Morgunblaðið - 25.06.2013, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013
FYRIR ÓLITAÐ HÁR
Hvort vantar hárið þitt raka eða prótein?
FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM
GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST.Dreifing:
HÁR EHF
s. 568 8305 | har@har.is | REDKEN Iceland á
FYRIR HÁRLOSFYRIR ALDRAÐ HÁR
FYRIR ÚFIÐ HÁR FYRIR LJÓST HÁR
FYRIR ÞURRT HÁR
FYRIR KRULLAÐ HÁR
SÖLUSTAÐIR
REDKEN
SENTER
SCALA
SALON VEH
SALON REYKJAVÍK
PAPILLA
N-HÁRSTOFA
LABELLA
MENSÝ
MEDULLA
KÚLTÚRA
HÖFUÐLAUSNIR
HJÁ DÚDDA
FAGFÓLK
BEAUTY BARFYRIR FÍNGERT HÁR
FYRIR LITAÐ HÁR FYRIR SKEMMT HÁR
FYRIR ÓRÓLEGT HÁRFYRIR HÁR Í SÓL OG SJÓ
REDKEN hárvörurnar gera hárið heilbrigt, fallegt og fyllir það af lífi
PróteinRaki
Aðdáendur Nelsons Mandela, fyrr-
verandi forseta Suður-Afríku, söfn-
uðust saman og báðu fyrir honum í
gær fyrir utan sjúkrahús í Pretoríu
þar sem hann liggur, en ástand
hans er alvarlegt og hann sagður
eiga skammt eftir ólifað. Blóm, kort
og málverk eftir leikskólabörn hafa
verið lögð upp við öryggisgirðingu
við sjúkrahúsið.
Nelson Mandela var fluttur á
sjúkrahúsið 8. júní sl. vegna sýk-
ingar í lungum og heilsu hans tók
að hraka verulega um helgina.
Í yfirlýsingu frá Jacob Zuma, for-
seta Suður-Afríku, sagði að læknar
gerðu allt sem þeir gætu til að
tryggja að vel væri séð um Mandela
og að honum liði vel. „Hann er í
góðum höndum.“
Dóttir forsetans fyrrverandi,
Makaziwe Mandela, segir fjölskyld-
una taka einn dag í einu og biðja til
guðs. „Ég trúi því að honum líði vel.
Hann hefur gefið heiminum svo
mikið.“
Beðið fyrir
Mandela
AFP
Dómstóll í Mílanó dæmdi í gær Silvio
Berlusconi, fyrrverandi forsætisráð-
herra Ítalíu, í sjö ára fangelsi fyrir
vændiskaup og misnotkun valds.
Berlusconi hyggst áfrýja dómnum.
Forsætisráðherrann fyrrverandi
var fundinn sekur um að hafa borgað
stúlkunni Karimu El-Mahroug fyrir
kynmök þegar hún var sautján ára
og undir lögaldri. Hann var einnig
fundinn sekur um að hafa misnotað
opinbert vald sitt með því að beita
sér fyrir því að lögreglan leysti El-
Mahroug úr haldi eftir að hún var
handtekin fyrir þjófnað. Hámarks-
refsingin fyrir slíka valdamisnotkun
er tólf ára fangelsi.
El-Mahroug, sem hefur kallað sig
„rúbínrauða hjartaþjófinn“, segir að
hún hafi fengið greiddar á milli 2.000
og 3.000 evrur fyrir kvöld á sveita-
setri Berlusconis. Hún og Berlusconi
hafa þó bæði neitað því að hann hafi
greitt henni fyrir kynmök.
Veikir ítölsku
samsteypustjórnina
Fangelsisdómurinn var ári lengri
en saksóknarar höfðu óskað eftir.
Hann tekur ekki gildi þar sem Ber-
lusconi hefur áfrýjað honum og talið
er að langur tími líði áður en niður-
staða áfrýjunarinnar liggur fyrir.
Stjórnmálaskýrendur sögðu þó að
dómurinn gæti haft afdrifaríkar af-
leiðingar í ítölskum stjórnmálum.
Dómurinn er talinn veikja sam-
steypustjórn Enricos Letta for-
sætisráðherra sem er háð stuðningi
flokks Berlusconis.
Berlusconi, sem er 76 ára, var
dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir
skattsvik í október 2012, en þeim
dómi var einnig áfrýjað.
Dæmdur í sjö
ára fangelsi
Berlusconi hyggst áfrýja dómnum
AFP
Dæmdur Berlusconi hafði áður
fengið fangelsisdóm fyrir skattsvik.
Bandaríska leik-
konan Angelina
Jolie gagnrýndi
öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna
fyrir að hafa
ekki gert nóg í
baráttunni gegn
nauðgunum á
átakasvæðum
þegar hún ávarp-
aði ráðið í gær. Hún sagði að Sam-
einuðu þjóðirnar þyrftu að sýna
staðfestu í baráttunni gegn ofbeld-
inu og sagði að hundruðum þús-
unda kvenna og stúlkna hefði verið
nauðgað á átakasvæðum. Hún
gagnrýndi samtökin fyrir seina-
gang og skírskotaði meðal annars
til stríðsins í Sýrlandi. Jolie flutti
ræðuna eftir að hafa skoðað flótta-
mannabúðir fyrir Sýrlendinga í
Jórdaníu sem sendimaður flótta-
mannafulltrúa SÞ.
Nauðganir á stríðssvæðum
Jolie gagn-
rýnir SÞ
Angelina Jolie
Bandarísk
stjórnvöld gagn-
rýndu í gær Kín-
verja fyrir þá
ákvörðun að
hleypa Edward
Snowden úr
landi þrátt fyrir
beiðni banda-
rískra yfirvalda
um að hann yrði
framseldur til Bandaríkjanna þar
sem hann hefur verið ákærður fyrir
njósnir.
Talsmaður Bandaríkjaforseta
sagði að ákvörðunin myndi skaða
tengsl ríkjanna. Snowden fór til
Moskvu frá Hong Kong og Banda-
ríkjastjórn hefur beðið Rússa um að
framselja hann. Julian Assange,
stofnandi Wikileaks, sem hefur að-
stoðað hann við að fá hæli í Ekva-
dor, sagði í gær að Snowden væri
við „góða heilsu og óhultur“.
Bandaríkin
„Óhultur“
í Moskvu
Edward Snowden