Morgunblaðið - 14.06.2013, Side 1

Morgunblaðið - 14.06.2013, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 4. J Ú N Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  137. tölublað  101. árgangur  TÓNLEIKA- FERÐALAG TIL BRETLANDS GERA SIG BREIÐA TÓNHVÖRF KVENNA Í VIÐEY AF DROTTNINGUM 40 TÓNLEIKARÖÐ 38KVARTETTINN SYKUR 10 Morgunblaðið/Golli Sílikon Kona sem var með PIP- púða segir skorta á eftirfylgni. Kona, sem lét fjarlægja sprungna PIP-sílikonpúða úr brjóstum sínum og hefur glímt við margvíslegan heilsubrest sem rakinn er til púð- anna, segir enga eftirfylgni vera af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Land- læknir segir eftirlit á ábyrgð lýta- lækna og þeirra kvenna sem eru með púðana. Sílikon lak úr púðum konunnar og olli henni margvíslegum skaða, meðal annars er efnið í eitlum hennar og vefir í líkama hennar dóu. Hún leitaði sér lækninga í Bandaríkjunum. Jens Kjartansson, yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans og einn þeirra lækna sem notuðu PIP-púðana, segir ráðlegt að fjar- lægja púðana, þeir séu líklegri til að rifna en aðrir sílikonpúðar. »12 Brjóstapúða- máli hvergi nærri lokið  Lýtalæknar bera ábyrgð á eftirliti Hið árlega Pæjumót sem haldið er í Vestmannaeyjum hófst í gær en það er fyrir 5. flokk telpna í fótbolta. Í ár taka 75 lið þátt í mótinu en það eru fimmtán fleiri en mættu til leiks í fyrra. Mótið stendur yfir þangað til á morgun og eiga mörg glæsileg tilþrif með tuðruna áreiðanlega eftir að sjást. Einbeitingin skín úr andliti þessara tveggja stúlkna sem tókust á um boltann í leik HK frá Kópavogi og Sindra frá Hornafirði í gær. Glæsileg tilþrif í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Boltinn byrjaður að rúlla á Pæjumótinu í Vestmannaeyjum Endurskoða þarf skatt- lagningu á þá sem nýta náttúru- auðlindir, þannig að samræmi sé í álagningu gjalda, að mati Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmda- stjóra LÍÚ. Smábátasjómenn eru ánægðir með fyrirhugaðar breyt- ingar á veiðigjaldinu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu frumvarpið við umræður á Alþingi í gær vegna boðaðrar lækkunar veiði- gjalds. Helgi Hjörvar, Samfylkingu, sagði útgerðarmenn og efnafólk fá peninga strax en að skuldug heimili væru sett í nefnd. »6 Samræmi sé í álagn- ingu gjalda Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Auðvitað voru þetta þeim viss vonbrigði en þeir hafa hins vegar fullan skilning á því að þetta er pólitísk ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar að gera hlé á viðræðunum. Það er í fullu sam- ræmi við það sem við sögðum fyrir kosningar. Þetta er lýðræðið og vilji ríkisstjórnarinnar og þeirra sem kusu þessa tvo [ríkisstjórnar- ]flokka,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utan- ríkisráðherra, eftir fund sinn með Stefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, í Bruss- el í gær. Virðir vilja Íslendinga Þar kynnti hann formlega þá afstöðu nýrr- ar ríkisstjórnar að hætta aðildarviðræðun- um. Fyrr um daginn hitti utanríkisráðherra Li- nas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens, en Litháar taka við formennsku í ráðherraráði ESB um næstu mánaðamót. Füle sagði á blaðamannafundi eftir fund þeirra utanríkisráðherra að ákvörðun Íslands væri sér persónuleg vonbrigði þar sem hann hefði tekið þátt í aðildarferlinu frá upphafi. „Ef þú spyrð mig persónulega þá er mér þetta ekki ljúft, þar sem ég hef verið með í ferlinu frá upp- hafi og heimsótti Ísland nokkrum sinnum. En ég er líka fagmaður og virði vilja kjörinna full- trúa og almennings,“ svaraði Füle spurningu úr sal. Hann sagði að fulltrúar ESB biðu nú þess að ný ríkisstjórn mæti stöðuna upp á nýtt. Mik- ilvægt væri að ákvörðun um hvað yrði um að- ildarviðræðurnar væri tekin að vel ígrunduðu máli og það kæmi báðum aðilum vel að það tæki ekki ótakmarkaðan tíma að komast að henni. Birgir Ármannsson, formaður utanríkis- málanefndar Alþingis, segir að ekki sé hægt að nefna viku- eða mánaðafjölda um hvenær búið verði að meta stöðu viðræðnanna og hagsmuni Íslands í samhengi aðildar að ESB á þessu stigi. „Ég get út af fyrir sig verið sammála þeim ummælum Füle að það þarf að taka allar ákvarðanir í þessu að vel ígrunduðu máli og um leið er staðan auðvitað sú að það þarf að gerast innan einhverra skynsamlegra tímamarka,“ segir Birgir. Starfið nýtist í framtíðinni Gert er ráð fyrir því að utanríkisráðherra fundi með samninganefnd Íslands á næstu dög- um til að fara yfir framhaldið. „Það liggur í augum uppi að þegar gert er hlé á viðræðunum er eðlilegt að starfi samninga- nefndarinnar verði hætt og hún fari til annarra starfa,“ segir Gunnar Bragi. Ljóst sé þó að starf hennar hafi ekki verið til einskis því að það sem komið hafi út úr við- ræðum hennar við fulltrúa ESB nýtist í sam- starfi við sambandið í framtíðinni. Fundur Gunnar Bragi og Stefan Füle ræða við blaðamenn í Brussel í gær. Füle sagði ákvörð- unina um að hætta viðræðum vonbrigði. Starfi samninganefndar hætt  Utanríkisráðherra ræddi við stækkunarstjóra ESB um hlé á aðildarviðræðum  Füle segir best fyrir báða aðila að ekki sé tekinn ótakmarkaður tími í að komast að niðurstöðu um framhald viðræðna Banaslys varð í Skötufirði í Ísafjarð- ardjúpi í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vest- fjörðum barst tilkynning um alvar- legt umferðarslys í Skötufirði kl. 11:50 í gærmorgun. Bifreið hafði far- ið út af veginum og oltið með þeim afleiðingum að ökumaður kastaðist út úr henni. Lögreglu- og sjúkralið var sent frá Ísafirði og í framhaldi var óskað aðstoðar þyrlu Landhelg- isgæslunnar. Ökumaðurinn reyndist alvarlega slasaður og var fluttur ásamt farþega með þyrlunni á Land- spítalann í Reykjavík. Þegar þangað var komið reyndist ökumaðurinn lát- inn. Slysið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum. Banaslys í Skötufirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.