Morgunblaðið - 25.06.2013, Page 4

Morgunblaðið - 25.06.2013, Page 4
Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is „Starfrækt var sérstök barna- og unglingageðdeild sem sjálfstæð ein- ing innan FSA en hún var færð undir barnasvið sjúkrahússins. Sérfræð- ingar deildarinnar töldu þetta vera afturför í þjónustu,“ segir Ólafur Ó. Guðmundsson, formaður Barnageð- læknafélags Íslands (BGFÍ) og yfir- læknir á Landspítalanum, en félagið sendi frá sér ályktun í gær þar sem skorað er á Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, að beita sér fyr- ir bættri stöðu barna- og unglinga- geðlækninga. Ólafur vill að Kristján aðstoði sérfræðimiðstöðvar geð- lækninga, á BUGL og á FSA, með að tengja þjónustuna saman. Ósætti um skipulagsbreytingar Sérfræðingar geðdeildarinnar, barnageðlæknir og sálfræðingur, sögðu störfum sínum lausum vegna skipulagsbreytinga á sjúkrahúsinu Breytingarnar komu til vegna út- tektar sem Ríkisendurskoðun gerði á stofnuninni, en lagt var til að end- urskoðun yrði gerð á skipuriti starf- seminnar. „Meginniðurstaðan var sú að þeim stjórnendastöðum innan sjúkrahússins sem voru með svokall- aða þríþætta stjórnunarábyrgð var fækkað,“ segir Sigurður E. Einars- son, framkvæmdastjóri lækninga á FSA. Hann bætir við að breytingin hafi ekki einskorðast við barna- og unglingageðdeildina. Starfsemin ekki lögð niður Hann er ekki sammála ályktun BGFÍ sem segir að starfsemin hafi verið lögð niður heldur segir hann að breytt hugmyndafræði á bak við starfsemi lækna og hjúkrunarfræð- inga hafi leitt til breytinga á nöfnum deilda. „Með nafnabreytingu lögðum við því í raun niður nafnið á deildinni en ekki þá þjónustu sem deildin veit- ir,“ segir Sigurður. Ekki hefur verið ráðinn annar geðlæknir á sjúkrahús- ið. Sigurður segir að þjónustustig sjúkrahússins sé ekki minna nema að því leyti að umræddur læknir starfar ekki lengur við stofnunina. „Ekki má gleyma því að þessi þjón- usta hefur lítið verið bundin við sjúkrahús. Það hefur ekki verið lagð- ur sjúklingur inn af geðlækni hjá okkur í fjölda ára heldur hefur þessi þjónusta verið stofuþjónusta eða göngudeildarþjónusta, ef svo má kalla. Það er vel hægt að reka þessa þjónustu utan sjúkrahússins á jafn- góðan hátt,“ segir Sigurður. Geðlæknar skora á ráðherra  Barnageðlæknafélagið vill endurskoðun á skipulagsbreytingum  Framkvæmdastjóri á sjúkrahúsinu segir þjónustustigið það sama og áður Ólafur Ó. Guðmundsson Sigurður E. Einarsson 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013 Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is Aðsókn í þyrluflug hefur aukist mjög á undanförnum árum. 60% aukning var á þyrluflugi á vegum einkaaðila á fyrstu fimm mánuðum ársins og þyrluferðir Landhelgis- gæslunnar juk- ust um 179% á fyrstu sex mán- uðum ársins að sögn Guðna Sigurðssonar, talsmanns Isavia. Tölurn- ar miðast við ferðir frá Reykjavíkur- flugvelli, en þaðan eru flest- ar þyrluferðir farnar. „Fjölgun útkalla hjá Gæslunni má rekja til gríðarlegar fjölgunar ferðamanna og því fylgir að oftar þarf að koma þeim til aðstoðar,“ segir Guðni. Aðsóknin stigvaxandi Birgir Ómar Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Norðurflugs, tekur í sama streng og segir fjölgun flug- ferða á þeirra vegum koma til vegna aukins fjölda ferðamanna. Norðurflug er stærsta þyrluflug- félagið á Íslandi, með um 65% markaðshlutdeild. Félagið rekur þrjár þyrlur, en sú stærsta er af gerðinni Dauphin og tekur allt að átta farþega. Birgir segir 1700 flugstundir hafa verið farnar í fyrra og að aðsóknin fari stigvax- andi. Árið 2012 var metár hjá fé- laginu. „Við byrjuðum með reksturinn á örlagaárinu 2008 og erum alltaf að auka ferðaúrvalið. Árið 2009 fórum við að pakka saman ferðum og bjóða fólki upp á þann kost að geta valið á milli mismunandi pakka- ferða.“ Vinsælt að skoða eldgosin Reynt er að elta það sem vinsælt þykir á hverjum tíma. „Vinsælasta leiðin núna er yfir Eyjafjallajökul. Við ættum eiginlega að vera með árlegt gos á mismunandi stöðum,“ segir Birgir kíminn. Þá er alltaf vinsælt að fljúga yfir Gullfoss og Geysi og fá þannig öðruvísi sjónarhorn á okkar helstu náttúruperlur. Margir sækja í þjónustuna og markhópurinn dreifist nokkuð jafnt. Ferðirnar eru ekki einungis fyrir efnafólk, enda á breiðu verð- bili. Birgir segir bæði fjölskyldur og einstaklinga nýta sér þennan ferðakost. Flestar ferðir eru þó farnar á sumrin þar sem birtuskil- yrðin eru verri yfir vetrartímann. Margar ferðir eru þá farnar á hverjum degi. Fljúga fyrir kvikmyndir Töluverð viðskipti hafa einnig fylgt þeim fjölda stórmynda sem tekinn hefur verið upp á Íslandi undanfarið. „Við erum með stærst- an hlut þeirra verkefna. Það skiptir þessa aðila miklu máli að hér séu reyndir menn hvað varðar nýtingu þyrlna í kvikmyndaverkefnum.“ Birgir segir gríðarlega land- kynningu vera fólgna í slíkum verkefnum. Norðurflug sá meðal annars um þyrluflug fyrir hasar- myndina Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki, ævintýramyndina Prometheus og The Secret life of Walter Mitty þar sem Ben Stiller er í aðalhlutverki. Í þeirri síðastnefndu var náttúra Íslands í stóru hlutverki og var meðal annars farið í þyrluflug yfir Svínadalsjökul. Þegar slík verkefni eru unnin stýrir flugmaður á veg- um Norðurflugs þyrlunni á meðan tökur fara fram, en það skiptir því miklu máli að vandað sé vel til verka. Jökullinn logar Það getur verið mögnuð lífsreynsla og eftirminnilegt að sjá náttúru Íslands og einstaka birtu frá öðru sjónarhorni en vanalegt er. Margir sækja í þyrlurnar  Bæði fjölskyldur og einstaklingar fara í þyrluferðir um landið  Vinsælt er að skoða Eyjafjallajökul að ofan  „Ættum eiginlega að vera með árlegt gos“ „Afar gott er að hafa þyrlur sem komast á staði þar sem björgunarsveitir komast ekki,“ segir Hrafnhildur Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hún segir óvenjumikið hafa verið um þyrluútköll það sem af er ári, en það megi líklega rekja til aukins ferða- mannastraums. Hún segir ferðamennskuna dreifast meira yfir árið en áður var, nú sé hún einnig mikil á fyrstu mánuðum ársins. Fólk er því að fara á staði sem ekki eru öruggir veðurfarslega á þessum tíma árs. Flest útköllin segir hún vera vegna ferðamanna á eigin vegum sem ekki eru nógu vel búnir fyrir íslenskt veðurfar og fjallamennsku. Illa búnir á hálendinu MÖRG ÞYRLUÚTKÖLL HJÁ LANDHELGISGÆSLUNNI Hrafnhildur Stefánsdóttir Birgir Haraldsson Forsætisráðherra, Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson, fundaði síðdegis í gær með lögmanni Færeyja, Kaj Leo Johannesen, í Þórshöfn. Á fundinum var rætt um ýmis sameig- inleg hagsmunamál landanna og kynnti forsætisráðherra lögmanni stefnu íslensku ríkisstjórnarinnar um aukna áherslu á samstarf við Norðurlönd. Meðal annars var rætt um þá þýðingu sem olíuleit hefur haft fyrir efnahagslíf Færeyinga. „Við ræddum einnig stöðu fisk- veiðisamninga vegna sameig- inlegra stofna, einkum makríls og norsk-íslensku síldarinnar. Jafn- framt var rætt um mikilvægi þess að fundnar séu lausnir í slíkum mál- um með samningum, en ekki ein- hliða aðgerðum eða yfirgangi stærri samningsaðila gagnvart þeim minni“ er haft eftir forsætis- ráðherra í tilkynningu Forsætisráðherra fundaði með lög- manni Færeyja „Varpið er svona þokkalegt en tóf- an er alltaf að hrekkja okkur,“ seg- ir Eiríkur Snæbjörnsson, bóndi á Stað í Reykhóla- sveit, um æðar- varp á svæðinu í sumar. Eiríkur segir varpið hafa farið rólega af stað, á sumum svæðum virðist sem fuglinn hafi verið seinna á ferðinni en ella, e.t.v. vegna veð- urs, og þá sé nokkuð um að hann sé að verpa í annað sinn eftir að hafa rifist upp af vargi. „Ég hef heyrt í þónokkrum og það er talsvert skemmt eftir tófuna sums staðar í landi, þar sem hún kemst, en úti á eyjunum á Breiða- firði, þaðan sem ég hef heyrt, þá er þetta svipað og hefur verið,“ segir hann. Eiríkur segir að þrátt fyrir dugnað grenjavinnslumanna, sem Reykhólahreppur greiðir fyrir, hafi ekki tekist að halda tófunni niðri þannig að friður sé í varpinu. Eitt greni hafi verið unnið í ná- grenni Staðar í sumar en þá séu gelddýr á ferðinni og nýrra dýra verði vart jafnharðan og önnur eru skotin. Auk þess að deila hlunnindum með bænum Árbæ nytjar Eiríkur æðarvarpið á Svínanesi í Múla- hreppi og rekur eigin dúnhreinsi- stöð á Stað. Hann segir afar gott verð hafa verið að fást fyrir dúninn síðustu misseri, eða í kringum 160- 170 þúsund krónur fyrir kílóið. holmfridur@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Hreiður Æðarfuglinn verpir gjarn- an fjórum til fimm eggjum. Enginn frið- ur í varpinu fyrir tófu  Æðarfuglinn sums staðar seint á ferðinni Eiríkur Snæbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.