Morgunblaðið - 25.06.2013, Side 15

Morgunblaðið - 25.06.2013, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013 utilif. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND High Peak Como 32.990 / 42.990 KR. 4 og 6 manna Tvískipt innratjald með fortjaldi á milli. Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 190/200 cm. High Peak ancona 56.990 KR. 5 manna Rúmgott fjölskyldutjald. Vatnsvörn 3.000 mm. Yfirlímdir saumar. Dúkur í fortjaldi. 2 inngangar. Hæð 200 cm. High Peak cave 19.990 / 23.990 KR. 2 og 3 manna Göngutjald sem er auðvelt í upp- setningu og aðeins 2,9 kg. Vatns- vörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Fíbersúlur. Hæð 90 cm. The north face tadpole 59.990 KR. 2 manna Létt göngutjald - 2,4 kg. Vatnsvörn 1.500 mm taffeta. Botn 5.000 mm taffeta. Álsúlur. Hæð 100 cm. tjaldaðu ekki til einnar nætur Frábært úrval af tjöldum í tjalda- landi í glæsibæ (við hliðina á tbr húsinu) Á R N A S Y N IR María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Tveir erlendir ferðamenn fóru með kornung börn sín í yfirborðsköfun í Silfru um helgina, þvert á tilmæli leiðsögumanns. Annað barnið var eins og hálfs árs en hitt fjögurra ára. Leið- sögumaður í köfun, sem rætt var við, telur að börnunum hafi verið stefnt í óþarfa hættu og gagnrýnir þær öryggisráðstafanir sem gerðar séu við Silfru. Hann segir að aðstæður í Silfru séu þannig að aðeins ætti að vera hægt að stunda þar köfun í fylgd með leiðsögumanni líkt og tíðkist víðast hvar erlendis. Haft var samband við köfunarfyrirtækið Scuba Iceland sem segir flest köfunarfyrirtæki miða við tólf ára aldur barna og aðstæður í Silfru séu þann- ig að óráðlegt sé að fara með yngri börn í hana. Sagt að málið varði við landslög Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir ekki neinar aldurstakmark- anir vera í Silfru en að brugðist hafi verið við af hálfu þjóðgarðsins. „Siglingastofnun gefur út fyrirmæli um köfun en tilfelli sem þetta ættu yfirleitt að falla undir lög um vernd barna en umráðamenn barna eru skyldugir til að stefna ekki börnum sínum í hættu. Einn af for- svarsmönnum köfunarfyrirtækjanna hafði samband við okkur og lét okkur vita af þessu fólki. Það fór strax landvörður að Silfru og ræddi við fólkið, sem þá var komið upp úr, og sagði því að litið væri svo á að börnunum hefði verið stefnt í hættu og að það varðaði við landslög. Aðspurður hvort gjaldtakan við Silfru eigi að gegna ákveðnu öryggishlutverki segir Ólafur svo vera upp að vissu marki. „Það er ekki vörður sem stendur á bakkanum en að- gangsstýringin okkar snýr að því að það séu ekki of margir hópar í gjánni í einu og á að stuðla að því að leiðsögumenn hafi yfirsýn yfir sinn hóp.“ Börnum stefnt í hættu við köfun í Silfru  Eins og hálfs árs og fjögurra ára gömul börn í yfirborðsköfun með foreldrum sínum  Fóru gegn tilmælum leiðsögumanns  Engin aldurstakmörk eru í Silfru  Fólk er þar á eigin ábyrgð Silfra Yfirborðsköfun gengur út á það að synda í dún- og þurrgalla með öndunarpípu í munni. Morgunblaðið/Ómar Í fyrirmælum nr. 165/2003 sem liggja til grundvallar köfun á Þingvöllum, sem gefin voru út af Siglingastofnun í ár, kemur fram að kafarar séu ætíð á eigin ábyrgð og skuli kynna sér vel aðstæður og reglur sem gilda um köfun í Silfru. Þá er þar einnig sagt til um almennar öryggiskröfur sem gerðar eru til ferðaþjónustufyr- irtækja um þjálfun og búnað auk þess sem óheimilt er að kafa dýpra en 18 metra í Silfru. Ekkert er minnst á aldurstakmarkanir en ætla má að gert sé ráð fyrir að fólk fylgi fyrirmælum leiðsögumanna og verk- lagsreglum þeirra. Um köfun í Silfru á Þingvöllum SIGLINGASTOFNUN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.