Morgunblaðið - 25.06.2013, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.06.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is „Áætlað er að hver ráðstefnugest- ur muni eyða fjórum sinnum meira en meðalferðamaður, eða um 100 þúsund krónum á dag,“ segir Árni Þórðarson, forseti Evr- ópusamtaka tannréttingasérfræð- inga, en ráðstefna samtakanna verður haldin í Hörpu og hefst hún miðvikudaginn 26. júní og stendur til laugardags. Sam- kvæmt útreikningum fagaðila munu gestir ráðstefnunnar sem eru 2.300 skilja eftir sig á annan milljarð í tekjum fyrir Ísland á þeim fimm dögum sem ráðstefnan stendur yfir. „Síðan eru mjög margir ráð- stefnugestir sem eru komnir til landsins og hafa verið að ferðast hér um og síðan aðrir sem ætla að vera hérna lengur eftir ráð- stefnuna,“ segir Árni en þátttak- endur koma frá yfir 70 löndum. „Þá hefur ráð- stefnuþjónustan okkar nú þegar selt um 930 skipulagðar ferðir um landið til ráðstefnugesta.“ Ráð- stefna Evrópusamtaka tannrétt- ingasérfræðinga – European Orthodontic Society – er haldin í fyrsta sinn á Íslandi um helgina og er hún sú stærsta sem haldin hefur verið í Hörpu frá opnun. „Þetta er stærra en EVE online- viðburðurinn sem haldinn var um daginn og örugglega ein stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið á Íslandi, ég veit aðeins um eina sem hefur verið stærri,“ segir Árni sem var beðinn um að taka þetta verkefni að sér fyrir fimm árum og hefur verið að undirbúa þetta síðan með samstarfsfólki sínu. „Við áttum aldrei von á því að svona margir myndu koma, við erum rosalega ánægð með það. Ís- land er greinilega svona vinsælt og síðan tókst okkur einnig að ná mjög flottum fyrirlesurum.“ En á ráðstefnunni verður úrval heims- frægra og eftirsóttra fyrirlesara í faginu, 64 stutt erindi verða flutt og 13 aðalfyrirlesarar koma fram. „Ráðstefnan er góð vítamín- sprauta fyrir landið,“ segir Árni en markmiðið er að gestirnir fái að njóta bæði hins faglega þáttar og einnig þess sem stendur til boða utan eiginlegrar dagskrár. Sérfræðingar í tannréttingum góðir gestir  Gera ráð fyrir að hver ráðstefnu- gestur eyði 100.000 krónum á dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Harpa Sérfræðingar fjölmenna á ráðstefnu og eyða grimmt. Árni Þórðarson Mikil orrusta var háð í Hljómskálagarðinum í gær þegar stríðsmenn, ber- serkir, galdrakarlar og aðrar hetjur mættust á vígvellinum. Allar sluppu þær ómeiddar, þökk sé deigum vopnum, og álfar, orkar, dýramenn og hálf- drekar hurfu sáttir til síns heima eftir hraustleg átök. Hetjurnar eru sköpunarverk 10-12 ára pilta á ævintýranámskeiði sem Benedikt Aron Guðnason stendur fyrir í samstarfi við frístundamiðstöðina Frostaskjól en það byggist á því sem Benedikt kallar „rauntímahlutverkal- eik“. Morgunblaðið/Ómar Ævintýri og hetjudáðir í höfuðborginni Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hefur ákveðið, með fyrirvara um sam- þykki Póst- og fjarskiptastofnunar, að breyta allt að fjórum milljörðum af átta milljarða láni til Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) í hlutafé. Það er gert gegn því að eftirstöðvar lánsins verði greiddar. OR ákvað í október 2012 að selja 49% hlut í GR en OR á GR að fullu. Endurfjármögnun GR er hluti af und- irbúningi sölu 49% hlutarins. OR lagði GR til eignir og hlutdeild í skuld- um OR við stofnun GR árið 2007. Lánasamningurinn var í erlendri mynt og stökkbreyttist árið 2008. Heildarskuldir GR um síðustu ára- mót námu rúmum átta milljörðum króna sem gjaldfalla á þessu ári. Heildareignir GR, sem eru að mestu ljósleiðarakerfi, eru rúmlega 11 millj- arða virði og tekjur GR í fyrra námu 1,4 milljörðum. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórn- arformaður OR, var spurður hvort breyting helmings láns OR í hlutafé væri viðurkenning á því að þetta væri tapað fé. „Nei, það er von til þess að hlutaféð seljist. Vissulega varð Gagna- veitan fyrir höggi, gengistapi og öðru. Þetta endurspeglar það. Nú er unnið að breytingu á fjármagnsskipan fyr- irtækisins og að færa það úr fangi Orkuveitunnar til að gera það seljan- legra,“ sagði Haraldur Flosi. Hann sagði ætlunina að Gagnaveitan fjár- magnaði hinn helming lánsins, sem ekki er breytt í hlutafé, með lántöku á almennum markaði. Væntanlegir kaupendur Gagnaveitunnar taka því við skuldsettu fyrirtæki. Haraldur sagði að auk skuldarinn- ar við OR skuldaði Gagnaveitan um 1,5 milljarða og er ætlunin að endur- fjármagna þá skuld með langtímaláni. „Gagnaveitan hefur verið í fram- kvæmdafasa og verið framkvæmda- fjármögnun á þessu. Nú er kominn tími til að langtímafjármagna þetta,“ sagði Haraldur Flosi. „Ég er mjög sáttur við að selja hluta af Gagnaveitunni,“ sagði Kjart- an Magnússon, stjórnarmaður í OR. „Það er ljóst að skattgreiðendur í Reykjavík hafa þurft að borga vel á annan tug milljarða króna í þetta fjar- skiptaævintýri Orkuveitunnar.“ Hann kvaðst telja að breyting á helm- ingi skulda GR við OR í hlutafé sýndi svart á hvítu að sennilega hefði þetta verið tapað fé fyrir Orkuveituna. OR breytir skuld GR í hlutafé  Helmingi skuldar Gagnaveitunnar við OR, fjórum milljörðum, breytt í hlutafé  Stjórnarmaður í OR telur þetta sýna að sennilega hafi lán OR verið tapað fé Haraldur Flosi Tryggvason Kjartan Magnússon 2.300 gestir verða á ráðstefnu Evrópu- samtaka tannréttingasérfræðinga 5 daga ráðstefna með 77 fyrirlestrum og erindum 930 skipulagðar ferðir hafa þegar verið seldar ráðstefnugestum ‹ VÍTAMÍN › » Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er smekkfullt með Herjólfi í mörgum ferðum. Ef maður hefur ekki planað svo og svo langt fram í tímann þá getur verið erfitt að kom- ast á milli lands og Eyja,“ sagði Kristín Jóhannsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Vestmanna- eyja, um ferðir með Herjólfi. Morg- unblaðinu barst til eyrna að nokkuð væri um fullbókaðar ferðir með skip- inu í sumar og leitaði álits hjá Krist- ínu. Hún sagði þetta einkum eiga við þær helgar þegar haldin eru stórmót og hátíðir í Eyjum. Í dag flykkjast gestir á Shellmótið, fjölsótt knattspyrnumót yngri flokka drengja. Í byrjun júlí er goslokahá- tíðin og verður mikið um dýrðir enda 40 ár frá goslokum. Þjóðhátíð Vest- mannaeyja er svo um versl- unarmannahelgina. Gunnlaugur Grettisson, rekstrar- stjóri Herjólfs, sagði skipið geta flutt 390 farþega og 50-55 bíla í hverri ferð eftir stærð bílanna. Fyrst yrði því fullbókað fyrir bíla þegar margir vildu fá far. Skipið siglir fimm ferðir flesta daga vikunnar. „Þetta er ekki ný saga. Það verður alltaf þannig á meðan skip er notað til samgangna milli lands og Eyja að framboð fyrir bíla og fólk verður tak- markað,“ sagði Gunnlaugur. Hann sagði að t.d. í kringum goslokahátíð- ina væri farið að þrengjast um pláss fyrir bíla og uppbókað suma dagana en nóg framboð af sætum fyrir far- þega. En kemur til greina að fjölga ferðum? „Já, við gerum það. Aðfaranótt næsta sunnudags verðum við til dæmis með tvær aukaferðir,“ sagði Gunnlaugur. Morgunblaðið/RAX Herjólfur Pláss fyrir fólk en ekki bíla í kringum vinsælar hátíðir. Plássin fyrir bílana fara fyrst  Mikið bókað með Herjólfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.