Morgunblaðið - 25.06.2013, Page 6
BAKSVIÐ
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Framsóknarmenn töldu að leiðin
þeirra væri alveg skýr um hvernig
ætti að fara að því að koma til móts
við skuldug heimili. Þetta segir Vig-
dís Hauksdóttir, formaður fjárlaga-
nefndar Alþingis, spurð út í nei-
kvæða umsögn Seðlabanka Íslands
um tíu þrepa aðgerðaáætlun ríkis-
stjórnarinnar vegna skuldavanda
heimilanna. Þá segist Vigdís vera
undrandi yfir umsögn Seðlabankans.
„Stjórnvöld, fyrir utan ríkisstjórn-
ina, eru enn að viðhalda þeim spuna í
samfélaginu að þetta eigi að lenda á
ríkissjóði sem leiðir hugann að því
hvort seðlabankastjóri hafi yfirhöfuð
lesið tillögur okkur framsóknar-
manna. Því þetta gengur fyrst og
fremst út á það að semja við kröfu-
hafa föllnu bankanna, þeir hafa farið
sjálfir fram á nauðasamninga, til að
geta náð út einhverjum af þessum
erlendu eigum hér á landi,“ segir
Vigdís í samtali við Morgunblaðið.
Kemur niðurfellingu ekki við
Þá bendir hún á að sér þyki um-
sögn Alþýðusambands Íslands um
aðgerðaáætlunina jafnframt vera af-
ar einkennileg. Í umsögn sinni lagði
ASÍ áherslu á að óhjákvæmilegt
væri að fela sérfræðingahópi að
koma með tillögur um hvernig hægt
væri að koma til móts við leigjendur
sem búið hafa við leigusamninga sem
bundnir eru vísitölu neysluverðs.
Þar kemur fram að frá hruni hafi
verið gripið til margvíslegra sér-
tækra aðgerða til að koma til móts
við þá sem skulda húsnæðislán en
ekki hafi verið gripið til slíkra að-
gerða gagnvart leigjendum. „Al-
mennt má gera ráð fyrir að hærra
hlutfall af ungu fólki og þeim sem
eru tekjulágir séu á leigumarkaði en
í eigin húsnæði. Það skipti því miklu
að koma til móts við þennan hóp,
ekki síst þar sem skv. þingsályktun-
artillögunni er lögð áhersla á að
,,[u]m almennar aðgerðir verði að
ræða með áherslu á jafnræði...“ segir
í umsögn ASÍ.
„Raunverulega erum við ekkert,
og það kom fram skýrt í kosninga-
baráttunni, að blanda þessum tveim-
ur hópum saman. Þetta snýst um
forsendubrest þeirra sem hafa keypt
sér húsnæði og standa frammi fyrir
miklum eignabruna. Leigjendahliðin
er allt önnur hlið á þeim málum sem
þarf að leysa til framtíðar og það
kemur ekki við þessari skuldaniður-
fellingu,“ segir Vigdís.
Spurð út í gagnrýni Seðlabanka
Íslands þess efnis að almenn skulda-
niðurfelling geri lítið fyrir þau heim-
ili sem verst standa segir Vigdís að
plástrahagfræði síðustu ríkisstjórn-
ar hafi öll gengið út á að hjálpa þeim
sem standi verst. „Það var farin
110% leið og fundin upp ýmis úrræði
sem áttu að verða til þess að þessi
mest skuldsettu heimili myndu ná að
fóta sig á ný, það hefur ekki gerst.
Við höfum alla tíð talað um að það
þurfi að taka til almennra aðgerða og
taka á þessum stóra hópi fólks sem
hefur staðið í skilum allt þetta tíma-
bil og ekki fengið neinar úrbætur,“
segir Vigdís.
Vara við banni á verðtryggingu
Í umsögn sinni um aðgerðaáætlun
ríkisstjórnarinnar varar Íbúðalána-
sjóður við því að afnumin verði verð-
trygging á húsnæðislánum. Þannig
bendir sjóðurinn á að ef litið sé til
neyslukönnunar Hagstofunnar sem
og reglna um greiðslumat þá hafi
ákveðinn hluti heimila landsins ekki
efni á því að kaupa sér þak yfir höf-
uðið og líklega ekki heldur efni á því
að taka húsnæði á leigu. Þessi hópur
muni stækka umtalsvert ef eingöngu
verður boðið upp á óverðtryggð hús-
næðislán enda sé greiðslubyrði
þeirra hærri.
„Tilgangur þess að bjóða verð-
tryggð jafngreiðslulán til húsnæðis-
kaupa var einmitt sá að lækka hús-
næðiskostnað eins og kostur var til
þess að sem flestir gætu komið sér
þaki yfir höfuðið, m.a. með aðstoð
vaxtabóta. Vissulega hefur þetta fyr-
irkomulag galla, s.s. mikla skuld-
setningu almennings, sem hefur leit-
ast við að fá eins há lán og
greiðslugeta leyfir,“ segir í umsögn
Íbúðalánasjóðs. Þá bendir sjóðurinn
á að verðtrygging hafi verið for-
senda fyrir framboði lána til lengri
tíma. Þannig hafi nær ekkert fram-
boð verið af lánsfé til lengri tíma áð-
ur en farið var að verðtryggja lánsfé
snemma á áttunda áratugnum.
„Það er verið að skoða þá mögu-
leika sem gætu verið fyrir hendi og
mér finnst rétt að á meðan það ligg-
ur ekki ljóst fyrir þá bíðum við
átekta. Hinsvegar er það alveg ljóst
að báðir ríkisstjórnarflokkarnir
lögðu upp með að vinna fyrir heim-
ilin að niðurfærslu lána og það verð-
ur að gefa okkur tíma til að vinna úr
því,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins og
fulltrúi í fjárlaganefnd, spurð út í
gagnrýni Seðlabankans á aðgerða-
áætlun ríkisstjórnarinnar.
Töldu leiðina vera alveg skýra
Formaður fjárlaganefndar Alþingis furðar sig á neikvæðri umsögn Seðlabankans um aðgerðaáætlun
Íbúðalánasjóður segir að bann við verðtryggingu gæti takmarkað framboð á húsnæðislánum
Morgunblaðið/Eggert
Undrandi Vigdís Hauksdóttir segist undrast neikvæða umsögn Seðlabankans um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
www.skadi.is
Þ. Skorri
Steingrímsson,
Héraðsdóms-
lögmaður
Steingrímur
Þormóðsson,
Hæstaréttar-
lögmaður
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar
vegna skuldavanda heimilanna
var á dagskrá efnahags- og við-
skiptanefndar í gærmorgun. Að
sögn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur,
þingflokksformanns Sjálfstæðis-
flokksins og fulltrúa í nefndinni,
voru umsagnaraðilar kallaðir fyrir
fundinn, þeir hefðu farið yfir sitt
og svo yrði haldið áfram á mið-
vikudaginn að kalla til umsagn-
araðila og fara yfir þessa þætti.
„Þetta var flest allt jákvætt,
myndi ég segja, um þessa að-
gerðaáætlun og um það sem ligg-
ur fyrir í henni en það eru engu
að síður
ákveðnar at-
hugasemdir
sem nefndin
þarf að skoða
betur,“ segir
Ragnheiður.
Þá bendir
hún á að á
fundinum hafi
verið óskað eft-
ir því að Þorvarður Tjörvi Ólafs-
son, hagfræðingur hjá Seðla-
banka Íslands, kæmi á fund
efnahags- og viðskiptanefndar á
morgun.
„Þetta var flest allt jákvætt“
FUNDUÐU MEÐ UMSAGNARAÐILUM
Ragnheiður
Ríkharðsdóttir
Stjórn Skotveiðifélags Reykjavíkur
(Skotreynar) hefur falið lögmönnum
sínum að áfrýja nýföllnum dómi í
máli félagsins til Hæstaréttar. Starf-
semi Skotreynar í Álfsnesi verður
óbreytt á meðan málið er til með-
ferðar fyrir Hæstarétti, að því er
segir á heimasíðu félagsins.
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi 18. júní s.l. í máli Skotreynar
gegn Íbúasamtökum Kjalarness og
tveimur íbúum á Kjalarnesi. Reykja-
víkurborg og íslenska ríkinu var
einnig stefnt en stefnunni gegn
borginni var vísað frá dómi og fallið
frá málsókn gegn ríkinu.
Málið snýst um skotvöll Skotreyn-
ar á Álfsnesi og starfsleyfi hans sem
var gefið út 5. maí 2009 og tók við af
eldra starfsleyfi frá 2004. Stefndu
kærðu útgáfu seinna starfsleyfisins
til umhverfisráðuneytisins 12. júní
2009. Ráðuneytið felldi hina kærðu
ákvörðun úr gildi með úrskurði 15.
mars 2010. Þau sem kærðu starfs-
leyfið töldu að deiliskipulag vantaði á
Álfsnesi til að heimilt væri að nýta
svæðið undir skotvelli, en skotvöllur
Skotfélags Reykjavíkur er við hlið
skotvallar Skotreynar.
Skotreyn höfðaði málið til að fá úr-
skurð ráðuneytisins ógiltan og að
viðurkennt yrði að ákvörðun um
starfsleyfið hefði fullt gildi. Félagið
taldi að umhverfisráðuneytið hefði
farið út fyrir valdheimildir sínar í úr-
skurðinum. Það hefði hvorki haft
valdheimildir til að kveða á um gildi
skipulagslaga né hefði það haft laga-
heimildir til að fella hina kærðu
ákvörðun úr gildi á þeim grundvelli
sem gert var með úrskurðinum.
Íbúasamtökin og íbúarnir tveir
voru sýknaðir af kröfum Skotreynar
og var félaginu gert að greiða
stefndu 750.000 kr. í málskostnað.
Málið dæmdi Sigríður Ingvarsdóttir,
héraðsdómari. gudni@mbl.is
Áfrýjar dóms-
máli um skotvöll
Deilt um völl Skotreynar á Álfsnesi
Morgunblaðið/ÞÖK
Álfsnes Íbúar á Kjalarnesi kvört-
uðu m.a. vegna skothvellanna.