Morgunblaðið - 14.06.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.06.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum. Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit. Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft ekki annað tæki en bizhub C35. Verð: 379.900 kr. Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA PAINANDGAIN KL.5:20-8-10:40 PAINANDGAINVIP KL.5:20-8-10:40 NOWYOUSEEME KL.5:30-8-10:30 HANGOVER-PART3 KL.5:50-8-10:10 FAST&FURIOUS6 KL.8 THEGREATGATSBY2D KL.5:10-8 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:40 IRON MAN 33D KL. 5:20 - 10:50 KRINGLUNNI PAIN AND GAIN KL. 5:20 - 8 - 10:40 NOW YOU SEE ME KL. 5:30 - 8 - 10:30 HANGOVER - PART 3 KL. 5:50 - 8 - 10:10 PAIN AND GAIN KL. 5:20 - 8 - 10:40 NOW YOU SEE ME KL. 5:30 - 8 - 10:30 HANGOVER - PART 3 KL. 5:50 - 8 - 10:10 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK PAINANDGAIN KL.8-10:40 NOWYOUSEEME KL.8 HANGOVER-PART3 KL.10:30 AKUREYRI PAIN AND GAIN KL. 5:20 - 8 - 10:40 NOW YOU SEE ME KL. 10:10 HANGOVER - PART 3 KL. 5:50 - 8 VINSÆLASTI GRÍNÞRÍLEIKUR ALLRA TÍMA! FRÁBÆR GRÍNMYND NEW YORK DAILY NEWS “PURE SUMMER MAGIC” ÓVÆNTASTI SMELLUR ÁRSINS 3D 2DÍSL TAL „DREPFYNDIN GLÆPAGRÍNMYND“ „FYNDNASTA MYND SEM ÉG HEF SÉÐ Í ÁR.“  NEW YORK POST T.V. - BÍÓVEFURINN BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ERU GRJÓTHARÐIR Í ÞESSARI FRÁBÆRU MYND OG Borgfirskir tónlistarmenn verða í aðalhlutverki á IsNord tónlistar- hátíðinni sem er haldin í níunda sinn um þessar mundir. Í kvöld kl. 20.30 koma fram í Reykholtskirkju þær Margrét Brynjarsdóttir kontraalt- söngkona og Jónína Erna Arn- ardóttir píanóleikari, sem jafnframt er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Á morgun verða útitónleikar kl. 16 í Englendingavík í Borgarnesi þar sem fram koma Þóra Sif Svansdóttir djasssöngkona og Birgir Þórisson píanóleikari. Hátíðinni lýkur á sunnudag á tvennum stofutónleikum heima hjá annars vegar Theodóru Þorsteinsdóttur kl. 14.30 og hins vegar Zsuzsönnu Budai kl. 16. Þess má geta að miðafjöldinn er tak- markaður á stofutónleikunum en ókeypis aðgangur er á úti- tónleikana. Miðasala er á midi.is og við innganginn. Allar nánari upplýs- ingar er að finna á facebook síðu Is- Nord sem og á vefnum isnord.is. IsNord tónlistarhátíðin í 9. sinn Píanóleikari Jónína Erna Arnardóttir Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Ég þakka nefnist sjöunda ljóðabók Sigurðar Ingólfssonar bókmennta- fræðings og ljóðskálds. Sigurður segir hugmyndina að bókinni hafa kviknað fyrir þrjátíu árum og því má segja að verkið hafi lengi verið í smíðum. Þegar Sigurður var fjögurra ára gamall munaði litlu að hann léti lífið við að byggja stromp á snjóhús og hefur sú reynsla mótað sýn hans á lífið. „Ég þakka fyrir það á hverjum degi að vera til,“ segir hann. „Mig vantaði ákveðið form á þetta verk mitt og seinasta sumar datt ég niður á þá hugmynd að teikna tré. Eftir það var komin tenging við jarðlífið og himininn og þá gat ég sett smáform utan um þessa bók. Útkoman er svo þessi og svona lítur bókin út.“ Í bók- inni eru 52 ljóð og ber hún undirtitil- inn „Fimnmtíuogtvær þakkar- bænir“. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti skrifar for- mála að bókinni. Bókin nánast uppseld Eins og fyrr kom fram er þetta sjöunda bókin sem Sigurður gefur út. Hann segist alltaf hafa vitað að hann myndi einhvern daginn senda þessa bók frá sér en helsta fyrir- staðan hafi verið sú að finna rétta farveginn fyrir hana. „Mér þykir mjög vænt um þessa bók. Seinasta bók sem ég gaf út er ólík þessari og eftir að hún kom út, þá hugsaði ég með mér að nú væri þetta bara komið. Svo var bara eins og þessi bók biði eftir mér og þetta kom út eins og eitt stórt flóð,“ segir Sigurður en bókin kom út í 500 ein- tökum og er nánast uppseld. Bókina gefur Sigurður út sjálfur en hann tók þá ákvörðun að setja hana ekki í bókaverslanir. Ástæðuna fyrir því segir hann vera svartsýni forlaganna á sölumöguleika, ásamt því að í bókabúðum er hætta á því að bókin verði seld hræódýrt á útsölum. „Þeir segja alltaf við mann í forlög- unum að það taki því ekki að gefa út ljóðabækur þar sem þær seljist ekki. Ég er mjög sérvitur með það að ég vil ekki setja bækur mínar í bóka- búðir, þar sem þá er hætt við því að þær lendi á einhverri bókaútsölu. Ég neyðist því alltaf til að gera þetta sjálfur og það hefur bara gengið ágætlega. Bækurnar hafa nánast alltaf selst upp,“ segir Sigurður. Fjölskylda Sigurðar veitir honum mikinn innblástur þegar kemur að skrifum en í tileinkun bókarinnar þakkar hann sonum sínum og eigin- konu fyrir allt og segir að án þeirra hefði bókin aldrei orðið að veruleika. „Synir mínir eru mér í raun og veru stanslaus innblástur. Mér finnst miklu betra að hlusta en tala og þess vegna þykir mér mjög gaman að heyra strákana mína spá í lífið og til- veruna. Maður öðlast nýja lífssýn á hverjum degi ef maður barar leggur við hlustir,“ segir Sigurður. Sýndi myndlist í klaustri Í Gallerí Klaustri á Skriðuklaustri hélt Sigurður myndlistarsýningu þar sem meðal annars voru sýndar teikn- ingar sem prýða nýju bókina. Sýn- ingin bar sama titil og bókin, Ég þakka. „Ég ákvað að sýna myndirnar í Skriðuklaustri af persónulegum ástæðum. Ég vann þar í nokkur ár við fornleifauppgröft. Svo fannst mér líka gaman að sýna í klaustri þar sem maður er aldrei jafnnakinn og þegar maður er í klaustri. Ég ætla svo að reyna að sýna aftur á Akureyri og jafnvel í Reykjavík ef ég verð ekki búinn að selja allar myndirnar,“ seg- ir Sigurður. Þeim sem hafa áhuga á að kaupa bækur eða önnur verk eftir Sigurð er bent á að senda tölvupóst á netfangið drsiggi@gmail.com. Vill ekki selja bækur í bókaverslunum  Sigurður Ingólfsson mætir svartsýni hjá forlögum  „Ég þakka fyrir það á hverjum degi að vera til“ Skáldið „Svo var bara eins og þessi bók biði eftir mér og þetta kom út eins og eitt stórt flóð,“ segir skáldið Sigurður Ingólfsson um bókina Ég þakka. Bassaleikarinn Steven Alexander eða Alex James eins og flestir þekkja hann sagði í viðtali við Bang Showbiz að upptökur á Blur í Hong Kong hefðu tekist mjög vel. „Við áttum nokkurra daga frí í Hong Kong og ákváðum að slá til og skella okkur inn í stúdíó. Það gekk allt saman mjög vel enda njótum við hverrar stundar sem við eigum saman í hljóðverinu að taka upp tónlist,“ sagði Alex. Stóra spurningin er hvort fram- hald verði á Think Tank frá Blur sem kom út árið 2003. Aðdáendur hljómsveitarinnar fengu að heyra tvö ný lög í fyrra: Under The Westway og The Purit- an, sem hljómsveitin flutti á Hyde Park tónleikunum á síðasta ári. Framleiðandinn William Orbit hefur sagt fjölmiðlum að hann hafi verið með hljómsveitinni í hljóðveri að undanförnu þar sem unnið hafði verið að nýju efni. Þó hefur gít- arleikari Blur, Graham Coxon, þverneitað að ný plata sé á leiðinni frá hljómsveitinni og verða aðdá- endur því bara að bíða og sjá. Blur skemmtir sér við upptökur í Hong Kong Upptökur Enn ríkir nokkur óvissa um það hvort ný plata sé á leiðinni frá Blur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.