Morgunblaðið - 14.06.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.06.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is Á markaðsráðandi fyrirtækjum hvíla ákveðnar skyldur til að raska ekki samkeppni. Þannig getur ým- iss konar háttsemi sem öðrum fyr- irtækjum á sama markaði er heimil reynst markaðsráðandi fyrirtækj- um óheimil, að sögn Snorra Stef- ánssonar, héraðsdómslögmanns hjá Logos. „Þetta þarf að meta í hvert og eitt sinn en nefna mætti sem dæmi um háttsemi sem hefur verið talin fela í sér misnotkun á mark- aðsráðandi stöðu skaðlega undir- verðlagningu, ósanngjarna við- skiptaskilmála, tryggðarafslætti og fleira,“ segir Snorri í samtali við Morgunblaðið.. Mega ekki hindra samkeppni Í ákvörðun sinni í máli Mylluset- urs ehf., útgefanda Viðskiptablaðs- ins, gegn 365 miðlum ehf., sem birt var í síðustu viku, taldi Samkeppn- iseftirlitið talsverðar líkur vera á því að 365 miðlar væru markaðs- ráðandi á markaði fyrir auglýsingar í dagblöðum miðað við þau gögn sem lágu fyrir í málinu. Í 4. tölulið 4. greinar samkeppnislaga er mark- aðsráðandi staða skilgreind sem sú staða þegar fyrirtæki hefur þann efnahagslega styrkleika að geta hindrað virka samkeppni á þeim markaði sem máli skiptir og það getur að verulegu leyti starfað án þess að taka tillit til viðskiptavina, keppinauta og neytenda. Rétt er þó að taka það fram að í umræddu máli komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að gögnin í málinu gæfu ekki þær vísbendingar um brot á samkeppnislögum að tilefni væri til að rannsaka það frekar. Þá er þeim fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu óheimilt að misnota þá stöðu sína. Um þetta er kveðið á í 11. grein samkeppnis- laga. Þar segir að misnotkun geti m.a. falist í því að beint eða óbeint sé krafist ósanngjarns kaup- eða söluverðs eða aðrir ósanngjarnir viðskiptaskilmálar settir, viðskipta- aðilum sé mismunað með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og samkeppnisstaða þeirra þannig veikt, settar séu takmarkanir á framleiðslu, markaði eða tækniþró- un, neytendum til tjóns, nú eða að sett sé það skilyrði fyrir gerð samn- inga að hinir viðsemjendurnir taki á sig viðbótarskuldbindingar sem ekki tengjast efni samninganna, hvorki í eðli sínu né samkvæmt við- skiptavenju. Er þetta ákvæði sam- keppnislaga um misnotkun á mark- aðsráðandi stöðu hliðstætt ákvæði 54. greinar EES-samningsins. Í sjálfu sér ekki ólöglegt Snorri bendir á að í sjálfu sér sé ekkert ólöglegt við það að fyrirtæki sé í markaðsráðandi stöðu. Fyrir- tæki í slíkri stöðu verði hinsvegar að huga að því sérstaklega hvernig þau haga sér á markaðnum með hliðsjón af þessari stöðu sinni. Þá segir hann að ekki sé viðvarandi eftirlit með því hvort fyrirtæki séu markaðsráðandi. „Það er fyrst og fremst tekin afstaða til þess hvort svo sé af hálfu Samkeppniseftirlits- ins við rannsókn á meintum brot- um, það er að segja hvort um sé að ræða misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þá er hafin rannsókn á því,“ segir Snorri. Aðspurður hvort Samkeppniseft- irlitið haldi úti lista yfir markaðs- ráðandi fyrirtæki segir Snorri svo ekki vera. Þá bendir hann á að mögulegt sé að fyrirtæki teljist markaðsráðandi á einum tíma- punkti en teljist síðan seinna meir ekki vera í slíkri stöðu. „Það geta líka bæst við fyrirtæki þannig að um sé að ræða sameiginlega mark- aðsráðandi stöðu,“ segir Snorri og bendir á að auðvitað verði breyt- ingar á mörkuðum og því þurfi að meta þetta í hvert og eitt skipti. Í 17. gr. c. samkeppnislaga segir: „Telji Samkeppniseftirlitið að sam- runi hindri virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða eins eða fleiri fyrirtækja verði til eða slík staða styrkist, eða verði til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti, getur stofnunin ógilt samruna“. Að sögn Snorra má ætla, vegna þess hvernig ákvæðið er orðað, að fyr- irtæki sem er í markaðsráðandi stöðu yrði alla jafna ekki heimilað að kaupa annað fyrirtæki, sem starfar á sama markaði, skilyrðis- laust enda yrði slíkt líklegt til að styrkja stöðuna. Aðspurður hvort einhverjar sér- stakar skyldur hvíli á markaðsráð- andi fjölmiðlafyrirtækjum, umfram önnur fyrirtæki, segir Snorri það í sjálfu sér ekki vera þannig. Bendir hann á að ákvæði 62. greinar fjöl- miðlalaga, sem veitir Samkeppnis- eftirlitinu heimild til að grípa til að- gerða gegn aðstæðum sem koma í veg fyrir, takmarka eða hafa skað- leg áhrif á fjölræði og/eða fjöl- breytni í fjölmiðlun almenningi til tjóns, sé óháð því hvort markaðs- ráðandi staða sé fyrir hendi eða ekki. Ákvæðið komi til viðbótar ákvæðum samkeppnislaga og veiti Samkeppniseftirlitinu auknar heim- ildir til afskipta af starfsemi fjöl- miðla frá því sem verið hefur. Geta ekki hagað sér líkt og önnur fyrirtæki  Ákveðnar skyldur hvíla á markaðsráðandi fyrirtækjum Morgunblaðið/Heiddi Ráðandi Í nýlegri ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins segir að líkur séu á að 365 miðlar séu ráðandi á mark- aði fyrir auglýsingar í dagblöðum. FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 Vegurinn um Köldukinn er enn lok- aður eftir að aurskriða féll á veginn í síðustu viku. Gunnar Bóasson, yf- irverkstjóri hjá Vegagerðinni á Húsavík, á ekki von á því að veg- urinn opnist fyrr en í seinni hluta næstu viku. Spurður hvort það sé vegna skemmda á veginum eða hættu á frekari skriðum svarar Gunnar að það sé aðallega vegna vegarins sem sé stórskemmdur. „Við erum nokkurn veginn búnir að hreinsa skriðurnar af veginum og hreinsa úr vegsárinu,“ útskýrir Gunnar og bætir við að vegurinn sé hreinlega horfinn á hundrað metra kafla. Þá sé klæðningin á veginum skemmd á enn stærri kafla, hann ímyndi sér að klæðningin sé í raun ónýt á allt að tvö hundruð metra kafla. Hættan fer minnkandi Fjárhagstjón liggur ekki fyrir en það hleypur á milljónum að mati Gunnars. Áætlað er að um tvö þús- und rúmmetra af efni þurfi í veg- inn. Gunnar segir að sérfræðingar frá Ofanflóðasjóði hafi á mánudag gef- ið leyfi til að undirbúa framkvæmd- ir við veginn. Hætta á frekari skriðuföllum minnki með hverjum deginum sem þurrt sé. Kaldakinn Nokkrar skriður hafa fallið á svæðinu undanfarið en sú stærsta reif veginn með sér, auk þess að fara yfir á, áður en hún staðnæmdist. Lokað í Köldukinn fram í næstu viku  Vegurinn horfinn á 100 metra kafla F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is Sláttutraktorar Ýmsar útfærslur mosatætarar, jarðvegstætarar, laufblásarar, kantskerar. Garðsláttuvélar Rafmagns- eða bensíndrifnar Úðabrúsar 1-20 ltr. Með og án þrýstijafnara Einnig Sláttuorf Rafmagns- eða bensíndrifnar Keðjusagir Rafmagns- eða bensíndrifnar Hekkklippur Rafmagns- eða bensíndrifnar Þýsk gæðatæki sem auðvelda þér garðvinnuna Gerðu garðverkin skemmtilegri lÍs en ku ALPARNIR s Trekking (Petrol og Khaki) Kuldaþol -20 Fyrir líkamsstærð 190 eða 175cm Þyngd 190/1,70 kg og 175/1,65 kg Verð kr. 13.995,- Tjaldasalur - verið velkomin Kúlutjöld - fjölskyldutjöld - göngu tjöld Savana Junior (blár og rauður) Kuldaþol -15°C Fyrir líkamsstærð 150 cm Þyngd 0,95 kg VERÐ 11.995,- Savana (blár) Kuldaþol -15°C Fyrir líkamsstærð 195cm Þyngd 1,45 kg Verð kr. 13.995,- Micra (grænn og blár) Kuldaþol -14°C Fyrir líkamsstærð 195 eða 185cm Þyngd 195/1,0 kg og 185/0,95 kg Verð kr. 16.995,- FAXAFENI 8, 108 REYKJAVÍK • SÍMI 534 2727 • ALPARNIR@ALPARNIR.IS • WWW.ALPARNIR.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.