Morgunblaðið - 14.06.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.06.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA HUMARSALAT “á la Café Paris” með klettasalati, papriku, fetaosti, sultuðum rauðlauk, cous-cous og hvítlaukssósu RISARÆKJUR MARINERAÐAR í chili, engifer og lime, bornar fram með spínati, klettasalati, rauðlauk, tómötum, mangó og snjóbaunum BARBERRY ANDAR ,,CONFIT” SALAT með geitaosti, brenndum fíkjum, fersku salati, rauðrófum, melónu, ristuðum graskersfræjum, rauðlauk og appelsínufíkjugljáa María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Þeir eru yngri en venjulega þeir nemendur sem setið hafa á skóla- bekk í Háskóla Íslands undanfarna viku en henni lýkur í dag með hátíð- legri athöfn í Háskólabíói þar sem allir munu fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína. Síðustu níu sum- ur hefur Háskóli unga fólksins verið starfræktur og hefur hann vakið lukku hjá þeim börnum sem hann hafa sótt. Í ár eru börnin 350 talsins á aldrinum 12 til 16 ára og ljóst er að mikil ánægja er með starf skólans en dagskráin er bæði metnaðarfull og fjölbreytt. Námskeiðin sem boðið er upp á eru af margvíslegum toga en þar er kennd kínverska, stjórn- málafræði, lögfræði, efnafræði og stjörnufræði, svo fátt eitt sé nefnt. Allir verða miklir og góðir vinir Það er ekki aðeins legið yfir bók- unum heldur er einnig mikil áhersla lögð á félagslegu hliðina. „Þetta er mikil upplifun fyrir þessi fróðleiks- fúsu börn sem sækja skólann,“ segir Guðrún Bachman skólastjóri Há- skóla unga fólksins. „Það er ekki að- eins námsefnið sem er skemmtilegt og fróðlegt heldur líka félagsskap- urinn en hér myndast góð stemning og börnin verða miklir vinir.“ Þema- dagurinn hefur auk þess vakið sér- staka lukku hjá börnunum en þá verja þau heilum degi í náms- greinum á borð við tölvunarfræði eða kvikmyndafræði og heimsækja fyrirtæki og stofnanir sem grein- unum tengjast. „Á miðvikudag var þemadagurinn haldinn og farið var um víðan völl og margir áhugaverðir staðir heimsóttir. Sumir fóru út á sjó og sáu hvali, aðrir fóru í Alþingi auk þess sem sumir fóru í jarðvís- indaferð og örkuðu um fjöll og firn- indi,“ segir Guðrún. Nýir Íslendingar styrktir í nám Í ár er bryddað upp á þeirri nýj- ung að bjóða ungu fólki af erlendum uppruna að sækja skólann en Há- skóli unga fólksins hefur lagt mikla áherslu á að bjóða nýja Íslendinga velkomna og kynna þeim fjölbreytt starf Háskólans. „Fyrir tilstilli Ný- herja var hægt að styrkja unga og efnilega Íslendinga af erlendum uppruna til að sækja Háskóla unga fólksins, þeim að kostnaðarlausu, og er það mjög ánægjulegt framtak en þetta er í fyrsta skipti sem svona er staðið að málum og mæltist það mjög vel fyrir,“ segir Guðrún. Morgunblaðið/Styrmir Kári Efnafræði Börnin sem nú útskrifast úr Háskóla unga fólksins eru bæði metnaðarfull og áhugasöm en þau eru um 350 talsins og eru á aldrinum 12 til 16 ára. Það er aldrei að vita nema þar leynist frumkvöðlar framtíðarinnar. Fróðleiksfús börn læra kínversku og efnafræði  12 til 16 ára í Háskóla Íslands Landspítalinn og Læknadeild Há- skóla Íslands segjast harma úr- skurð Persónuverndar sem varðaði verkefni sem miðaði að því hvernig mætti nýta betur erfðafræðiupplýs- ingar í beinni þjónustu við sjúk- lingana. Úrskurðurinn kemur í veg fyrir þetta fyrirhugaða samstarfs- verkefni Landspítalans og Íslenskr- ar erfðagreiningar. Landspítalinn og Læknadeild HÍ sendu frá sér sameiginlega frétta- tilkynningu í gær þar sem meðal annars er fjallað um mikilvægi þessa verkefnis. Þar segir meðal annars að ættfræðiupplýsingar Ís- lendinga séu víðtækari en annars staðar þekkist og spádómar um arf- gerðir þjóðarinnar þess vegna í heild markvissari en hjá öðrum. Með þessum upplýsingum sé hægt að gera kleift í framtíðinni að spá um heildaráhrif einstakra erfða- þátta í þjóðinni allri. Hægt sé þá að skipuleggja markvissar forvarnir og grípa inn í hjá hópum ein- staklinga sem séu í sérstakri hættu. Mikilvægt verkefni Björn Zoëga, forstjóri Landspít- alans, segir þetta verkefni vera lyk- ilskref til þess að geta ákveðið í hvaða átt persónuleg erfðafræði- þjónusta verði þróuð. „Í þessu verkefni stóð til að kortleggja markvisst, með gögnum Landspít- ala og upplýsingum um arfgerðir þátttakenda í rannsóknum Ís- lenskrar erfðagreiningar, ásamt einstökum upplýsingum um ætt- fræði þjóðarinnar, hvernig slík þjónusta gæti nýst.“ Úrskurðurinn kom á óvart Í úrskurði Persónuverndar segir að synjun hennar á leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rann- sóknarinnar sé vegna þess að rann- sóknirnar séu gerðar á tilteknum einstaklingum án þess að þeir hafi samþykkt slíkt. Björn segir úr- skurðinn hafa komið öllum þeim sem unnu að rannsókninni á óvart. „Við höfum verið að undirbúa verk- efnið í næstum því ár, bæði við hjá okkur og Íslensk erfðagreining. Svona víðtæk rannsókn hefur ekki verið gerð áður í heiminum og því höfum við verið að leita leiða til þess að framkvæma hana með rétt- um hætti og því er þessi úrskurður vonbrigði.“ Björn segist þó bjartsýnn á fram- haldið. „Ég hef trú á því að við get- um haldið áfram með þetta verk- efni, kanski með því að breyta einhverjum áherslum,“ segir Björn en útilokar ekki að aðkoma löggjaf- ans verði nauðsynleg. „Það þarf að minnsta kosti að fara fram umræða um þessa löggjöf sem rammar inn þessar rannsóknir, auk þess sem vísindasiðanefnd á eftir að fjalla um þetta mál. Harma úrskurð Persónuverndar Adam Breki Birgisson og Jó- hann Styrmir Jónsson eru ung- ir og efnilegir nemendur sem bera Háskóla unga fólksins vel söguna. „Hér er mjög gaman,“ segir Jóhann og Adam tekur í sama streng. „Við erum til dæmis búnir að fara í eðlis- fræði, frumkvöðlafræði og frönsku.“ Aðspurðir hvað hafi verið skemmtilegast að læra í háskólanum nefna þeir vís- indavefinn en í ár fengu nem- endur skólans að kynnast starfi vefjarins með öðrum hætti en venjulega og svara spurningum og birtast svörin á vefnum undir flokknum Unga fólkið svarar. Læra frumkvöðlafræði HÁSKÓLI UNGA FÓLKSINS Jóhann og Adam „Ég er búin að vera í líffræði, sögu, hugmyndasögu,“ segir Verónika, 12 ára. Í líffræðinni lærði ég til dæmis allt um DNA, veirur og bakteríur en við vorum að rækta bakteríur áðan.“ Að- spurð hvað standi upp úr nefnir hún líffræðina en tekur þó fram að það geti breyst. „Mér finnst alltaf skemmtilegast það sem ég er nýbúin að læra og nú er það líffræðin. Þegar ég geng út á eft- ir verður það kannski efnafræði,“ segir Verónika sem getur vel hugsað sér að leggja stund á heimspeki í framtíðinni. Stefnir á nám í heimspeki Verónika, 12 ára. Birkir Jóhannes Jónsson er 12 ára nemandi Háskóla unga fólksins. Ég er búinn að fara í blaða- og frétta- mennsku, frumkvöðlafræði, skap- andi stærðfræði og jarðvísindi. Að- spurður hvað hafi verið skemmtilegast segir hann erfitt að gera upp á milli ólíkra námsgreina en að það hafi komið honum á óvart hversu stór Háskóli Íslands er. Þá er hann einnig óákveðinn í því hvað hann hyggist leggja fyrir sig í framtíðinni. „Ég veit það ekki en í dag legg ég stund á píanónám auk þess sem ég æfi frjálsar íþróttir.“ Framtíðin er óráðin Birkir Jóhannes Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.