Morgunblaðið - 25.06.2013, Side 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013
BAKSVIÐ
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Seðlabankar hafa gert nóg til að
stuðla að endurreisn hagkerfa heims-
ins og nú er komið að stjórnmála-
mönnum að leggja grunn að sjálf-
bærum vexti til framtíðar. Þetta
kemur fram í ársskýrslu Alþjóða-
greiðslubankans í Basel (BIS) sem
kynnt var á ársfundi bankans um
helgina. Bankinn, sem hefur verið
kallaður seðlabanki seðlabankanna,
er elsta alþjóðlega fjármálastofnun í
heimi en ársskýrslu hans er ávallt
beðið með mikilli eftirvæntingu.
Nóg komið af afskiptum
Eftir að lánsfjárkreppan skall á
hafa seðlabankar reynt ýmislegt til
að halda hagkerfum heimsins gang-
andi, fyrst með því að lækka stýri-
vexti sína og síðan með magnaðgerð-
um, svo sem skuldabréfakaupum og
peningaprentun. Nú, þegar hið
versta er afstaðið, er það álit BIS að
komið sé nóg af afskiptum seðla-
banka og að þörf sé á stefnubreyt-
ingu.
Endurskoði hlutverk sitt
Segir bankinn að tími sé kominn til
að seðlabankar taki hlutverk sitt til
endurskoðunar. „Geta seðlabankar
náð markmiði sínu hvað sem það
kostar?“ Vísar bankinn þannig til
ummæla Mario Draghi, bankastjóra
Evrópska seðlabankans, um að seðla-
bankinn muni standa vörð um evr-
ópska myntsamstarfið „hvað sem það
kostar“. Í skýrslu sinni vekur BIS
spurningar sem hann segir nauðsyn-
legt að seðlabankar svari. „Hvernig
geta seðlabankar hvatt þá, sem eru
ábyrgir fyrir því að mynda stefnu um
kerfislæga aðlögun, til að koma henni
í framkvæmd? Hvernig geta þeir
komið í veg fyrir að hagkerfið verði of
háð örvunaraðgerðum sínum? Hve-
nær er rétti tíminn fyrir þá til að
draga sig í hlé?“
Bernanke dregur úr kaupum
Ársskýrsla BIS kemur út nokkru
eftir að Ben Bernanke, bankastjóri
Seðlabanka Bandaríkjanna, gaf það í
skyn að bankinn muni halda að sér
höndum og draga úr skuldabréfa-
kaupum sínum á markaði. Í kjölfarið
hefur ávöxtunarkrafa á 10 ára banda-
rísk ríkisskuldabréf hækkað um 80
punkta en í skýrslu sinni spáir BIS
því að 300 punkta hækkun muni leiða
til einnar trilljónar dollara taps fyrir
skuldabréfaeigendur.
Boltinn hjá stjórnmálamönnum
BIS segir það nú vera í höndum
stjórnmálamanna að koma á umbót-
um á vinnumarkaði, auka framleiðni
og draga úr atvinnuleysi. Lágir vext-
ir og aðrar aðgerðir seðlabanka hafi
tekið allt bit úr stjórnmálamönnum
til að taka á þeim vandamálum sem
kreppan leiddi af sér. „Ódýrir pen-
ingar gera það auðveldara að taka
lán en að spara, auðveldara að eyða
en að skattleggja, auðveldara að
hjakka í sama farinu en að breyta
til.“ Er það trú BIS að seðlabankar
geti ekki leyst þau kerfislægu vanda-
mál sem við er að eiga.
„Seðlabankar geta ekki lagfært
efnahagsreikning heimila og fjár-
málastofnana. Seðlabankar geta ekki
tryggt sjálfbærni í ríkisfjármálum.
Og, mikilvægast af öllu, seðlabankar
geta ekki leitt í lög kerfislægar og
fjárhagslegar endurbætur sem þörf
er á til að hefja nýtt skeið hagvaxt-
ar,“ segir í skýrslunni.
Breyttar áherslur
Jaime Caruana, aðalframkvæmda-
stjóri BIS, sagði peningamálastefnu
seðlabanka víðs vegar um heim hafa
skilað sínu. Frekari efnahagsbati
kalli á ólíka stefnu með meiri áherslu
á sveigjanleika og að ná jafnvægi í
ríkisfjármálum. Yfir 80 fulltrúar frá
seðlabönkum um allan heim hlýddu á
Caruana kynna ársskýrsluna en
bankinn er í eigu fjölmargra seðla-
banka, þar á meðal Seðlabanka Ís-
lands. Þá var tilkynnt á fundinum að
Caruana muni stýra bankanum til
loka marsmánaðar árið 2017.
Seðlabankar haldi að sér höndum
Alþjóðagreiðslubankinn segir seðlabanka hafa lagt sitt af mörkum til að endurreisa hagkerfi heimsins
Nú sé boltinn hjá stjórnmálamönnum Lágir vextir hafi tekið allt bit úr stjórnmálamönnum
Aðgerðir seðlabanka
» Ársfundur Alþjóðagreiðslu-
bankans í Basel var haldinn um
seinustu helgi.
» Í ársskýrslu bankans segir
að nóg sé komið af afskiptum
seðlabanka af hagkerfum
heimsins.
» Þeir geti ekki leyst þau kerf-
islægu vandamál sem við er að
glíma.
» Stjórnmálamenn þurfi að
koma á umbótum á vinnu-
markaði, auka framleiðni og
minnka atvinnuleysi.AFPGagnrýni BIS hefur í mörg ár gagnrýnt stjórnmálamenn en gagnrýnin er
furðu hvöss þetta árið og beinist aðallega að stjórnmálamönnum í Evrópu.