Morgunblaðið - 25.06.2013, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er gjarnannefnt semþumalputta-
regla að þegar for-
setaskipti verða í
Bandaríkjunum þá
fylgi nýja manninum um 300
þúsund flokksbræður og systur
inn í stjórnkerfið þar í landi og
þessi hópur fari svo smám sam-
an stækkandi af náttúrulegum
ástæðum eftir því sem líður á
kjörtímabilin eitt eða tvö. Þetta
virðist mikið flóð fólks, en gamla
reglan sem miðar allt við fólks-
fjölda segir Íslendingum að
horfa aðeins á töluna 300. En
jafnvel sú tala þætti há hér á
landi.
Við ráðherraskipti hér koma
nýir ráðherrar sem hálfgerðir
einstæðingar inn í ráðuneytin. Í
besta falli með einn aðstoðar-
mann með sér, ungan og
reynslulausan, sem á ekkert í
embættismannaliðið. En þá er
spurt: Er nokkur þörf á því að
ráðherrann eigi eitthvað í þá
sem eru á fleti fyrir? Þeir eru jú
embættismenn, ekki satt?
Þannig ætti það að vera en er
ekki endilega þannig. Í Bret-
landi stendur embættis-
mannakerfið (The Civil Service)
á gömlum merg og er þróað
valdakerfi. Einhverjir bestu
framhaldsþættir sem Bretar
hafa framleitt, og er þá langt til
jafnað, Yes Minister og svo Yes
Prime Minister, gerðu glímunni
á milli hinna kjörnu fulltrúa og
„hinna“ skemmtileg skil. Og
þótt þar væri um spéspegil að
ræða sögðu kunnugir að hann
gæfi furðu góða mynd af raun-
veruleikanum. Margaret Thatc-
her var ein þeirra sem vitnuðu
um trúverðugleika þáttanna.
Mandarínar breska kerfisins
töldu brýnasta verkefni sitt við
hver valdaskipti að gera nýja
ráðherra „húsvana“. Sjá um að
þeir hættu sem fyrst að pissa á
teppin og éta skótau í leyfis-
leysi. Oftast tókst þetta emb-
ættisuppeldi bærilega og sjald-
gæft að þeir, sem komu vígreifir
í ráðuneyti eftir kosningar, veif-
andi umboði almennings, hefðu
betur gagnvart „hinum faglegu“
sem enginn hafði kosið og voru
síst faglegri en hinir nýkomnu,
þegar betur var að gáð.
Þeir, sem fylgst hafa náið með
íslenskum stjórnmálum síðustu
árin, stundum úr miklu návígi,
hafa furðað sig á hversu hátt
hlutfall ráðherra missir fljótt
stjórnartaumana í sínu ráðu-
neyti. Allir í þeim ráðuneytum
hafa þó ríka hagsmuni af því að
láta ekki mikið á slíku bera.
En þrátt fyrir þessa mynd,
sem þannig var dregin upp í
Bretlandi og átti einnig við hjá
okkur, höfðu á löngum tíma
einnig þróast leikreglur um það
hvernig embættiskerfið þar lag-
aði sig að meintum
lýðræðislegum vilja
þjóðarinnar. Þann-
ig fór „kerfið“ í það,
síðustu vikur fyrir
hverjar kosningar
að kanna með öflugum hætti
helstu kosningaloforð stórflokk-
anna tveggja og gera drög að
lagafrumvörpum eða öðrum
reglum sem tóku mið af þeim.
Embættismannakerfið gætti sín
vel á því að hafa ekki skoðun á
því hvort fyrirheitin væru til
góðs eða ills.
Með sama hætti var forðast
að fara út í vangaveltur um
hvort dæmin gengju upp til fulls
eða ekki. Þegar kosningaúrslit
lágu fyrir og áður en vitað var
hvaða einstaklingur kæmi í
ráðuneytin með forsætisráð-
herranum, sem var strax orðinn
þekkt stærð, voru frumvörp,
sem tóku mið af kosningaloforð-
unum, lögð á borð viðkomandi
ráðherra í hverju ráðuneyti
fyrir sig. Þetta var bæði gagn-
legt og skilvirkt.
Nú er ekki endilega víst að
nýjum ráðherra hafi þótt þægi-
legt að horfast í augu við kosn-
ingaloforð flokksins síns á sín-
um fyrsta degi í embætti. En
hvað sem því líður er þessi að-
ferð eftirsóknarverð og til þess
fallin að tryggja að tími breyt-
inga og fullnustu loforða glatist
ekki.
Enginn slíkur undirbúningur
á sér stað í íslenska stjórnkerf-
inu. Margvíslegar skýringar eru
gefnar á því. Gjarnan er sagt, að
hefð standi ekki til þessa, sem er
ekki annað en venjuleg skýring
tregðulögmálsins.
Önnur skýring er haldbetri og
snúnara að eiga við. Hún er sú,
að línurnar séu sjaldnast jafn
skýrar fyrir kosningar og gerist,
t.d. í Bretlandi vegna einmenn-
ingskjördæma og í Svíþjóð og
Danmörku þar sem skiptingin
er annars vegar vinstri stjórn
undir forystu jafnaðarmanna
eða borgarleg stjórn flokka sem
andvígir eru jafnaðarmönnum.
Flokkar gangi hér óbundnir til
kosninga og það sé ekki ljóst
fyrr en eftir stjórnarmynd-
unarviðræður og gerð stjórn-
arsáttmála hvert þeir stefni.
Við stjórnarskiptin nú vekur
nokkra athygli hversu marga af
helstu handlöngurum Stein-
gríms og Jóhönnu er búið að
festa inni í stjórnkerfinu og auð-
vitað er látið í veðri vaka að allt
hafi það verið gert með sérlega
„faglegum“ hætti. Verstu dæm-
in segja þó svo sannarlega aðra
sögu í þeim efnum. Hætt er við
að nýja ríkisstjórnin fari verr af
stað en vænta mátti fyrir vikið.
Það er skaði fyrir lýðræðið í
landinu og afturkippur fyrir þær
væntingar sem vaknað höfðu
með þjóðinni.
Ekki er allt betra
utan lands, en af
sumu mætti læra}
Er hann hættur að
pissa á teppið?
M
ikið hefur verið ritað og rætt um
þá þróun að verið sé að ganga
of nærri menningarstarfsemi
hverskonar í Reykjavíkurborg
með fyrirætlunum um talsvert
fyrirferðarmikla byggingu hótela hér og hvar.
Einkum eru það ástsælir tónleikastaðir sem eru
í útrýmingarhættu og bera tónlistarflytjendur
jafnt sem -unnendur sig aumlega og það sum-
part réttilega; gangi allar áætlanir eftir missa
hjarðsveinar og -meyjar íslensks tónlistarlífs
spón úr aski sínum á næstu mánuðum og miss-
erum. Bera framangreindir við menningararfi
og verðmætum þar að lútandi – lóðareigendur
og aðrir hagsmunaaðilar benda á að eignarrétt-
urinn sé öðru æðri og lattelepjandi vælukjóarnir
geti bara étið fúlt flot.
Undirritaður hefur verið viðstaddur ýmsa eft-
irminnilega tónleika í miðborg Reykjavíkur í gegnum tíð-
ina, ekki síst í sal þeim er kenndur er við geimvís-
indastofnun Bandaríkjanna, Nasa. Að sönnu yrði mikill
sjónarsviptir að þeim gullfallega stað ef hans nyti ekki leng-
ur við til tónleikahalds og álíka mannamóta. Þar er líka að
finna innréttingar sem glapræði væri að hrófla við og
skemma. Sjálfsagt er það misjafnt í huga hvers og eins
hvað eru ómissandi innanstokksmunir, og hvar strikið ligg-
ur sem ekki má fara yfir í þeim efnum. Einhverjir munu
réttilega gráta Faktorý og aðrir sýta brotthvarf Nýlendu-
vöruverzlunar Hemma & Valda, með sama hætti og Sirkus
var harmaður af móð er hann lagðist af. Á það hefur verið
bent að einhvers staðar verði tón- og stuðelskir
að vera!
Þetta er aldeilis hárrétt, en aftur á móti er
það góðu heilli svo að menningin finnur sér allt-
af einhvern farveg, einhvern veginn og einhvers
staðar. Tónleikar voru haldnir fyrir hæst-
ánægða gesti einhvers staðar í borginni áður en
framangreindir staðir komu til skjalanna, og
þeir verða einhvers staðar haldnir í framtíðinni.
En það er um leið ósköp skiljanlegt að fólki
svíði að sjá vettvang góðra minninga hverfa. Er
þá ekki lag að horfa til framtíðar og finna nýjan
vettvang til að skapa góðar minningar? Hér
sem annars staðar gildir að gráta ekki spilin
sem gefin eru, heldur spila sem best úr því sem
er á hendi. Og menningin hefur alltaf sín tromp
á hendi, það verður ekki af henni tekið.
Hitt er sýnu verra með fyrirætlanir um að
byggja mikla viðbyggingu á bílaplaninu við Landsímahúsið,
sem til stendur að breyta í hótel, og mundi þá gamli kirkju-
garðurinn sem þar er lenda að hluta til undir nýja hótelinu.
Þar er að finna hluta af sögu Reykjavíkurborgar sem veru-
lega ljótt væri að spilla, eins og Friðrik Ólafsson, skákgoð-
sögn og fv. skrifstofustjóri Alþingis, bendir á í aðsendri
grein í Morgunblaðinu 15. júní sl. Burtséð frá átroðningi og
óbætanlegum skaða á sögulegum minjum um Reykjavík
fyrr á öldum, þá hljóma þær fyrirætlanir eins og hreint
glapræði. Ég meina, hótel reist á eldfornum grafreit? Hef-
ur enginn þeirra sem hlut eiga að máli séð myndina The
Shining? jonagnar@mbl.is
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Af hótelum og hitamálum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Bandaríski uppljóstrarinnEdward Snowden valdiundarlega leið á flótta sín-um eftir að hann tók sér
það fyrir hendur að verja frelsi ein-
staklingsins. Hann fór fyrst til Kína,
leitaði síðan á náðir leiðtogans sterka
í Rússlandi og hermt var í gær að
hann hygðist fara þaðan til Kúbu. Öll
eru þessi lönd þekkt fyrir margt ann-
að en virðingu fyrir mannréttindum.
Sumir veltu því fyrir sér hvort Snow-
den myndi jafnvel leita á náðir
stjórnvalda í Norður-Kóreu, sem
væru örugglega fús til að koma hon-
um til hjálpar, en fregnir herma að
hann hafi að lokum ákveðið að sækja
um hæli í Ekvador, landi sem hefur
ekki farið varhluta af mannréttinda-
brotum.
Stjórn vinstrimannsins Rafaels
Correa, forseta Ekvadors, hafði áður
reitt bandarísk stjórnvöld til reiði
með því að veita Julian Assange,
stofnanda Wikileaks, hæli sem póli-
tískum flóttamanni, en hann dvelur
nú í sendiráði landsins í Lundúnum.
Barið á fréttamönnum
Sérfræðingar í málefnum Ekva-
dors undruðust þá ákvörðun Ass-
ange að leita eftir aðstoð Correa sem
segist vilja halda verndarhendi yfir
Wikileaks en vílar ekki fyrir sér að
berja á fréttamönnum og fjölmiðlum
í eigin landi. „Correa er staðráðinn í
því að verja tjáningarfrelsi Assange,
en hann virðir ekki tjáningarfrelsið í
Ekvador,“ hafði fréttaveitan AFP
eftir stjórnmálaskýrandanum Vla-
dimiro Alvarez, fyrrverandi mennta-
málaráðherra Ekvadors. „Ríkis-
stjórn hans beitir fjölmiðlana
þrýstingi og ræðst á blaðamenn sem
gagnrýna stefnu hans í stjórn-
málum.“
Bandarísku samtökin CPJ, sem
berjast fyrir frelsi fjölmiðla í heim-
inum, hafa sakað stjórn Correa um
að hafa lokað útvarpsstöðvum, sem
hafa gagnrýnt hann, takmarkað
kosningaumfjöllun einkarekinna fjöl-
miðla og misnotað ríkisfjölmiðla til
að þjarma að pólitískum andstæð-
ingum sínum.
Mannréttindasamtökin Human
Rights Watch hafa einnig gagnrýnt
fjölmiðlalög sem þing Ekvadors
samþykkti 14. júní sl. Samtökin
segja lögin „grafa undan málfrelsinu
með alvarlegum hætti“ og „skerða
tjáningarfrelsi fréttamanna og fjöl-
miðla“.
Áður en fjölmiðlalögin voru hert
hafði Correa átt í langvinnri baráttu
fyrir dómstólum við dagblaðið El
Universo vegna greinar þar sem
blaðið sakaði hann um „glæpi gegn
mannkyni“ vegna viðbragða hans við
uppreisn lögreglu- og hermanna sem
mótmæltu breytingum á launa-
kjörum sínum 30. september 2010.
Correa lýsti yfir neyðarástandi og
fyrirskipaði hernum að binda enda á
mótmælin með árás sem kostaði
fimm menn lífið. Forsetinn höfðaði
mál gegn fjórum blaðamönnum, höf-
undum greinarinnar og eigendum
blaðsins. Þeir voru allir dæmdir í
þriggja ára fangelsi fyrir að ófrægja
forsetann og þeim var gert að greiða
jafnvirði 4,9 milljarða króna í sekt.
Dómurinn vakti hörð viðbrögð og
forsetinn ákvað síðar að veita blaða-
mönnunum sakaruppgjöf.
Að sögn Fréttamanna án landa-
mæra (RWB) er Ekvador í 119. sæti
af 179 á lista þar sem ríkjum er raðað
eftir því hvar fjölmiðlafrelsið telst
mest. Í skýrslu bresku stofnunar-
innar Freedom House, sem metur
frelsi í ríkjum heims, er Ekvador
flokkað með ríkjum sem teljast „að
hluta til frjáls“ og sagt er að ástandið
í mannréttindamálum fari versnandi.
Vill vernda Snowden
en skerðir málfrelsið
AFP
Umdeild ákæra Kona tekur þátt í mótmælum í Hong Kong til stuðnings
Edward Snowden eftir að bandarísk yfirvöld ákærðu hann fyrir njósnir.
Rafael Correa var kjörinn for-
seti Ekvadors árið 2006 og
beitti sér fyrir nýrri stjórnar-
skrá sem veitti konum, frum-
byggjum, fötluðum og fleiri
hópum ný réttindi. Correa hefur
einnig beitt sér fyrir breyt-
ingum á dómskerfinu, sem er
alræmt fyrir spillingu, en verið
sakaður um að notfæra sér
breytingarnar til að auka áhrif
ríkisstjórnarinnar í dómstól-
unum. Breytingar á kosn-
ingalögunum eru einnig sagðar
hafa verið gerðar til að styrkja
stöðu stjórnarflokksins.
Umdeildar
breytingar
BARIST GEGN SPILLINGU
Forsetinn Rafael Correa (t.v.) og
Jorge Glass, varaforseti Ekvadors.