Morgunblaðið - 25.06.2013, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013
Breska fjarskiptafyrirtækið Voda-
fone ætlar að kaupa Kabel Deutsch-
land, stærsta dreifiaðila sjónvarps
og síma um breiðband í Þýskalandi.
Uppgefið kaupverð er 7,7 milljarðar
evra eða rúmlega 1.245 milljarðar
króna.
Um 8,5 milljónir heimila í Þýska-
landi nýta sér þjónustu Kabel
Deutschland. Vodafone sagði í yfir-
lýsingu í gær að fyrirtækið muni
bjóða hluthöfum Kabel Deutschland
87 evrur á hlut og greiða fyrir í
reiðufé.
Í frétt breska viðskiptablaðsins
Financial Times (FT) í gær kemur
fram að markmið Vodafone með
þessum kaupum sé að breikka grunn
starfsemi félagsins, þannig að það
byggist ekki einungis á farsímasölu
og þjónustu, heldur einnig á breið-
bandsþjónustu við neytendur og
sjónvarpsþjónustu.
Við lokun markaða á föstudag
stóð hver hlutur í Kabel Deutsc-
hland í 84,10 evrum og við lokun
markaða í gær hafði hluturinn
hækkað um 1,9% og stóð í 85,60 evr-
um.
Framkvæmdastjórn Kabel
Deutschland hefur fagnað fyrirhug-
uðum viðskiptum og mun samkvæmt
AFP mæla með því við hluthafa að
þeir gangi að tilboði Vodafone.
Verð á hlutabréfum í Kabel
Deutschland hefur hækkað jafnt og
þétt frá því í febrúarmánuði, þegar
fyrst hófust umræður um mögulega
yfirtöku á félaginu og samtals hefur
hluturinn hækkað um 37% á nokk-
urra mánaða tímabili.
Kabel keypt dýru verði
Yfirlýsingar Vodafone og fram-
kvæmdastjórnar Kabel Deutschland
í gær um samkomulagið virðast hafa
bundið enda á skammvinna baráttu
á milli Vodafone og bandaríska fyr-
irtækisins Liberty Global, sem einn-
ig hafði hug á því að bjóða í Kabel
Deutschland og bauð reyndar í síð-
ustu viku 85 evrur í hlutinn, eða
samtals um 7,5 milljarða evra.
Reuters rifjar upp í frétt á vefsíðu
sinni í gær, að Vodafone sé að greiða
ærið hátt verð fyrir Kabel Deutsch-
land, því á árinu 2010, áður en Kabel
Deutschland var skráð á markað,
íhugaði stjórn Vodafone að kaupa
fyrirtækið, en þá fyrir 22 evrur á
hlut, eða aðeins fyrir um fjórðung af
því verði sem núna verður greitt.
Þá kom fram í frétt FT í gær að
Vittorio Colao, forstjóri Vodafone,
hefði að undanförnu kannað mögu-
leika á kaupum og/eða samstarfi við
breiðbandsfyrirtæki víðsvegar um
Evrópu.
agnes@mbl.is
Vodafone kaupir Kabel
Deutschland á 7,7 ma. evra
Kaupverðið er nánast fjórfalt á við það sem Vodafone vildi
greiða í febrúar á þessu ári Hyggur á fleiri yfirtökur
AFP
Sókn Vodafone ætlar með kaupunum á Kabel Deutschland að færa út kví-
arnar og breikka rekstrargrunn fyrirtækisins. Kaupverðið þykir mjög hátt.
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./0
+12
++0./3
,+.4+2
,/.+22
+1.,-0
+-+.4,
+.,55,
+15.53
+4+.,0
+,-.-4
+12.34
++0.-1
,+.41,
,/.,51
+1.,2
+-+.22
+.,512
+14./2
+4+.0,
,+0.3,/5
+,-.45
+12.2,
++0.0,
,+.035
,/.-+0
+1.-3-
+-,.-4
+.,4,4
+14.43
+4,.+0
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Alklæddur nautsleðri!
Verð áður 139.000
Þú sparar
20.000
Þú sparar
40.000
Tilboðsverð
99.000
RISAÚTSALA!
Okkar besti hægindastóll
á verði sem hefur ekki sést
á Íslandi í mörg ár!
Rubelli 9332 H
með svifruggu, snúning, gormasæti
og frábærum bakstuðningi
3 leðurlitir
6 taulitir
FÁÐU
STÓLINN
SENDAN HEIM
HVERT Á LAND
SEM ER
FYRIR AÐEINS
5.000 KR.
Ármúla 5 • 108 Reykjavík • Sími 544 8181www.innlit.is
Þekking • ÞjónustaÍ slitsterku áklæði!
Verð áður 89.000
Tilboðsverð
69.000
Innlit Húsgögn í sumarskapi
● Capacent Gallup mun birta vænt-
ingavísitölu sína fyrir júnímánuð í dag.
Væntingavísitala Gallup tók vel við sér í
maí og fór í fyrsta sinn yfir 100 stig frá
því í febrúar árið 2008. Gátu því ís-
lenskir neytendur þar með talist bjart-
sýnir á efnahags- og atvinnulíf þjóð-
arinnar í fyrsta skiptið frá þeim tíma, en
þegar vísitalan er yfir 100 stigum eru
fleiri neytendur bjartsýnir en svartsýnir.
Eykst bjartsýnin?
Landsbankinn hefur ásamt nokkrum
öðrum fyrirtækjum og stofnunum
unnið að því að bæta samgöngur á
Íslandi með það að meginmarkmiði
að fækka einkabílum í umferð og
fjölga vistvænum valkostum í sam-
göngum bæði fyrir almenning og
fyrirtæki, samkvæmt því sem fram
kemur í fréttatilkynningu frá Lands-
bankanum.
Í þeim tilgangi hafa Landsbank-
inn og Bílaleiga Akureyrar (Höldur
ehf.) gert samstarfssamning um
þjónustu svokallaðra flýtibíla.
Í tilkynningu kemur fram að þjón-
usta flýtibíla verði framvegis hluti af
samgöngusamningi Landsbankans
við starfsmenn og geti þeir nýtt sér
samninginn jafnt í vinnu sem í per-
sónulegum erindum utan vinnutíma.
Þeir starfsmenn bankans sem und-
irrita samninginn skuldbinda sig til
að ferðast ekki á einkabíl til vinnu,
heldur með strætó, hjólandi eða á
flýtibíl. Þegar hafi yfir 360 starfs-
menn, eða rúmlega fjórðungur,
skrifað undir samgöngusamning og
fá þeir á móti fjárframlag til að
standa straum af kostnaði.
Semja um flýti-
bílaþjónustu
Yfir fjórðungur hefur skrifað undir
Morgunblaðið/Kristinn
Landsbankinn Vill draga úr notkun
einkabíla í umferð með flýtibílum.
● Lánasjóður sveitarfélaga (LSS) held-
ur útboð í dag þar sem boðið verður
upp á bréf í tveimur helstu skuldabréfa-
flokkum sjóðsins, þ.e. LSS24 og LSS34,
samkvæmt því sem fram kemur í Morg-
unkorni Greiningar Íslandsbanka í gær.
„Að vanda stefnir sjóðurinn að því að
taka tilboðum fyrir 500 milljónir króna
að nafnvirði, þótt sjóðurinn áskilji sér
rétt til að hækka eða lækka útboðs-
fjárhæðina, eða jafnvel hafna öllum til-
boðum. Þetta er fimmta útboð LSS á
árinu, en sjóðurinn felldi niður útboðið
sem hafði verið fyrirhugað í mars sl.
vegna rúmrar lausafjárstöðu,“ segir
orðrétt í Morgunkorni.
Útboðstvenna hjá Lána-
sjóði sveitarfélaga í dag