapabba. Hann kenndi okk-
ur að borða hrossakjöt á marga
vegu og njóta þess. Þetta voru
sérstakar stundir í hans huga
þegar fjölskyldan kom saman í
hrossakjöt, rótgróin hefð í fjöl-
skyldunni.
Síðustu árin var Hilmar orð-
inn heilsuveill og orðinn saddur
lífsdaga. Hann kvaddi okkur á
einum fallegasta degi þessa
vors, hinn 17. maí. Þann dag
teygðu sólargeislarnir sig inn
um gluggann í herberginu hans
í Sóltúninu að rúminu og sólin
og birtan faðmaði hann og fjöl-
skylduna hans síðustu stundir
hans hjá okkur. Hann bjó síð-
ustu tvö árin í Sóltúni og naut
þar yndislegrar umönnunar
starfsfólksins. Fyrir þá einstöku
umönnun þakkar fjölskyldan að
leiðarlokum.
Hilmar var sáttur við guð og
menn, búinn að skila sínu og
gott betur. Hann var tilbúinn í
ferðina miklu.
Takk fyrir samfylgdina elsku
tengdapabbi.
Jóhanna.
Hilmar
Friðriksson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka
og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar
–– Meira fyrir lesendur
Minningarorð og kveðjur samferðamanna
eru dýrmætur virðingarvottur sem eftirlifandi
ástvinum gefst nú kostur á að búa veglega
umgjörð til varðveislu um ókomin ár.
Minningar er innbundin bók sem hefur að geyma
æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um
hinn látna í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Hægt er að
kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa
frá árinu 2000 til dagsins í dag.
Bókina, eitt eintak eða fleiri, má panta á forsíðu mbl.is
eða á slóðinni mbl.is/minningabok. Hægt er að fá
bókina senda í pósti.
Nánari upplýsingar í síma 569-1100.