Morgunblaðið - 14.06.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.06.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 ✝ Lilja Jakobs-dóttir fæddist í Kvíum í Jökul- fjörðum 24. apríl 1928. Hún lést á Sankt Lukas Stift- elsens hospice í Hellerup í Dan- mörku 31. mars 2013. Foreldrar henn- ar voru Guðbjörg Jónsdóttir, f. 15. desember 1898 í Kvíum, d. 8. apríl 1972, húsmóðir í Kvíum og Jakob Falsson, f. 8. maí 1897 í Barðsvík, d. 24. október 1993, bóndi í Kvíum og bátasmiður. Lilja var þriðja í sex systkina hópi, þau eru Guðrún Rebekka, f. 28. mars 1925, d. 8. júní 2011, Jónína Kristín, f. 18. maí 1926, Steinn, f. 1991, Álfrún, f. 31. maí 1993 og Jökull Örn, f. 1. ágúst 2002. Lilja ólst upp í Kvíum í Jök- ulfjörðum og flutti þaðan með fjölskyldu sinni til Ísafjarðar 1948. Á meðan fjölskyldan bjó í Kvíum stundaði Lilja skólanám í Bolungarvík og bjó þá hjá föð- ursystkinum sínum, en tók svo landspróf frá Núpi. Eftir það vann hún á Ísafirði og í Reykja- vík, en lengstan hluta starfsævi sinnar átti hún hjá Pósti og síma á Ísafirði. Síðustu árin á Ísafirði settist Lilja á skólabekk og kláraði meginhluta stúdents- prófs. Árið 1993 flutti hún til Reykjavíkur til að gæta dóttur- sonar síns og bjó eftir það í ná- býli við dóttur sína. Síðustu ár- in bjó hún hjá dóttur sinni í Danmörku þar sem hún lést. Útför Lilju fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag, 14. júní 2013, kl. 13. Þórarinn Svein- björn, f. 24. desem- ber 1929, d. 2. september 2012, Óli Aðalsteinn, f. 20. júlí 1935 og Hörður, f. 13. maí 1938. Lilja var ógift en átti dóttur, Drífu Leonsdóttur, f. 20. febrúar 1962. Barnsfaðir Leon Einar Carlsson, f. 12. júní 1935, d. 24. febrúar 1973. Drífa var gift Sigurði Helga Helgasyni, f. 7. ágúst 1961, þau eru skilin. Börn Drífu og Sigurðar eru: Guðbjörg Lilja, f. 24. apríl 1985, sambýlismaður Stefan Graf, f. 8. mars 1980, Arnaldur, f. 14. október 1987, Nökkvi „Einu sinni var“ er byrjun allra ævintýra. Einu sinni var bær norður í Jökulfjörðum er heitir Kvíar. Á fyrri hluta síðustu aldar óx þar upp systkinahópur, þrjár syst- ur, þrír bræður ásamt foreldr- um, afa og ömmu, oft frænd- fólki og ýmsum óskyldum til skemmri eða lengri dvalar. Á Kvíum bjó nefnilega gott fólk og ríkt. Þar var alltaf til matur. Á þessum slóðum var eðlilegur mælikvarði á ríkidæmi einmitt þessi, matur. Og stærsta matar- kistan var sjórinn. En peninga- grös uxu ekki í kartöflugarð- inum. Það varð hlutskipti Lilju að dvelja langdvölum fjarri ríki bernsku sinnar. Rétt fyrir miðja 20. öld flytur fjölskyldan til Ísafjarðar. Ungt og dugmik- ið fólk hjálpast að við að ná fót- festu í hinum stóra Ísafjarð- arkaupstað. Með samstilltu átaki tókst það. Um svipað leyti fóru tvær Reykjavíkurmeyjar á fund æv- intýra í hinu villta, íslenska vestri. Báðar með nýbakað at- vinnupróf upp á vasann og reiðubúnar að frelsa heiminn eins og ungu fólki er eðlilegt. Ein afleiðingin var að undirrit- uð kynntist og tengdist bróð- urnum Sveinbirni úr áðurnefnd- um systkinahópi. Þar með eignaðist ég líka þrjár tengda- systur og tvo tengdabræður eins og þau segja svo fallega þarna fyrir vestan. Þrjú úr hópnum eru fallin frá; Guðrún (2011), Sveinbjörn (2012), Lilja (2013). „Hvar sem mest var þörf á þér, þar var best að vera“. Þessi orð vinar okkar og land- nemans mikla hljóta að koma upp í hugann þegar við minn- umst hennar Lilju. Starfsævi Lilju, þessi sem finnst í opinberum skjölum, leið hjá ritsímanum á Ísafirði. Þau störf, sem önnur, voru vel unn- in. Lilja úr Jökulfjörðum eign- aðist lífsblóm sitt, hana Drífu, þegar fjölskyldan hafði gjört sér skjól á Ísafirði. Í því skjóli ólst Drífa upp. Tíminn leið. Drífa stækkaði, mannaðist og menntaðist rétt eins og hinir krakkarnir, og aftur lá leiðin suður. Lilja varð tengdamóðir og amma. Hún fylgdi Drífu og hennar fjölskyldu og viðkomu- staðir voru m.a. Reykjavík, Hafnarfjörður, Danmörk, Frakkland. Danmörk varð að lokum síðasta heimili Lilju. Barnabörnin urðu fimm og voru hennar yndi og umhyggja alla tíð. Má segja að hún hafi verið lífsakkeri síns fólk allar sínar lífsstundir. Oft veitir manni ekki af að rifja upp vers úr gömlum sálmi: „Jörðin er Drottins og allt sem á henni er, heimurinn og þeir sem á honum búa.“ Það er notalegra að hafa staðkunnugan sér til halds og traust, ef maður lendir í ferða- lögum. Lilja var mikill náttúruunn- andi. Þegar við gengum saman fyrir margt löngu um götur bernskunnar, þá sáust „smávin- ir fagrir“ hneigja sig við hvert hennar skref. Allt, sem Lilja vann, var fallegt, vel gert, vand- að. Hún var sannarlega bæði velvirk og vandvirk og algjör- lega fjaslaus um verk sín. Á síðastliðnum páskum kvaddi Lilja þetta líf. Gjafir hennar flestar og bestar er að finna í hugskoti þeirra sem þótti vænt um hana og voru ferðafélagar á langri leið. Þau systkin, Guðrún, Svein- björn og Lilja hafa nú gengið aðrar götur um sinn. Ég fann þessi góðu kveðjuorð í ljóðlínu hans Hannesar Péturssonar, Páskaliljur: „Þið skínið í garðinum sólir fæddar af mold“. Nanna Jakobsdóttir. Þeir eru óðum að hverfa úr þessu jarðlífi einstaklingarnir sem tilheyrðu þeirri kynslóð sem ólst upp við aðstæður sem nútíminn skilur ekki hvernig hægt var að búa við. Lilja er sú þriðja sem hverfur yfir móðuna miklu úr systkinahópnum frá Kvíum í Jökulfjörðum. Í dag eru Kvíar langt norðan við hinn byggilega heim og erfitt að gera sér í hugarlund harðbýlið og einangrunina sem fólkið sem þar bjó þurfti að glíma við. Óblíð náttúruöflin í formi veð- urs og landshátta áttu sinn þátt í að móta persónuleika þeirra sem þurftu að heyja þar sína lífsbaráttu. Ekki þýddi að hlaupa til næstu bæja eftir hjálp því fjöll og firnindi skildu að byggð ból. Útsjónarsemi og úthald var það sem gilti. Kvía- systkinin lærðu því frá blautu barnsbeini þrautseigju, sjálfs- björg, nægjusemi, þolgæði og vera sjálfum sér næg, nokkuð sem nútímamaðurinn mætti temja sér meira en hann gerir. Trúlega hefðu þessir eiginleikar getað forðað þjóðinni frá því hruni sem græðgin og sjálfs- umhyggjan felldi hana í. Þótt skólagangan væri stutt og slitr- ótt og langt frá heimahögum er aðdáunarvert hve þekking þessa fólks stóð og stendur að engu leyti að baki þekkingu þeirra sem fullrar skólagöngu hafa notið. Kvíafólkinu var bæði í blóð borið að sækja sér þekk- ingu auk þess sem heimilið á Kvíum var menningarheimili þótt lítill tími gæfist til lestrar. Þekkingin var borin milli kyn- slóða í formi sagna og þekking- arþörfinni fullnægt á allan mögulegan hátt. Sjálfsagt hefðu öll Kvíasystkinin farið í gegnum háskólamenntun hefðu þau haft til þess tækifæri því ekki vant- aði greindina. Lilja lét sig ekki muna um að taka landspróf á Núpi og fá þar ágætiseinkunn. Aðstæður sáu hins vegar til þess að lengri varð skólagangan ekki. Þessari ágætu fyrrverandi mágkonu minni náði ég að kynnast nokk- uð vel á síðasta skeiði ævi henn- ar. Sjaldan hef ég kynnst jafn skarpgreindri konu og henni og ekki vantaði fróðleikinn. Dag- legt mas var henni ekki að skapi en vitrænar umræður á hvaða sviði sem var létu henni vel og þar var ekki komið að tómum kofunum. Eins gott að fara ekki með fleipur því Lilja var fljót að reka slíkt ofan í mann. Með aldrinum dapraðist sjón- in svo mjög að hún gat ekki lengur lesið. Þá var bara að bjarga sér eins og fyrri daginn og tæknin notuð til að hlusta á það sem hún vildi heyra. Einka- dóttirin var henni einkar hug- læg, svo mjög að hún helgaði sitt líf henni og hennar fjöl- skyldu. Þar af leiðandi bjó hún síð- ustu árin hjá dóttur sinni í Dan- mörku og naut þess að geta rétt henni hjálparhönd með börnin og heimilið. Það var mannbæt- andi að fá að kynnast þeirri mannkostakonu sem Lilja var og lærdómsríkt að sjá hvernig hægt er að njóta lífsins í nægju- semi og sífelldri þekkingaröfl- un. Barnabörn Lilju hafa fengið gott veganesti út í lífið með mannbætandi nærveru og um- hyggju ömmu sinnar. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir. Lilja Jakobsdóttir ✝ HólmfríðurKristdórsdóttir fæddist á Sævar- landi í Þistilfirði 6. júní 1926. Hún lést á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn 3. júní 2013. Foreldrar henn- ar voru Kristdór Gamalíelsson og Hansína Pálsdóttir bændur á Sævar- landi. Systkini hennar voru Lilja, Vigdís, Guðjón og Guð- rún. Þau eru öll látin. Hólmfríður giftist Geir Björgvinssyni, f. 3. apríl 1915 í Borgum, d. 5. júní 1954. Börn þeirra eru: 1) Hreinn Geirsson Hólmfríður ólst upp að Sævarlandi í Þistilfirði og hóf þar búskap ásamt fyrri manni sínum árið 1947. Hún missti Geir mann sinn árið 1954 frá fjórum ungum börnum. Eftir lát hans hélt hún áfram búskap á Sævarlandi með aðstoð systk- ina sinna Guðrúnar og Guð- jóns. Þar ólust börn hennar upp til fullorðinsára. Hólm- fríður gerðist ráðskona hjá Óla Halldórssyni á Gunnarsstöðum á áttunda áratugnum og giftist honum árið 1987. Eftir lát hans hélt hún heimili með Gunnari eftirlifandi bróður Óla, allt til ársins 2007 er þau fluttu á Dvalarheimilið Naust á Þórs- höfn. Hólmfríður sinnti alla tíð heimili og bústörfum, auk þess að taka þátt í félagsstörfum í sveitinni. Útför Hólmfríðar fer fram frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði í dag, 14. júní 2013, og hefst athöfnin kl. 14. bóndi í Kollavík, f. 4. ágúst 1948, k.h. Jakobína Ketils- dóttir. Sonur þeirra er Hólmgeir Rúnar, sambýlis- kona hans er Re- bekka Ásgeirs- dóttir, þau eiga dótturina Rakel. 2) Guðrún Hansína sjúkraliði, f. 7. apr- íl 1950. 3) Svanhvít bóndi á Sævarlandi, f. 20. júní 1952 og 4) Geir bóndi og verkamaður á Sævarlandi, f. 28. mars 1954. Seinni maður Hólmfríðar var Óli Halldórsson bóndi á Gunnarsstöðum, f. 1. ágúst 1923, d. 2. maí 1987. Elsku Hólmfríður, það er með söknuði en jafnframt hlý- hug sem við kveðjum þig í hinsta sinn. Þegar við rifjum upp samverustundir okkar út í bæ eru ótal minningar sem rifj- ast upp. Þó er það tvennt sem kemur fyrst upp í hugann: Kex og djús. Heimsóknir okkar til þín út í bæ voru óteljandi og þar af leiðandi öll þau skipti sem við fengum hjá þér kex og djús. Alltaf tókstu á móti okkur róleg í bragði og með bros á vör, hvort sem við værum að koma til þín eftir langa fjarveru eða þriðja skiptið þann daginn. Sumum lá svo á að komast út í bæ til þín að þeir drifu sig seint að kvöldi á náttfötum og stíg- vélum einum fata. Þegar við þurftum að eiga rólega og nota- lega stund fórum við oft til þín og hlustuðum með þér á plöt- urnar og á tyllidögum gátu þeir sem vildu fengið naglalakk á tærnar, enda fátt sem gerir mann jafn fínan og naglalakk- aðar táneglur. Þar sem málæði hrjáir nánast alla fjölskyldu- meðlimi var gott að geta komið til þín, þú varst alltaf tilbúin að hlusta á sögur um allt og ekk- ert. Eftir að við fluttum að heiman fækkaði heimsóknunum en þú varst alltaf jafn áhuga- söm um hvað á daga okkar hafði drifið síðan við sáum síð- ast. Það má segja að þú hafir ver- ið ská-amma okkar, alltaf voru dyrnar að heimili þínu okkur opnar og þar vorum við svo sannarlega velkomin, hvort sem við værum eitt á ferð eða hálft fótboltalið. Að hafa átt þig að var ómet- anlegt, takk fyrir allt. Berglind, Ragnheiður, Sunna Björk og Þórarinn. Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð. – Sumir skrifa í öskuna öll sín bestu ljóð. Svo farast skáldinu Davíð Stefánssyni orð í þekktu kvæði og þessar ljóðlínur lýsa Hólm- fríði og hennar lífshlaupi betur en gert verður í löngu máli. Dagfarsprúð og hógvær stóð hún alltaf fyrir sínu, lagði gott til mála, hlúði að sínum nánustu og hugsaði um annarra hag um- fram eigin þarfir. Það fór ekki mikið fyrir henni en heimurinn er samt fátækari án hennar. Það var alltaf svo gott að koma til Hólmfríðar, rólegt og um- fram allt notalegt. Alltaf átti hún til djús og kex fyrir okkur krakkana, nóg af spilum til að byggja spilaborgir og leyfði manni að setja eins mikið Nes- quik út í mjólkina og maður sjálfur vildi. Seinna þegar við uxum úr grasi fylgdist hún með okkur og hafði gaman af því að fá til sín næstu kynslóð í djús og kex. Hnyttin svör og lúmsk- ur húmor einkenndu hana, þó ekki hafi það farið hátt. Hún unni sveitinni sinni, var heima- kær og nú seinni ár þegar hún var á dvalarheimilinu spurði hún mig alltaf út í lífið á Gunn- arsstöðum. Nú er langri ævi lokið og hvíldin tekin við. Hólm- fríður sameinast þar ástvinum sínum og samferðarmönnum úr sveitinni. Hún og amma hafa örugglega um margt að spjalla. Ég á eftir að sakna þess að spjalla við hana og þakka fyrir allt sem hún var mér og mínum. Börnunum hennar og fjölskyld- um votta ég samúð mína. Hvíl í friði. Gréta Bergrún Jóhannesdóttir. Nú hefur heiðurskonan Hólmfríður Kristdórsdóttir kvatt okkur um sinn. Á slíkum stundum er hollt að líta yfir far- inn veg og minnast samferð- arinnar. Hólmfríði kynntist ég þegar hún, uppúr 1970, gekk í það verk að annast öll innan- hússverk fyrir þá Gunnars- staðabændur og móðurbræður mína Óla og Gunnar. Þarna var hún komin þessi fíngerða og smávaxna kona með blíða bros- ið sitt, það var bókstaflega eins og hún hefði alltaf verið þarna. Amma mín og móðir þeirra bræðra, þá komin á níræðisald- ur, hafði sinnt nánast öllum húsverkum fram að því, enda var henni ekki fisjað saman frekar en öðrum Gunnarsstaða- konum. Hólmfríður tókst á við þetta verk af mikilli alúð og natni eins og henni einni var lagið. Það var hennar metnað- armál að hafa nógan og góðan mat á borðum og allt hreint og snurfusað alla tíð. Þegar við frændsystkinin komum í heim- sókn var engu líkara en hún væri að ofbjóða okkur með mat og drykk og látlausum áskor- unum og borða nú meira og dvelja lengur. Það var vissulega notalegt og vel meint í alla staði. Það sama gilti auðvitað um vinnumenn og verktaka á vegum þeirra bræðra, það skyldi enginn verða orkulaus í fæðisvist Hólmfríðar Kristdórs- dóttur. Þeir bræður voru enda sælir í vistinni og höfðu himin hönd- um tekið. Hólmfríður og Óli felldu fljótlega hugi saman og það var flestum ljóst nema þeim sjálfum að því er virtist. Þau undu sér vel á Gunnars- stöðum og ferðuðust jafnvel saman um landið á sumrum. Þau höfðu sig samt ekki í að gifta sig fyrr en á dánarbeði Óla vorið 1987 er hann féll frá langt um aldur fram og var okkur öllum mikill missir. Hólmfríður sat áfram í búi með Gunnari sem stundaði sína mjólkurframleiðslu í nokkur ár í viðbót og hellti sér síðan í hestamennsku af miklum ákafa. Þau fluttu svo saman á dval- arheimilið Naust á Þórshöfn hvar þau eyddu saman síðustu æviárunum en Gunnar féll frá haustið 2011. Hólmfríður virkaði sem ákaf- lega hógvær og nægjusöm manneskja sem hún vissulega var. En undir niðri bjó mikill metnaður og atorka og ekki síst umhyggja fyrir sínum nánustu. Hún fylgdist vel með framgangi fjölskyldumeðlima og gladdist yfir sigrum þeirra og áföngum á lífsleiðinni. Hún var ákaflega stolt og ánægð yfir öllum ár- angri, hvort sem voru próf eða starfsframi. Með þessu öllu fylgdist hún af mikilli athygli. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Fjölskyldan í Reynihlíð send- ir börnum og öllum afkomend- um Hólmfríðar hlýjar kveðjur við fráfall hennar. Við þökkum samfylgdina, góða viðkynningu og allar góðar stundir. Pétur Snæbjörnsson. Við fráfall Hólmfríðar Krist- dórsdóttur koma í hugann minningar frá bernsku okkar þegar hún Hólmfríður tók okk- ur og heimilið á Syðra-Lóni að sér í þrjú skipti á árunum 1969 og 1970. Ekki leist okkur systk- inunum á að fá ókunna konu til að passa okkur, en hún var fljót að vinna okkur á sitt band. Móðir okkar fór fyrst í októ- ber1969 að eiga Herborgu syst- ur okkar á sjúkrahúsi í Reykja- vík, síðan höguðu örlögin því til að Hólmfríður þurfti að koma tvívegis til okkar á árinu 1970 til að aðstoða á heimilinu, vegna veikinda. Hólmfríður hafði mik- ið lag á börnum, enda einstak- lega barngóð manneskja sem vann hug okkar og hjörtu með hægð sinni og natni. Hólmfríður fór síðan á Gunn- arsstaði og gerðist ráðskona hjá ömmu okkar og afa og síðar móðurbræðrum. Hún hugsaði vel um gamla fólkið, amma okk- ar varð ríflega 94 ára og er það meðal annars góðri umönnun Hólmfríðar að þakka, en amma bjó heima til dauðadags. Hólmfríður var ekki kona hávaða eða æsinga. Hún vann verk sín af natni og iðjusemi, steypti ekki stömpum eða hafði hátt, heldur hélt stöðugt áfram og féll aldrei verk úr hendi. Hólmfríður var snyrti- menni og vildi hafa heimilið fallegt og notalegt. Hún lagði mikið upp úr fallegum hlutum, að klæða sig fallega og vera snyrtileg. Hún viðhélt heimilis- bragnum á Gunnarsstöðum og bjó móðurbræðrum okkar áfram það fallega og hlýja rausnarheimili sem Gunnars- staðir voru. Hólmfríður var glaðlynd kona og hafði góða kímnigáfu. Átti hún því vel heima á Gunn- arsstöðum, þar sem frændur okkar voru miklir sagnamenn og Óli mikill hagyrðingur og sagnamaður. Síðar fór svo að hún og Óli móðurbróðir okkar giftust á meðan Óli barðist við þann sjúkdóm sem síðan dró hann til dauða. Eftir það héldu hún og Gunnar móðurbróðir heimili, allt þar til þau fóru saman á dvalarheimilið Naust. Góð kona er gengin. Um leið og við þökkum henni Hólmfríði fyrir öll okkar góðu og löngu kynni, þá vottum við börnum hennar og afkomendum, okkar dýpstu samúð. Þuríður og Guðmundur Vilhjálmsbörn Syðra-Lóni. Hólmfríður Kristdórsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á for- síðu mbl.is má finna upplýsingar um innsending- armáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeig- andi lið Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.