Morgunblaðið - 14.06.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.06.2013, Blaðsíða 27
F ÍT O N / S ÍA Fífa salernispappírinn er einstaklega mjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífa í næstu verslun. WWW.PAPCO.IS FIÐURMJÚK FÍFA UMRÆÐAN 27Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 Hugleiðsla Fyrsta laugardag í september 2003 bauðst mér, þá búsett- um á þeim frábæra stað Patreksfirði, að taka þátt í hugleiðslu með fólki sem komið var frá Reykjavík. Um 20 manneskjur mættu til að taka þátt í þess- um viðburði. Ég hafði aldrei prófað slíkt áður, en var fullur af forvitni og hlakkaði mikið til. Persónuleg upplifun, meðan á hugleiðslunni stóð, var stórkostleg. Ég man það að þegar ég kom úr henni hugsaði ég með mér að þetta myndi mig svo sannarlega langa að prófa aftur. Að- komufólkið sem leiddi þessa hug- leiðslu kynnti sig. Þau sögðust vera frá Ljósheimum, miðstöð fyrir huga, líkama og sál, staðsettum í Reykjavík. Sú sem var í fyrirsvari fyrir Ljósheima á þessum tíma (og er ennþá) heitir Sólbjört Guð- mundsdóttir. Hún er annar af tveimur stofnendum Ljósheima. Áhugi minn var vakinn. Mér leið strax eins og þarna væri komið eitt- hvað sem ég hefði beðið mjög lengi eftir. Eina helgi í desember sama ár fór ég á hugleiðslunámskeið í Ljós- heimum í Reykjavík. Ég var þarna aðeins að kynnast töfrum hugleiðsl- unnar og fékk strax þá tillfinningu að hún væri frábær leið til að kyrra hugann, losna við neikvæðar hugs- anir. Ég kláraði námskeiðið, og hélt aftur út á land til vinnu minnar. Ljósheimaskóli Síðla sumars 2007 flutti ég aftur til Reykjavíkur og eitt af því fyrsta sem ég gerði var að skrá mig í Ljós- heimaskólann, sem er þriggja til fjögurra ára skóli innan Ljósheima. Skólinn hófst í septemberbyrjun það ár. Ég skynjaði það strax að skólinn yrði mikil áskorun fyrir mig, en var alltaf meðvitaður um það að ég væri á réttum stað. Skólinn er byggður upp á fyrirlestrum, fræðslu og hugleiðslu. Mikil tjáningarvinna fer fram í tímum af hálfu nemenda. Á milli tíma er oft gert ráð fyrir heimavinnu, sem er aldrei íþyngj- andi. Það er illmögulegt að fjalla í stuttu máli um það sem fram fer í skólanum, en allt miðar það að því að þroska nemendur andlega. Gríð- arlega yfirgripsmikill fróðleikur og vinna sem þroskaði mig mikið. Á 3. og 4. ári leið mér eins og ég væri byrjaður að „uppskera“, og yfir mig helltist mikið þakklæti og margar aðrar jákvæðar tilfinningar. Ég var, í stuttu máli sagt, orðinn mjög sátt- ur við mig. Kundalini-jóga Þegar ég kláraði skólann um vorið 2011, fór ég beint í kundalini jóga sem var nýbyrjað að bjóða upp á í Ljós- heimum, Ég hafði alltaf haldið að jóga snerist bara um það að minnka stirðleika í líkamanum, en svo reyndist ekki vera. Í kundalini jóga er unnið á markvissan hátt með líkamsstöður, augnfókus, andardrátt og möntrur. Æfingar í hverjum tíma miða að því að styrkja eitthvað ákveðið, t.d. inn- kirtlastarfsemina, taugakerfið, ónæmiskerfið, hryggsúluna, mjaðm- ir, axlir, háls, einstök líffæri lík- amans, æðakerfið, meltinguna, til- finningar, hugsanir o.s.frv. Leiðbeinendur okkar tala gjarnan um „kríu dagsins“. Kundalini jóga hefur, eins og allt annað sem ég hef fengist við í Ljósheimum í gegnum árin, hjálpað mér að kyrra hugann. Ég er stöðugt að reyna að vera meðvitaður um það að lifa í núinu og njóta andartaksins. Áreitið á hverjum degi er margvíslegt hjá okkur öllum, bæði í vinnu og einka- lífi. Kundalini jóga er þess vegna fyrir alla. Endalaust ferðalag með góðum vinum Það er mikið um að vera í Ljós- heimum árið um kring, fyrir utan það sem ég hef nefnt hér að framan; meðgöngujóga, jóga nídra, jógísk ráðgjöf, ýmis spennandi námskeið, gong slökun í hádeginu á mánudög- um, tveggja tíma gong slökun eitt fimmtudagskvöld í hverjum mánuði, einingarblessun öll fimmtudags- kvöld og ýmsar frábærar meðferðir. Í verslun Ljósheima á 3. hæð að Borgartúni 3, er margt áhugavert til sölu, t.d. kristallar, reykelsi, spá- spil, geisladiskar og bækur. Góður vinur Ljósheima, Selena, kemur þrisvar á hverju ári til að setja upp kristallasýningu og til kennslu í Ljósheimum. Ljósheimadagur er svo haldinn þrisvar á ári. Tíminn minn með vinum mínum í Ljósheimum, sem núna spannar tæp 10 ár, hefur verið stórkostlegt „ferðalag“. Hlýlegt viðmót þeirra, metnaður, kunnátta og þolinmæði er alveg einstakt. Ljósheimar – góður staður Eftir Björn Amby Lárusson Björn Amby Lárusson » Áreitið á hverjum degi er margvíslegt hjá okkur öllum, bæði í vinnu og einkalífi. Höfundur er löglærður fulltrúi hjá sýslumanninum í Reykjavík. Undanfarnar vikur og mánuði hef- ur fólki orðið tíðrætt um erfitt ástand á Landspítalanum. Spít- alinn hefur ekki farið varhluta af efnahags- ástandinu, eins og alþjóð veit. Þrátt fyrir bág- borna stöðu hef- ur spítalanum tekist að halda sig innan ramma fjárlaganna, án þess að skerða þjónustuna þannig að undan svíði. Á röntgendeild Landspítala er sinnt alhliða myndgreiningu þar sem gerðar eru ómskoðanir, teknar röntgenmyndir og tölvu- sneiðmyndir og gerð segulómun. Röntgendeildin gegnir mikilvægu hlutverki í eftirliti og meðferð skjólstæðinga Landspítalans, sér í lagi einstaklinga með krabbamein, en eftirlit fer fyrst og fremst fram með tölvusneiðmyndun og segul- ómun. Segulómun er einnig mikið notuð í myndgreiningu tauga- sjúkdóma og stoðkerfissjúkdóma, sem og myndgreiningu hjá börn- um, þar sem henni fylgir engin jónandi geislun. Á síðari árum hef- ur dagdeildarþjónusta og göngu- deildarþjónusta Landspítalans aukist og margir koma að heiman í myndgreiningarrannsóknir og eftirlit hjá lækni sínum í fram- haldinu. Nú stendur fyrir dyrum upp- færsla á öðru af tveimur segul- ómtækjum Landspítalans og verð- ur því lokað síðla sumars í fjórar vikur. Mikil ásókn er í rannsóknir með segulómun, sem eru tímafrek- ar, og anna þessi tvö tæki því eng- an núna veginn að sinna skjól- stæðingum Landspítalans. Ekki verður unnt að sinna ein- staklingum sem eiga að koma í rannsókn að heiman, heldur verð- ur fyrst og fremst lögð áhersla á að sinna þeim sem liggja inni á sjúkrahúsinu. Því er hætt við að langur biðlisti muni myndast eftir segulómrannsóknum og er bara tímaspursmál hvenær skaði hlýst af. Við þessu er engin skamm- tímalausn, en fyrir hefur lengið lengi að þriðja tækið þurfi á Land- spítalann. Ofan á erfitt ástand bætist svo deila stjórnenda Land- spítalans við geislafræðinga deild- arinnar, sem leysa þarf sem allra fyrst. Því skorar stjórn Félags ís- lenskra röntgenlækna á stjórn- endur Landspítala og stjórnvöld að ganga í það sem allra fyrst að bæta úr þessu ástandi. MARÍANNA GARÐARSDÓTTIR, röntgenlæknir á Landspítala og formaður Félags íslenskra röntgenlækna. Staðan á röntgendeild Landspítalans Frá Maríönnu Garðarsdóttur Maríanna Garðarsdóttir Verslunareigendur! Ítalskir pappírspokar í úrvali Eingöngu sala til fyrirtækja Opið 08.00 - 16.00 www.flora.is | info@flora.is | Réttarhálsi 2 | 110 Rvk | Sími: 535 8500 Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Vöggusæng ur Vöggusett Póstsendum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.